Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 14

Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ áfram Ísland Til fundar vi› flig Daví› Oddsson Geir H. Haarde Egilssta›ir Mánudagur 28. apríl Hótel Héra› kl. 20.00 Vopnafjör›ur Mánudagur 28. apríl Mikligar›ur kl. 20.00 Á næstu dögum og vikum munu Daví› Oddsson, forsætisrá›herra og forma›ur Sjálfstæ›isflokksins, og Geir H. Haarde, fjármálará›herra og varaforma›ur Sjálfstæ›isflokksins, ásamt ö›rum flingmönnum og frambjó›endum Sjálfstæ›isflokksins halda fundi um land allt og heimsækja vinnusta›i. Vi› hlökkum til a› fá tækifæri til a› kynnast sjónarmi›um flínum, ræ›a vi› flig um flann mikla árangur sem vi› Íslendingar höfum í sameiningu ná› og hvernig vi› getum best tryggt a› Ísland ver›i áfram í fremstu rö›. fylgstu me› beinni útsendingu af fundinum frá Egilsstö›um á xd.is VIÐFANGSEFNI Kristins H. Árnasonar voru: 1) Fjórir pavan- dansar eftir Luis de Milán (1500– 1561), 2) Partíta nr. 3 í E-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach, í umritun fyrir gítar, 3) Drei Tientos eftir Hans Werner Henze (1926–), 4) Grand Overture eftir Mauro Giuliani (1781– 1829), 5) þrjú þjóðlög frá Katalóníu, útsett af Miguel Llobet (1878–1938), 6) La Maja de Goya eftir Enrique Granados, 7) Un sueno en la Floresta eftir Agustin Barrios (1885–1944). Kristinn ræður yfir fágaðri og mik- illi tækni, er hann beitir af sérstæðu listfengi og birtist í einstaklega fal- legri tónmyndun, þar sem aldrei er ofgert í styrk en andstæður fengnar með sérlega veikum en undarlega skýrum leik. Mótun tónhendinga var frábærlega útfærð og niðurlag þeirra eins og hann legði eitthvað mjúklega frá sér. Það er sama hvert litið er til viðfangsefna; fyrir fallegan leik í pav- an-dönsum Miláns, glæsileg tilþrif í partítu Bachs, einkennileg blæbrigði í verki Henzes, „virtúósískan“ tækni- leik í „óvertúrunni“ eftir Giuliani, óm- blíða hljóman í útsetningum Llobets, dulúðuga túlkun í La Maja de Goya eftir Granados og tremóluleikinn í lokaverkinu eftir Barrios; allt útfærði Kristinn af listfengi og kunnáttu, með einstaklega ómblíðum gítarleik. Lagræn innlifun æskunnar Á efnisskrá Kórs MR voru fleiri verk en sungin voru á tónleikunum og ef rétt er munað voru eftirtalin lög flutt: 1) Ísland ögrum skorið eftir Sig- valda Kaldalóns, 2) Úr útsæ rísa Ís- lands fjöll eftir Pál Ísólfsson, 3) Þið stúdentsárin æskuglöð, 4) Skólaminni eftir Atla Heimi Sveinsson, 5) Breið- firðingavísur, ísl. þjóðlag, 6) Siglinga- vísur, ísl. þjóðlag, tvö síðastnefndu í útsetningu söngstjórans, 7) Draum- urinn um Adam, þjóðlag frá Ung- verjalandi, 8) Hallelúja, dýrð sé drottni, sálmalag eftir J.S. Bach, 9) Ó undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson, 10) Gefðu að móðurmálið mitt, ísl. þjóðlag, útsett af Róbert A. Ott- óssyni, 11) Vegsamið Drottin, mótetta fyrir tvo kóra eftir Heinrich Schütz. Eftir hlé var frumflutt rappverkið Maður og vegur eftir Atla Heimi Sveinsson og eftir einleik á píanó, þar sem Heiða Njóla Guðbrandsdóttir lék þátt úr „Microcosmos“ eftir Bartók og Lækjarnið úr Lýrískum verkum eftir Grieg, flutti kórinn dægurlagið Oh happy day eftir Hawkins og lauk tónleikunum með syrpu laga eftir Andrew Lloyd-Webber. Flutningur kórsins í heild var öruggur og hreinn, nokkuð gott jafn- vægi á milli radda, þótt sópraninn væri helst til hljómlítill, sem einkum kom fram í lagi Páls, Úr útsæ rísa Ís- landsfjöll. Draumurinn um Adam og Ó undur lífs eftir Jakob Hallgrímsson og Gefðu að móðurmálið mitt voru sérlega fallega sungin. Mótettan Veg- samið Drottin eftir Schütz er berg- málsverk, þar sem leikið er með þá miklu enduróman sem er í sumum stórkirkjum Evrópu og var líklega eitt því sem Schütz lærði í Feneyjum hjá Giovanni Gabrieli. Þessi berg- málsleikur var sunginn af öryggi en það vantaði hið rétta bergmálsum- hverfi. Rappverkið Maður og vegir eftir Atla Heimi Sveinsson er að mörgu leyti sniðugt, en það vantaði þéttleikann í flutninginn, þ.e. kaflarn- ir hefðu mátt vera nánast án þagn- arbils og flutningurinn í heild hraðari. Þetta gamansama verk Atla vakti mikla hrifningu hjá áheyrendum og var því endurtekið. Lokaviðfangsefnin, sem voru dæg- urlög, flest eftir Andrew Lloyd-Web- ber, þar sem sjá mátti að unga söng- fólkið lifði sig inn í laglínurnar, vekja þá spurningu, hvort flest svokölluð klassísk tónskáld hafi ekki brugðist æskunni, verið of upptekin við að gera alls konar tilraunir og þar með afhent dægurlagahöfundum laga-akurinn