Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 20

Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 20
UMRÆÐAN 20 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARNESRÆÐA Ingibjarg- ar Sólrúnar var stórmerk; ekki fyrir það sem hefur vakið mesta athygli heldur aðallega fyrir það að hún skip- aði sér algerlega skýrt og fyrirvara- laust í Alþýðuflokksarm Samfylking- arinnar. Það gerði hún með þessari setningu: „Ef frá eru taldar breytingar í efnahags- og atvinnulífi sem urðu vegna EES-samningsins, undir for- ystu Jóns Baldvins og Jóns Sigurðs- sonar, og einkavæðing ríkisbanka hefur harla lítið nýtt borið til tíðinda í íslenskum stjórnmálum á áratug Davíðs Oddssonar.“ Merk frjálshyggjustefna í efna- hagsmálum? Með öðrum orðum: Frjálshyggjustefnan í efnahagsmál- um, sem þeir Jónar innleiddu ásamt Sjálfstæðisflokknum, er ljósið sem skín eftir 12 ára stjórnarsetu Davíðs Oddssonar. Það vill reyndar svo til að það er einmitt þetta ljós sem Davíð kýs að nefna fyrst þegar hann er að hæla eigin verkum. En það er fleira sem kemur upp um Ingibjörgu en það sem hún nefnir; hæst hrópar í him- ininn sem hún aldrei nefnir. Ríkisstjórn sem má ekki nefna Athyglisvert er að Ingibjörg hefur aldrei í ræðum sínum síðan – sem þó skipta tugum og allar hafa verið ræki- lega tíundaðar í fjölmiðlum –minnst á neitt það sem gerðist í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar. Nú átti Kvennalistinn vissulega ekki aðild að stjórn Steingríms Hermannssonar, en ekki átti hann heldur sæti í Viðeyj- arstjórn þeirra Davíðs og Jóns Bald- vins. Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar gerði nefnilega margt sem vert væri að hrósa. Ef fólk væri ekki fullkomlega blindað af Viðeyj- arglýjunni mætti nefna þá staðreynd að sú ríkisstjórn kom verðbólgunni niður í sátt við samtök launafólks og fleiri hagsmunaaðila; þá staðreynd að sú ríkisstjórn náði samkomulagi við bændasamtökin um nýjan og mikil- vægan búvörusamning; þá staðreynd að sú ríkisstjórn stuðlaði að stór- merkri framfaralöggjöf í menntamál- um og menningarmálum. Það má heldur ekki tala vel um þá stjórn. Í fyrsta lagi vegna þess að hún sat út kjörtímabilið; í öðru lagi af því að hún var vinstri stjórn; í þriðja lagi af því að hún hélt þingmeirihluta sín- um í kosningum 1991. Það var hins vegar Alþýðuflokkurinn sem klauf þá stjórn og kom Davíð Oddssyni að, Viðeyjarstjórnin hét það. Um það er auðvitað aldrei talað. Með öðrum orðum: Þarna gaf Ingi- björg tóninn fyrir það sem síðar hefur orðið æ skýrara; hún er talsmaður Al- þýðuflokksins, kratanna í íslenskri pólitík. Hún talar um Jónana en minnist aldrei á það sem vel er gert af öðrum. Kannski af því að það eru Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og – það sem kannski er verst af öllu: Steingrímur J. Sigfús- son. Að slá eign sinni á Kvennalista – og Reykjavíkurlista Annað sem Ingibjörg gerði í Borg- arnesi var að slá eign sinni á ýmislegt í stjórnmálasögu 9. og 10 áratugarins. Ekki aðeins Alþýðuflokkinn, heldur líka Kvennalistann og Reykjavíkur- listann. Markvisst og skipulega hafa Samfylkingin og leiðtogar hennar reynt að draga samasemmerki á milli sín og Reykjavíkurlistans. Það er í rauninni algerlega siðlaust vegna þess að Reykjavíkurlistinn var sam- eiginlegt verkefni flokkanna þriggja og þá ekki síst Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Tónninn sem sleginn var í Borgarnesi var svona: „Ég hef tvisvar orðið þess sterk- lega áskynja í pólitík að eitthvað lægi í loftinu. Fyrst þegar við stofnuðum Kvennaframboðið og Kvennalistann 1982–’83. Þá skynjuðu flokkarnir ekki sinn vitjunartíma og höfðu ekki áttað sig á þeirri þungu undiröldu sem var meðal kvenna. Þegar hún skall svo á gátu þeir ekki lengur virkjað hana og hún fann sér farveg í nýrri pólitískri hreyfingu. Veturinn 1993–’94 lá líka eitthvað í loftinu.“ Nú þarf ekki að segja það nema einu sinni að ýmsar þær konur sem áður voru í forystu Kvennalistans eru nú í forystusveit Vinstrihreyfingar- innar – græns framboðs. Og hitt þarf heldur ekki að endurtaka að Samfylk- ingin er að taka það sem hún á ekki þegar hún þykist vera Reykjavíkur- listinn. Hún er að villa á sér heimildir og ljúga til um veruleikann. Reykja- víkurlistinn á sig sjálfur og þeir flokk- ar sem að honum standa. Málefnum Alþýðubandalagsins vísað á dyr Með þessari ræðu sinni gaf Ingi- björg tóninn fyrir mikilvægustu þætt- ina í kosningabaráttu Samfylkingar- innar; hún skýrði frá því að leiðtogar hennar tala fyrst og fremst fyrir gamla Alþýðuflokkinn. Jafnframt er ljóst að Ingibjörg Sólrún er að vísa stuðningsmönnum Alþýðubandalags- ins á dyr. Í síðustu kosningum tóku margir einstaklingar af einlægni þátt í því að reyna að mynda