Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 37
orðinn þreytt eftir langan vinnu- dag og þó hún vildi gjarnan vera lengur hjá sínu fólki, þá voru lík- amskraftarnir á þrotum. Ég votta fjölskyldu hennar innilega samúð. Guð blessi Laugu systur. Fjóla Sigurbjörnsdóttir. Í hverri ferð skipta ferðafélag- arnir miklu máli. Vegferðin með Laugu var lær- dómsrík og skemmtileg því hún hafði fallega sál sem birtu stafaði af. Ég hitti Laugu fyrst fyrir rúm- um þrjátíu árum þegar ég kom unglingur inn á heimili hennar með kærastanum mínum. Um leið og ég kynntist henni fylltist ég aðdáun á þessari glað- legu og duglegu konu sem hafði ein alið upp fimm syni við erfiðar aðstæður og gert þá að heilbrigð- um og sterkum einstaklingum. Lífið var ekki dans á rósum fyr- ir einstæðar mæður á þessum tíma, en Laugu tókst að halda fjöl- skyldunni saman með einstakri þrautseigju og vinnusemi. Virðing mín fyrir þessari alþýðuhetju var takmarkalaus. Þarmeð var þó viðkynningu okk- ar ekki lokið, því við áttum eftir að ganga saman langan veg. Lauga varð ekki eingöngu tengdamóðir mín og amma drengj- anna minna heldur vinkona mín og lærimeistari. Við Lauga brölluðum margt saman því hún var einlæg og skemmtileg og vinátta okkar var óháð aldri og aðstæðum. Við versluðum saman, ræktuðum, gerðum slátur, skiptumst á upp- skriftum, settum permanent í hvor aðra og hlógum saman eins og jafnöldrur. Hún hafði þurft að nýta vel og hún miðlaði lífsreynslu sinni þann- ig að hagsýni hennar og aðhalds- semi varð mér til eftirbreytni. Með framkomu sinni sýndi hún mér og sannaði að lífið hefur upp á svo margt að bjóða þótt kjörin séu rýr. Þær voru margar ferðirnar sem ég fór út í Holt með strákana mína og átti góðar stundir með tengda- fólkinu þar sem þessi trausta kona var sameiningartákn fjölskyldunn- ar. Í kringum hana ríkti ást og hlýja sem var meira virði en nokk- ur auður og stundirnar sem við áttum með henni verða aldrei full- þakkaðar. Þótt við hjónin héldum sína leið- ina hvort slitnaði sambandið við Laugu aldrei. Vináttan við hana og hennar góða fólk hefur verið mér ómetanleg á vegferðinni. Lauga mun aldrei yfirgefa fjöl- skyldu sína fremur en hún gerði í lifanda lífi. Hún mun alltaf ganga með sonum sínum, tengdadætrum, barnabörnum og barnabarnabörn- um og vísa þeim veginn þegar hugurinn leitar til hennar. Þegar Lauga heldur á braut ei- lífðarinnar langar mig að þakka henni félagsskapinn. Mig langar að þakka henni fyrir börnin mín og bjóða hana aftur velkomna inn í líf okkar allra á nýjum forsendum. Jóhanna G. Harðardóttir. Látin er merkiskona, frænka mín Guðlaug Guðlaugsdóttir, eða Lauga eins og hún var alltaf köll- uð. Lauga mætti miklu mótlæti á lífsleiðinni en tókst með þraut- seigju og kjarki að sigrast á erf- iðleikunum. Fimm sonum sínum kom hún til manns af miklum dugnaði; einstæð móðir á erfiðum tímum. Lauga var einkar útsjónarsöm og lagin í höndunum. Ófáar ferðir átti ég til hennar að sækja þá handavinnu sem ég svo kom í verð. Minnisstæðar eru þær mörgu ferð- ir sem við áttum til ættingja okkar í Grindavík auk fjölda heimsókna minna að Holti. Þá var rætt um heima og geima. Gilti einu hvert umræðuefnið var, allt mátti rök- ræða við Laugu. Þar til við Lauga hittumst næst geymi ég minninguna um einstaka konu sem með óbilandi sjálfsbjarg- arviðleitni vann bug á hvers kyns mótlæti. Margrét Kristinsdóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 37 ✝ Sigrún Guð-mundsdóttir fæddist á Reynis- vatni í Mosfellssveit 13. febrúar 1931. