Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SLYSAHÆTTA MIKIL Félag hópferðaleyfishafa vill að sérstök löggjöf verði sett um öku- leiðsögumenn. Félagið telur mikla slysahættu fylgja því að sinna sam- tímis bílstjóra- og leiðsögumanns- starfi líkt og ökuleiðsögumenn gera. Þá þykir félaginu eðlilegt að þeir sinni ekki fleiri en átta farþegum í einu. Víðtæk sátt um 566 metra Jón Kristjánsson, settur umhverf- isráðherra í málefnum Norð- lingaölduveitu, segir víðtæka sátt í þjóðfélaginu um 566 metra stífluhæð veitunnar. Landsvirkjun gerir hins vegar ráð fyrir að hæð uppistöðu- lónsins geti farið upp í 568 metra sem þýðir að lónið verður helmingi stærra en ella. Áfram her við Persaflóa Bandaríkjastjórn vill hafa áfram þær herstöðvar, sem hún er nú með í Persaflóaríkjunum, og jafnvel auka herstyrkinn. Kom þetta fram í gær hjá þeim Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sem nú er á ferð um arabaríkin, og Tommy Franks, yfirmanni banda- ríska herliðsins á svæðinu. Erfðagreining á löxum Líftæknifyrirtækið Prokaria og Stofnfiskur hf. hafa gert með sér samning um erfðagreiningu laxa- stofna til þróunar á kynbótum í fisk- eldi. Það er Prokaria sem mun sjá um erfðagreininguna fyrir Stofnfisk. Samkomustöðum lokað Mörgum opinberum samkomu- stöðum hefur verið lokað í Peking vegna bráðu lungnabólgunnar, sem setur sitt mark á allt líf í borginni. Í Toronto í Kanada er 21 maður látinn og áætlað er, að sóttin kosti borg- arsjóð rúma tvo milljarða króna dag- lega. Um allan heim er kostnaðurinn farinn að nálgast 2.300 milljarða kr. ÍR sigraði Val ÍR-ingar lögðu Valsmenn 26:25 í æsispennandi leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Austubergi í gærkvöldi. Skoraði Ólafur Sigurjónsson sigurmark ÍR- inga á lokasekúndum leiksins. 2003  MÁNUDAGUR 28. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ANDRI SIGÞÓRSSON MEIDDUR ENN Á NÝ / B12 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS ÍRAKSKIR bræður með sænskt rík- isfang, Salar Yashin og Zeid Yas- hin, eru komnir í herbúðir 1. deild- ar liðs Leifturs/Dalvíkur í knattspyrnu og verða þar til reynslu um sinn. Þeir eru með sænskt ríkisfang og hafa verið bú- settir í Svíþjóð um árabil. Salar Yashin, sem er 25 ára miðjumaður, var í röðum Örebro um skeið, á meðan Arnór Guðjohnsen, Hlynur Birgisson og Hlynur Stefánsson léku með liðinu, og þeir bræður eru einmitt komnir til landsins fyrir milligöngu Arnórs. Zeid Yashin er 19 ára gamall sóknarmaður og þeir bræður hafa leikið í neðri deildum í Svíþjóð að undanförnu. „Þeir komu til okkar á laug- ardaginn og voru á fyrstu æfing- unni áðan. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma, 10–14 daga, til að sjá hvernig þeir reynast, og ef allt fer að óskum verða þeir um kyrrt,“ sagði Rúnar Guðlaugsson, formað- ur Leifturs/Dalvíkur, við Morg- unblaðið í gær. Leiftur/Dalvík hefur misst 10 leikmenn úr sínum hópi frá síðasta tímabili en hefur smám saman verið að fylla í skörðin og fékk m.a. Gunnar Jarl Jónsson, varnarmann úr Leikni í Reykjavík, til sín á dög- unum. „Við sjáum til hvernig þessir tveir standa sig og það er ekki loku fyrir það skotið að við eigum eftir að styrkja liðið enn frekar,“ sagði Rúnar. Írakskir bræður hjá Leiftri/ Dalvík Finnlands. Það er geysilega mikið í húfi fyrir Bolton að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni og Allardyce hafði þegar fengið því framgengt að Jussi Jääskeläinen markvörður myndi ekki spila með Finnum, Henrik Pedersen myndi sleppa leik með Dönum og Bernard Mendy með franska 21-árs liðinu. Hann sagði við mig að það væri alltof mikil áhætta að ég færi til Finn- Guðni sagði við Morgunblaðið ígær að hann hefði fundið sig tilneyddan til að taka þessa ákvörð- un í ljósi stöðunnar hjá félagi sínu, og vegna þess að um vináttulandsleik væri að ræða. „Allardyce setti mikla pressu á mig sem fyrirliða að fara ekki og Atli lagði líka áherslu á að fá mig til lands þótt ég myndi ekki spila nema annan hálfleikinn þar. Ég féllst að lokum á þetta, enda er ég orðinn 37 ára og þarf að fá spraut- ur og taka bólgueyðandi töflur fyrir alla leiki til að halda mér leik- færum.