Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðlaug Guð-laugsdóttir fædd- ist á Miðhópi í Grindavík 15. sept- ember 1922. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Guð- jónsson útvegsbóndi, f. 17.9. 1893, d. 22.12. 1965, og Guðmunda Guðrún Guðnadóttir húsfreyja, f. 10.7. 1891, d. 10.1. 1980. Systkini Guðlaugar eru Guðjón, f. 14.9. 1914, d. 28.12. 1994, Guðbjörg, f. 13.10. 1915, d. 5.2. 2003, Stefanía, f. 24.6. 1921, d. 22.4. 1989, Egill, f. 26.5. 1924, Guðjón Magnússon, f. 25.3. 1925, Dagbjört, f. 25.11. 1928, og Jón, f. 1.2. 1931. Guðlaug ólst upp hjá fósturforeldrum í Hlíð í Garða- hverfi, þau hétu Gísli Guðjónsson, f. 10.7. 1891, d. 31.12. 1986, og Ragnheiður Margrét Jósefsdóttir, f. 15.4. 1889, d. 8.4. 1966. Uppeld- issystkini Guðlaugar eru Fjóla Sigurbjörnsdóttir, f. 6.2. 1930, og Kristinn Gíslason, f. 5.11. 1917, d. 22.1. 1992. Guðlaug giftist 1943 Finnboga Sig- urðssyni, f. 22.6. 1918, d. 19.6. 1977. Þau skildu. Synir þeirra eru: 1) Gísli H. Líndal, f. 1.6. 1943, 2) Kristberg, f. 8.4. 1945, maki Jór- unn Sigurmunds- dóttir. Dóttir hennar Guðbjörg. Börn þeirra eru Atli Þór og Kristbjörg Huld. 3) Stefán Heimir, f. 21.9. 1947, maki Hulda Cathinca Guð- mundsdóttir. Börn hennar eru Jón, Marteinn og Magnús. Börn þeirra eru Elín Guðlaug, Hanna Guðrún og Stefán Huldar. 4) Finn- bogi Guðjón Holt, f. 9.11. 1949, maki Sigrún Gunnarsdóttir. Börn hans eru Sævar Ari, Guðni Örn, Finnur Trausti, Kristinn Már, Anna Lísa, Fjóla Dögg og Tinna Rut. 5) Sævar Þór, f. 12.10. 1951, maki Eyrún B. Jónsdóttir. Börn þeirra eru Ríkey Hlín og Dagrún Guðný. Útför Guðlaugar verður gerð frá Garðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku Lauga. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum, minnast konu sem var ótrúlega lífsglöð mann- eskja þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í lífinu. Minnast konu sem var óskaplega dugleg en ég held að henni Laugu hafi aldrei fallið verk úr hendi. Það var sama hvenær maður kom út í Holt, alltaf var eitthvað verið að gera. Lauga eignaðist fimm syni með manni sínum, Finnboga Sigurðs- syni, en þau skildu eftir að yngsti sonurinn fæddist og ól hún þá upp ein, sem sýnir best dugnaðinn í þessari konu. Það er ýmislegt sem kemur upp í huga minn eins og t.d. jólaboðin í Holti, en þar var fjölskyldan sam- ankomin og borðin svignuðu undan kræsingunum, og hvergi var betra að sjá ljósadýrð himinsins á gaml- árskvöld en í Holti. Elsku Lauga ætli þig hafi grun- að eða nokkurn þegar Guðbjörg systir þín var jarðsungin í Grinda- vík í febrúar á þessu ári að þú myndir hitta hana svona fljótt? Veðrið var mjög slæmt, mikill sjó- gangur og rigning og hafðir þú á orði að þig hefði langað til að líta á leiði foreldra þinna en ég var búin að bjóðast til að fara með þig þeg- ar kæmi betra veður en svona er lífið. Elsku Lauga, við Kristberg og börnin okkar kveðjum þig með trega, megi góður guð blessa þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Jórunn. Amma er farin frá okkur, farin á betri stað. Það er skrítið að hún skuli vera farin, því þegar við kvöddum hana síðast áður en hún fór á spítalann í aðgerðina þá var ætlunin að hún kæmi hraustari heim í Holt. Við ætluðum að gera svo mikið