Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ stjórnendur fyrirtækja og stofnana, sem bera ábyrgð á vernd upplýsinga og að móta og innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis, starfsfólk sem gegnir lykilhlutverki í að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis og vinna samkvæmt því, tæknifólk sem kemur að tæknilegri útfærslu stjórnkerfisins, ráðgjafa á sviði upplýsingaöryggis. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir áherslum og uppbyggingu staðlanna ÍST ISO/IEC 17799 og ÍST BS 7799-2 og þekki hvernig þeim er beitt við stjórnun upplýsingaöryggis og mótun öryggisstefnu í fyrirtækjum og stofnunum. Skráning og nánari upplýsingar á vef Staðlaráðs, www.stadlar.is eða í síma 520 7150 Örugg meðferð upplýsinga Stjórnun upplýsingaöryggis samkvæmt ISO 17799 Námskeið 7. og 8. maí fyrir ÍSLENSKA hugbúnaðarfyrirtækið Median hf., gerði í lok síðasta árs samning við breska flugfélagið Brit- ish Midland. Um er að ræða samning um sölu á Tpos-hugbúnaði til að taka á móti greiðslum vegna síma- og net- sölu flugfélagsins. Núna um páskana var kerfinu hleypt af stokkunum og eru nú kortafærslur frá viðskiptavin- um flugfélagsins farnar að streyma í gegnum kerfi Median. Þessi samningur er mjög mikil- vægur fyrir Median og opnar mögu- leika á enn frekara samstarfi fyrir- tækjanna. British Midland er gríðarlega stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða en velta félagsins var á síðasta ári rúmir 104 milljarðar ís- lenskra króna. Tpos kerfið sem British Midland hefur nú tekið í notkun er aðeins hluti af enn stærra kerfi sem Median hefur verið að kynna fyrir evrópskum flug- félögum síðustu misseri, en það kerfi heitir Tpos-Trac. Flugleiðir hafa ver- ið með Tpos-Trac í notkun um nokk- urt skeið, en kerfið var hannað í nánu samstarfi við Flugleiðir. Mikill sparnaður fyrir flugfélög Haukur Gíslason, sölu- og mark- aðsstjóri Median, segir að með Tpos- Trac spari flugfélög sér mikla fjár- muni á hverju ári, með hagræðingu á umsýslu og úrvinnslu á korta- færslum. „Meðhöndlun kortafærslna í flugfélagaheiminum er ótrúlega flókið fyrirbæri,“ segir hann. Ástæðan er sú, að sögn Hauks, að í flestum tilfellum gefa flugfélögin ferðaskrifstofum og umboðsmönnum víða um heim tækifæri á að bóka sæti í þeirra vélar, en um leið og sætið er greitt með korti verður viðkomandi flugfélag „eigandi“ kortafærslunnar. „Þetta gerir að verkum að IATA, Alþjóðasamband áætlunarflugfélaga, er með gríðarlegt net af færslusöfn- unarfyrirtækjum úti um allan heim sem safnar saman kortafærslum fyr- ir flugfélög. Kortafærslan þarf því að skila sér frá sölustaðnum alla leið til flugfélagsins, með tilheyrandi upp- gjörum og þóknanagreiðslum milli margra ólíkra aðila. Þetta gerir Tpos- Trac, með áður óþekktri skilvirkni. Flugfélögin fá einnig með Tpos-Trac aðgang að nákvæmari upplýsingum um fjárstreymi fyrirtækisins á hverj- um tíma, sem er lífsnauðsynlegt hverju flugfélagi. Sérstaklega nú þegar erfiðleikar í rekstri steðja að fyrirtækjunum,“ segir Haukur. Einn af kostum kerfisins er líka sá, segir Haukur, að þegar búið er að safna saman og fylgja eftir korta- færslunum í þessu flókna umhverfi þá skráir Tpos-Trac öll uppgjör, allar greiðslur, þóknanir, bakfærslur, o.s.frv. beint inn í fjárhagsbókhald flugfélagsins. „Því er augljóst að flug- félög, sem taka upp þetta kerfi, eiga að geta lækkað kostnað verulega,“ segir Haukur. Áhugi