Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 6
6 C SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Störf í Snorrastofu Snorrastofa, sem er fræðasetur í Reykholti, óskar að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Sumarstarf Hlutverk sumarstarfskrafts verður að vinna að útiviðhaldi bygginga og næsta umhverfis þeirra, hirðingu staðarins í Reykholti, hafa um- sjón með vinnu unglinga, sinna slætti og úti- vinnu við hreinsun og hirðingu eins og þörf krefur. Hann þarf að hafa ökuréttindi og grunnþekkingu í meðferð og umgengni við vélar sem notaðar eru við hirðinguna. Umsjónarmaður Um er að ræða hálft starf árið um kring. Skal umsjónarmaður m.a. sjá um daglegt eftirlit með byggingum og umhverfi Snorrastofu í Reykholti, ásamt viðhaldi þeirra, m.a. með út- vegun starfskrafta til vinnu og þrifa eftir þörf- um. Einnig felst í starfinu eftirlit með fornminj- um í Reykholti. Vefumsjón Óskað er eftir vefumsjónarmanni í hálft starf. Viðkomandi annast vefi og tölvur Snorrastofu, en verður að vera innan handar við önnur störf er til falla í Snorrastofu. Vefumsjónarmaður verður að hafa háskólamenntun. Það gildir um öll störfin að viðkomandi verður að vera tilbúinn til að takast á við krefjandi verkefni og geta unnið sjálfstætt. Nánari upp- lýsingar veita Bergur í síma 435 1491 og 435 1525 (á kvöldin) og Bjarni í síma 893 3889. Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf sendist Snorrastofu fyrir 10. maí nk. (Aðsetur: Snorrastofa, Reykholti, 320 Reykholti). Utanríkisráðuneytið Íslenska friðargæslan Utanríkisráðuneytið óskar eftir einstaklingum til að vera á viðbragðslista Íslensku friðargæs- lunnar vegna friðargæslustarfa á alþjóðavett- vangi á vegum Íslands. Leitað er eftir einstakl- ingum sem eru reiðubúnir til að hefja störf með skömmum fyrirvara. Umsækjendur skulu vera að minnsta kosti 25 ára og hafa: ■ Háskólapróf, aðra sérmenntun eða með öðrum hætti aflað sér sérhæfðrar þekkingar og reynslu. ■ Mjög góða enskukunnáttu. ■ Hæfni í mannlegum samskiptum, sérstaklega við fólk úr ólíkum menningarheimum og með margvísleg trúarbrögð. ■ Þolgæði undir álagi. ■ Öguð og sjálfstæð vinnubrögð. ■ Hæfileika til að aðlagast nýjum aðstæðum og frumstæðu vinnuumhverfi. Þekking og/eða reynsla af störfum að neyðar- og mannúðarmálum er æskileg, sem og kunn- átta í öðrum tungumálum, s.s. Norðurlanda- málum, frönsku og þýsku. Íslenskir friðargæsluliðar eru almennt ráðnir til starfa í 6—12 mánuði. Einnig er leitað eftir einstaklingum, sem reiðubúnir væru til að starfa í styttri tíma og gætu hafið störf með mjög skömmum fyrirvara. Umsóknareyðublöð fást á heimasíðu ráðuneyt- isins. Þau ásamt ferilsskrá á ensku, þarf að senda með tölvupósti á netfang Íslensku friðar- gæslunnar, sjá slóð og netfang að neðan. Umsóknarfrestur er til 8. maí nk. Utanríkisráðuneytið, Íslenska friðargæslan, www.utanrikisraduneytid.is fridargaesla@utn.stjr.is sími 545 9900. Í Íslensku friðargæslunni eru þeir starfsmenn sem starfa að friðar- gæslu á vegum utanríkisráðuneytisins og allt að 100 einstaklingar sem gefið hafa kost á sér til að vera á viðbragðslista. Umsjón með Íslensku friðargæslunni er í höndum sérstakrar einingar á alþjóða- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Sölufulltrúar óskast UM RE/MAX Vörumerkið RE/MAX er alþjóðleg sérleyfiskeðja með höfuðstöðvar í Denver, Colo- rado. Keðjan er uppbyggð af sjálfstæðum fasteignasölum sem reka skrifstofur sínar í samræmi við RE/MAX kerfið skv. sérstöku leyfi. Vöxtur RE/MAX hefur verið með miklum ólíkindum undanfarin ár og er RE/MAX nú með skrifstofur í yfir 40 löndum. Kerfið Stofnendurnir Gail og Dave Liniger settu sér háleitt markmið á sjö- unda áratugnum: Þau ætluðu að byggja upp fasteignasölukerfi sem myndi laða til sín - og halda hjá sér - bestu sölumönnum í heiminum. Gegn því að taka þátt í kostnaði við rekstur skrifstofanna og greiða stjórnunarkostnað áttu sölumennirnir að fá hæstu laun fyrir störf sín og á sama tíma geta nýtt sér allt það hagræði sem fylgir sérleyfiskerf- um. Þau kölluðu kerfið RE/MAX (sagt rímax), sem er í raun stytting á „real estate maximus.