Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                       !         " # $                  %!  &  $&         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞÓRDÍS B. Sigurþórsdóttir sendi mér kveðju í bréfi til blaðsins 23.4. og sakaði mig um að hafa í Viðhorfs- grein í mars sýnt mikla vanþekk- ingu á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna gegn Írak. Þórdís segir það rangt hjá mér að dregið hafi verið mjög úr viðskipta- þvingunum árið 1996, slakað á þeim. Hvernig Þórdís kemst að þessari niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Þarna er um að ræða staðreynd sem ég hef hvergi nokkurs staðar séð menn deila um. Hægt er að fletta þessu upp í opinberum skýrslum SÞ, bókum fræðimanna og blaðamanna um málefni Íraks, virtum og víðlesn- um fréttatímaritum og dagblöðum. Heimildarmaður Þórdísar, banda- ríski prófessorinn Richard Garfield, segir eitt en aðrar og traustar heim- ildir staðfesta að SÞ létu sjálfstjórn- arsvæði Kúrda njóta um 13% af and- virði þeirrar olíu sem SÞ sáu um að selja. Hlutfallið var miðað við áætl- aðan íbúafjölda á svæðum Kúrda og dugði þeim vel. Barnadauði hefur ekki aukist hjá Kúrdum. Þórdís segir að Saddam hafi ekki fengið neinar tekjur af löglegu olíu- sölunni frá SÞ í reiðufé en það hafi Kúrdar fengið að hluta. Hvernig þetta eigi að hafa valdið því að írösk börn fengu ekki nóg af mat eða lyfj- um en börn Kúrda sluppu við slík örlög kem ég ekki heim og saman. Bendir eitthvað til þess að Saddam hefði notað reiðufé fyrir olíuna til að bæta kjör almennings og draga úr barnadauða? Þeir sem hafa kynnt sér hvað hann eyddi miklu í nýjar hallir (um tveim milljörðum dollara frá 1991) og ný hergögn trúa því ekki. Þeir trúa því frekar að þessi samvisku- lausi fantur hafi kært sig kollóttan um þjáningar nokkur hundruð þús- und barna ef hann gat notað myndir af þeim í svæsnu áróðursstríði gegn Bandaríkjamönnum og kennt þeim um þjáningar barnanna. Þórdís segir réttilega að miklar skemmdir hafi orðið á innviðum Íraks í Flóastríðinu 1991. Helsta or- sök mikils barnadauða meðal fátæk- linga í Írak er og hefur lengi verið að aðgang skortir að hreinu vatni. Börnin deyja úr niðurgangspest. Stjórnvöld í Bagdad sáu ekki ástæðu til að reyna að bæta úr og tryggja öllum gott vatn. Sundlaug- arnar í höllum forsetans og annar munaður voru nefnilega forgangs- verkefni. En vantaði Saddam samt ekki Olíugróði Saddams Frá Kristjáni Jónssyni fjármuni til að laga vatnslagnir og fleira? Eitt helsta starf Udays Sadd- amssonar var að stjórna viðamiklu kerfi utan um allt spillingarbrask fjölskyldunnar. Mikilvægasti þáttur- inn í því var umfangsmikið smygl á olíu, aðallega með tankbílum til Tyrklands og Jórdaníu. Sjóleiðina var erfiðara að nota þótt það væri líka reynt. Árið 2000 er talið að tekjur Íraka af olíusölu, löglegri og ólöglegri, hafi verið alls um 16 millj- arðar dollara, álíka miklar og þær voru árlega áður en viðskiptabannið var sett 1990. Stórveldin vissu vel af smyglinu en lengst af létu Bandaríkjamenn það að mestu afskiptalaust vegna þess að vinaþjóðir þeirra, Tyrkir og Jórdanar, voru taldar þurfa svo mik- ið á þessum ábatasömu viðskiptum að halda. Menn horfðu því í gegnum fingur sér í Washington og London, þótt um brot á banninu væri að ræða. Fjölmiðlar hafa oft skýrt frá þessu smygli sem var algerlega utan við áætlun SÞ um olíu fyrir mat. En Saddam skorti ekki peninga. Sumir af starfsmönnum SÞ í Írak sögðu af sér til að mótmæla við- skiptabanninu, það er rétt. Deilt var um það hvernig túlka bæri reglurn- ar um bannið, stundum fengu Írakar ekki að flytja inn efni og tæknibúnað sem talið var geta nýst hernaðarvél Saddams. Þetta olli stundum vanda fyrir spítala og aðrar stofnanir. Um- ræddir starfsmenn (og prófessor Garfield) voru einfaldlega á móti því að viðskiptabanni væri beitt. Ég get tekið undir þau rök að hæpið og jafnvel alrangt sé að beita viðskiptabanni gegn ríki undir stjórn annarra eins glæpamanna og stjórnuðu Írak. Þeir hikuðu ekki við að láta almenning taka á sig allar þjáningar en lifðu sjálfir í vellyst- ingum og sendu tugmilljarða dollara inn á leynilega, erlenda bankareikn- inga eins og nú er að koma í ljós. Ekki skorti lyfin í híbýlum þeirra, skáparnir voru fullir. En hvað vildu þeir sem mótmæltu banninu, vildu þeir frekar að málið yrði leyst með stuttri styrjöld til að velta Saddam? Ekki hefur mér sýnst það. Varla dettur mörgum í hug í alvöru að hægt hefði verið með vinsamlegum fortölum að fá þennan blóðuga harðstjóra til að haga sér betur. En hver veit, kannski hefði hann þá dáið úr hlátri yfir trúgirni sumra vesturlandamanna. KRISTJÁN JÓNSSON, blaðamaður, Lönguhlíð 23, Reykjavík. Í MORGUNBLAÐINU þann 28. mars sl. birtist grein eftir Sigrúnu Guðmundsdóttur, þar sem vegið er að þættinum ,,Fólk – með Sirrý“ á Skjá einum. Í nefndum þætti sögðu þrjár konur frá því hvernig þær unnu sig út úr tilfinningalegri van- líðan sinni í kjölfar áfalla af ýmsu tagi. Sem áhorfandi þáttarins verð ég að segja að ekki var á nokkurn hátt verið að kasta rýrð á þá, sem þurfa á lyfjameðferð að halda. Þvert á móti virtist fremur verið að benda fólki á aðra valkosti en inntöku lyfja vegna eðlilegra viðbragða við erfiðleikum. Sirrý á heiður skilinn fyrir að þora að fjalla á opinberum vettvangi um jafn viðkvæman málaflokk og neysla geðdeyfðarlyfja er. Framkoma Sirrýar einkenndist af nærgætni og kurteisi við viðfangsefnið. Vonandi heldur Sirrý áfram umfjöllun um jafn þjóðfélagslega mikilvæg mál, þó svo það kunni að falla í grýttan jarð- veg hjá sumum. ANNA LINDA BJARNADÓTTIR, lögmaður, Geitlandi 6, 108 Reykjavík. Sjúklingar og valkostir Frá Önnu Lindu Bjarnadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.