í Evrópu Hingað til hefur aðaláhuginn kom- ið frá evrópskum flugfélögum en Median hefur einnig fengið jákvæð viðbrögð frá alþjóðlegum hótelkeðj- um, ferju- og skemmtisiglingafyrir- tækjum auk þess sem alþjóðlegar verslanakeðjur sjá Tpos-Trac sem ákjósanlegan kost til að draga úr kostnaði við móttöku og meðhöndlun kredit- og debetkorta. „Við þróun og gerð Tpos-Trac höf- um við notið þeirra forréttinda að vinna með Icelandair, litlu alþjóðlegu flugfélagi, sem hefur við að glíma sama flækjustigið og stóru erlendu flugfélögin. Smæð fyrirtækisins hef- ur verið mikill kostur í þessari vinnu, því fyrir vikið er auðveldara að bregðast við öllum þeim vandamálum sem sannanlega koma upp við gerð svona yfirgripsmikils kerfis,“ segir Haukur. Í notkun hjá 1.200 fyrirtækjum Median hf. var stofnað árið 1993 og fagnaði 10 ára afmæli í febrúar síð- astliðnum. Það er í eigu Baugs, Euro- pay Íslands, Flugleiða, Íslandsbanka, Opinna kerfa, Skýrr, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Visa Ís- land – Greiðslumiðlunar, Sparisjóða- bankans, Búnaðarbanka Íslands, Landsbankans – Fjárfestingar hf. auk starfsmanna. Vörulína fyrirtækisins ber heitið Tpos, en 1.200 innlend og erlend fyr- irtæki nota hana. Þeirra á meðal eru Europay í Noregi, Visa í Noregi, Oslo taxi, sænska verslanakeðjan El-Gig- anten, Natwest UK (Royal Bank of Scotland), British Midland, Icelanda- ir, Flugfélag Íslands, Europay Ís- land, Visa Ísland auk fjölda íslenskra verslana, fyrirtækja og vefverslana. Tpos skiptist í þrjár vörur; Tpos- Direct Sales sem er heimildakerfi fyrir stór og meðalstór verslanafyr- iræki, Tpos-Trac, sem sniðið hefur verið að þörfum flugfélaga, og Tpos- xps, sem er ætlað stórum bönkum og kreditkortafyrirtækjum, en Reikni- stofa bankanna notar til dæmis xps- kerfi frá Median við söfnun og úr- vinnslu á öllum kredit- og debet- kortafærslum á Íslandi. Median hf. gerir samning við flugfélagið British Midland Einstakt kerfi í heiminum BRETAR vita ekki mikiðum Ísland, segir al-mannatengill Iceland Express í Bretlandi. Brett Gregory-Peake er handviss um að margt sé hægt að gera til að kynna landið, þjóðina og afurðirnar fyrir Bretum. Hann er mikill áhugamaður um Ísland og almannatengslafyrirtæki hans, Frank and Earnest Comm- unications, hefur starfað fyrir nokkur íslensk fyrirtæki. Sjálfur starfaði hann um tíma fyrir Flug- leiðir. Þegar blaðamaður hitti Gregory- Peake yfir kaffibolla í miðbæ Reykjavíkur á dögunum var hann í stuttu stoppi í tengslum við fegurð- arsamkeppnina Ungfrú Ísland.is sem styrkt var af Iceland Express. Í ferðinni ræddi Peake við sendi- herra Bretlands um tækifæri fyrir íslenskar afurðir á breskum smá- sölumarkaði, hitti forsvarsmenn hjá Iceland Express auk þess að funda með kjötframleiðanda um út- flutning á íslensku lambakjöti. Stórstjörnur kynna landið Gregory-Peake er ekki sáttur við það hvernig Ísland er kynnt í Bret- landi og segir mikið skorta upp á þekkingu samlanda hans á Íslandi. „Það þekkja allir Björk og þykjast vita að á Íslandi sé kalt. En það er ekki einu sinni svo kalt hérna. Mér finnst Flugleiðir ekki hafa staðið sig nógu vel í að kynna land- ið fyrir Bretum. Bretar vita ekki nógu mikið um Ísland og því vilj- um við breyta.