Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Í tygjum við Saddam Leyniskjöl í Bagdad sýna fram á tengsl við Osama bin Laden 13 Guðni situr heima Guðni Bergsson fer ekki með landsliðinu til Finnlands Íþróttir 1 Eltast ekki við ímynd Rakel McMahon varð hlutskörp- ust í Ungfrú Ísland.is Fólk 31 BRESKA stjórnin ætlar að skera upp herör gegn ofurháum forstjóralaunum og starfslokasamningum, sem oft eru gerðir án nokkurs tillits til gengis við- komandi fyrirtækja. Patricia Hewitt, talsmaður iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, staðfesti þetta í gær í samtali við BBC, breska rík- isútvarpið, og frá því var einnig greint í blaðinu The Observer. Þar kom fram, að fyrirhugað væri að skylda fyrirtæki til að tengja laun til forstjóra og annarra stjórnenda við rekstrarafkomuna. Þá ætla stjórnvöld einnig að koma í veg fyrir ofurháa starfslokasamninga, sem hafa vakið reiði og hneykslun í Bretlandi. Pet- er Hain, sem fer með málefni Wales í bresku stjórninni, sagði í gær, að þessi of- urlaun og ofurstarfslokasamningar væru „viðurstyggð“. Atlaga að ofurlaunum „ÞAÐ er alveg skýrt af úrskurð- arorðum setts umhverfisráðherra að skilyrðið er að lónið fari ekki inn fyrir friðlandsmörkin,“ segir Þor- steinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar. Hann segir að tillaga sérfræðinga VST um lón í 566 metra hæð hafi verið sett fram sem dæmi um hvernig hægt væri að útfæra þessa framkvæmd miðað við skilyrði úrskurðarins. Lands- virkjun sé ekki bundin af þessu enda sé dæmi VST ekki hluti af úr- skurði Jóns Kristjánssonar. Sú út- færsla sem Landvirkjun vinnur að á grundvelli hans uppfylli eftir sem áður öll skilyrði sem þar eru sett og sé unnin í samráði við stjórnvöld og sveitarfélög á svæðinu. Þorsteinn bendir á að samkvæmt úrskurðinum geti Landsvirkjun staðsett væntanlegt stíflustæði hvar sem er á eins og hálfs kíló- metra kafla eftir árfarveginum og valið heppilegustu leiðina fyrir vatnið úr lóninu yfir í Þórisvatn eða Kvíslaveitu. Hægt að lækka í 566 metra „Við höfum engan áhuga á að hafa lónið stærra en þörf er á en við þurfum að vega saman annars veg- ar stærð og hins vegar rekstrarör- yggi. Við höfum verið að skoða og kynna hugmyndir um lón sem fer upp í 568 m.y.s. en hægt verði að lækka það niður í 566 metra til þess að varna því að það hafi áhrif inn í friðlandið við ákveðnar aðstæður sem upp koma. Hugmyndin er sú að reist verði steypt stífla í 566 metra hæð en hún verði síðan hækkuð um tvo metra með uppblásnum gúmmí- belgjum, sem hægt verði að hleypa úr ef svo ber undir. Sams konar búnaður er á Sultartangastíflu en þar var lónið hækkað um tvo metra með þessari tækni.“ BANDARÍSK yfirvöld vilja halda þeim herstöðvum, sem þau hafa nú í Persaflóa- ríkjunum, og segjast ekki munu flytja her- inn þaðan í fyrirsjáanlegri framtíð. Kom það fram hjá Tommy Franks, yfirmanni Bandaríkjahers á Persaflóasvæðinu, en hann og Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, áttu í gær við- ræður við stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjamenn eru nú með herlið í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Katar og Kúveit auk þess herliðs, sem nú er í Írak. Sagði Rumsfeld, að Bandaríkja- stjórn ætlaði sér að tryggja öryggi í þess- um heimshluta og Franks sagði, að hugs- anlega yrði bandarískur herstyrkur aukinn á meðan verið væri að glíma við eft- irhreytur átakanna í Írak og Afganistan. Efnavopnafundur? Bandaríkjamenn hafa fundið 14 tunnur með efni, sem virðist við fyrstu athugun blanda taugagass og sinnepsgass. Er nú verið að kanna það betur en að auki fundu þeir tvo bíla með efnarannsóknastofum. Bandaríkjamenn tilkynntu í gær, að þeir hefðu handtekið í Bagdad Hossam Mohammad Amin hershöfðingja, sem ann- ast hefði samskipti Íraksstjórnar við vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, og hafa þá handtekið 13 af þeim 55 mönn- um, sem þeir lýstu eftir. Þá handtóku þeir einnig Mohammed Mohsen al-Zubaidi, sjálfskipaðan borgarstjóra í Bagdad. Fundist hafa írösk leyniskjöl, sem virð- ast sýna, að tengsl hafi verið með stjórn Saddams Husseins og al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens. Herstöðvar verði áfram við Persaflóa Abu Dhabi. AP, AFP.  