Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 19 Á ÞRIÐJUDAG var Samherji sæmdur útflutningsverðlaunum forseta Íslands. Ég sé ástæðu til að óska Þorsteini Má Baldvinssyni og starfsfólki Samherja til hamingju með verðlaunin og þá við- urkenningu sem í þeim felst. Við af- hendingu verðlaunanna á Bessastöðum sagði Páll Sigurjónsson, formaður út- hlutunarnefndar, m.a.: „Fyrirtækið fer fremst í fylkingu íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja og hefur vakið mikla athygli fyrir rekstur. Kraftur og áræðni ein- kenna fyrirtækið, starfsmenn þess og stjórnendur.“ Saga Samherja eftir að þeir frændur Kristján Vilhelmsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Þorsteinn Vilhelmsson keyptu fyrirtækið fyrir 20 árum og hófu útgerð á Akureyrinni markar kaflaskil í útgerðarsögu okkar Íslendinga. Þeir voru brautryðjendur í sjófrystingu og hösluðu sér völl á því sviði með þvílíkum krafti að umsvif Samherja skipta nú verulegu máli í útflutningstekjum okkar Íslendinga og eru snar þáttur í atvinnu- lífinu, einkum við Eyjafjörð, á Austur- landi og í Grindavík. Rekstrartekjur Samherja sl. ár voru rúmir 13 milljarðar kr. og hlutfall útflutnings af veltu var um 95%. Starfsmenn Samherja og dótt- urfyrirtækja þess eru um 800. Fyr- irtækið hefur fært út fiskveiðilögsöguna í þeim skilningi að það hefur unnið sér fiskveiðiréttindi á alþjóðlegu hafsvæði og stendur fyrir atvinnurekstri erlendis. Þar nefni ég Cuxhaven til sögunnar. Það er í senn fróðlegt og lærdómsríkt fyrir þá, sem vilja setja sig inn í sjáv- arútvegsmál, að kynna sér viðhorf Þor- steins Más Baldvinssonar og stefnu hans í rekstri fyrirtækisins. Í hans huga er ótvírætt að skilgreina verður Sam- herja sem matvælafyrirtæki. Það er ekki nóg að veiða fiskinn, heldur verður að meðhöndla hann þannig að úr honum verði gæðavara þegar hann kemur í hendur neytandans. Öll framleiðslan miðast við að gera neytandann ánægð- an. Og þá er það auðvitað grundvall- aratriði að kaupandinn geti gengið að því vísu að fá vöruna afhenta árið um kring. Þannig verður að haga veiðunum eftir vinnslunni. Og vinnslan ræðst síðan af kröfum kaupandans. Samherji hefur markaðsmálin í sínum höndum og e.t.v. er það erfiðasti þáttur rekstrarins að hafa þau mál í góðu lagi, horfast í augu við kaupandann og vita hvað maður hefur fram að leggja. Fisk- urinn selur sig ekki sjálfur fremur en lambakjötið. Allt verður að standa sem sagt er bæði varðandi gæði og afhendingu. Í þessu sambandi er nauðsynlegt að hafa hugfast að aðrar þjóðir eru að koma sterkt inn í sam- keppnina svo að ekki dugir minna en að vera bestur til þess að við Íslend- ingar getum haldið okkar hlut. Fiskveiðikerfi okkar Íslendinga með aflakvótum og því svigrúmi, sem innbyggt er í það, gerir Samherja mögulegt að uppfylla þær hörðu gæða- og afhendingarkröfur sem gerðar eru á alþjóðlegum mörkuðum. Í því eru yfirburðir þess yfir sókn- armark m.a. fólgnir. Og á þessum samanburði sést líka hversu grunnt sú umræða ristir sem gengur ein- ungis út á það að ná í fiskinn án þess að velta því fyrir sér hvað síðan tekur við. Þeir sem vinna að fiskvinnslunni eiga líka sinn rétt og sú framleiðni- aukning, sem orðið hefur hjá Sam- herja, hefur skilað sér