Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 22
SKOÐUN 22 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSA dagana fer enn í fjöl- miðlunum nokkuð fyrir málum sem tengjast Þorfinni Ómarssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs Íslands og sýslan hans í því embætti. Þeir lesendur sem búnir eru að fá sig fullsadda af þessu fletta bara áfram. Fyrir hina er rétt að fara yfir nokkur at- riði málsins. Rógburður Reynir Traustason blaðamaður á Fréttablaðinu hefur látið þess getið á opinberum vettvangi, að hann sé góður og grandvar blaða- maður. Hann skrifar „frétt“ um mál Þorfinns í blað sitt s.l. laug- ardag og segir þar meðal annars orðrétt: „Það merkilega við málið er að glæpasaga Davíðs (Oddsson- ar forsætisráðherra) hafði áður orðið Þorfinni að falli, þegar hann og stjórn Kvikmyndasjóðs neituðu að styrkja myndina þegar sótt var um þrefalt hærri upphæð á síðasta ári. Þá lenti Þorfinnur í miklum darraðardansi sem lauk með því að hann sætti rannsókn Ríkisendur- skoðunar og menntamálaráðherra vék honum tímabundið úr starfi…“ Staðreynd málsins er sú, að Þor- finnur sætti á síðasta ári rannsókn af því tilefni, að hann þótti ekki hafa farið rétt að við fjármála- stjórn sína í Kvikmyndasjóði. Hon- um var, eins og lög standa til, vik- ið tímabundið úr starfi meðan rannsókn fór fram. Þegar þetta gerðist, hófu óvildarmenn for- sætisráðherra upp raust sína og báru út þá gróusögu, að synjun á styrkumsókn Hrafns Gunnlaugs- sonar hefði valdið aðgerðunum gegn framkvæmdastjóranum! Aldrei hefur neitt komið fram sem styður þennan söguburð. Fylgi- nautar Gróu hamast hins vegar á þessu áfram, eins og um óumdeild- ar staðreyndir sé að ræða, meðal annars blaðamaðurinn, sem hefur látið þess getið á opinberum vett- vangi, að hann sé góður og grand- var blaðamaður. Hér er beitt þeirri alkunnu aðferð Gróu gömlu að endurtaka ósannindin nógu oft þangað til þorri manna er búinn að gleyma tilefninu og farinn að trúa þeim. Blaðamaðurinn grandvari virðist kunna vel til þessara verka. Boðskapurinn á bak við þennan stórmannlega málatilbúnað er í of- análag sá, að Þorfinnur hafi unnið sér rétt til afskiptaleysis um með- ferð sína á fjármálum sjóðsins með því að taka þátt í að synja Hrafni um styrkinn. Eftir það hafi hann ekki verið undir neinu eftirliti í þeim efnum. Valdsvið mennta- málaráðherra Um síðustu áramót tóku gildi kvikmyndalög nr. 137/2001. Þau leystu lög um kvikmyndamál nr. 94/1984 af hólmi. Í ákvæði til bráðabirgða í nýju lögunum segir, að framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs Íslands (Þorfinnur) skuli verða forstöðumaður Kvikmynda- miðstöðvar Íslands þar til nýr for- stöðumaður hefur verið skipað- ur…, þó eigi lengur en til 1. mars 2003. Í lögunum er sagt, að for- stöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands taki endanlega ákvörðun um veitingu fjárstuðnings úr Kvik- myndasjóði. Þá er svo ákveðið í lögunum, að í reglugerð, sem menntamálaráðherra setur, skuli kveðið á um skilyrði fyrir fram- lögum úr sjóðnum. Fyrir liggur, að ráðherra hafði ekki sett nýja reglugerð, þegar nýju lögin tóku gildi um áramótin. Eldri reglugerð um úthlutanir úr Kvikmyndasjóði Íslands nr. 460/ 1993 var því enn í gildi að því leyti sem ákvæði hennar fóru ekki í bága við ákvæði nýju laganna. Þorfinnur Ómarsson tók ákvarð- anir um úthlutanir styrkja eftir s.l. áramót, áður en hann lét af starfi. Þar mun hafa verið um að ræða úthlutun á ráðstöfunarfé ársins 2002, sem hafði „losnað“, þar sem styrkþegar höfðu ekki uppfyllt sett skilyrði. Kveðst Þorfinnur hafa úthlutað því til þeirra sem næstir komu í röðinni 2002 á sama hátt og gert hefði verið ótal sinn- um áður. Aldrei hefði verið lýst eftir nýjum umsóknum í slíkum til- vikum, heldur þessari aðferð jafn- an beitt. Þá er spurt: Mátti hann þetta? Svarið er augljóslega játandi. Ef löggjafinn hefði viljað takmarka vald hans og banna honum slíkar ákvarðanir meðan hann gegndi starfinu til bráðabirgða hefði slíkt útheimt sérstakt bráðabirgða- ákvæði með því efni. Fyrir liggur, að Þorfinnur hafði sent menntamálaráðherra bréf í byrjun janúarmánaðar þar sem fjallað var um styrkumsókn Hrafns