Áttu fund/13 Donald Rumsfeld og Tommy Franks á blaðamannafundi í Abu Dhabi. YFIRVÖLD í Peking létu loka í gær leikhúsum, kvikmyndahúsum, netkaffihúsum og öðrum opinber- um samkomustöðum til að draga úr útbreiðslu bráðu lungnabólgunnar. Síðasta sólarhring varð hún 12 mönnum að bana í Hong Kong en það vekur vonir, að ný sjúkdómstil- felli voru aðeins 16 og hafa ekki áð- ur verið færri á einum degi. Gro Harlem Brundtland, yfir- maður WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, sagði í gær, að enn væri unnt að koma í veg fyrir al- heimsfaraldur en til þess þyrftu ríkisstjórnir um allan heim að starfa saman og grípa strax til við- eigandi ráðstafana. Eru aðgerðirn- ar í Peking í þeim anda en þar að auki vinna hundruð manna á vökt- um allan sólarhringinn við að koma upp 1.000 rúma einangrunarstöð fyrir sjúklinga í einu úthverfa borgarinnar. Segja má, að daglegt líf í borginni sé meira eða minna lamað vegna sjúkdómsins. Lungnabólgan hefur valdið dauða á fjórða hundrað manna um allan heim og eru dauðsföllin lang- flest í Kína og Hong Kong. Julie Gerberding, yfirmaður bandarísku sjúkdómavarnastofn- unarinnar, sagði í gær, að að minnsta kosti eitt ár myndi líða áð- ur en unnt væri að framleiða bólu- efni við lungnabólgunni. Bandaríska tímaritið Time sagði í gær, að kostnaður vegna lungna- bólgunnar væri kominn í um 2.300 milljarða ísl. kr. um allan heim. Sem dæmi var nefnt, að Toronto tapar um 2,2 milljörðum kr. dag- lega en WHO hefur varað fólk við að fara til borgarinnar. Daglegt líf í Peking lamað Kostnaður vegna lungnabólgunnar kominn yfir 2.000 milljarða kr. Peking, Washington. AP, AFP. „ÞAÐ er víðtæk sátt í þjóðfélaginu um 566 metra stífluhæð og allir út- reikningar um hagkvæmni voru við það miðaðir,“ segir Jón Kristjáns- son heilbrigðisráðherra, en hann kvað upp úrskurð um Norðlinga- ölduveitu í lok janúar sl. sem settur umhverfisráðherra. Landsvirkjun hefur við útfærslu framkvæmda við Norðlingaölduveitu gert ráð fyrir að vatnsborð uppistöðulónsins geti farið í allt að 568 metra yfir sjáv- armáli með sérstökum búnaði á stíflunni. Þegar úrskurðurinn var kveðinn upp var samhliða lögð fram tillaga um lónhæð í 566 m.y.s. sem Verk- fræðistofa Sigurðar Thoroddsen, VST, vann fyrir ráðherra. Lónið myndi stækka úr 3,4 í 7,4 ferkílómetra Mikill munur er á flatarmáli væntanlegs lóns eftir því hvort mið- að er við 566 m.y.s. eða 568 metra hæð. Í fyrra tilvikinu yrði flatarmál lónsins um 3,4 ferkílómetrar en verði stíflan 568 m.y.s. stækkar lón- ið í um það bil 7,4 ferkílómetra. Jón bendir á að í úrskurðinum sjálfum hafi verið kveðið á um að fyrirhugað miðlunarlón færi al- gjörlega út úr friðlandi Þjórsár- vera en stífluhæðin hafi þar ekki verið tilgreind sérstaklega. „Hins vegar voru allir útreikningar mið- aðir við að þetta gæti gengið með 566 metra stífluhæð, sem var kynnt þegar úrskurðurinn var kynntur og um það virðist vera mjög víðtæk sátt í þjóðfélaginu,“ segir Jón. Jón Kristjánsson um hugmyndir um stíflu í 568 m hæð við Norðlingaölduveitu Víðtæk sátt í þjóðfélag- inu um 566 metra hæð HUNDRUÐ máva hópuðust að sanddæluskipinu Sól- eyju, þar sem það var við Álftanesið að dæla fylling- arefni upp á land. Efnið verður síðan nýtt í húsa- grunna á nesinu á vegum verktakafyrirtækisins Loftorku á næstunni. Að sögn Sigurðar R. Helgasonar, forstjóra Björg- unar ehf. sem á og rekur Sóleyju, eru verkefni við sanddælingu næg um þessar mundir og því unnið alla daga vikunnar. Mávarnir kunnu vel að meta heimsóknina í blíð- viðrinu, enda næsta víst að í fyllingarefninu hafi leynst sandsíli og e.t.v. annað góðgæti sem þeir gátu vel hugsað sér að gæða sér á. Morgunblaðið/Ómar Sílaveisla í sandinum ♦ ♦ ♦ Uppfyllir skilyrði úrskurðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.