“ Guðni sagði að eftir sem áður gæfi hann kost á sér í leikina gegn Færeyjum og Litháen í undan- keppni EM í júní. „Ég held að Atli skilji mína stöðu varðandi leikinn í Finnlandi og ég sagði honum að ég væri áfram tilbúinn í júní ef hann þyrfti á mér að halda. Þetta var af- ar erfið ákvörðun og ég vona að menn skilji hve mikla þýðingu það hefur fyrir Bolton að taka ekki áhættu með sína leikmenn hvað meiðsli varðar á þessum tíma,“ sagði Guðni Bergsson. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kvaðst ósáttur við hlut Allardyce í málinu en vildi ekki ræða það frek- ar að sinni. Allir aðrir leikmenn úr landsliðshópnum voru tilbúnir til Finnlandsfarar eftir leiki helgarinn- ar. Í gærkvöld var óskað eftir því við Bjarna Þorsteinsson frá Molde að hann kæmi í stað Guðna í hópinn en hann gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Hópurinn er því skipaður 17 leikmönnum að svo stöddu en þeim átjánda verður að öllum lík- indum bætt við í dag. Guðni ekki til Finnlands GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton Wanderers, leikur ekki með ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu í Vantaa á miðvikudaginn. Sam All- ardyce, knattspyrnustjóri Bolton, lagði hart að Guðna og Atla Eð- valdssyni landsliðsþjálfara að fá frí fyrir fyrirliðann sinn, sérstaklega eftir sigur West Ham á Manchester City í gær, sem þyngdi róður Bolton í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir Víði Sigurðsson Morgunblaðið/Sverrir Svana Hrönn Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna tryggði sér Freyjumenið á laugardaginn. Ólafur Oddur Sigurðsson úr Héraðssambandi Skarphéðins hampaði Grettisbeltinu. Umsögn B9. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 25 Viðskipti 12 Bréf 26 Erlent 13 Dagbók 28/29 Listir 14/15 Leikhús 30 Umræðan 16/22 Fólk 30/33 Forystugrein 18 Bíó 30/33 Skoðun 22 Ljósvakar 34 Minningar 23/24 Veður 35 * * * LÁTINN er á Akur- eyri Gísli Konráðsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Útgerð- arfélags Akureyringa. Gísli fæddist hinn 19. október árið 1916 á Hafralæk í Aðaldæla- hreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hans voru Konráð Vil- hjálmsson, kennari, bóndi og rithöfundur og Þórhalla Jónsdóttir húsfreyja. Gísli varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1937. Hann starfaði sem skrifstofumaður hjá KEA og Út- gerðarfélagi KEA á Akureyri á ár- unum 1937–1944 en var starfsmaður hjá Hjálparstofnun Sameinuðu þjóð- anna 1945–1946. Hann var deildar- stjóri hjá KEA og framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags KEA og Njarðar hf. 1946–1958. Árið 1958 varð hann fulltrúi Akureyrarbæjar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og framkvæmdastjóri þess sama ár. Hann gegndi því starfi til ársins 1989 eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Gísli gegndi fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum. M.a. var hann end- urskoðandi bæjar- reikninga Akureyrar og sat í stjórn Amts- bókasafnsins á Akur- eyri, Sparisjóðs Akur- eyrar, Vinnuveit- endafélags Akureyrar, Kaupfélags Eyfirðinga, Lífeyrissjóðsins Sam- einingar, Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna, Coldwater