Gunnlaugssonar frá fyrra ári og hinar nýju aðstæður sem gerðu sjóðnum kleift að verða við umsókn hans að hluta. Ráðherra sendi svar, þar sem hann tekur fram, að hann telji ekki vera fyrir hendi lagaleg skilyrði fyrir úthlut- un fjár úr Kvikmyndasjóði og sé forstöðumanninum ekki heimilt að veita styrki úr sjóðnum. Þessi bréfaskipti breyta auðvitað engu um heimildir forstöðumannsins að lögum. Þær ráðast alfarið af hinni lagalegu stöðu, sem að framan var lýst. Ráðherra hafði ekki vald til að banna forstöðumanninum að taka ákvarðanir í þeim málefnum, sem lögin kváðu á um að undir hann ættu. Valdsvið Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun starfar eins og aðrar stofnanir ríkisins eftir lögum. Hún hefur ekki aðrar og meiri valdheimildir en lög ákveða. Í 1. gr. laga nr. 86/1997 er heim- ildum þessarar stofnunar lýst. Þar segir, að hún skuli endurskoða rík- isreikning og reikninga þeirra að- ila sem hafa með höndum rekstur og fjárvörslu á vegum ríkisins. Þá geti hún framkvæmt svonefnda stjórnsýsluendurskoðun. Enn fremur skuli hún annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga og vera þingnefndum til aðstoðar við störf er varða fjárhagsmálefni ríkisins. Í 8. gr. laganna er svo ennfremur kveðið á um, að við fjárhagsend- urskoðun eigi stofnunin að gæta þess að reikningar séu í samræmi við heimildir fjárlaga, fjáraukalaga og annarra laga, lögmæt fyrir- mæli, starfsvenjur og samninga um rekstrarverkefni. Í þessu máli liggur fyrir, að fjár- heimildir voru til staðar fyrir þeim styrkjum, sem forstöðumaðurinn ákvað. Af álitsgerð Ríkisendur- skoðunar er ljóst, að stofnunin hefði ekkert talið athugavert við styrkveitingarnar, ef ráðherra hefði lagt blessun sína yfir þær. Eina álitaefnið laut þess vegna að því, hvort forstöðumaðurinn hafi mátt taka ákvörðun um styrkina án samþykkis menntamálaráð- herra. Ríkisendurskoðun hefur ekki vald til að fjalla um þessi vald- mörk. Hún er hvorki dómstóll né yfirráðuneyti um mál sem varða valdmörk í stjórnsýslu, né hefur hún, fremur en aðrir stjórnvalds- hafar, heimild til að senda frá sér álitsgerðir um málefni sem ekki á undir hana að fjalla um. Af við- brögðum ríkisendurskoðanda í fjölmiðlum virðist mega draga þá ályktun, að hann telji fyrrnefnda 8. gr. laganna veita stofnuninni vald til að setja sig yfir stjórnsýslu allra annarra stofnana ríkisins ef meðferð fjár kemur við sögu og verða þar einhvers konar yfirráðu- neyti. Þetta er hrein fjarstæða, eins og augljóst er af lagatext- anum. Þessi embættismaður verð- ur eins og aðrir slíkir að sætta sig við að fara ekki með meira vald en lögin ákveða honum. Hann segist ekki taka við fyrirmælum frá öðr- um. Sú afstaða hefur vissulega stoð í lögunum um Ríkisendur- skoðun. Hann virðist hins vegar vilja túlka stöðu sína þannig, að hann taki heldur ekki við fyrir- mælum laganna sem hann starfar eftir. Það er svo kostulegt, að sjá rík- isstofnun fella dóma um valdsvið annarra ríkisstofnana, án þess að slíkir dómar séu á valdsviði henn- ar. Þetta er svona líkast því að Fréttablaðið, sem nefnt var hér í upphafi, færi að áfellast aðra fjöl- miðla fyrir hlutdrægan fréttaflutn- ing. Ég held næstum, að það blað hafi næga sómatilfinningu til að láta sér ekki detta slíkt í hug – eða hvað? UM VALDSVIÐ RÍKISSTOFNANA Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson „Ríkisend- urskoðun er hvorki dóm- stóll né yf- irráðuneyti um mál sem varða vald- mörk í stjórnsýslu.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og prófessor við Háskólann í Reykjavík. UMRÆÐAN NÚ hafa nokkrar konur, einkum úr ranni Sjálfstæðisflokksins séð sig knúnar til að stinga niður penna og fárast yfir því að Samfylkingin sé að vekja athygli á því að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir sé kona. Það er jafn- vel talað um það að með því að vekja athygli á því að Ingibjörg yrði frá- brugðin fyrrverandi og núverandi forsætisráðherrum, ef til þess kæmi að hún leiddi næstu ríkisstjórn, séu konur eina ferðina enn að ná sér í flýtiframgang í stjórnmálunum. Konur í Sjálfstæðisflokknum telja nefnilega að það skipti engu máli hvers kyns sé, fólk eigi að bjóða sig fram á