Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 13 SVO virðist sem skjöl, sem fundist hafa í höfuðstöðvum írösku leyni- þjónustunnar, sýni, að bein tengsl hafi verið á milli stjórnar Saddams Husseins og Osama bin Ladens, stofnanda al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna. Í þeim kemur fram, að fulltrúi þeirra átti fund með íröskum leyniþjónustumönnum í mars 1998. Í skjölunum, sem breska blaðið The Daily Telegraph hefur komist yfir, kemur fram, að tilgangur fundarins hafi verið að koma á tengslum milli al-Qaeda og írösku stjórnarinnar á grundvelli haturs þeirra beggja á Bandaríkjunum og stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Tókst fundurinn svo vel, að hann var framlengdur um viku og ráðstaf- anir voru gerðar til að bin Laden sjálfur kæmi til Bagdad. Eru þessi skjöl mikill hvalreki á fjörur Bandaríkjastjórnar en hún hefur lengi haldið því fram, að stjórn Saddams hafi haft samskipti við al-Qaeda. Skjölin fundust í rústum Mukh- abarats, aðalstöðva írösku leyni- þjónustunnar, og segja frá fund- inum með fulltrúa al-Qaeda, sem kom til Bagdad frá Súdan en þar var bin Laden með bækistöð á þessum tíma og frá 1996. Átti hann sér stað tveimur mánuðum áður en bin Laden var settur efstur á lista yfir þá menn, sem Bandaríkja- stjórn vildi koma höndum yfir, en það var gert í kjölfar hryðjuverk- anna og sprenginganna í tveimur bandarískum sendiráðum í Austur- Afríku. Írösku leyniþjónustumennirnir virðast hafa gert sér grein fyrir því, að fundurinn með al-Qaeda- fulltrúanum var viðkvæmt mál því að þegar nafn bin Ladens sjálfs kom fyrir í skjölunum hafði verið reynt að afmá það með hvítu leið- réttingartússi. Þegar það var fjar- lægt kom nafnið fyrir þrisvar sinn- um. Eitt skjalið var merkt sem „mik- ilvægt leyniskjal“ og undirritað „MDA“ en talið er, að það hafi ver- ið dulnefni eins af yfirmönnum Mukhabarats. Er það dagsett 19. febrúar 1998 og segir frá fyrirhug- aðri heimsókn fulltrúa bin Ladens. Þar segir meðal annars: „Við leggjum til, að Kartúm- stöðinni (fulltrúum írösku leyni- þjónustunnar í Súdan) verði falið að undirbúa komu hans, að allur kostnaður vegna ferðarinnar verði greiddur og fulltrúinn beðinn fyrir munnleg skilaboð til bin Ladens frá okkur.“ Í skjalinu segir, að bin Laden sé andvígur stjórnvöldum í Sádi-Arab- íu og skilaboðin til hans myndu snúast um framtíðarsamskipti við hann og hugsanlegan fund með honum. Eftirtektarvert er, að talað er um munnleg skilaboð til bin Lad- ens og virðist það sýna, að íraska leyniþjónustan hefur ekki viljað hætta á að hafa neitt skjalfest um tengslin við hann. Upplýsingar frá Rússum Fréttamenn The Daily Tele- graph hafa áður greint frá skjölum, sem þeir komust yfir í rústum írösku leyniþjónustunnar. Í þeim segir meðal annars frá því, að Rússar hafi skýrt Íraksstjórn frá því, sem fram fór á fundi Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Silvio Berlusconis, forsætisráð- herra Ítalíu. Talsmaður bresku stjórnarinnar segir, að verið sé að kanna þessi skjöl og önnur og verði skýrt frá innihaldi þeirra þegar þar að komi. Ahmad Chalabi, einn helsti leið- togi írösku stjórnarandstöðunnar, sagði í gær, að hann hefði haft vitn- eskju um fundi írösku leyniþjónust- unnar með fulltrúum al-Qaeda fram á árið 2000. Sagði hann, að hryðju- verkasamtökin hefðu farið fram á fjárframlög frá Saddam-stjórninni. Írösk leyniskjöl sýna tengsl Saddams við al-Qaeda Áttu fund með full- trúa bin Ladens Reuters Íraki blaðar í skjölum í aðal- stöðvum Mukhabarats, írösku leyniþjónustunnar, í Bagdad. UM 500 manns brugðust við kalli bandaríska listamannsins Spencer Tunicks þegar hann auglýsti eftir nöktu fólki vegna sýningar, sem hann setti upp í Selfridge’s- versluninni í London. Var skil- yrðið það eitt að fólkið væri 18 ára eða eldra og fyrir að bera sig fékk það að launum mynd af lista- manninum. Reuters Nekt í nafni listarinnar KENNSLUKONA í Kólombíu var myrt í síðustu viku fyrir það eitt, að faðir hennar neitaði að fara að fyr- irskipunum vinstrisinnaðra skæru- liða og drepa hægrisinnaðan and- stæðing þeirra. Var sagt frá þessu á fréttavef BBC, breska ríkisútvarps- ins. Skæruliðarnir