eina sterka fylkingu vinstri manna, en mörgum þeirra hlýtur að hrjósa hugur við því að Samfylkingin kallar sig hiklaust miðjuflokk. Þeir taka líka eftir því að það er bannað í málflutningi Samfylk- ingarinnar að sýna Alþýðubandalag- inu og sögu þess lágmarksvirðingu. Hljómkviða Samfylkingarinnar er komin og hljóðfærin á sviðinu. Þeir sem þekkja til fyrri ára þekkja aftur kratahljómkviðuna gömlu. Eina svarið sem vinstrimenn eiga er að kjósa VG; eina flokkinn sem kannast við að vera vinstri flokkur og er það. Ef Vinstrihreyfingin – grænt framboð fær verulega fylgisaukningu þá mun það gjörbreyta landslagi ís- lenskra stjórnmála. Annars gerist ekkert annað en það að Samfylkingin fer aftur í það skjól sem Jón Baldvin fór með Alþýðuflokkinn í fyrir 12 ár- um. Það eitt og ekkert annað. Aftur heim til Davíðs Oddssonar. Davíð Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson fóru til Viðeyjar og mynduðu ríkisstjórn á einni viku og eyðilögðu ríkisstjórn vinstriflokkanna sem þó hafði þingmeirihluta. Nú er sú hætta yfirvofandi að sömu stjórn- málaöfl víki sér aftur í Viðey í vor. Leiðin til að hindra það er svo sterk útkoma VG að Framsókn og Samfylk- ingin þori ekki enn einu sinni með íhaldinu. Verður það Viðey í vor? Eftir Grím Atlason „Eina svarið sem vinstri- menn eiga er að kjósa VG; eina flokkinn sem kannast við að vera vinstri flokk- ur og er það.“ Höfundur skipar 4. sæti á lista VG í Reykjavík norður. AÐ undanförnu höfum við fram- bjóðendur Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi ferðast víða, haldið fundi og hitt fjölda fólks. Hvarvetna hefur okkur verið mjög vel tekið og greinilegt að fólk kann að meta málflutning okkar fram- sóknarmanna. Það er þó ljóst að víða um hinar dreifðu byggðir hafa menn áhyggjur af atvinnumálum og þróun búsetu í landinu. Á síðustu árum og áratugum hefur átt sér stað mikil breyting á sam- félagsháttum landsmanna, sem með- al annars leiðir af sér að ungt fólk sem leitar sér menntunar snýr ekki til heimahaganna að námi loknu, fái það ekki störf sem gera því kleift að nýta menntun sína. Það er fjarri lagi að fiskveiðistjórnunarkerfið sé und- irrót og eina ástæða breyttra bú- setuhátta, eins og Frjálslyndi flokk- urinn heldur fram. Fyrst og fremst er ástæðna að leita í breyttum lífsstíl og kröfum fólks til menntunar og at- vinnu við hæfi, þjónustu og afþrey- ingar á þeim stöðum sem það velur að setjast að á. Það er þess vegna mikilvægt að leita allra leiða til að koma til móts við þarfir og óskir þeirra sem vilja lifa og starfa á lands- byggðinni. Sveitarfélögin gegna lyk- ilhlutverki í því að skapa það um- hverfi þjónustu og afþreyingar sem þarf til að mæta þessum óskum fólks, en því miður eru sveitarfélögin mjög misjafnlega í stakk búin til að gegna því hlutverki sínu. Það er brýnt að styrkja stjórnsýslu sveitar- félaga og fjárhagslegan grunn þeirra svo þau geti verið það afl sem þau þurfa að vera til að laða fólk til bú- setu. Sveitarfélögin þurfa einfald- lega að fá til sín stærri skerf af tekjum þjóðarinnar og verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga þarf að vera afmarkaðri og skýrari. Það er hins vegar hlutverk ríkisins að skapa atvinnulífinu það lagalega umhverfi sem það þarf til að það geta þrifist, sem og að gæta jafnræðis í ákvörðunum sínum. Talsverð um- ræða hefur verið um flutning opin- berra stofnana út á land og sitt sýn- ist hverjum í þeim efnum. Ýmsir telja að hverfa eigi frá þeirri stefnu að flytja í auknum mæli stofnanir til landsbyggðarinnar og máli sínu til rökstuðnings, vísa þessir sömu menn gjarnan til þess að illa hafi til tekist með flutning tiltekinna stofnana til landsbyggðarinnar. Þetta er auðvit- að fjarstæða. Vel má hins vegar vera að heppilegra sé að staðsetja nýjar stofnanir ríkisins á landsbyggðinni, í stað þess að flytja rótgróin fyrirtæki og stofnanir um set. Dæmin sanna að það er ekkert síður heppilegt að reka opinberar stofnanir, eða deildir ein- stakra stofnana, á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í þessu efni er þó hins vegar mikilvægt að skil- greina einstök svæði með tilliti til möguleika þeirra til að taka við op- inberum stofnunum og haga aðgerð- um í samræmi við það. Fyrir fólkið í hinum dreifðu byggðum skiptir það höfuðmáli að atvinnulífið sé ekki einhæft, heldur fjölbreytilegt og bjóði upp á störf sem henta breiðum hópi fólks, hvort sem það hefur lengri eða skemmri menntun að baki. Hvar viltu setjast að? Eftir Herdísi Á. Sæmundardóttur „Það er brýnt að styrkja stjórnsýslu sveitarfé- laga og fjárhagslegan grunn þeirra svo þau geti verið það afl sem þau þurfa að vera til að laða fólk til búsetu. “ Höfundur skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.