Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 6

Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Grétar Kjartansson sölumaður - sími 696 1126 EFTIRTALDAR EIGNIR ÓSKAST Ég hef verið beðinn um að útvega fyrir fjársterkan aðila sérbýli/sérhæð miðsvæðis í Reykjavík, verð allt að 25,0 millj. Einnig vantar raðhús eða einbýli í Fosssvogi fyrir tvo aðra kaupendur, verð frá 25-35 millj. Um er að ræða trausta kaupendur sem geta gefið langan afhendingartíma. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við mig í síma 696 1126. Hafðu samband - það kostar ekkert HVERGI í heiminum eru jafn margir félagar í Lionshreyfing- unni og á Íslandi sé miðað við höfðatölu. Fyrrum alþjóðaforseti hreyfingarinnar segir þetta vott um hversu samúðarfullir Íslend- ingar eru og tilbúnir að leggja þeim lið sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Frank Moore, fyrrum alþjóða- forseti Lions- hreyfingarinnar, var meðal gesta á Lionsþingi sem haldið var í Hafnarfirði á föstudag og laug- ardag. Í dag gegnir hann embætti for- manns al- þjóðastofnunar hreyfingarinnar (Lions Club Int- ernational Foundation) en meginverkefni hennar um þess- ar mundir geng- ur út á að vernda sjón og stuðla að lækningu augn- sjúkdóma. Að sögn Moores hef- ur hreyfingin varið um 150 milljónum Bandaríkjadala til þessa á síðustu 10 árum. „Við erum með frábær verkefni í öllum heims- álfum auk þess sem við leggjum mikið upp úr því að fræða almenn- ing, sérstaklega í þróaðri heims- hlutum, um mik- ilvægi sjón- arinnar og um sjúkdóma á borð við gláku. Verstu sjúkdómarnir sem við eigum við í dag tengjast sykursýki því oft gerir fólk sér ekki grein fyrir að sjónin sé að versna vegna syk- ursýki fyrr en það fer til læknis,“ segir hann. Ungmenni í forgang Hreyfingin hefur einnig beitt sér fyrir því að framkvæmdar séu aðgerðir á fólki til að fjarlægja svokölluð ský á augum þess. „Nú er búið að framkvæma þrjár millj- ónir slíkra aðgerða á okkar veg- um en langstærsti hluti þeirra hefur verið gerður í Suðaustur- Asíu, Indlandi og í Kína. Í Afríku vinnum við einnig með sjúkdóm sem kallast árblinda (River Blind- ness). Honum veldur sníkjudýr sem er að finna í andrúmsloftinu og vegna skorts á vatni á fólk oft erfitt með að þvo andlit sín og losna þannig við þetta sníkjudýr sem á endanum veldur blindu.“ Hvað varðar ís- lenska hluta sjón- verndarverkefn- isins segir Moore að hérlendis hafi menn einbeitt sér að forvörnum þar sem áhersla er lögð á að fræða almenning um það hvernig hægt sé að varð- veita sjónina sem best. Þá hefur al- þjóðastofnun Lionshreyfing- arinnar aukið starfsemi sína á sviði ungmenna- starfs. „Við höf- um innleitt verk- efni í skólum, m.a. hér á Ís- landi, sem kallast The Lions Quest. Þar er tekist á við samskipti ungmenna, of- beldi, forvarnir, fræðslu um eit- urlyf og hvernig þau geta leyst vandamál sín á milli. Við útvegum kennurum kennsluefni til að nýta í bekkjunum og það hefur hlotið mikla við- urkenningu með- al mennt- unarfræðinga, sérstaklega í Bandaríkjunum,“ segir Moore en hér á landi er verkefnið þekkt undir nafninu „Að ná tökum á til- verunni“ sem myndar grunninn fyrir lífsleiknikennslu í grunn- skólum. Fyrst félagasamtaka í Kína og Norður-Kóreu Moore segir hreyfinguna ekki einungis byggja á staðbundnu starfi heldur leitist hún við að færa verkefni sín yfir landamæri. Þannig hafi Lionshreyfingin í nóv- ember síðastliðnum verið fyrst fé- lagasamtaka til að fá að fara til Norður-Kóreu þar sem tekin var skóflustunga að fyrsta sjúkrahús- inu þar í landi sem mun sérhæfa sig í augnlækningum. „Það er mikil þörf fyrir slíka stofnun því þar þjáist fjöldi fólks af augn- sjúkdómum,“ segir Moore og seg- ir svipaða sögu af starfi Lions í Kína. Fimm ár séu síðan hreyfingin kom þangað fyrst og í ár hafi sér- stök Lionsdeild verið stofnuð í landinu. Þar með sé hreyfingin einu al- þjóðlegu félagasamtökin sem hafi fengið leyfi til að stofna sérstaka deild í Kína. Hann segir Lions- starfið á Íslandi vel skipulagt og gott. „Það er athyglisvert að mið- að við höfðatölu eru hvergi í heiminum jafnmargir félagar í Lions og á Íslandi. Ég veit ekki nákvæmlega hvað veldur en hef á tilfinningunni að hér ríki mikil samúð meðal fólks og það sé tilbúið til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eru ekki jafngæfusamir og það og þannig bæta samfélagið allt,“ seg- ir Moore að lokum. LIONSÞINGIÐ um helgina var 48. fjölumdæmisþing hreyfingarinnar hér á landi en að sögn Þórunnar Gests- dóttur, nýkjörins umdæmis- stjóra, er þinghaldið ævin- lega hápunktur starfsemi hreyfingarinnar yfir vetur- inn. „Hérna eru 200 fulltrúar auk maka og menn koma hvaðanæva af landinu. Á þinginu sitja þeir á skóla- bekk sem munu taka við stjórnarstörfum innan hreyfingarinnar á næsta ári og undirbúa sig fyrir næsta starfsár,“ segir hún. „Á hinn bóginn erum við að gera upp síðasta ár því þeir sem voru í stjórnarstörfum á síðasta ári eru að gera sínar skýrslur. Þannig að þetta er eins kon- ar uppskera og sáning.