í hærri launum til þess fólks. Ég skoðaði um daginn frystihúsið á Dalvík og þótti merki- legt að sjá tölur um það hvernig tek- ist hefur að bæta nýtinguna, líka á þeim hlutum þorsksins sem verðmæt- astir eru. Samherji hefur lagt verulega fjár- muni fram til þess að þróa fiskeldi og gera það að arðbærum atvinnu- rekstri. Ég nefni laxeldið í Mjóafirði í samvinnu við Síldarvinnsluna í Fjarðabyggð, en þar er stefnt að allt að 8 þúsund tonna framleiðslu á ári. Ég veit ekki betur en eldið gangi vel og eftir áætlun. Það er sannast sagna ævintýri líkast að sjá það sem þar er að gerast, þá miklu tækni og ná- kvæmni sem nauðsynleg er til þess að slík starfsemi geti staðið undir sér. Síðan er laxinn unninn hjá Síld- arvinnslunni og treystir grundvöllinn að rekstri fiskvinnslunnar þar. Hér er margt ótalið eins og sá óbeini ávinningur sem er að fyr- irtækjum eins og Samherja, öll sú þjónusta og viðskipti sem ná að dafna í kringum hann og treysta á hann. Og auðvitað er þessi mikli árangur ekki eins manns verk, eins og Þorsteinn Már Baldvinsson hefur lagt áherslu á. Samherji er eins gott fyrirtæki og hann er vegna þess góða fólks, sem þar vinnur, – fólks sem er samheldið og vakandi í störfum sínum. Samherji er vel að útflutnings- verðlaunum forseta Íslands kominn. Og við skulum hafa það í huga að með þessari viðurkenningu er líka verið að verðlauna önnur fyrirtæki í sjávararútvegi og það fólk sem þar starfar og hefur tekist að vinna sjáv- arútveginn upp í þröngri stöðu, þann- ig að með hagræðingu og bættri nýt- ingu, meiri vörugæðum og einbeittu markaðsstarfi skilar hann nú meiri afrakstri til þjóðarbúsins en nokkru sinni fyrr. Þjóðin hefur ekki efni á því að tefla þessum árangri í tvísýnu. Mistök á þessu sviði verða ekki aftur tekin. Samherji hefur unnið til verðlaunanna Eftir Halldór Blöndal „Og við skulum hafa það í huga að með þessari viðurkenningu er líka ver- ið að verðlauna önnur fyrirtæki í sjáv- arútvegi og það fólk sem þar starfar og hefur tekist að vinna sjávarútveg- inn upp í þröngri stöðu …“ Höfundur er 1. þingmaður Norðurlands eystra. ENGINN efast um þá miklu kjarabót sem barnafólk hefði af því ef tillögu Vinstri- grænna um ókeypis leikskóla yrði hrint í framkvæmd. Færri átta sig eflaust á því að ókeypis leikskóli er annað og meira en kjarabót. Leikskóli er fyrsta skólastigið í íslensku skólakerfi, þar sem meg- ináherslan er lögð á menntun í gegnum leik og börnin þannig undirbúin fyrir lífið sjálft. Með því að greiða aðgang barna að leikskólanámi er verið að stuðla að jafn- rétti til náms. Leikskóli er mannréttindi Ókeypis leikskóli er nútímaleg hugsun í takt við nýja tíma þar sem menntun barna er höfð að leiðarljósi. Félag leikskólakenn- ara telur aukinheldur að leikskólinn eigi að vera hluti af hinu almenna menntakerfi eins og önnur skólastig. Félag leikskólakennara telur það sjálf- sagðan rétt barna að vera í leikskóla og því mjög brýnt að uppbygging miðist við að öll börn eigi þess kost. Í stefnu Félags leikskólakennara er einnig hvatt til þess að gefa börnum kost á leikskólagöngu án endurgjalds. Nú þegar eru yfir 90% allra barna á leikskólaaldri með pláss á leik- skóla. Auðvitað þyrftu öll börn að hafa pláss á leikskólum, en