Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vinsælasti áfangastaður á Ítalíu. Heimsferðir bjóða vikulegt flug til Rimini alla þriðjudaga í sumar en Rimini er vinsælasti áfangastaðurinn á Ítalíu og hefur slegið í gegn í sumar enda flest flug orðin uppseld. Hér bjóða Heimsferðir vinsælustu gististaðina, frábærlega staðsetta og hér er auðvelt að njóta lífsins til hins ítrasta í fríinu. Héðan er stutt að fara til Feneyja eða Flórens og kynnast heillandi menningarheimi þessa ótrú- lega lands eða einfaldlega njóta einnar fegustur sólarstrandar við Adríahafið. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða sem bjóða þér spenn- andi kynnisferðir á meðan á dvöl- inni stendur. Við þökkum ótrúlegar viðtökur Síðustu sætin til Rimini í maí og júní frá kr. 27.063 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 27.063 á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 20. maí – flugsæti til Bologna. Verð kr. 47.962 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, 20. maí – Nautic, vikuferð. Verð kr. 57.950 M.v. 2 í stúdíóíbúð í viku, Nautic, 20. maí. SELJA er ekki mjög algeng í görðum fólks, en finnst á stöku stað. Ein slík er hér í Hveragerði og vakti mikla athygli þegar reklar hennar voru í blóma skærgulir. Að sögn Kolbrúnar Þóru Oddsdóttur, umhverf- isstjóra Hveragerðisbæjar, vex seljan best í kalkríkum þurrum jarðvegi og á sólríkum stað. Hún getur orðið 6 til 12 m há og um 60–80 ára gömul. Hún vex ýmist sem runni eða stakstætt tré. Seljutré eru ýmist karlkyns eða kvenkyns, því þurfa fleiri tré að standa saman svo að kventrén geti myndað fræ. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Seljan leit út eins og hún væri skreytt í tilefni páskanna, skærgul og skrautleg. Selja í allri sinni dýrð rétt fyrir laufgun Hveragerði. Morgunblaðið. Á FYRSTU þremur mánuðum ársins veitti Félagsþjónustan í Reykjavík um 17% fleira fólki fjárhagsaðstoð en á sama tíma í fyrra. Heldur hefur þó hægt á fjölguninni en Stella Víðisdótt- ir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Félagsþjónustunnar, segir að sveiflur í fjölda styrkþega haldist mjög í hend- ur við hlutfall atvinnulausra í borg- inni. Félagsþjónustan veitir þeim fjár- hagsaðstoð sem ekki hafa rétt á at- vinnu- eða örorkubótum, fá skertar bætur eða hafa laun undir viðmiðun- armörkum. Samanlögð upphæð fjár- hagsaðstoðar og hugsanlegra bóta eða launa getur þó ekki orðið hærri en 67.000 krónur fyrir einstaklinga og 120.000 krónur fyrir hjón. Nemar eru 15% Stella segir að um og yfir 40% þeirra sem fá fjárhagsaðstoð séu ein- hleypir karlmenn og um 18% ein- hleypar konur. Þetta fólk hafi af ein- hverjum völdum dottið út af vinnumarkaðnum. Öryrkjar eru um 12% og einstæðar mæður um þriðj- ungur. Þá eru 15% nemar, oftast ung- ar, lítið menntaðar, einstæðar mæður sem nema í framhaldsskóla eða leggja stund á sérnám en eru félagslega illa staddar og geta í fæstum tilfellum leitað til fjölskyldu sinnar um fjár- hagslegan stuðning. Um 46% þeirra sem fá aðstoð eru atvinnulaus en þetta hlutfall var tæplega 39% í fyrra. Einn af hverjum tíu hefur vinnu, í flestum tilfellum illa launað hluta- starf. Stella segir að talsvert hafi dregið úr fjölgun þeirra sem óska eft- ir og fá fjárhagsaðstoð síðustu mán- uðina ef miðað er við útgjöld Fé- lagsþjónustunnar. Hugsanleg skýring gæti verið sú að heldur hefur dregið úr atvinnuleysi í Reykjavík. Í fyrra fengu 3.565 manns fjárhags- aðstoð Félagsþjónustunnar í Reykja- vík, tæplega 600 fleiri en árið 2001. Útgjöld til fjárhagsaðstoðar fyrstu þrjá mánuði ársins voru 274 milljónir en voru 232 milljónir í fyrra. Félagsþjónustan veitir 17% fleiri fjárhagsaðstoð LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði tvítugan ökumann á 180 km hraða á Hringveginum rétt sunnan við bæinn í gær. Er þetta eitt alvarlegasta tilvik um ofsaakstur sem lögreglan á Blönduósi hefur kynnst. Ökumaður- inn sinnti strax stöðvunarmerkjum og kom í ljós að hann hafði ekki neinar sérstakar ástæður fyrir athæfinu. Hann var ekki sviptur ökuskírteininu á staðnum en brot hans verður tekið til meðferðar hjá sýslumanni. Einn farþegi var með ökumanni en bíllinn var venjulegur fjöslkyldubíll