Sea- food Corporation, Sam- lags skreiðarfram- leiðenda, Sambands fiskvinnslustöðvanna og Garðræktarfélags Reykhverfinga. Þá var hann í stjórn karlakórsins Geysis, Heklu – sam- bands norðlenskra karlakóra og Stúdentafélags Akureyrar. Hann var fyrsti varamaður Framsóknar- flokksins í bæjarstjórn Akureyrar á árunum 1954–1962. Loks varð hann vararæðismaður Danmerkur árið 1971 og ræðismaður árið 1974. Árið 1979 var hann sæmdur heið- ursnafnbótinni riddari Dannebrogs- orðunnar og tveimur árum seinna eða árið 1981 var hann sæmdur hinni íslensku fálkaorðu. Eftirlifandi eiginkona Gísla er Sól- veig Axelsdóttir húsfreyja og varð þeim sjö barna auðið. Andlát GÍSLI KONRÁÐSSON ÞEGAR farið var yfir meðmælendalista fram- boða í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur á föstudag og laugardag kom í ljós að 13 meðmæl- endur vantaði á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, 12 á lista Sjálfstæð- isflokksins í kjördæminu og þrjá á lista Nýs afls. Þá vantaði einn á meðmælendalista Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Framboð til Alþingis voru tilkynnt viðkomandi yfirkjörstjórnum fyrir hádegi á föstudag, fimm- tán dögum fyrir kjördag, en skv. lögum um kosn- ingar til Alþingis, þarf að lágmarki 330 meðmæl- endur með hverjum framboðslista í Reykjavíkur- kjördæmunum. Mæltu með fleiri en einum lista Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæmanna voru nokkur brögð að því að meðmælendur á framboðslistum kæmu úr öðru kjördæmi en framboðslistarnir, t.d. voru einstaklingar sem tilheyrðu Reykjavíkurkjör- dæmi norður á meðmælendalista framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður og svo öfugt. Skv. kosningalögum verður meðmælandi að vera kjós- andi í sama kjördæmi og sá listi sem hann mælir með. Að auki var eitthvað um að einstaklingar hefðu skráð sig sem meðmælendur á fleiri en einn lista. Slíkt er heldur ekki heimilt skv. kosningalögum og voru því nöfn þeirra einstaklinga, sem slíkt gerðu, strikuð út af öllum þeim meðmælendalist- um sem þeir skráðu sig á. Af þessum sökum vantaði nokkur nöfn upp á að fyrrgreind framboð næðu tilskildum meðmæl- endafjölda, eins og áður sagði, þegar búið var að fara yfir listana og strika út nöfn sem ekki upp- fylltu skilyrði kosningalaga. Fulltrúum framboðslistanna var hins vegar gefið tækifæri til að fá nýja meðmælendur og skv. upplýsingum Morgunblaðsins náðu umræddir framboðslistar að uppfylla öll skilyrði fyrir fund yfirkjörstjórna á laugardag. Heimild til að leiðrétta meðmælendalistana er veitt í 41. gr. kosningalaga. Þar segir: „Þegar frestur sá er liðinn sem ákveðinn er um framboð heldur yfirkjörstjórn fund næsta dag og skal um- boðsmönnum framboðslista veittur kostur á að vera viðstaddir. Finnist þá gallar á framboðslista skal hlutaðeigandi umboðsmönnum gefinn kostur á að leiðrétta þá og má veita frest í því skyni eftir því sem tími og atvik leyfa. Ef gallar sem yfir- kjörstjórn hefur bent á eru ekki leiðréttir innan tilsetts frests kveður hún upp úrskurð um hvort listi skuli fyrir það teljast ógildur. Verði ágrein- ingur innan yfirkjörstjórnar um úrskurð ræður afl atkvæða úrslitum.