Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 17

Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 17
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 17 PÁLL Bergþórsson fyrrverandi veðurstofustjóri og frambjóðandi Vinstri grænna í Reykjavíkurkjör- dæmi suður í komandi þingkosn- ingum, ritar grein í Morgunblaðið 17. apríl s.l. undir heitinu „Hryðju- verk við Kárahnjúka eða tvöföldun þorskafla“. Með þessu smekklega valda nafni, „hryðjuverk við Kára- hnjúka“ á hann við virkjunarfram- kvæmdir sem nú eru þar í gangi. Hryðjuverk (terrorism) nefna menn verk sem unnin eru í þeim tilgangi að vekja með almenningi skelfingu og ótta um eigið líf og sinna nánustu, einhverju málefni til meints framdráttar. Oftar en ekki felast slík verk í því að meiða eða myrða fólk sem enga aðild á að því málefni sem um ræðir. Gott dæmi um slík verk er að sprengja í loft upp strætisvagn fullan af fólki, þar á meðal konum og börnum. Kárahnjúkavirkjun hefur verið og er umdeild. En er ekki nokkuð langt seilst að halda því fram að í hana sé ráðist í þeim tilgangi að skapa skelfingu og ótta um eigið líf meðal Íslendinga? Trúir Páll því í raun og veru? Ég held varla. Hryðjuverk er orð sem menn skyldu ekki nota af gáleysi. Kárahnjúkavirkjun, sem ég kýs að nefna svo fremur en hryðjuverk við Kárahnjúka, eða tvöföldun þorskafla, er inntakið í grein Páls. Kárahnjúkavirkjun eða tvöföldun þorskafla. Af hverju eða? Það orð er haft um valkosti sem útiloka hvor eða hver annan. Gagnkvæm útilokun er merkingarinntak þess orðs. Trúir því einhver að ekki sé hægt að tvöfalda þorskafla sam- kvæmt hugmyndum Páls ef virkj- að er við Kárahnjúka? Eða að ekki sé hægt að virkja við Kárahnjúka ef þorskaflinn er tvöfaldaður? Hvað hefur þetta tvennt með hvort annað að gera? Ekkert. Hér virð- ist vera á ferðinni afbrigði af þeirri ranghugmynd að ein at- vinnugrein komi í stað annarrar, eða annarra, þegar sannleikurinn er sá að ein atvinnugrein kemur til viðbótar við aðrar og stuðlar, ásamt þeim, að efnahagslegum framförum, sem aftur eru undir- staða annarra framfara. Sú efling sjávarútvegs sem leiddi af tvöföld- un þorskaflans kæmi til viðbótar við áliðnað á Austurlandi en ekki í stað hans. Ég kann ekki að leggja faglegt mat á hugmyndir Páls um tvöföld- un þorskaflans en ég hvet stjórn- völd og Hafrannsóknastofnun til að gefa þeim gaum með jákvæðu, en gagnrýnu, hugarfari. Af hverju „eða“? Eftir Jakob Björnsson „Hér virðist vera á ferð- inni afbrigði af þeirri ranghug- mynd að ein atvinnu- grein komi í stað ann- arrar…“ Höfundur er fv. orkumálastjóri. Húsbílar, fellihýsi og tjaldvagnar Nú er sumarið komið og tími ferðalaga hafinn. Bílar 30. apríl verður helgað umfjöllun um húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. Auglýsendur! Sérblaðið bílar fylgir Morgunblaðinu á hverjum miðvikudegi í 54.000 eintökum. Blaðið er góður kostur fyrir auglýsendur sem vilja vekja athygli á vörum sínum og þjónustu. Allar stærðir og gerðir sérauglýsinga á góðu verði! Auglýsendur pantið fyrir kl. 16 í dag, mánudaginn 28. apríl Fulltrúar auglýsingadeildar veita þér allar upplýsingar um auglýsingamöguleika og verð. Auglýsingadeild, sími 569 1111 - Netfang augl@mbl.isb íl a r áfram Ísland xd.is Sjálfstæ›isfélögin í Reykjavík eru me› opnar kosningaskrifstofur um allan bæ. Skrifstofurnar eru opnar frá kl. 17.00 til 21.00. Kosningaskrifstofan, Austurstræti - Sími 551 0919 Kosningaskrifstofan, Hjar›arhaga 47 - Sími 551 1306 Kosningaskrifstofan, Miklubraut 68 - Sími 561 1500 Kosningaskrifstofan, Glæsibæ - Sími 553 1559 Kosningaskrifstofan, Hraunbæ 102b - Sími 567 4011 Kosningaskrifstofan, Álfabakka 14a - Sími 557 2576 Kosningaskrifstofan, Hverafold 1-3 - Sími 557 2631 Kíktu í kaffi og spjall vi› frambjó›endur. Allir velkomnir. Komdu í heimsókn Gu›laugur fiór fiór›arson Katrín Fjeldsted Helga Gu›mundsdóttir Pétur H. Blöndal Sólveig G. Pétursdóttir Birgir Ármannsson Lára Margrét Ragnarsdóttir Gu›rún Inga Ingólfsdóttirr Vilhjálmur fi. Vilhjálmsson Kolbrún Baldursdóttir Helga Árnadóttir Frambjó›endur Sjálfstæ›isflokksins í Reykjavík Björn Bjarnason Geir H. Haarde Daví› OddssonSigur›ur Kári Kristjánsson Ásta Möller Ingvi Hrafn Óskarsson Soffía Kristín fiór›ardóttir Vernhar› Gu›nason Lilja StefánsdóttirGu›mundur Hallvar›sson Au›ur Björk Gu›mundsdóttir Vilborg Anna Árnadóttir Jóna Lárusdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.