Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 21 LÍFRÆN ræktun og framleiðsla nýtur vaxandi skilnings og áhuga hér á landi sem annars staðar, en ástæða er til að styðja miklu betur við þessa grein landbúnaðar en gert er. Þing- menn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafa ítrekað borið fram tillögur á Alþingi um aðlögunar- stuðning við lífrænan landbúnað sam- bærilegan þeim sem veittur er annars staðar á Norðurlöndum og fengu loks samþykkt í mars sl. að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Vonandi taka skilningsríkir ráðherrar til hönd- um í því máli á næsta kjörtímabili. Heilsubylgja og umhverfisvakning Ljóst er að markaður fyrir lífrænt vottaðar vörur eykst stöðugt. Í fyrstu var einkum um að ræða grænmeti, ávexti og kornmeti en á seinni árum búfjárafurðir á borð við mjólk, egg og kjöt af ýmsu tagi. Þessi áhugi er enn meiri erlendis en hér á landi. Stórauk- inn innflutningur á lífrænt vottuðum matvælum auk ýmissa vörutegunda sem flokkast undir heilsuvörur ber vott um breytt viðhorf. Heilsubylgja hefur gengið yfir Vesturlönd síðustu áratugi og algengast er að fólk kaupi þessar vörur fyrst og fremst af holl- ustuástæðum. Samhliða heilsubylgj- unni hefur orðið umhverfisvakning í heiminum og er nú alls staðar lögð stóraukin áhersla á bætta umgengni, verndun umhverfis og náttúru. Þetta tvennt stuðlar að neyslu lífrænt rækt- aðrar matvöru, þ.e. matvöru sem framleidd er með aðferðum sem upp- fylla ströngustu kröfur um umhverf- isvernd og er jafnframt líkleg til að stuðla að betri heilsu fólks. Líklegt er að umhverfis- og náttúruvernd, stór- aukin áhersla á heilbrigt líferni og neysla lífrænt ræktaðrar matvöru verði það sem einkenni samfélagsþró- unina á Vesturlöndum næstu árin. Ört vaxandi eftirspurn Á Íslandi eru lífrænt vottaðar af- urðir tæplega 1% af allri landbúnað- arframleiðslu og eru langt frá því að fullnægja þörfum markaðarins. Sterkar líkur má leiða að því að sama þróun verði á neysluvenjum fólks hér á landi og erlendis. Þess vegna er mikilvægt að bændur verði hvattir og studdir til að breyta búskaparháttum svo að íslenskar, lífrænt vottaðar af- urðir geti mætt vaxandi eftirspurn. Í gildandi sauðfjársamningi eru því miður engin ákvæði um stuðning við lífræna framleiðslu sauðfjárafurða. Sá samningur hefði verið tilvalinn til að stuðla að eflingu lífrænnar fram- leiðslu og búa sauðfjárbændur undir að verða við kröfum ört vaxandi eft- irspurnar eftir lífrænt vottuðum vörum og þá sérstaklega til útflutn- ings. Nú er almennt viðurkennt að bændur sem stunda lífrænan búskap taka á sig mun stærri hluta umhverf- iskostnaðar en þeir sem stunda hefð- bundinn búskap, að ekki sé talað um verksmiðjubúskap. Þótt markaðsverð sé oftast nokkru hærra fyrir lífrænt vottaðar vörur nægir það ekki til að vega á móti hærri framleiðslukostn- aði á aðlögunartímanum. Bóndi sem leggur út í lífræna aðlögun með bú sitt þarf m.a. að kosta töluverðu til endurræktunar, breytinga á gripa- húsum, aðlögunar vélakosts og standa auk þess straum af eftirlits- og vottunarkostnaði. Þá þarf að taka til- lit til minni uppskeru á flatareiningu ræktaðs lands og minni afurða eftir hvern grip en í hefðbundnum búskap. Sérvörur í hæsta gæðaflokki Í flestum nágrannalöndum okkar eiga bændur kost á sérstökum aðlög- unarstyrkjum fyrir lífrænan búskap, auk ýmissa annarra umhverfis- og byggðatengdra styrkja. Þeir eru tald- ir koma þjóðfélaginu í heild til góða. Gróskan í lífrænum búskap víða um lönd síðan um 1990 er í beinum tengslum