rændu konunni og sögðu síðan föður hennar, að dræpi hann ekki tiltekinn liðsmann vopn- aðra sveita hægrimanna í bænum, yrði dóttir hans drepin. Það gerðu þeir síðan þegar faðir hennar neit- aði að gerast morðingi. Hefur Al- varo Uribe, forseti Kólombíu, harm- að þennan atburð, sem hann segir lýsa vel óöldinni og „brjálæðinu“ í landinu. Skæruliðar Þjóðlega frelsishers- ins rændu kennslukonunni, sem hét Ana Cecilia Deque og var 25 ára gömul, er hún fór til vinnu á mánu- dag fyrir viku. Aldrei þessu vant kröfðust þeir ekki lausnargjalds, heldur gáfu þeir föður henna tveggja daga frest til að myrða til- tekinn andstæðing þeirra í bænum Cocorna í Antioquia-héraði. Hann neitaði eins og fyrr segir og síðan fannst lík dóttur hans sundurskotið fyrir utan bæinn. Úrkynjaður glæpalýður Hefur þetta mál vakið mikla reiði meðal almennings í Kólombíu, sem er þó orðinn ýmsu vanur eftir linnu- laus og blóðug átök í 39 ár. Þykir það sýna, að skæruliðar, við hvað sem þeir kenna sig, séu ekkert ann- að en úrkynjaður glæpalýður. Liðs- menn Þjóðlega frelsishersins hafa í nærri 40 ár reynt að steypa stjórn landsins og vilja koma á kommún- isma þótt þeir njóti einskis stuðn- ings meðal almennings. Nú orðið eru þeir á kafi í eiturlyfjaverslun- inni og afla auk þess fjár með mann- ránum. Kólombískt dagblað skýrði frá því í gær, að skæruliðar í öðrum sam- tökum vinstrimanna, Kólombíska byltingarhernum, hefðu lagt á ráðin um að myrða fjóra öldungadeildar- þingmenn. Eru þeir stuðningsmenn Uribes forseta en hann hefur sagt skæruliðahreyfingunum stríð á hendur. Enginn endir á óöldinni í Kólombíu Reiði og harm- ur vegna morðs MIKILL viðbúnaður er í nokkrum Evrópuríkjum vegna fuglaflensunn- ar í Hollandi og Belgíu en hún hef- ur borist í fólk og hugsanlega valdið dauða eins manns. Í báðum lönd- unum hefur milljónum kjúklinga verið slátrað til að hefta útbreiðsl- una. Flensan leggst á flestar fuglateg- undir en er almennt talin hættulítil fólki. Þó er ekki útilokað, að hún hafi leitt 57 ára gamlan, hollenskan dýralækni til dauða en banamein hans var þrálát lungnabólga. Fannst veiran í blóði hans. Aðrir, sem hafa sýkst, alls 83 í Hollandi, hafa aðeins fundið fyrir vægum flensueinkennum. Í Hollandi og Belgíu hefur um 20 milljónum kjúklinga verið slátrað vegna flensunnar, þar af 18,5 millj- ónum í Hollandi af 100 milljónum alls. Eru yfirvöld í nágrannaríkj- unum tilbúin til að grípa til sams konar aðgerða komi sóttin upp þar. Fyrir kjúklingabúin í Hollandi og Belgíu er þetta mikið áfall enda nemur tilkostnaðurinn og tekjutap- ið nú þegar tugum milljarða ís- lenskra króna. AP Dauðir kjúklingar í búi í Hollandi. Voru þeir drepnir með gasi. Mikill viðbúnaður vegna fuglaflensu Milljónum kjúk- linga slátrað Haag. AFP. HÆTT er við, að útgjöld ýmissa landsbyggðarblaða í Noregi aukist um tugi milljóna króna vegna þeirr- ar kröfu Evrópusambandsins, ESB, að hætt verði að mismuna fyrirtækj- um í greiðslu launatengdra gjalda. Lítil blöð á landsbyggðinni standa mörg höllum fæti en til að létta þeim róðurinn hafa norsk stjórnvöld und- anþegið þau launatengdum gjöldum að miklu eða öllu leyti. Verði þessi undanþága afnumin, munu til dæmis útgjöld Harstad Tidende aukast um rúmar 70 millj. ísl. kr. og hjá Nordlys um rúmar 50 millj. kr. Útgjöld blaða í Bodø, Narvik, Mosjøen og Rana munu hækka um allt að 150 millj. kr samtals. Sagði frá þessu á fréttavef norska ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Samþykkis Íslendinga leitað Reglur ESB ná ekki til smæstu héraðsfréttablaðanna og ekki til svæða, sem njóta sérstöðu vegna erf- iðra aðstæðna. Á það við um Norður- Tromsfylki og Finnmörk. Er það stefna norsku stjórnarinnar, að öll atvinnustarfsemi þar verði áfram undanþegin greiðslu launatengdra gjalda og hefur ESB fallist á það með því fororði, að hin EES-ríkin, Ísland og Liechtenstein, fallist á slíkt fyrirkomulag. Af einstökum blaðasamsteypum er það A-pressen, útgáfa, sem teng- ist verkalýðshreyfingunni, sem mun fara verst út úr ESB-reglunum en blöð á hennar vegum eru mörg í Norður-Noregi. Norsku byggða- blöðin í vanda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.