því miður eru hópar hér á landi sem ekki hafa efni á að senda börn sín í leikskóla. Má þar t.a.m. nefna nýja Íslendinga sem eru að setjast hér að. Þannig fara því sum börn á mis við það góða starf og menntun sem fram fer í leikskólum landsins. Gjaldfrjáls leikskóli jafngildir einni milljón króna í kjarabætur Í dag eru níu af hverjum tíu börnum á Íslandi með pláss á leikskóla. Fjöl- skyldum þeirra yrði ókeypis leikskóli mikil kjarabót. Sem dæmi má nefna hjón með tvö börn á leikskóla sem greiða um 25.000 kr. fyrir hvort barn. Það þýðir 600.000 krónur á ári. Það jafngildir launahækkun um eina milljón króna að teknu tilliti til skattgreiðslna, séu báðir foreldrar yfir skattleys- ismörkum. Þannig er þetta kjarabót fyrir alla þá sem nú hafa börn á leik- skóla. Ekki er einungis um kjarabót að ræða heldur er leikskólinn mennta- stofnun, en ekki félagslegt úrræði fyrir vinnandi fólk, eins og hægrimenn hafa viljað láta í veðri vaka. Í leikskólunum fer fram markviss kennsla í gegnum leik og starf þar sem börn eru búin undir frekara nám í grunnskóla. Það er því brýnt að tryggja að allir hafi jafnan aðgang að leikskólum óháð efnahag foreldra. Gjaldfrjáls leikskóli = jafnrétti til náms! Eftir Jóhönnu B. Magnúsdóttur „Ekki er einungis um kjarabót að ræða því leikskólinn er menntastofn- un en ekki félagslegt úrræði fyrir vinn- andi fólk, eins og hægrimenn hafa vilj- að láta í veðri vaka.“ Höfundur er umhverfisráðgjafi og skipar 1. sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. dað til að leggja mæli- nréttis á allar ákvarðanir r eru þannig að staða verði greind og áhrif r á hana tekin. Mikilvægt enn frekar fræðslu um mál og samþættingu fyrir menn hins opinbera sem um málaflokki. r tölfræði verði kyngreind. ar mikilvægt tæki til þess g á því á hvaða vegferð við rju sinni, svo hægt sé að ef þörf krefur. verði markvisst að fjölgun Alþingi og í sveitarstjórn- ylkingin vill viðhalda þeim árangri sem flokkurinn hef- ð jöfnum hlut kvenna og gflokki og mun vinna að kmiðum í hvívetna á vett- ksins. Starf jafnréttisfull- sins er afar mikilvægt til æta að þessum málum. sofna á verðinum. ld marki skýra stefnu að stjórnvöldum verði gert etja sérstaka aðgerðaáætlun r að fjölgun kvenna í æðstu mfélagsins í hópi embættis- mara, prófessora og annars ettvangi hins opinbera. Í ni verði staðið að sérstakri sem beint verður að við- u í því skyni að rétta af ójafnvægið á milli kynja í æðstu stöðum þar. Nú er það svo að ein- ungis um 20% æðstu stjórnenda ríkisins eru konur. Þessu er nauð- synlegt að breyta og sýnt hefur verið fram á með óyggjandi hætti að þessu er hægt að breyta með markvissum aðgerðum og ber þar auðvitað hæst breytingu á stjórn- unarstöðum hjá Reykjavíkurborg, en nú er kynjahlutfall þar meðal æðstu stjórnenda um 50% beggja kynja. Það er líka nauðsynlegt að breyta hlutfalli í allri nefndaskip- an þannig að kynjahlutföll verði sem jöfnust. Slíku er ekki fyrir að fara hjá ríkinu nú – því þurfum við að breyta. Það mun hins vegar ekki gerast heldur nema við setj- um okkur skýr markmið í þeim efnum og förum eftir þeim. Það er lykillinn. Og við skulum alltaf vera á vaktinni.  