af Sub- aru-gerð. Þetta atvik kemur í kjölfar- ið á tveimur öðrum mjög alvarlegum hraðakstursbrotum undanfarna daga. Lögreglan í Reykjavík stöðvaði seint á laugardagskvöld ökumann bif- hjóls á 166 km hraða í Ártúnsbrekk- unni. Bifhjólið kom á 123 km niður brekkuna og hóf lögreglan þá eftirför. Mældist hraðinn þá 166 km. Ökumaðurinn sinnti strax stöðvun- armerkjum lögreglu en hann er um fertugt og var með 15 ára son sinn aft- an á hjólinu. Hann var ekki sviptur ökuskírteininu á staðnum þar sem lögreglan mældi hraðann á ferð, þ.e. með því að halda jöfnu millibili milli hjólsins og lögreglubílsins. Dómari mun ákveða hvort hann missir öku- skírteinið. Á fimmtudag voru síðan tveir 17 ára piltar á sportbílum teknir á 190 km hraða og ökuskírteinin tekin af þeim á staðnum. Mun dómari ákveða refsingu. Á 180 km hraða við Blönduós EBBA Sigurðardóttir predikaði í sérstakri hátíðarmessu í Bústaða- kirkju í gær, sunnudag, en tilefnið var 50 ára afmæli kvenfélags sókn- arinnar á þessu ári. Séra Pálmi Matthíasson og sr. Ólafur Skúlason biskup, eiginmaður Ebbu, þjónuðu fyrir altari. Söfnuðurinn varð 50 ára í fyrra. Ebba og Ólafur voru prestshjón í sókninni í 25 ár. Ebba hefur áður flutt predikanir við ýmis tækifæri. Hún segist í sam- tali við Morgunblaðið hafa gengið í kvenfélag sóknarinnar árið 1964, um það leyti sem Ólafur eig- inmaður hennar varð prestur í sókninni. „Þá kynntist ég þeim kon- um sem stofnuðu félagið og hef haldið tryggð við það síðan,“ segir Ebba. Hún var formaður félagsins um tíma og þegar Ólafur tók við biskupsembættinu var hún gerð að heiðursfélaga þess. Ebba segir að kvenfélagskonur hafi unnið mikið starf innan kirkj- unnar; þær hafi m.a. sinnt eldra fólki innan sóknarinnar og um tíma sáu þær um þrif í kirkjunni. Þá áttu þær mikinn þátt í fjáröflun vegna byggingar Bústaðakirkju. Kirkjan var vígð 1971. Í tilefni dagsins í gær færðu þær kirkjunni píanó að gjöf. Í predikun sinni minntist Ebba m.a. Auðar Matthíasdóttur, fyrsta formanns kvenfélagsins og eins af stofnendum þess, en Auður lést á síðasta ári. Að lokinni messu var boðið upp á kaffi og heitar vöfflur með rjóma, sem karlarnir í sókninni bökuðu. Morgunblaðið/Sverrir Ebba Sigurðardóttir predikaði í Bústaðakirkju í gær. Sr. Pálmi Matthías- son og sr. Ólafur Skúlason þjónuðu fyrir altari. Kvenfélagskonur hafa unnið mikið starf innan kirkjunnar SIGURGEIR Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Ís- lands, segir að Ísland hljóti að þurfa að búa við þá niðurstöðu sem fengist í samningaviðræðum við Heimsviðskiptastofnunina, WTO, um aukna fríverslun. Hann segir engan ágreining milli Bændasam- takanna og íslenskra stjórnvalda um áherslur Íslendinga í viðræðun- um. „Menn gera sér grein fyrir því að Ísland verður áfram aðili að WTO. Það hlýtur því að verða að búa við þá samningsniðurstöðu sem þar fæst.“ Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, sagði í viðtali í Morg- unblaðinu í gær að vegna viðræðnanna við WTO um aukna fríverslun á vettvangi stofnunarinn- ar muni þurfa að breyta styrkja- kerfi landbúnaðarins og að hann muni að miklu leyti þurfa að laga sig að þeirri landbúnaðarstefnu, sem rekin verður í Evrópusam- bandinu (ESB) þegar þar að kem- ur. Verður að endurskoða stuðn- ingskerfi landbúnaðarins Aðspurður um þetta segir Sig- urgeir: „Það er enginn ágreiningur um það að verði niðurstaða WTO- viðræðnanna í líkingu við það sem tillögur ESB gera ráð fyrir eða gangi hún lengra í niðurskurði en tillögur ESB þá hljótum við að verða að endurskoða og breyta að einhverju leyti stuðningskerfi við landbúnaðinn hér á landi í þá átt að stuðningurinn flokkist í mun meira mæli en nú er sem grænar greiðslur.“ Hann segir að með grænum greiðslum myndi stuðning- urinn ganga út á aðra þætti en þá sem tengdust beint framleiðslunni. Hann verði t.d. tengdur umhverf- isbótum, landfræðilegri legu, bú- setu og ýmsu slíku sem horfir til vistvænni búsetuhátta. Hann tekur þó fram að þetta þýði ekki að heild- argreiðslur þurfi að lækka. „Það verður undir pólitískum vilja komið hér á landi á hverjum tíma.“ Ísland uni niðurstöðu WTO-við- ræðnanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.