Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Stærsta bankarán Íslandssögunnar . . . ? Málþing um jafnrétti Samþættingar- hugtakið ráðandi MÁLÞING um jafn-rétti í víðumskilningi verður haldið á vegum Rann- sóknastofu í kvennafræð- um og Reykjavíkurborgar í dag kl.14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Að- alfyrirlesari málþingsins er dr.Teresa Rees, pró- fessor við Cardiff-háskóla í Wales. Dr. Rees er einn helsti sérfræðingur Evr- ópu í samþættingu jafn- réttismála en hún hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna í þeim efnum og unnið að verkefnum og skýrslum á vegum Evrópusambands- ins. Dr. Oddný Mjöll Arn- ardóttir lögmaður mun einnig halda erindi á mál- þinginu en það fjallar um jafn- réttishugtakið í Mannréttinda- sáttmála Evrópu og hinar ýmsu hliðar mismununar. – Hver er kjarni málþingsins? „Málþingið fjallar um jafnrétt- ishugtakið og hver staða jafnrétt- isumræðunnar er í dag. Hingað til hefur jafnréttisumræðan að- allega snúist um kynjajafnrétti og jafnréttisbaráttan að mestu verið háð af konum. Á seinni ár- um hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á jafnrétti ýmissa minni- hlutahópa, svo sem samkyn- hneigðra, fatlaðra og fólks af er- lendum uppruna. Á málþinginu verður rætt hvernig megi útvíkka jafnréttishugtakið til þess að það nái ekki bara yfir kynjamismun- un heldur einnig mismunun af öðrum toga. Hjá Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum, sem hafa verið í fararbroddi í jafnréttis- málum, hafa verið greind þrjú megintímabil í jafnréttismálum. Það fyrsta var þegar fjallað var einkum um meginregluna um jafnan rétt og bann við mismun- un á 6. áratugnum. Sértækar aðgerðir voru mest áberandi frá 8. áratugnum en frá miðjum 9. áratugnum hefur sam- þætting verið að ryðja sér til rúms, en hún á rætur að rekja til kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Í sam- þættingu er sjónum beint að stofnunum samfélagsins og hvernig þær skapa og endur- skapa kerfislægt kynjamisrétti frekar en að leita skýringa hjá konum sjálfum eins og skorti á menntun, þjálfun, sjálfstrausti, metnaði o.s.frv. Samþætting er samkvæmt skilgreiningu Evrópu- ráðsins „þegar kynja- og jafnrétt- issjónarmiðum er fléttað inn í alla stefnumótum á öllum stigum og af öllum aðilum.“ Hugsunin er ekki aðeins að leiðrétta stöðu kvenna gagnvart körlum heldur að leiðrétta kerfið og laga það að samfélagslegum þörfum beggja kynja.“ – Er samþættingarhugtakið ráðandi í jafnréttisumræðu dags- ins í dag? „Já, og til að sam- þætting sé árangurs- rík þurfa vissar for- sendur að vera fyrir hendi, en þær eru m.a. kyngreind tölfræði, fjármagn, sérfræði- þekking og kynjavitund, og ekki síst pólitískur vilji. Markmið þurfa helst að vera hlutlæg, t.d. töluleg svo hægt sé að gera sam- anburð á milli ára og landa. Ef þetta er ekki fyrir hendi getur samþætting orðið máttlaus orð á blaði, jafnvel afsökun fyrir að gera ekki neitt. Reynslan sýnir að þetta hefur gerst í mörgum löndum og er liður í bakslagi jafnréttismála á síðustu árum. Teresa Rees, er einn helsti sér- fræðingur heims í samþætting- arhugtakinu. Rees hefur haldið því fram að samþættingarhugtak- ið sé oft misskilið og misnotað, og að slíkt standi jafnréttinu fyrir þrifum. Umræðan á málþinginu snýst annars vegar um hvernig megi styrkja jafnrétti kynjanna með því að auka skilning á inntaki hugtaksins samþætting og hvaða forsendur eru fyrir árangursríkri samþættingu. Hins vegar að skoða hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi svo nýta megi jafnréttisstarfið í þágu annarra minnihlutahópa.“ – Um hvað fjallar erindi þitt? „Ég mun fjalla um það hvernig jafnræðisreglur Mannréttinda- sáttmála Evrópu taka til hvers konar mismununar, hvort sem er á grundvelli kynferðis eða ann- arra þátta. Þrátt fyrir það er mikill munur á því hvernig regl- unni er beitt í dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins eftir því um hvers konar mismunun er að ræða. Þannig er henni beitt strangt um t.d. kynjamisrétti en með mildari hætti um ýmis önnur form mismununar. Munurinn ræðst af því hvernig samevrópsk gildi mótast og þróast. Á síðari árum hefur meiri athygli beinst að mismunun gagnvart ýmsum minnihlutahópum og þessi stranga nálgun sem veitir lítið svigrúm til mismunandi með- ferðar hefur verið að yfirfærast frá kynja- og kynþáttamisrétti yf- ir á fleiri hópa.“ – Er jafnréttisbaráttan nú í vanda? „Í augnablikinu er mikil gróska eftir nokkra lægð enda er kynja- misrétti enn mikið á fjölmörgum sviðum. Vandinn felst meðal ann- ars í að finna færar leiðir til að rjúfa kyrrstöðuna og málþingið er haldið í þeim tilgangi.“ Oddný Mjöll Arnardóttir  Oddný Mjöll er fædd 1970 í Reykjavík. Hún er stúdent frá Menntaskólanaum að Laug- arvatni 1989 og lauk lagaprófi frá HÍ 1994. Hún varð héraðs- dómslögmaður ári síðar. Oddný Mjöll vann á lögmannsstofu í 2 ár en þá hélt hún utan til dokt- orsnáms í lögfræði. Hún lauk doktorsprófi frá Edinborgarhá- skóla 2002. Ritgerðin fjallaði um jafnræðisreglur mannréttinda- sáttmála Evrópu. Hún starfar nú sem lögmaður á Lögmannsstof- unni Skeifunni. Oddný Mjöll er gift Gylfa Gíslasyni rekstrarhag- fræðingi og þau eiga tvo syni. Finna þarf leiðir til að rjúfa kyrr- stöðuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.