Við teljum afar brýnt að konur verði virkjaðar til frekari þátttöku í þekkingarsamfélaginu. Í því skyni verði staðið að stöðugu átaki hjá stjórnvöldum, innan skólanna og á vinnumarkaði til að tryggja þátttöku stelpna og kvenna í upplýsingabyltingunni. Að lokum Það skiptir máli hverjir stjórna, það skiptir máli að jafnréttismál og kvenfrelsi séu sett í forgang. Til þess er Samfylkingunni vel treyst- andi og meira en það. Með Ingi- björgu Sólrúnu í broddi fylkingar og sem forsætisráðherraefni Samfylk- ingar eigum við möguleika á að breyta, breyta til hins betra í okkar samfélagi fyrir konur, börn og karla. Setjum jafréttismálin á dag- skrá – setjum jafnréttismálin í for- gang. u Sólrúnu í broddi m forsætisráð- ylkingar eigum við breyta, breyta til kar samfélagi fyrir karla.“ Höfundar eru alþingismenn. og jafnvel fleiri. Nýmælið fremst í mismunandi leiðingaráætlun fyrir okkur að lánshlut- í áföngum og jafnframt því marksupphæð sem lánuð er ðskiptum. Hún er í dag milljónir vegna notaðs 9 vegna nýbygginga og m skammt. Innleiðing a gæti t.d. orðið sú að í lok ri hlutfallið vegna allra við- og hækkaði síðan á hverju Við sömu tímamót hækkaði ð um t.d. 2 milljónir króna ráð fyrir að ekki verði shlutfalli til þeirra sem a eða annað sinn. Fyrsta því að samræma lánshlut- krefið verði tekið þegar verið frá nauðsynlegum að tryggja auðveldari að- ra fjárfesta að íslenskum lokkum. Það ætti að liggja 2004. Næstu skref verði esti. æða innleiðingar í þrepum ð innleiða breytingar á fyr- búðalána í þrepum á fjög- abili er komið í veg fyrir sprengingu á fjármagni til Hækkun hlutfalls íbúða- lána og hámarksláns er fyrirséð. Það hvetur ákveðinn hluta kaup- enda til að bíða með fyrirhuguð fasteignaviðskipti þar til breytingin hefur alfarið náð fram að ganga. Þá má ætla að yngra fólk sjái fram á að komast í „framtíð- arhúsnæði“ í færri skrefum en áður. Það dregur úr kaupveltu á fast- eignamarkaði og þar af leiðandi úr kostnaði við fasteignaviðskipti og fólksflutninga. Slíkt eykur stöðugleika Þá er aðlögunarferlið nauðsynlegt fyrir fjármagnsmarkað. Ekki verður um byltingu heldur er um fyr- irsjáanlega þróun að ræða. Það ætti að auka stöðugleika á þessu sviði fjármálamarkaðar og lágmarka sveiflur á raunvaxtastigi. Möguleg fjárhagsleg áhrif á heimilin Í einhverjum tilfellum mun skuld- setning heimilanna aukast þar sem hlutfall lánsfjár í fjárfestingu íbúð- arhúsnæðis eykst. Það þýðir aukin greiðslubyrði í þeim tilfellum. Aftur á móti mun oftast verða um að ræða tilflutning skulda, þ.e. í stað dýrra bankalána sem tekin eru til að fjár- magna eigið fjárframlag á móti nú- verandi lánum Íbúðalánajóðs, kem- ur hagkvæmara íbúðalán. Því mun kerfisbreytingin lækka greiðslu- byrði fjölmargra heimila. Markaðshlutdeild Íbúðalánasjóðs á húsnæðismarkaði mun við þessar beytingar aukast, markaðshlutdeild annarra minnkar að sama skapi. Þetta gæti leitt til lægri raunvaxta og sparnaðar fyrir ríkið í formi vaxtabóta auk þess sem það styrkir verðmyndun og eignaverð á lands- byggðinni, þar sem Íbúðalánasjóður er eini bankinn sem almennt lánar til landsbyggðarinnar. úðalánasjóðs? hér hafa verið kilvirkara og neyt- . Þess vegna höf- tt fram það stefnu- l almennra 90% af matsverði Höfundur er frambjóðandi Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.