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Skóg- arbæ 11. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Einarsdóttir, f. á Grund á Eyrar- bakka 3. mars 1902, d. 5. mars 1988, og Guðmundur Sig- urðsson, f. á Beina- teig á Stokkseyri 31. janúar 1876, d. 12. janúar 1940. Systkini Sigrúnar eru Ingimund- ur, f. 14. febrúar 1925, Guð- mundur, f. 25. júlí 1926, d. 1. febrúar 1927, Sigurlaug, f. 10. jan. 1928, d. 10. maí 1977, og systir þeirra sammæðra er Elsa, f. 11. okt. 1943. Eldri eru systk- ini hennar, samfeðra eru Gróa Ágústa og Falur Siggeir, sem eru látin. Sigrún kynntist Atla Sigurðs- syni ung að árum og gengu þau í hjónaband 1962. Þau eiga þrjú börn, þau eru: Helga Berglind, f. 29. apríl 1951, gift Bjarna Má Bjarnasyni, börn þeirra eru Atli Már, Bjarni Már, og Sigrún Elsa; Sig- urður Atli, f. 7. júlí 1958, dóttir hans er Salka Rún; og Ívar Ómar, f. 25. nóvem- ber 1960, sonur hans er Sindri Máni. Barnabarna- börn Sigrúnar eru Nadia Lind, Vikt- oría Karen, Aron Már, Sara Hlín og Helga Berglind. Æskuheimili Sig- rúnar var Laufás- vegur 20, þar sem hún bjó með móður sinni og systkinum. Sigrún og Atli bjuggu fyrst um sinn á Grett- isgötu með Helgu Berglindi en fluttu þaðan í Árbæjarblett 54. Sigrún og Atli slitu sambúð í kringum 1965. Sigrún hóf sam- búð með Ástþóri Pétri Ólafssyni mjólkurfræðingi, f. 15. mars 1938, d. 23. ágúst 1978. Þau bjuggu fyrst á Laugavegi 27b og fluttu síðar í Flúðasel 65. Sigrún flutti árið 1982 á Óðinsgötu 16. Útför Sigrúnar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma, nú þegar þú ert dáin og hefur yfirgefið þessa til- veru langar okkur systkin að lýsa hug okkar til þín með fáeinum orð- um. Með þinni einstöku umhyggju- semi, sanngirni og fórnfýsi hefur þér tekist að leiða fyrir okkur lífs- viðhorf sem mun vonandi fylgja okkur á leiðarenda. Baráttuþrek þitt gagnvart hinum ýmsu erfið- leikum sem þú þurftir að takast á við í gegnum ævina gaf okkur for- dæmi um skilning á þrautseigju og dugnaði. Þú taldir ætíð að allt væri hægt og aldrei skyldi maður gefast upp. Við erum stolt að hafa átt slíka móður sem þú varst okkur, þakklát fyrir að hafa fengið þína handleiðslu fyrir skynjun á góðu og illu og gert okkur fært að greina þar á milli. Hvert er hlutverk móður? Að koma þeim á legg og sjá þeim fyrir nauðþurftum bæði andlega og lík- amlega. Þegar við horfum til baka sjáum við hina sönnu móður, konu sem fórnar lífsins lystisemdum til að koma börnum sínum í öruggt skjól. Á vissan hátt má því miður segja að þú hafir gengið píslar- göngu okkur til handa. Eða hvað skyldi það kallast þegar eitt okkar fór með þér á Hressingarskálann gamla og fékk þar það sem það óskaði en þú, mamma mín, fékkst þér ekki neitt, hafðir ekki efni á því. Þú sagðist verða södd á því einu saman að sjá einn ungann verða pakksaddan. Þótt lífið hafi ekki verið dans á rósum, var bjartsýnin alltaf til staðar og trúin á að úr myndi ræt- ast. Það voru margar glaðar stundir sem við öll áttum saman með þér eða hvert í sínu lagi, og við trúum því að það muni verða endurfundir með þér og öðrum ástvinum sem hafa kvatt þennan heim. Eitt lítið vísubrot lýsir svo vel þínu hugarfari sem þú sást fyr- ir þér á köldum vetri og hljóðar svo: Koldimm nóttin, úti svarta kennir okkur það að kætast þegar vorið bjarta býður góðan