“ Hann segir það þó almennt álit í Bretlandi að Ísland sé ákaflega svalt land að sækja heim. En hvaðan ætli Bretar – sem að öðru leyti virðast ekki fróðir um Ísland – fái þá hugmynd að landið sé svalt og „inn“? „Í kringum árin 1999 og 2000 var mikil umræða um menningar- og næturlíf í Reykjavík í breskum fjölmiðlum. Ég held að það hafi hjálpað mikil til við að vekja at- hygli á landinu hversu margar stórstjörnur hafa sótt það heim. Damon Albarn hefur verið mikið hérna og svo kom Kevin Costner til að veiða. Björk hefur auðvitað alltaf haft mikil áhrif. Athygli stór- stjarnanna vekur athygli annarra á landinu,“ segir Gregory-Peake. Hann telur að margir Bretar setji það fyrir sig að Ísland sé langt í burtu og telji að landið sé dýrt. „Fólk áttar sig ekki á því að Ísland er bara tvo og hálfan klukkutíma í burtu. Nú þegar það er orðið ódýrara að fljúga til Ís- lands þá hefur fólk meira fé til að eyða á Íslandi og við getum komið þeim skilaboðum til fólks að Ísland sé í raun ekki svo langt í burtu.“ Sjálfur segist Gregory-Peake heillaður af landi og þjóð og jafnvel hafa hug á að flytjast hingað til lands. „Ísland er ekki það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar það ætlar í frí. Hér eru ekki strendur og ekki mikil sól. Fólk kemur hing- að vegna upplifunarinnar.“ Gregory-Peake starfaði um tíma fyrir Flugleiðir og er því ekki ókunnur íslenskum flugmarkaði. Hann telur að tilkoma Iceland Ex- press opni ekki einungis leiðir til að fjölga breskum ferðamönnum hér á landi heldur virki áhrifin líka í hina áttina. „Ódýrari flugferðir opna leið að breska markaðnum og öðrum stórum mörkuðum sem áður voru lokaðir. Þetta er ekki bara tækifæri fyrir ferðaiðnaðinn heldur fyrir íslensk fyrirtæki. Það er mik- ilvægt að þau nýti sér það að geta ferðast ódýrara en áður.“ Heltekin af hreinleika Að sögn Gregory-Peake ríður nú mikil heilsubylgja yfir Bretland. Hana telur hann hægt að nýta til að kynna íslenskar vörur. „Bret- land er heltekið af hreinleika þegar kemur að matvælum, ekki síst kjöti. Við höfum fengið alls konar sjúkdóma í okkar kjöt. Íslenskt lambakjöt er eins ferskt og hreint og völ er á í heiminum. Ég held að það geti virkað á breska neyt- endur. Það eru fjölmörg tækifæri á breskum markaði fyrir íslenskar vörur,“ segir Gregory-Peake. Í Ís- landsför sinni á dögunum átti hann meðal annars fund með íslenskum kjötframleiðanda um mögulegan útflutning á íslensku lambakjöti til Bretlands. Hann segir þó ekkert komið á hreint í þeim efnum en þeir kaupmenn sem hann hafi rætt við ytra séu jákvæðir. Hið alíslenska skyr er önnur Ís- landsafurð sem Gregory-Peake tel- ur að geti átt upp á pallborðið hjá löndum sínum. „Ísland á vöru sem er fitusnauð. Í Bretlandi og um all- an heim er sífellt verið að kalla eft- ir matvælum sem eru fitusnauð. Þarna held ég að liggi miklir möguleikar. Bretar vilja hreinar náttúruafurðir og þær er að finna hér á Íslandi,“ segir Gregory- Peake. Svalt en ekki svo kalt Ísland er „svalt“ og bæði íslenskt lambakjöt og skyr myndi sóma sér vel á borðum breskra neytenda. Þetta segir Brett Gregory-Peake, sem sér um kynningarmál fyrir Iceland Express í Bretlandi. Hann sagði Eyrúnu Magnúsdóttur að heimsóknum stórstjarna – og auðvit- að Björk – væri helst að þakka fyrir svala ímynd Ís- lands í Bretlandi. eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Golli Margir Bretar gapa af undrun þegar þeir heyra að það taki einungis tvo og hálfan tíma að fljúga frá Lundúnum til Keflavíkur, segir Brett Gregory- Peake, almannatengill Iceland Express í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.