Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl 4 og 6. B.i. 12 Sýnd kl. 4 og 6. ísl. tal. 400 kr. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum. Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónust unnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14. kl. 6.30 og 9.30. HL MBL HK DV Kvikmyndir.com  X-97,7 Sýnd kl. 6. Tilboð 400 kr. 400 kr Þrælfyndin og skemmtileg mynd með Ashton Kutcher úr Dude Where´s My Car og Brittany Murphy úr 8 Mile. Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14.Sýnd kl. 8 og 10. Frábær spennumynd sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Frábær gamanmynd sem fór á toppinn í Bandaríkjunum Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 5.50. SMÁRALIND • S. 555 7878 Aðlögun/Adaptation Mjög óvenjuleg, fersk, frumleg og áhugaverð. Sannarlega gleðiefni. (H.L.) Háskólabíó, Sambíóin. Chicago Kynngimögnuð og kynþokkafull söng- og dansamynd þar sem Zelleweger, Zeta-Jones og síðast en ekki síst Richard Gere fara ham- förum í svellandi kvikmyndagerð leikhúss- verksins. (S.V.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akur- eyri. Fjórum vikum síðar/28 Days Later Suddalega óhugnanleg framtíðarsýn af Eng- landi eftir að djöflaveira umturnar jarðarbúum í morðóð illfygli áður en þeir hrökkva upp af. Örfáir lifa af. Mynd sem enginn hrollvekjuunn- andi má missa af. (S.V.) Regnboginn, Háskólabíó. Í keilu fyrir Columbine/ Bowling for Columbine Michael Moore setur fram öfluga samfélags- rýni í þessari þeysireið um bandaríska þjóð- arsál. Myndin er hnyttin og óhugnanleg á víxl, og fer víða í leit sinni á skýringum við vanda byssuofbeldis í bandarísku samfélagi. Sterk heimildarmynd sem vekur áhorfendur til um- hugsunar. (H.J.) Regnboginn. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem ger- ist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenju- legur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.) Háskólabíó. Píanóleikarinn/The Pianist Píanóleikarinn er löng og erfið í óvæginni lýs- ingu sinni á ofsóknum nasista gegn gyðingum í Póllandi í heimsstyrjöldinni síðari. Þar hafa Roman Polanski og samstarfsfólk hans skap- að heildstætt og marghliða kvikmyndaverk, sem vekur áhorfandann enn til umhugsunar um þetta myrka skeið sögunnar. (H.J.) Háskólabíó. 8 konur/8 femmes Ferskt, lifandi, litríkt og fyndið tilbrigði við franska menningu og kvikmyndir. Ekki þó þannig að hún sé tilgerðarleg, mikillát og húmorslaus eins og franskar myndir eiga það stundum til að vera. Nei – ó nei, allt nema það.(H.L.) Háskólabíó Glæpur föður Amaros/El crimen del padre Amaro Átakanleg og tilfinningum þrungin ádeila á kaþólsku kirkjuna og stjórnmálaástandið í heimalandi athyglisverðrar, mexíkóskrar myndar með firna góðum leikurum. (S.V.)  Regnboginn. Gullplánetan/Treasure Island Skemmtilegar og frumlegar persónur í geggj- uðu umhverfi þeysast um himingeiminn í spennandi og dramatískri leit að gulli. Fyrir alla fjölskylduna. (H.L.)  Sambíóin. Kanínunetið/ Rabbit-Proof Fence Sannsöguleg kvikmynd sem fjallar um smán- arblett í sögu Ástrala, hina „stolnu kynslóð“ kynblendinga, sem þröngvað var til að alast upp við vestræna siði. Sagan er dregin sterk- um og einföldum dráttum í eftirminnilegri kvikmynd. (H.J.)  