dag. Elsku mamma, við kveðjum þig með söknuði. Guð geymi þig. Helga Berglind Atladóttir, Sigurður Atli Atlason, Ívar Ómar Atlason. Elsku besta amma mín, ég veit að nú ert þú komin á góðan stað og nú er þér farið að líða betur. Nú ert þú komin til ástvina þinna. Elsku amma, það eru margar minningar sem ég á um þig, og ég varðveiti þær vel í hjarta mínu. Þú elskaðir sólina mikið og þegar hún birtist varst þú mætt út á svalirnar á Óðinsgötunni til að sóla þig, eða í garðinn okkar í Bergstaðarstræti. Öll aðfanga- dagskvöldin hittumst við heima hjá þér og áttum þar yndislegan tíma öll fjölskyldan saman. Það á eftir að verða skrýtið þegar þú ert farin frá okkur, elsku amma. Síðasta ár bjó ég í íbúðinni þinni og þótti mér það góður tími, margar minningar komu upp. Svo er það kisan þín, hún Sara Kat- arína, sem þér þótti svo vænt um, hún lá oft í fanginu hjá mér eins og hún gerði hjá þér, elsku amma. Nú kveð ég þig, elsku amma mín, og geymi minninguna um þig í hjarta mínu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Þín Sigrún Elsa. Elsku Lilla mín, nú ert þú farin og eftir situr söknuðurinn og minningarnar. Ég veit að mamma, Ástþór þinn og Silla munu taka vel á móti þér. Við vorum fimm systkinin, en er- um nú tvö á lífi. Lilla mín, minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Við ætl- uðum að eldast saman og bralla meira, en Guð ræður. Þú fékkst Alzheimer og hefur verið í Skóg- arbæ, þar var vel hugsað um þig. Dóri og dætur okkar þakka fyrir indælar stundir. En við hittumst aftur þegar minn tími kemur, þangað til segi ég sofðu rótt. Ég votta börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra samúð okkar. Ég vil að lokum kveðja þig með bæn eftir Gísla frá Uppsölum: Þegar raunir þjaka mig þróttur andans dvínar þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni. Láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli frá Uppsölum.) Þín Elsa, Halldór og fjölskylda. SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jónas Jóhannssonfæddist í Hrísum í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu 9. nóvember 1935. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 14. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Jónas- son bóndi í Hrísum, f. 1898, og Margrét Anna Guðmundsdótt- ir, f. 1905, þau eru bæði látin. Eldri systkini Jónasar eru Sigríður, f. 1933, d. 1991, og Sigurður Helgi, f. 1930. Foreldrar Jónasar fluttu á Kistu á Vatnsnesi 1940, en þar höfðu for- eldrar Jóhanns búið. Á Kistu bjuggu þau í 8 ár, og þar fæddist yngsti bróðirinn Guðmundur Ingvi, f. 1942. Fjölskyldan flutti svo að Hnausi í Flóa árið 1948 og bjó þar til 1952. Jónas kvæntist 4. febrúar 1961 Sigríði Aðalheiði Jónsdótt- ur, f. 5. september 1939. Börn þeirra eru: Jóhann, f. 19.8. 1960, maki Sigríður B. Jónsdóttir; Bene- dikt, f. 27.3. 1964, maki María Björk Jóhannsdóttir; Björk Elva, f. 13.7. 1967, maki Kjartan Kjart- ansson; og Atli Við- ar, f. 21.7. 