við aðlögunarstyrki. Þessi þróun er liður í fráhvarfi frá hefð- bundnum framleiðslutengdum stuðn- ingi til umhverfistengds stuðnings við landbúnað. Um er að ræða búhátta- breytingar og nýsköpun sem leiðir til framleiðslu sérvara í hæstu gæða- og verðflokkum. Samkeppnisstaða bænda sem framleiða lífrænt vottaðar búvörur hér á landi er alls ekki sam- bærileg þeirri sem bændur njóta í ná- grannalöndunum. Slíkt skiptir máli bæði varðandi útfluttar og innfluttar vörur. Styrkir til bænda í lífrænni ræktun falla vel að kröfum WTO og myndu flokkast sem „grænir styrk- ir“. Lífrænn landbúnaður er vaxtar- broddur nýsköpunar sem hefur mjög jákvæða ímynd, styrkir búsetu með fjölbreyttari atvinnu og eykur mögu- leika á nýsköpun og fjölgun starfa. Ís- lenskur landbúnaður þarf að þróast í góðri sátt við umhverfið og á grund- velli viðhorfa um sjálfbæra þróun og því ætti að forðast samþjöppun í land- búnaði og verksmiðjubúskap. Eitur- efnanotkun í landbúnaði er lítil hér miðað við mörg önnur lönd en það breytir ekki því að fólk er orðið með- vitað um heilsuspillandi áhrif eitur- efna- og sýklalyfjanotkunar og veit að með lífrænni vottun getur það treyst því að varan hafi ekki í sér skaðleg efni. Af þessum sökum verða lífrænar afurðir sífellt eftirsóttari og skapa áhugaverð tækifæri á komandi árum. Setja þarf ákveðin framleiðslumark- mið fyrir lífrænan landbúnað á Ís- landi eins og nágrannalönd okkar hafa þegar gert. Opinberir aðilar eiga að leggja lið og styðja við sóknarfæri í markaðssetningu og útflutningi á líf- rænum landbúnaðarafurðum. Lífrænn landbúnaður vaxtarbroddur nýsköpunar Eftir Þuríði Backman „Lífrænn landbúnaður er vaxt- arbroddur nýsköpunar sem hefur mjög já- kvæða ímynd, styrkir búsetu með fjölbreytt- ari atvinnu og eykur möguleika á nýsköpun og fjölgun starfa.“ Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Í KASTLJÓSÞÆTTI sunnudags- kvöldið 13. apríl ræddu foringjar stjórnmálaflokkanna um þá stöðu sem kæmi upp ef ríkisstjórnarflokk- arnir misstu meirihluta sinn í kosn- ingunum í vor. Davíð Oddsson lýsti þá þeirri skoð- un sinni að þeir flokkar sem nú eru í stjórnarandstöðu ættu að taka við en áður hafa komið fram skýrar yfirlýs- ingar hans um að Sjálfstæðisflokkur- inn taki ekki þátt í stjórn sem styðjist við fleiri en tvo flokka. Halldór Ásgrímsson gekk fram með svipuðum hætti. Hann hótar kjósendum því að Framsóknarflokk- urinn fari í pólitískt orlof, sem væri óskaplega slæmt fyrir þjóðina að eig- in sögn. Samt hótar Halldór þessu. Þetta er reyndar ábyrgðarlaust tal hjá foringjunum báðum og hroki og virðingarleysi fyrir kjósendum og lýð- ræðinu. Kjósendur ákveða stærð flokkanna á kjördag. Þegar þau úrslit liggja fyrir eiga flokkarnir að meta möguleika til stjórnarsamstarfs út frá málefnum og þingstyrk þeirra. Kosið um ríkisstjórnina Davíð og Halldór eru í raun að hóta kjósendum því að „kjósi þeir ekki rétt“ muni Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur stuðla að stjórn- arkreppu frekar en að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu að mynda ríkis- stjórn. Fái ríkisstjórnarflokkarnir hins vegar þann þingstyrk sem þarf er augljóst af málflutningi þeirra í vetur og undirstrikað með þessum yf- irlýsingum að þeir munu halda sam- starfinu áfram. Þeir eru í raun að setja kjósendum þá kosti að kjósi þeir ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsam- starf yfir sig fari báðir flokkarnir í pólitískt orlof. Tal um að flokkar gangi óbundnir til kosninga virðist því úr gildi fallið eftir