“ Þórunn segir þingið hafa gengið mjög vel en það var skipulagt af þremur deildum Lions í Hafnarfirði og haldið í safnaðarheimili þjóðkirkj- unnar. Hún segir aðstæður hafa verið eins og best verð- ur á kosið. Þingið endaði með loka- hófi í íþróttahúsinu við Strandgötu þar sem þing- gestir snæddu hátíðarkvöld- verð áður en hver hélt til síns heima. Uppskera og sáning Á fjórða hundrað manns sátu Lionsþing í Hafnarfirði Hvergi fleiri í Lionshreyfing- unni en á Íslandi Til stóð að Frank Moore kæmi hingað fyrir tveimur árum þegar hann gegndi embætti alþjóðaforseta en ekkert varð úr því þar sem veður haml- aði flugi. Hann segir því enn meiri ánægju af því að koma að þessu sinni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á þinginu gerðu fulltrúar upp sl. starfsár og undirbjuggu það næsta. LÍFTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Pro- karia og Stofnfiskur hf. hafa gert með sér samning um erfðagreiningu laxastofna til þróunar á kynbótum í fiskeldi. Prokaria mun gera erfða- greiningar fyrir Stofnfisk sem hefur sérhæft sig á sviði kynbóta fyrir fiskeldi og framleiðir hrogn og seiði á 5 stöðum á Íslandi en einnig í N- Ameríku, Chile, Skotlandi og Ír- landi. Byrjað verður á að greina a.m.k. 4.000 laxfiska á þessu ári og er gert ráð fyrir að innan þriggja ára muni þeim fjölga í 40.000 á ári. Hægt að stjórna fituinnihaldi fisksins og styrk vöðvatrefja Prokaria mun þróa erfðatækni sem verður m.a. notuð til að greina hvort æskilegir erfðaþættir skila sér til afkvæma. Þannig verður auð- veldara að velja hvaða stofnfiskar eru notaðir til undaneldis, að sögn Vigfúsar Jóhannssonar, fram- kvæmdastjóra Stofnfisks. Hann segir að hægt verði að stjórna því hvaða eiginleika fiskurinn í hverri eldisstöð hafi og þannig verði hægt að taka mið af aðstæðum og um- hverfi. „Fiskistofninn sem hentar til eldis í einum firði spjarar sig ef til vill ekki eins vel annars staðar á landinu þar sem umhverfi er ekki eins.“ Hann bendir á að t.d. verði hægt að gera fiskinn sjúkdómsþoln- ari, stjórna fitumagni og hversu sterkar trefjarnar í vöðvum fisksins eru en slíkt skipti miklu máli í fisk- vinnslu. Greiningin gerir einnig mögulegt að rekja uppruna alls fisks úr lax- eldi við Ísland og sömu tækni má nota til að rekja uppruna villts fisks, að sögn Vigfúsar. „Það þarf því ekki að merkja seiðin sérstaklega eins og er nú gert með örmerkjum. Það sparar atvinnugreininni mikla vinnu og fjármuni.“ Búinn til gagnagrunnur yfir laxana Tæknin til að greina uppruna og ætterni fisksins byggist á notkun ensíma sem Prokaria hefur þróað, að sögn Jakobs K. Kristjánssonar, forstjóra Prokaria. „Þegar einangr- un erfðaefnis er lokið er lykilatriðið að fjölfalda ákveðin gen úr því en til þess notum við hitaþolin ensím sem unnin hafa verið úr hveralífverum. Síðan getur greining og lestur upp- lýsinga úr erfðaefninu farið fram.“ Hann bætir við að gert sé ráð fyr- ir að hægt verði að nota sömu að- ferð og verið er að þróa, til annars konar fiskeldis, t.d. á lúðu og þorski. Jakob bendir á að búinn verði til gagnagrunnur yfir alla fiska sem eru greindir. „Þetta verður eins konar ættfræðigrunnur fiskanna sem byggist á fiskasýnum, en til eru sýni allt frá árinu 1988.“ Prokaria og Stofnfiskur semja um erfða- greiningu laxastofna Auðveldar kynbætur í fiskeldi BOÐAÐUR hefur verið í dag hlut- hafafundur í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. Fyrir hluthafafundinum liggur tillaga um breytingu á 19. grein samþykkta félagsins um fjölgun stjórnarmanna úr þremur í fjóra. Að sögn Þórðar Más Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra Straums, er tillagan um fjölgun stjórnarmanna komin til í tengslum við innkomu Lands- banka Íslands í Straum hf. en eins og fram kom í seinasta mánuði keypti Landsbankinn 20,3% hlut í félaginu í seinasta mánuði. Á dagskrá hluthafafundarins í dag er einnig tillaga um að gerð verði sú breyting á samþykktum félagsins um afl atkvæða, vegna fjölgunar stjórnarmanna, að ef at- kvæði um mál í stjórn félagsins standa á jöfnu ráði atkvæði for- manns úrslitum. Hluthafafundur Fjárfestingarfélagsins Straums hf. Fjölgað verði í stjórn vegna Landsbankans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.