“ Allar fasteignasöluskrifstofurnar innan RE/MAX kerfisins eru reknar sem sjálfstæðar einingar af sérleyfishöfunum. Þá eru sölufulltrúarnir á hverri skrifstofu einnig sjálfstæðir rekstraraðilar. Stöðug þróun kerfisins RE/MAX hefur frá upphafi stuðlað að bættri þjónustu bæði fyrir sölu- fulltrúa innan kerfisins og fyrir kaupendur og seljendur. Sölufulltrúarnir fá stöðugt ný tól í hendurnar til að þjónusta betur viðskiptavini sína, en í því felst m.a. aðgangur að alþjóðlegu sölukerfi, námskeið, alþjóð- legar ráðstefnur og samstarf við innlenda og erlenda sölufulltrúa um aðstoð við kaupendur og seljendur alls staðar í heiminum. Hagsmunir sölumanna af að starfa með RE/MAX felast m.a. í eftirtöldu: 1 Sölufulltrúarnir fá 80% af sölulaunum vegna þeirra eigna sem þeir selja. 2 Sölufulltrúarnir tengjast alþjóðlegu kerfi sem með beinum hætti stuðlar að markaðssetningu vörumerkisins sem gefur þeim kost á að selja fasteignir hvar sem er í heiminum. 3 Aðgangur að þróuðum tækjum og tólum til að ná sölumarkmiðum. 4 Möguleikar á að vera með eigin rekstur, en þó ekki aleinn. RE/MAX Ísland mun sjá sölumönnum fyrir tækjum og tólum til að ná mark- miðum sínum og veitir þeim ráðgjöf um hvernig reksturinn getur verið með sem faglegustum hætti. 5 Sölufulltrúarnir verða hluti af kerfi sölumanna sem eru þekktir fyrir að fá hámarks sölulaun og að vera faglegustu sölumennirnir á hverjum markaði. 6 Ráðstefnur, námskeið, símenntun og endurmenntun er huti af daglegu lífi sölufulltrúa hjá RE/MAX. RE/MAX Mjódd leitar eftir sölufulltrúum, vönum og óvönum, sem þora að takast á við krefjandi verkefni hjá nýjum aðila á spennandi markaði. Sölufulltrúar RE/MAX Mjódd eru: Sjálfstæðir Með örugga framkomu Árangursdrifnir Geta unnið í hóp öflugra sölumanna Upplýsingar veitir Hans í síma 896 8076. Umsóknir sendist á hansp@remax.is Hrafnista í Reykjavík Hjúkrunarfræðinga vantar á dag,- kvöld- og helgarvaktir. Starfshlutfall samkomulag. Hjúkrunarfræðinga vantar á nætur- vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Sjúkraliða vantar á allar vaktir. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar veitir Ragnheiður Step- hensen í síma 585 9500 eða 585 9400. Einnig er hægt að sækja um störf á heimasíðu Hrafnistu www.hrafnista.is . Frá Stórutjarnaskóla Í Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði vantar kennara. Við getum notað góðan grunnskóla- kennara sem treystir sér til að kenna einhverja eftirfarandi námsþátta: Samfélagsfræði, raun- greinar, ensku og dönsku, allt á unglingastigi. Eins gætum við haft not fyrir góðan sérkenn- ara. Það er gott að kenna við Stórutjarnaskóla, nemendurnir eru alveg einstaklega góðir og skemmtilegir og starfsfólkið ekki síður. Svo er skólinn líka á góðum stað í nýju og metnað- arfullu sveitarfélagi sem heitir Þingeyjarsveit. Umsóknarfrestur er til 10. maí nk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri eða að- stoðarskólastjóri í símum 464 3220, 464 3240 og 464 3221. Sjá nánar á vef skólans, www.storutjarnaskoli.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.