saman þegar hún kæmi heim, hún ætlaði meira að segja að kaupa sér joggingbuxur og göngu- túrar voru á dagskránni. En svona er lífið og auðvitað finnst manni aldrei tímabært að kveðja ömmu sína, sérstaklega ef hún var eins og amma Lauga. Frábær kona, með allt á hreinu, sem enginn gat haggað ef hún var búin að ákveða eitthvað. Hún gaf mikið af sér, var réttsýn, viljasterk og í einu orði sagt einstök kona sem allir elsk- uðu enda ekki annað hægt eins og hún var. Ævi hennar var ekki auð- veld en hún var svo sátt við sitt, algjör dugnaðarforkur sem ekkert náði að buga og svo var hún að springa af stolti af okkur öllum. Það var ekki hægt að heimsækja betra heimili þar sem við vorum öll númer eitt og allt sem við gerð- um var það besta í heimi, hvort sem það var hvernig við tókum upp kartöflurnar eða starfið sem við vorum í. Það var hlaðborð í hvert skipti hjá ömmu sama hversu oft við fórum til hennar, það þýddi ekkert að biðja bara um kaffisopa á því heimili. Við lærðum mikið af ömmu og hún var dugleg að miðla af reynslu sinni og láta okkur vita hvernig best væri að hafa hlutina, æi hún var svo æðisleg. Amma var mjög stór hluti af okkar lífi og munum við sakna hennar gífurlega mikið, enginn mun kalla mig nöfnu sína framar og engir kossar og knús frá henni framar, en við eigum minningarnar, sem eru yndislegar og við munum geyma þær vel í hjarta okkar. Við nafna þín, handboltahetjan, litli grallarinn og hann Svavar, sem þú varst svo hrifin af, þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast henni ömmu Laugu svona vel og kveðjum hana með þeim hlýlegu orðum sem hún kvaddi okkur allt- af með, Guð blessi þig. Elín Guðlaug, Hanna Guðrún, Stefán Huldar og Svavar. Elsku amma, nú er þinn tími liðinn og mig langar að þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Við gátum setið tímunum saman og rætt um allt milli himins og jarðar. Húsbygg- ingar, bílar, barneignir, ekkert var okkur óviðkomandi. Stundum sammála en stundum ósammála, eins og lífið sjálft er. Mikið var þetta samt skemmtilegur tími. Mér er sérstaklega í huga mánudagskvöldið sem við áttum saman áður en þú fóst í aðgerðina, hvað við vorum sammála um margt. Ég með mínar útskýringar á því sem við Lilja Sesselja vorum að gera og hvað stelpurnar okkar, þær Margrét Birna og Anna Lilja, væru duglegar. Þú varst alltaf svo jákvæð og ánægð fyrir hönd okkar allra. Að lokum langar mig að segja: „Amma, takk fyrir mig.“ Atli Þór. Elsku amma. Ég kveð þig með sorg í hjarta með þessum orðum. Ég minnist allra góðra stunda sem ég átti með þér. Amma, þú áttir engan þinn líka, að koma til þín var alltaf mjög eftirminnilegt, alltaf fékk maður kaffi og með því og við sem ekki drukkum kaffi fengum sull. Sama hvað maður gerði, alltaf var það gott og rétt, og þú studdir mann sama hvað á bjátaði. Þú varst eina manneskjan sem skoð- aði allar myndir úr ferðalögum okkar og spurði um hverja mynd, þetta var þín leið til að sjá heim- inn. Manstu í fyrra þegar ég og mamma fórum með þig í bæinn og við fórum á kaffihús og þú gast ekki valið köku því það voru svo margar gerðir í boði. Það sem mér er einna minnisstæðast var þegar ég hringdi heim til ömmu þegar ég var í útlöndum í júní 2000 þegar jarðskjálftarnir