óplægðan og ósáinn og eru þess vegna að missa af uppskerunni, án eignar í lagrænni innlifun æskunnar. Lögin voru sungin af innileika en það er svolítð einkennilegt, að í útsetning- arnar vantar skilning á möguleikum kórhljómsins og raddfærslan er ann- aðhvort einrödduð með hljómaundir- leik eða í stirðnuðum samstígum tón- bilum, þannig að samhljómanin verður nær öll eins. Ómblíður gítarleikur TÓNLIST Salurinn Kristinn H. Árnason flutti gítartónlist er spannaði fimm aldir. Miðvikudagurinn 23. apríl. GÍTARTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Salurinn Kór Menntaskólans í Reykjavík flutti íslensk og erlend tónverk. Hljóðfæraleikarar voru Ingileif Bryndís Þórsdóttir, Sigurjón Bergþór Daðason, Björn Önundur Arnarsson, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, er einnig lék einleik í verkum eftir Bartók og Grieg, og stjórn- andinn Marteinn H. Friðriksson. Fimmtu- dagurinn 24. apríl. KÓRTÓNLEIKAR NÚ standa yfir æfingar hjá Nem- endaleikhúsinu á síðasta verkefni vetrarins. Um er að ræða nýja leik- gerð eftir Kjartan Ragnarsson og Magnús Þór Þorbergsson unna upp úr tveimur af frægustu leikritum García Lorca, Húsi Bernhörðu Alba og Blóðbrullaupi. Leikritið kallast Tvö Hús og er áætluð frumsýning um miðjan maí. Leikstjóri er Kjart- an Ragnarsson. Útskriftarárgang- inn skipa að þessu sinni: Björn Thors, Bryndís Ásmundsdóttir, Davíð Guðbrandsson, Esther Talia Casey, Ilmur Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Þorleifur Örn Arnarsson. Í húsi í spænsku þorpi hefur Bernharða Alba lokað sig af ásamt dætrum sínum til að syrgja hús- bóndann. Á öðrum stað er brúð- kaup í undirbúningi, en brúðurin ber ástarhug til annars manns. Federico Garcia Lorca fæddist 1898 í Fuente Vaqueros nálægt Granada á Spáni. Hann er þekkt- asta leikskáld Spánar á 20. öld og einkennast verk hans af heitum og forboðnum ástríðum andspænis þrúgandi yfirvaldi kaþólsks sið- gæðis. Hann var myrtur af hermönnum Francos árið 1936. Leikmynd og búninga gerir Grét- ar Reynisson. Um ljósahönnun sér Ögmundur Þór Jóhannesson og dramatúrg er Magnús Þór Þor- bergsson. Morgunblaðið/Árni Torfason María Heba Þorkelsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir og Bryndís Ásmundsdóttir í leikritinu Tveimur húsum. Ástríður í Nemendaleikhúsinu FYRSTI þáttur leikgerðar Hjálmars Hjálm- arssonar að sög- unni Bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason verður fluttur í Vitanum útvarpi barnanna í kvöld, mánudagskvöld, kl. 19. Þættirnir eru 12 talsins og verða á dagskrá fjórum sinnum í viku næstu þrjár vikurnar. „Leikgerðin fylgir bókinni mjög nákvæmlega hvað söguþráð varðar en sögumaður er Brimir önnur að- alpersónan,“ segir Hjálmar. Sagan af Bláa hnettinum gerist á hnetti þar sem búa eingöngu börn þar til kemur geimskip með full- orðna geimryksugusölumanninn Glaum Geimmundsson. Hann reyn- ist svo skemmtilegur að börnin kalla hann Gleði-Glaum. Hann selur börn- unum alls kyns hugmyndir um skemmtanir svo áður en lýkur hefur saklaust líf þeirra spillst og þeim reynist erfitt að snúa til baka. Eingöngu börn taka þátt í flutn- ingnum að einum leikara undan- skildum en Hjálmar Hjálmarsson leikur Glaum. Óskar Völundarson leikur Brimi og Ólöf Jara Valgeirsdóttir leikur Huldu. Alls eru það 10 börn sem leika nafngreind hlutverk og enn fleiri sem taka þátt í hópatriðum. Frumsamin tónlist er eftir Hall Ing- ólfsson. Verkefnið er styrkt af Menning- arsjóði útvarpsstöðva og framleitt af Hjálmari Hjálmarssyni í samvinnu við Útvarpsleikhúsið. Georg Magn- ússon stjórnaði upptöku og hljóð- vinnslu. Blái hnötturinn leikinn í Vitanum Hjálmar Hjálmarsson SIGURJÓN Alexandersson rafgít- arleikari heldur burtfarartónleika frá jazzbraut Tónlistarskóla FÍH þriðjudaginn 29. apríl. Flutt verður frumsamin tónlist í bland við þekkta jazzópusa. Sigurjón lauk námi af kennaradeild skólans vorið 2001 og starfar sem tónlistarkennari við Tónlistarskóla Árbæjar og Tónlist- arskóla Grindavíkur. Hann hefur unnið ýmis störf sem tónlistarmaður og leikið með ýmsum jazz- og rokk- hljómsveitum, á síðustu misserum m.a. með tríóinu Jazzandi og hljóm- sveitinni Bax. Meðleikarar á tónleikunum eru Sigurdór Guðmundsson bassaleik- ari, Kristinn Snær Agnarsson trommuleikari og Snorri Sigurðar- son trompetleikari. Tónleikarnir eru í tónleikasal FÍH, Rauðagerði 27, og hefjast þeir klukkan 20:00. Aðgang- ur er ókeypis. Burtfarar- tónleikar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.