Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 BJÖRN Jóhannsson, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, varð bráðkvaddur á heim- ili sínu að morgni miðvikudagsins 23. apríl sl., 68 ára að aldri. Björn Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 20. apríl árið 1935. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Krist- inn Björnsson iðn- verkamaður og Krist- rún Marta Kristjáns- dóttir húsfreyja. Björn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1956. Stundaði hann að því loknu nám í heimspeki við Háskóla Íslands og nám í ensku, sagnfræði og heimspeki við háskól- ann í Edinborg í Skotlandi á ár- unum 1957 og 1958. Björn varð framkvæmdastjóri Al- þýðublaðsins árið 1958 og var blaða- maður á Alþýðublaðinu frá 1958 til 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar á árinu 1962 eða þar til út- gáfu þess var hætt og hóf hann sama ár störf á Morgunblaðinu. Björn var blaðamaður á Morgun- blaðinu á árunum 1962–1967 er hann tók við starfi fréttastjóra á Morgunblaðinu. Björn var frétta- stjóri á blaðinu til ársins 1981 er hann varð fulltrúi ritstjóra Morgun- blaðsins og gegndi hann því starfi til dauðadags. Björn tók að sér ýmis félags- og trúnaðarstörf um ævina. Hann átti m.a. sæti í stjórn Blaðamannafélags Íslands á árunum 1960–63 og átti um skeið sæti í stjórn Varðbergs, fé- lags áhugamanna um vestræna samvinnu. Björn var um árabil rit- stjóri Nordisk Kontakt, rits Norð- urlandaráðs um stjórn- mál, þingmál og norræn málefni, frá árinu 1965 og ritstjóri íslenska kaflans í Ár- bók Bókaútgáfunnar Þjóðsögu frá 1966. Hann var fréttaritari fyrir fréttastofuna Associated Press frá 1964 til 1982 og hann var fréttaritari dag- blaðsins Politiken í Kaupmannahöfn frá 1966 til 1975. Björn var einnig fréttaritari dagblaðsins Helsingin Sanomat í Finnlandi og Dimmalætting í Fær- eyjum um hríð. Björn skrifaði grein- ar fyrir blöð og tímarit í ýmsum löndum, t.d. Nordisk Tidskrift og nú síðast fyrir tímarit norrænu félag- anna í Finnlandi. Þá var hann einn af umsjónarmönnum útvarpsþáttar- ins Efst á baugi í Ríkisútvarpinu á árunum 1961 til 1970. Björn sat í Ís- lenskri málnefnd. Björn gekk að eiga Valgerði Áka- dóttur árið 1962 og eignuðust þau tvö börn, Jóhann Áka og Kristrúnu Helgu. Björn og Valgerður slitu samvistir. Árið 1973 kvæntist Björn eftirlif- andi eiginkonu sinni, Guðrúnu Egil- son, íslenskukennara og rithöfundi. Eignuðust þau tvö börn, Snædísi Huld og Þorstein Brynjar. Björn Jóhannsson var í forystu- sveit ritstjórnar Morgunblaðsins um áratugaskeið og gegndi margvísleg- um ábyrgðarstörfum af mikilli alúð og árvekni. Morgunblaðið þakkar Birni langt og farsælt samstarf og vináttu og sendir eiginkonu hans, börnum og öðrum ástvinum innilegar samúðar- kveðjur við andlát hans. Björn Jóhanns- son látinn UM 300 landeigendur eru á bið- lista eftir að taka þátt í lands- hlutabundnu skógræktarverkefni ríkisins en nú þegar taka rúmlega 500 landeigendur þátt í verkefn- inu. Stærstur hluti er bændur sem hafa verið að draga saman í hefð- bundnum búskap. Fimm ára skóg- ræktaráætlun, sem Alþingi sam- þykkti í vor, gerir ráð fyrir að veittur verði tveir og hálfur millj- arður í skógrækt á árunum 2004 til 2008. Um er að ræða samstarfsverk- efni ríkisins og landeigenda sem grundvallast á lögum frá 1999. Í þeim felst meðal annars að land- eigendur fái framlög til skógrækt- ar úr ríkissjóði sem séu einkum notuð til að greiða stofnkostnað við skógrækt á lögbýlum. Jón Loftsson, skógræktarstjóri hjá Skógrækt ríkisins, segir að allir landeigendur geti