þessar yfirlýsingar foringjanna og málflutning að undanförnu. Það vekur sérstaka athygli og er reyndar með miklum ólíkindum hvernig Hall- dór Ásgrímsson múlbindur Fram- sóknarflokkinn við Sjálfstæðisflokk- inn með þessum yfirlýsingum. Þetta er flokkurinn sem áður gekk fram undir kjörorðinu „allt er betra en íhaldið“. Nú mætti halda forystu flokksins sammála Hannesi Hólmsteini Gissur- arsyni um að þessir tveir flokkar ættu að eiga bandalag um alla eilífð. Foringjarnir tala eins og flokkar þeirra séu nánast áskrifendur að at- kvæðunum frá kjósendum og eigi rétt á einhverjum tilteknum fjölda þeirra. Menn hljóta að spyrja: Í hvaða heimi lifa þeir stjórnmálamenn sem svona tala? Þeir virðast svo uppteknir af eigin ágæti að þeir telji að kjósendur hafi bara ekki leyfi til að meta stjórn- málin út frá öðrum sjónarmiðum en þeirra. Auðvitað er niðurstaða kosn- inga úrskurður kjósenda um stærð og styrk flokka á næsta kjörtímabili. Auðvitað eru öll atkvæði kjósenda jafngild. Auðvitað bera allir flokkar fulla ábyrgð á því að mynda ríkis- stjórn og ber að taka málefnalega af- stöðu til þeirra kosta sem mögulegir eru að kosningum loknum. Skoðanakannanir segja um þessar mundir að kjósendur telji fulla ástæðu til að skipta um ríkisstjórn. Foringjar stjórnarflokkanna fyrtast við þessu og hofmóðugir hóta þeir að fara í pólitískt orlof fái stjórnin ekki stuðning til að sitja áfram. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur á kjósendur. Atkvæðin okkar? Eftir Jóhann Ársælsson „Þetta er reyndar ábyrgðar- laust tal hjá foringjunum báðum og hroki og virð- ingarleysi fyrir kjós- endum og lýðræðinu.“ Höfundur er alþingismaður. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR er stærsta hliðið að landinu. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á að þessi mik- ilvægi hluti af samgöngukerfi þjóð- arinnar verði í almannaeign og lúti almannastjórn. Þingmenn flokksins töldu mjög óráðlega lagabreytingu sem núverandi ríkisstjórn gekkst fyrir um að gera flughöfnina í Kefla- vík að hlutafélagi. Væru menn á þeim buxum að markaðsvæða flughöfnina, bæri fremur að líta til þátta í innra starfi. Þar skyldu menn þó láta stjórnast af almannahagsmunum fremur en þröngum hagsmunum ein- stakra viðskiptafyrirtækja. Fríhafnarverslunin, sem er í sam- eiginlegri eigu landsmanna, veitir mjög góða þjónustu og ekki nóg með það, hún skilar okkur, eigendunum, miklum arði. Á síðasta ári nam velta Fríhafnarverslunarinnar þremur og hálfum milljarði króna og arðurinn nam hvorki meira né minna en 896 milljónum. Rétt rúmur hálfur millj- arður af þeirri upphæð var látinn renna til Flughafnarinnar til rekstr- ar og niðurgreiðslu skulda, en eftir stóðu 386 milljónir króna. Munar um minna.Vandséð er að nokkur rök mæli með því að einkaaðilum séu af- hentir þessir fjármunir almennings. Fríhafnarsvæðið er ekki eins og hvert annað verslunarsvæði í landinu og sá sem höndlar þar með áfengi og annan ámóta varning er ekki eins og hver annar verslunareigandi. Hann hefur forgang umfram aðra. Eðlileg- ast er að slíkur aðili starfi á vegum okkar allra. Af hálfu Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs stendur ekki til að taka þennan verslunar- rekstur úr höndum ríkisins þótt því fari fjarri að við séum að amast við öðrum verslunarrekstri á svæðinu. Mikilvægt er að taka af öll tvímæli um þetta í ljósi blaðafrétta að und- anförnu um að allir flokkar vilji Frí- hafnarverslunina feiga og munu svör sem bárust frá VG hafa þótt orka tví- mælis hvað þetta varðar. Svo