Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ GUNNLAUGUR Árnason, frétta- ritari Morgunblaðsins í Stykk- ishólmi, hefur verið kjörinn for- maður Okkar manna, félags fréttaritara blaðsins á lands- byggðinni. Tekur hann við af Grími Gíslasyni sem verið hefur formaður undanfarin ár. Aðalfundur Okkar manna var haldinn í húsi Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag. Í stjórn- inni sem kjörin er til tveggja ára eru auk Gunnlaugs þau Guðrún Vala Elísdóttir í Borgarnesi og Jón Sigurðsson á Blönduósi. Á fundinum var sérstaklega fjallað um breytingarnar á Morg- unblaðinu og stöðuna á fjölmiðla- markaðnum. Styrmir Gunn- arsson, ritstjóri Morgunblaðsins, flutti erindi og ræddi málið við fréttaritarana ásamt Birni Vigni Sigurpálssyni fréttaritstjóra og Sigtryggi Sigtryggssyni frétta- stjóra. Afhent verðlaun fyrir ljósmyndir Þá voru kynnt úrslit og afhent verðlaun í samkeppni meðal fréttaritaranna um bestu ljós- myndir frá síðustu tveimur árum. Myndin Frækileg björgun var valin mynd keppninnar og af- henti Haraldur Sveinsson, stjórn- arformaður Árvakurs hf., Alfons Finnssyni í Ólafsvík verðlaunin. Aðrir sem fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir myndir eru: Jónas Erlendsson í Fagradal, Sig- urður Aðalsteinsson á Vað- brekku, Sólný Pálsdóttir á Djúpa- vogi, Hafþór Hreiðarsson á Húsavík, Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði, Jón H. Sigurmunds- son í Þorlákshöfn, Atli Vigfússon á Laxamýri, Jón Sigurðsson á Blönduósi, Theodór Kr. Þórð- arson í Borgarnesi, Halldór Sveinbjörnsson á Ísafirði, Sig- urður Sigmundsson í Hruna- mannahreppi, Líney Sigurð- ardóttir á Þórshöfn, Birkir Fanndal Haraldsson í Mývatns- sveit, Guðrún Vala Elísdóttir í Borgarnesi og Reynir Sveinsson í Sandgerði. Fram kom við verðlaunaveit- inguna að þátttaka var meiri en áður hefur þekkst í ljósmynda- keppnum fréttaritaranna, um 750 myndir komu frá 32 fréttarit- urum og ljósmyndurum á lands- byggðinni. Í dómnefnd voru Freysteinn Jóhannsson blaðamað- ur, Einar Falur Ingólfsson mynd- stjóri og Sigtryggur Sigtryggsson fréttastjóri og þeim til aðstoðar voru þrír starfsmenn ljós- myndadeildar Morgunblaðsins, þær Ingibjörg Ólafsdóttir, Ragn- hildur Aðalsteinsdóttir og Sigríð- ur Óskarsdóttir. Dómnefndin valdi 33 myndir til verðlauna og viðurkenninga og hafa þær verið settar upp á sýningu í versl- unarmiðstöðinni Kringlunni. Morgunblaðið/Sverrir Haraldur Sveinsson afhendir Alfonsi Finnssyni verðlaun fyrir bestu mynd- ina í keppni fréttaritara. Keppnin tók til áranna 2001 og 2002 og sendu 32 fréttaritarar og ljósmyndarar alls um 750 myndir. Nýr formaður Okkar manna Morgunblaðið/SverrirUm þrjátíu fréttaritarar voru á aðalfundi Okkar manna um helgina. Þeir stilltu sér upp til myndatöku ásamt nokkrum starfsmönnum Morgunblaðsins við aðalstöðvar blaðsins í Kringlunni eftir fundinn. FINN Kamper- Jörgensen, læknir og forstjóri lýð- heilsustofnunar Dana, segir stofn- un Lýðheilsu- stöðvar hér á landi mikilvægt skref í átt að bættri lýðheilsu. Hann telur þó nauðsynlegt að Lýðheilsustöðin fáist ekki einungis við það að safna saman upplýsingum og miðla þeim heldur sé einnig brýnt að þar fari fram rannsóknir og menntun á sviði lýðheilsu. Kamper-Jörgensen er hér á landi til að flytja erindi á lýðheilsunám- skeiðinu Komum lýðheilsu á kortið, uppbygging til framtíðar. Námskeið- ið