voru, amma þú vildir ekkert tala um jarðskjálft- ana né segja mér hvort eitthvað hefði skemmst heldur spurðirðu mig hvort ég væri ekki búin að taka nóg af myndum fyrir þig að sjá. Þú hafðir líka svo skemmti- legar skoðanir á öllu og það var svo gaman að tala við þig um allt milli himins og jarðar. Þú verður alltaf með mér í hjarta og guð blessi þig. Þín Kristbjörg (Kibba). Elsku amma, þú varst besta amma í heima. Ég veit að það var líklega best að þú fékkst að fara í svefni því þú þjáðist ekki neitt og ef þú hefðir vaknað myndir þú kannski ekki muna eftir okkur. En elsku amma, þó þú sért farin frá okkur munum við samt alltaf muna eftir þér því þú varst besta amma í heimi og þín er sárt saknað hér en við vonum öll að þér líði vel þar sem þú ert núna og elsku amma, ég vona að þú munir alltaf eftir okkur og komir kannski í ferm- inguna mína þó ég sjái þig ekki en gerðu það, mundu eftir okkur eins og við munum alltaf eftir þér. Ást- arkveðja. Fjóla Dögg. Amma mín, ég á eftir að sakna þín mjög sárt eins góð og hress og þú varst, svo góð við mig. Hjarta- hrein yngismær svo ljúf og fögur ástin hrein, þú dáin ert, er svo erf- itt að trúa því. Besta amma í heima, sakna þín mjög sárt. Sakn- aðarkveðjur. Tinna Rut. Elsku Lauga, ég kveð þig með söknuði. Þú hringdir til mín og sagðir að þú værir að fara á sjúkrahús. Þú sagðir að þú vildir ekki að ég frétti það frá öðrum. Þú vissir að þú varst að fara í áhættu- saman uppskurð. Þú sagðir mér líka að Heiðar sonur þinn væri mikið veikur og lægi á sama sjúkrahúsi og þú varst að fara á. Nú ert þú farin. Heiðar er enn veikur en á hægum batavegi. Við vorum fóstursystur. Fóstur- foreldrar okkar voru Gísli Guð- jónsson og Ragnheiður Jóseps- dóttir, bændur í Hlíð í Garða- hverfi. Þau áttu einn son, Kristin. Þeg- ar hann var 10 ára kom Lauga inn á heimilið 5 ára gömul. Fimm ár- um seinna kom ég, þá var Lauga 10 ára en ég tveggja ára. Lauga var ekki hrifin af þessum nýja fjöl- skyldumeðlimi, ekki til að byrja með a.m.k., hún sagði oft við mig. „Mikið fannst mér þú leiðinlegur krakki. Ég varð alltaf að vera að passa þig. Mér fannst ég aldrei geta um frjálst höfuð strokið eftir að þú komst. Þú sagðir alltaf „mamma, láttu hana Laugu leika við mig“, og þá varð ég auðvitað að fara að leika við þig,“ sagði Lauga og dæsti við tilhugsunina. Með ár- unum urðum við góðar vinkonur, og á þá vináttu hefur aldrei borið skugga. Æskuvinkonur Laugu voru Ragna í Háteig (þær voru nán- astar), Hulda í Grjóta og Unna í Katrínarkoti. Nú eru tvær horfn- ar. Hulda og Lauga. Þegar Lauga var um tvítugt giftist hún Finn- boga Sigurðsyni lögregluþjóni. Þau byrjuðu að búa í Reykjavík en fljótlega reistu þau sér hús í Holti í landi Hlíðar og bjuggu þar allan sinn búskap og Lauga alla tíð. Ég minnist þess þegar þau voru að byrja að búa. Þá langaði mig til að gefa ungu hjónunum einhverja gjöf sjálf, en auraráðin voru lítil, eftir miklar vangaveltur keypti ég litla rjómakönnu og sykurkar og var frekar ánægð með mig þegar ég afhenti þeim gjöfina. Lauga og Bogi eignuðust fimm syni en þegar yngsti drengurinn var á fyrsta ári skildu þau. Eftir það ól Lauga sín börn upp ein. Hún vann mikið á þessum árum bæði innan heimilis og utan. Hún var með stóran