kann að vera og er rétt að afstaða okkar komi skýrt fram nú fyrir kosningar. Það er mikilvægt að þeir sem starfa við Fríhöfnina fái fast land undir fætur og að hætt verði að hringla með áform sem varða framtíð þeirra. Við viljum að um verkaskipt- ingu innan Fríhafnarinnar gildi skýr- ar reglur. Við mótun þeirra munum við beita okkur í þágu Fríhafnar- verslunarinnar og starfsfólks henn- ar. Fríhöfn í þágu þjóðar Eftir Ögmund Jónasson og Kolbein Proppé Höfundar eru báðir í framboði til Alþingis fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. „Það er mikilvægt að þeir sem starfa við Frí- höfnina fái fast land undir fætur og að hætt verði að hringla með áform sem varða fram- tíð þeirra.“ NÚ má tíðindum sæta. Lýðræðið, þessir stjórnarhættir sem allir and- ans menn allt frá Sókratesi til Jóns Sigurðssonar hafa talað um og barist fyrir, þetta sem þeir töldu hornstein samfélaganna, er ekki lengur málefni. Fram stígur Birgir Ármannsson, lög- fræðingur og frambjóðandi, í Morg- unblaðinu hinn 17. apríl og lýsir yfir að lýðræðið sé ekki málefni. Grunurinn um að valdhafar hafi gleymt út á hvað lýðræðið gengur hefur að vísu læðst að sumum okkar undanfarið. Nýlegt dæmi er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um stuðning við innrásarstríðið í Írak. Það var dap- urleg stund fyrir lýðræðið að frétta af stuðningi okkar frá talsmanni banda- ríska utanríkisráðuneytisins og það var dapurlegt að stjórnvöld skyldu ekki hafa samráð við utanríkismála- nefnd Alþingis jafnvel þó að slíkt samráð sé bundið með lögum. Þrátt fyrir að málið væri umdeilt og stór hluti þjóðarinnar andvígur stuðningi okkar þá kusu valdhafarnir pukur og leynd og eini maðurinn sem ríkis- stjórn Íslands hafði samráð við hér á landi var sendiherra Bandaríkjanna! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hóf Borgarnesræðu sína hina síðari á því að segja að hún hefði hugsað sér að tala um ýmis málefni en í raun hefði niðurstaðan orðið sú að hana langaði mest að tala um hið stóra málefni lýð- ræði. Lýðræði snýst um valdið, ákvarðanir um það hver fer með vald- ið og hvernig því er beitt. Ingibjörg talaði um valdið í ræðu sinni og það hvernig hún telur valdhafa þess mis- beita því. Hún nefndi dæmi, hún nefndi embætti, hún nefndi nöfn til stuðnings máli sínu. Þennan málflutning kallar Birgir Ármannsson dylgjupólitík og segir þetta bera þess vott að Samfylkingin hafi gefist upp á því að ræða málefni. Það má vera að Birgir Ármannsson telji lýðræðið ekki vera málefni og víst er að einræðisherrar víða um heim eru honum sammála. Flest okk- ar trúa hins vegar á lýðræðið og því að lýðræðið sé tæki samfélagsins sem tryggir rétt einstaklinganna. Og því finnst okkur lýðræðið vera málefni, mikilvægt málefni. Reyndar er ég full viss um að Birg- ir trúi því að lýðræði sé málefni. Ég held hann láti bara svona til þess að falla betur að málflutningi formanns síns og misheppnist um leið sú tilraun að gera lítið úr málflutningi Ingi- bjargar. Því miður gengur Birgir svo langt í hinni misheppnuðu tilraun sinni að hann afneitar grundvallarfor- sendum þess sem hann stendur fyrir, þ.e. lögfræði og stjórnmál. Nei, Birg- ir, umræða um lýðræðið verður aldrei dylgjupólitík. Er umræða um lýð- ræðið dylgjupólitík? Eftir Einar Má Sigurðarson Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. ,,Það má vera að Birg- ir Ármanns- son telji lýð- ræðið ekki vera málefni og víst er að einræðisherrar víða um heim eru honum sammála.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.