“ Ekki í fyrsta sinn Þórunn Guðmundsdóttir, oddviti yfirkjör- stjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, segir þetta ekki í fyrsta sinn sem gallar finnist á fram- boðslistum. Það hafi oft gerst áður. Hún segir þó að óvenju mikið hafi verið um það að fólk hafi ruglast á því hvaða kjördæmi það tilheyri. Hún tekur hins vegar fram að búast hafi mátt við slík- um ruglingi vegna nýju kjördæmabreytinganna. Nöfn vantaði á meðmæl- endalista þriggja flokka ÍSLENDINGUR um fertugt var handtekinn á flugvellinum í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um sl. fimmtudag fyrir vopnaburð og hefur setið í fangelsi síðan. Tildrög málsins eru þau að mað- urinn kom á skipi til landsins en ver- ið var að sigla því til nýs eiganda. Leiðin lá um svæði þar sem sæfar- endur óttast sjórán og tók maðurinn með sér riffil í varnarskyni. Þegar til landsins kom ákvað hann að taka riffilinn með sér í flugi til Danmerk- ur og lagði vopnið fram á flugvell- inum, en var þá umsvifalaust hand- tekinn. Að beiðni íslenska sendi- ráðsins í Kaupmannahöfn, hefur norska sendiráðið í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum fylgst með málinu. Sendiráðsmenn hafa talað við manninn þótt ekki sé staðfest hvort þeir hafi hitt hann, og auk þess hefur maðurinn talað við fjölskyldu sína. Ekki er vitað hvenær málið verður tekið fyrir hjá yfirvöldum. Í fangelsi í Dubai HRINGEKJAN í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík svík- ur engan sem hana prófar, allra síst þessa glöðu stúlku sem naut lífsins á baki hins fríðasta fáks. Og sólar- glenna kórónaði stemmninguna þótt hitastigið hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. Spáð er heldur kólnandi veðri næstu daga um land allt. Vind herð- ir af austri og norðri og verður hiti yfir frostmarki í dag en fer síðan niður fyrir frostmark á miðvikudag og út vikuna. Víða á heiðum austanlands var slydda, hálka og hvassviðri í gær. Laugardaginn fyrir páska var hátt í 20 stiga hiti á Austurlandi og því um miklar veðurbreytingar að ræða. Talið er að sumar fuglateg- undir hafi verið farnar að verpa og margar gróðurtegundir byrjaðar að færa sig í vorskrúðann, að vísu ekki birkið. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á fáki fríðum INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, talsmaður Samfylkingarinnar, segir ekki tímabært að setja fram eitthvert ákveðið stjórnarmynstur sem fyrsta kost Samfylkingarinnar eftir kosn- ingar. Í viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag sagði Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs, að tækist stjórnarandstöðunni að fella ríkis- stjórnina væri það fyrsti kostur VG að stjórnarandstöðuflokkarnir tækju við. Gagnrýndi hann Samfylkinguna fyrir að taka ekki jafnskýra afstöðu til stjórnarsamstarfs eftir kosningar. „Aðalatriðið er inntakið í stjórnar- stefnunni hjá nýrri ríkisstjórn, en ekki endilega hverjir það eru sem sitja í henni,“ segir Ingibjörg Sólrún spurð um ummæli Steingríms. „Það er ekki stjórnarmynstrið, heldur inn- takið sem skiptir meginmáli. Það sem skiptir máli er að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum og eyða ekki um efni fram og ná síðan fram umbótum í þágu þess fólks, sem við teljum að helst þurfi á þeim að halda. Við viljum ekki fyrirfram selja öðrum flokkum sjálfdæmi um okkar örlög eftir kosningar,“ segir hún. Ingibjörg Sólrún um stjórnarmyndun Seljum ekki öðr- um sjálfdæmi SKÁLDSAGAN 101 Reykjavík, eft- ir Hallgrím Helgason fær góða dóma í bókarumfjöllun í New York Times í gær. Sagan hefur nýlega verið gefin út í Bandaríkjunum í enskri þýðingu Brians FitzGibbons og í ritdómi rithöfundarins Sams Lipsytes í New York Times segir hann skáldsöguna afburðagóða á köflum, yndislega lostafulla og oft á tíðum ergilega. Í ýtarlegri umfjöllun sinni fjallar Lipsyte um sögusvið, persónur og lýsingar bókarinnar en segir að bestu hlutar frásagnarinnar séu þó ekki prenthæfir í blaðinu, sem sé miður, því Hallgrímur Helga kunni þá list að baða sig upp úr svaðinu. 101 Reykjavík á köflum „yndislega lostafull“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.