matjurtagarð í Holti sem hefur komið sér vel. Þegar yngstu synirnir voru að- eins komnir á legg fór Lauga að vinna utan heimilis, meðal annars í fiski. Góð grannkona, Dísa í Há- teig, leit til með börnunum. Lauga talaði alltaf um hana með mikilli hlýju. Þegar Lauga hætti að vinna úti, prjónaði hún heil ósköp og seldi. Seinni árin voru það aðallega lopavettlingar sem voru kembdir og seldust grimmt í ferðamanna- verslunum. Þegar ég skoðaði nýtt sófasett hjá henni ekki alls fyrir löngu sagði Lauga: „Ég prjónaði fyrir því,“ eins og það væri hið minnsta mál. Lauga var heppin með drengina sína. Þeir urðu allir myndarlegir, reglusamir og vænir piltar og móður sinni góðir synir. Fjórir þeirra hafa kvænst og eignast börn en elsti sonurinn er einhleyp- ur og hefur alltaf búið með móður sinni. Þau hafa verið hvort öðru stoð og stytta. Hans missir er mestur en hann hefur einnig átt við erfið veikindi að stríða að und- anförnu. Ég bið Guð að styrkja hann og gefa honum betri heilsu. Lauga var að eðlisfari glaðlynd og skapgóð en gat orðið þykkju- þung ef henni fannst að sér vegið. Hún var höfðingi heim að sækja. Oft höfum við hjónin sest að veisluborði hjá Laugu. Það var sama þó maður kæmi fyrirvaralítið alltaf gat hún töfrað fram veislu- borð þar sem terturnar röðuðu sér upp ásamt fleira góðgæti og Lauga hélt veitingunum fast að manni. „Fáðu þér sneið af þessari og svo verður þú að smakka aðeins á þessu því þetta er svolítið gott.“ Svona hélt hún áfram þar til mað- ur stóð á blístri. Síðasta veislan sem við fórum í hjá Laugu var á áttræðisafmæli hennar 15. sept sl. Lauga ætlaði ekki að halda upp á afmælið vegna versnandi heilsu, en börnin vildu hafa veislu og hennar góðu tengdadætur sáu um veitingarnar, sem voru mjög að hætti Laugu þar sem borð svignuðu undan gómsæt- um krásum. Allt var með hátíðarbrag, litrík- ar blöðrur blöktu í golunni og ís- lenski fáninn stóð á borði undir húsvegg. Innandyra voru falleg barnabörn mesta skrautið. Lauga var glöð þennan dag umkringd börnum sínum og nánasta skyldu- liði. Sumt af unga fólkinu gat ekki komið og hringdi í afmælisbarnið frá ólíklegustu stöðum. Eitt af skemmtiferðaskipi suður í höfum. Annað ofan af Vatnajökli. Svona er Ísland í dag. En allt hefur sinn tíma, það er tími til að fagna og það er tími til að sakna. En við sem söknum Laugu verðum að muna að hún var GUÐLAUG E. GUÐLAUGSDÓTTIR Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, uppeldisfaðir, vinur, afi, langafi og langalangafi, SVEINN GUÐNASON fyrrv. mjólkurbifreiðarstjóri, Selfossi, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, sem lést að kvöldi föstudagsins langa, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 26. apríl kl. 13.30. Guðlaugur Þórir Sveinsson, Kristín Kristjánsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir, afa-, langafa- og langalangafabörn. Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR síðast til heimilis að Óðinsgötu 16, Reykjavík lést föstudaginn 11. apríl á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudaginn 25. apríl, kl. 15. Helga Berglind Atladóttir, Bjarni Már Bjarnason Sigurður Atli Atlason Ívar Ómar Atlason Barnabörn og barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.