er samstarsverkefni Félags um lýð- heilsu á Íslandi og Endurmenntunar- stofnunar Háskóla Íslands. Kamper-Jörgensen verður einnig með framsöguerindi á opnum fundi með Jóni Kristjánssyni heilbrigðis- ráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, talsmanni Samfylkingar- innar, á morgun, þriðjudag, í húsa- kynnum Endurmenntunarstofnunar. Alþingi samþykkti á vorþingi stofn- un Lýðheilsustöðvar hér á landi, en hlutverk hennar á að vera að efla og samræma lýðheilsustarf og annast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu. Samstarf um rannsóknir Kamper-Jörgensen segir að rúmist rannsóknir og menntun á sviði lýð- heilsu ekki innan nýju Lýðheilsu- stöðvarinnar sé mikilvægt að hún hafi fjárhagslegt bolmagn til að kaupa slíkar rannsóknir og starfa með öðr- um að eflingu menntunar á sviði lýð- heilsu. Hann segir að rannsóknir á lýðheilsu séu t.d. mikilvægar í því skyni að fylgjast með því hvernig ákveðin markmið heilbrigðisáætlana nái fram að ganga. Sé markmiðið til dæmis að minnka reykingar þurfi að vera til vitneskja um það hvort og þá hvernig slíku markmiði var náð. Kamper-Jörgensen var um tíma aðstoðarlandlæknir Dana. Hann er aðstoðarritstjóri Scandinavian Journ- al of Public Health og hefur gegnt lykilhlutverki við mat á árangri á verkefnum á sviði lýðheilsu í Dan- mörku og víðar á Norðurlöndum. Lýðheilsu- stöð fáist einnig við rannsóknir og menntun Dr. Finn Kamper- Jörgensen ELLERT B. Schram var kjörinn formaður samtakanna 60 plús á stofnfundi þeirra sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu í gær. Samtök- in eru á vegum Samfylkingarinnar en þau eru fyrir 60 ára og eldri og munu berjast fyrir hagsmunamálum eldri borgara. Að sögn Ástu R. Jóhannesdóttur, alþingismanns Samfylkingarinnar, var húsfyllir á stofnfundinum og seg- ir hún að líklega hafi gestir verið um 800 talsins. „Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir 60 ára og eldri að eiga sér slíkan vettvang innan stjórnmálaflokks, alveg eins og ung- liðahreyfingarnar hafa átt fyrir sinn aldurshóp. Það þarf að huga að svo mörgu um sextugt, um það hvernig menn ætla að verja lífi sínu það sem eftir er ævinnar og berjast fyrir þeim hagsmunum sem þá koma upp, t.d. innan heilbrigðiskerfisins og húsnæðiskerfisins.“ Samtökin eru stofnuð að erlendri fyrirmynd en systraflokkar Sam- fylkingarinnar í Þýskalandi og Sví- þjóð hafa slík samtök á sínum snær- um. Að sögn Ástu hafa 60 plús samtökin orðið mjög öflug í þessum löndum. Hún segir þó ekki gert að skilyrði að félagar í samtökunum hérlendis gangi í Samfylkinguna. Á stofnfundinum var stjórn sam- takanna kosin og var Ellert B. Schram kjörinn formaður þeirra. Morgunblaðið/Sverrir Ásta R. Jóhannesdóttir (t.v.) og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismenn sam- fagna Ellerti B. Schram sem kjörinn var formaður samtakanna 60 plús. Húsfyllir á stofn- fundi 60 plús FRAMBJÓÐENDUR Samfylking- arinnar höfðu í nógu að snúast í Garðabænum í gær, en þá gengu þeir í hús og afhentu íbúum kosn- ingastefnuskrá Samfylkingarinnar. Hér afhendir Þórunn Sveinbjarn- ardóttir, þingkona Samfylking- arinnar, Gunnari Má Gunnarssyni, íbúa í Garðabæ, kosningaskrána. Sigurður Björgvinsson, bæj- arfulltrúi Samfylkingarinnar í Garðabæ, fylgist með. Stefnuskránni útbýtt í Garðabæ Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.