tekið þátt í verkefninu, óháð því hvort þeir búi á jörð sinni eður ei, en hingað til hafi stærstur hluti þátttakenda verið ábúendur. „Þetta eru mikið til bændur sem hafa verið að draga saman í hefð- bundnum landbúnaði. Þetta gerir það að verkum að þeir fá öruggar tekjur ákveðinn hluta ársins og geta því haldið áfram með hefð- bundinn búskap,“ segir Jón. Ríkið greiðir stærstan hluta kostnaðar Jón segir að ríkið veiti þátttak- endum langtímalán fyrir 97% af þeim kostnaði sem fellur til við að koma verkefninu af stað. „Þegar landeigandinn fer að hafa tekjur af skógræktinni fer hann að greiða af láninu en það má búast við að það sé 40 til 50 árum eftir að verkefnið hefst. Þá borgar hann um 15% til ríkisins af því verðmæti sem hann fær fyrir sína afurð,“ segir Jón. Jón segir að fimm ára áætlun sem Alþingi samþykkti nú fyrir stuttu muni breyta miklu fyrir verkefnið en meðal annars var ákveðið að veita í það tvo og hálf- an milljarð á árunum 2004 til 2008. Jón segir að auðveldara sé að gera langtímaáætlanir þegar liggi fyrir hversu miklu fé verði varið í verkefnið ár hvert. „Áður var ákveðin óvissa um framtíðina þegar menn lögðu upp með áætl- anir og þess vegna gekk þetta hægar. Með þessari nýju áætlun getum við keyrt mun fleiri inn í verkefnið af því að við vitum úr hvaða fjármagni við höfum að spila,“ segir Jón. Mikill áhugi er á landshlutabundinni skógrækt Um 300 jarðeig- endur á biðlista SÓLON R. Sigurðsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, segist ekki viss um að áhlaupinu á Búnaðar- bankann sé lokið en eins og kunnugt er hefur Landsbank- inn ráðið til sín nokkra af lykilmönnum fyrirtækisins. Morgunblaðið innti Sólon eftir því hvort aðgerðir Lands- bankans mörkuðu upphafið að frekari leit fjármálafyrirtækja eftir starfsmönnum hjá keppi- nautum. „Ég er ekki viss um að þetta áhlaup sé búið og það er ljóst að þetta hefur haft í för með sér hækkun í launum hjá mörgum og líklega öllum þeim sem eru að færa sig,“ sagði hann. „Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort þetta mun hafa einhver varanleg áhrif.“ Bankastjóri Búnaðarbankans „Ekki viss um að þetta áhlaup sé búið“  Ekki líklegt/4 Sólon R. Sigurðsson MEIRIHÁTTAR áfanga á leið til vetnissam- félags var náð í gær þegar fyrsta vetnisstöðin í heiminum á almenningsbensínstöð var opnuð á Select-stöð Skeljungs við Vesturlandsveg. Þetta er mat Jeroens van der Veer, næstráðanda hjá Shell-samsteypunni. Hann segir að Ísland sé í forystu meðal þjóða heims í vetnisvæðingu og heimsbyggðin fylgist með þróun mála hér á landi. Shell gerir ekki ráð fyrir að vetnisbílar leysi aðra bíla af hólmi fyrr en e.t.v. eftir 50 ár. Fyr- irtækið hefur þó mikla trú á vetnisvæðingunni, en telur jafnframt að leysa þurfi ýmis mál varð- andi innleiðingu vetnis. Að sögn Veers munu neytendur spyrja hvort vetnisbílar fari auðveld- lega í gang í köldu veðri eða hvort í lagi sé að búa nálægt vetnisstöð. Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Ís- lenskrar NýOrku, sem á vetnisstöðina ásamt Skeljungi, segir að vetni verði dýrara en bensín til að byrja með en síðar sé gert ráð fyrir að kostnaður við bensín- og vetnisbíl verði álíka mikill. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vígði vetnisstöðina í gær og dældi vetni á sér- innfluttan Benz. Í ágúst er von á þremur vetn- isknúnum strætisvögnum sem verða í til- raunaakstri í Reykjavík. Áfangi á leið til vetnissamfélags Morgunblaðið/Sverrir Von er á þremur vetnisknúnum strætisvögnum í ágúst  Setti eitt kíló/6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.