Regnboginn. Tveggja vikna uppsagnar- frestur/Two Weeks Notice Samleikur þeirra Hugh Grants og Söndru Bullock er frábær í þessari vel heppnuðu róm- antísku gamanmynd, sem nær að mörgu leyti þeim sjarma sem einkenndi screwball-gam- anmyndirnar á 4. og 5. áratugnum. Myndin er ferskt innlegg í annars þreytta kvikmynda- grein. (H.J.)  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri. Veiðin/The Hunted Friedkin og áhöfn eiga fínan dag, útkoman spennandi afþreying byggð á bjargi góðrar sögu um hámenntaðan atvinnumorðingja sem fer út af sporinu (Del Toro), og lærimeist- ara hans (Lee Jones), sem getur einn stöðvað drápsmanninn. (S.V.)  Sambíóin Reykjavík og Akureyri. Charlotte Gray Vandvirknislega gerð kvikmynd en gölluð, sem lýsir þátttöku ungrar skoskrar konu í frönsku andspyrnuhreyfingunni. Myndin hefur þó áhugaverða fleti, og liggja gallarnir e.t.v. í misheppnaðri aðlögun á skáldsögu Sebast- ian Faulks yfir í tveggja klukkutíma langt kvik- myndahandrit. (H.J.)  Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuð á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam- aldags barnagaman. (S.V.)  Háskólabíó, Sambíóin. Dreamcatcher/ Draumafangarinn Hressileg og lúmskt fyndin hrollvekja byggð á skáldsögu eftir Stephen King. Á köflum nást upp góðir King-taktar en á heildina litið reyn- ist kvikmyndaformið nokkrum númerum of lít- ið fyrir hina umfangsmiklu en bráðskemmti- legu sögu. (H.J.)  Sambíóin, Háskólabíó. Góða stelpan/The Good Girl Góða stelpan er einkar sterk framan af, en þar er dregin upp mynd af kæfandi tilbreyt- ingarleysi í lífi ungrar konu sem Jennifer An- iston túlkar á sannfærandi hátt. Ekki laus við galla en eftirminnileg kvikmynd engu að síður. (H.J.)  Regnboginn. Manhattanmær/Maid in Manhattan) Haganlega gerð rómantísk gamanmynd með sjarmerandi leikurum, þar sem sígild Ösku- buskusaga er færð inn í nútímalegt og örlítið pólitískt rétthugsandi samhengi. Myndin er vel gerð og heldur sig innan hallærismark- anna.(H.J.)  Laugarásbíó, Smárabíó og Borgarbíó Ak- ureyri. Nýliðinn/The Recruit Trúverðugleiki er ekki einkenni spæjaratrylla og fléttan er víðsfjarri raunveruleikanum en Pacino er engu að síður skemmtilegur á að horfa. (S.V.)  Regnboginn, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri. Riddarar Shanghai/ Shanghai Knights Chan og Wilson eru skemmtileg vinatvenna sem mála Lundúnir rauðar á tímum Viktoríu, Chaplin og Kobba kviðristis.(S.V.)  Laugarásbíó. Johnny English Atkinson skemmtilegur að vanda í Clouseau- stellingum í Bondgríni sem skortir loka fín- pússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar.(H.L.) Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Ak. Kjarninn/The Core Þessi hamfaramynd nær nýjum hæðum í fá- ránleika og væri fyrir vikið bráðskemmtileg áhorfunar hefði leikstjórinn getað ákveðið hvort myndin ætti að markast af gamni eða alvöru. (H.J.) Sambíóin. Þrumubrækur/Thunderpants Falleg saga um strák sem bjargar heiminum með prumpufýlu sinni. (H.L.) Sambíóin. Frá vöggu til grafar/ Cradle 2 the Grave Stirðbusaleg spennumynd sem reynir að fela algjöran skort sinn á almennilegum sögu- þræði eða öðrum nauðsynlegum þáttum, á bak við rappfíling, bardagalistir og töffaralega leikara. (H.J.)  Sambíóin. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Fjórum vikum síðar er „suddalega óhugnanleg framtíðarsýn af Englandi“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.