1971. Barnabörnin eru níu. Jónas gekk í skóla í Villingaholti í Flóa. 18 ára réð hann sig til vinnu á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar í ein fjögur ár. Hann hóf störf hjá Ísaga hf. 1957 og starfaði þar í 40 ár eða til 62 ára aldurs þegar hann varð að hætta vegna veik- inda. Útför Jónasar verður gerð frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku pabbi minn. Nú ert þú farinn úr þessum heimi og yfir í annan. Þetta gerðist svo óvænt. Daginn áður varstu allur að koma til en næsta dag varstu dáinn. En líklega gerast kraftaverkin bara einu sinni hjá hverjum og einum og þú varst búinn að nýta þitt og með þér áttum við sex góð ár aukalega og fyrir það erum við fjöskyldan þín svo óskaplega þakklát. Þú varst svo góður pabbi. Þegar ég var lítil stelpa varstu alltaf að segja mér sögur og ekki þurftir þú að hafa bækur til þess vegna þess að þú hafðir þann hæfileika að geta sagt endalaus- ar sögur án þeirra. Þjóðsögur voru okkar uppáhald og þær eru ófáar sög- urnar um tröll, álfa, huldufólk og úti- legumenn, sem þú sagðir mér og ég kann enn þann dag í dag. Og veiði- ferðirnar voru svo skemmtilegar. Það var svo yndislegt að vakna í tjaldi, liggja í svefnpokanum, hlusta á nátt- úruna og heyra í þér vera að hræra í kaffibollanum. Þú varst fyrstur á fætur á hverjum morgni og ég man hvað það var mikið kappsmál hjá mér að vakna á sama tíma og þú og sitja hjá þér, svo syfjuð að ég hélt varla augunum opnum. Mér fannst það vera okkar stund og þú spjallaðir svo rólega við mig og gafst mér smá sopa úr kaffibollanum þínum. Eftir að þú veiktist og varðst að hætta að vinna 62 ára gamall helgaðir þú lífi þínu bókum. Þú byrjaðir að binda inn bækur og þær voru ekki fá- ar bókaskræðurnar sem þú tókst að þér og gerðir þær betri en nýjar. Þetta var mikið þolinmæðisverk en það var einmitt einn af þínum helstu kostum, þolinmæði. Elsku pabbi minn. Ég á eftir að sakna þín svo mik- ið, og litli Arnar Snær mun ekki njóta þeirra forréttinda eins og bræður hans að fá að kynnast þér en þeir munu segja honum frá þér. Kannski sjáumst við einhvern tíma á ströndinni hinum megin sem þú sagðir mér frá. Þín einkadóttir, Björk. Sigtún nr. 27 er fjórlyft hús. Þar fundum við hjónin heimili okkar nýj- an stað síðla haustið 1993. Við réð- umst með miklu brambolti í að stand- setja íbúðina sem við höfðum fest kaup á. Fyrir í húsinu, á hæðinni fyrir neðan okkur, bjuggu þau sæmdar- hjón Jónas og Sigga og börn þeirra tvö Jóhann og Björk. Skarkalinn og lætin stóðu í nokkrar vikur, hinum nýju nágrönnum okkar örugglega til mikils ama. Þau létu okkur þó aldrei finna fyrir því að þetta raskaði heim- ilisró þeirra með nokkrum hætti. Þvert á móti þá tóku þau á móti okkur opnum örmum og Jónas hvatti okkur til dáða og sýndi okkur einstakt um- burðarlyndi og greiðvikni. Þarna hófst sambýli og vinskapur sem aldrei bar skugga á. Við og börnin skutum fljótt rótum. Jónas átti sinn þátt í því að við fundum okkur strax í þessu góða húsi með því að vera einstakur nágranni. Frá honum stafaði hlýja, glettni og væntumþykja. Hann var eins og ankeri hússins, þekkti sögu þess, var ráðagóður um lausn verk- efna og lét ekki sitt eftir liggja í öllum framkvæmdum. Hann var alltaf til staðar og oftar en ekki leituðu börnin á náðir Jónasar og Siggu þegar þau höfðu læst sig úti. Og alltaf voru þau jafn velkomin. Fyrir tæpum tveimur árum síðan fluttum við til útlanda. Við kvöddum með trega það góða sambýli sem við höfðum notið í átta ár og okkar góðu granna. Nú er hins vegar komið að hinstu kveðjunni. Við viljum þakka Jónasi fyrir samferðina í Sigtúninu, fyrir að vera einstakur nágranni og vinur. Sigríði og börnum og barna- börnum sendum við okkar innilegust samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Jónasar Jóhannssonar. Stefán og Halldóra. JÓNAS JÓHANNSSON MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.