grundvelli verka og persónu- legs styrks en ekki kynferðis. Það er í sjálfu sér broslegt að heyra konur í Sjálfstæðisflokknum tala á þessum nótum, en eins og frægt er orðið hef- ur konum orðið lítt ágengt þar á bæ. Þær hríðféllu í prófkjörunum í haust (líklega vegna þess að strákarnir voru svakalega hæfir) og þær eru teljandi á fingrum annarrar handar konurnar sem sá flokkur hefur treyst fyrir ráðherrastól á öllum þeim fjölmörgu áratugum sem hann hefur leitt eða tekið þátt í landstjórn. Ingibjörgu verkanna vegna Það vita það hins vegar allir, sem kæra sig um að sjá hlutina í sam- hengi, að Samfylkingin teflir Ingi- björgu Sólrúnu ekki fram á grund- velli kynferðis hennar, þótt það skemmi vissulega ekki fyrir að hún skuli vera kona. Samfylkingin telur Ingibjörgu einfaldlega gríðarlega öflugan stjórnmálamann, þess vegna var leitað til hennar til þess að sinna því trúnaðarhlutverki sem hún gegn- ir nú. Vegna verkanna sem hún hef- ur unnið sem borgarstjóri, meðal annars í þágu kvenna. Í hennar borgarstjóratíð var klakabrynja karlaveldisins sem sjálfstæðismenn höfðu byggt upp í borgarkerfinu brotin niður og fólk leitt til öndvegis á grundvelli hæfileika sinna, bæði karlar og konur. Og við þurfum að brjóta niður þá klakabrynju sem sami flokkur hefur búið til í stjórn- málunum á landsvísu með áratuga setu í stjórnarráðinu að baki. Á með- an borgin hefur í tíð Ingibjargar breytt ásýnd borgarinnar í átt til jafnréttis og jafnra tækifæra karla og kvenna, hefur ekkert lát verið á karlaráðningum hjá ríkinu og engar atlögur verið gerðar af hálfu ríkis- stjórnarinnar til þess að leiðrétta óréttlæti á borð við kynbundinn launamun. Brotið í blað í stjórnmálasögunni Ef landsmenn gefa Samfylking- unni nægan styrk til að leiða næstu landstjórn undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem forsætis- ráðherra, yrði brotið blað í íslenskri stjórnmálasögu. Ekki vegna þess að hún er kona, heldur vegna þess fyrir hvað hún stendur. Samfylkingin hef- ur hins vegar lagt mikla áherslu á að koma sjónarmiðum og áherslum kvenna betur á framfæri í stjórnmál- unum og við erum stolt af þeirri arf- leifð okkar. Við teljum að það skipti máli að sjá sterkar konur í fremstu röð í stjórnmálunum. Samfylkingin náði þeim sögulega árangri í síðustu kosningum að meirihluti þingmanna flokksins er konur. Á þessu kjör- tímabili leiddu konur listana í fjórum kjördæmum af átta og nú leiða konur lista í tveimur af sex kjördæmum og forsætisráðherraefnið er kona. Kon- ur eru ekki til skrauts á listum Sam- fylkingarinnar og hafa aldrei verið og það er í raun hjákátlegt þegar þær raddir heyrast nú að Samfylk- ingin sé að fiska atkvæði út á Ingi- björgu Sólrúnu í krafti kynferðis hennar. Það þarf einfaldlega ekki, enda vita landsmenn allir fyrir hvað fyrrverandi borgarstjóri stendur. Hún er meðal öflugustu stjórnmála- manna okkar Íslendinga þótt langt sé leitað og það er í krafti þess sem hún býður sig fram til forystu næstu ríkisstjórnar. Brjótum klaka- bönd Sjálfstæð- isflokksins Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. „Konur eru ekki til skrauts á listum Sam- fylking- arinnar og hafa aldrei verið…“ EINELTI og lestrarhömlun fylgj- ast oft að. Lestrarhömlun (dyslexia) uppgötvast oftast ekki hjá börnum fyrr en í 4. bekk grunnskóla og stundum miklu síðar. Þeir erfiðleik- ar sem börnin ganga í gegn um eru ófáir og erfitt fyrir nokkurn mann að setja sig í þeirra spor. Einelti fylgir oft, því hvaða barn hefur skilning á baráttu þess sem reynir að lesa og reikna en tekst ekki, þegar fullorðnir hafa þann skilning oft og tíðum ekki? Það er svo inngróið í okkar samfélag að allir eigi að kunna að lesa, sjálf bókmenntaþjóðin. Þeim börnum sem ekki tekst að tileinka sér lestur með venjulegum aðferðum líður eins og þau hafi beðið ósigur þrátt fyrir aðra góða eiginleika sem þau hafa. Fram- tíðarmöguleikar þessara barna eru takmarkaðir strax í upphafi skóla- göngu og þau lenda í áhættuhópi t.d. fyrir vímuefnaneyslu og þunglyndi. Á undanförnum árum hefur orðið gífurleg breyting á afstöðu fólks til lestrarörðugleika og eineltis en bet- ur má ef duga skal. Skólakerfið hef- ur verið misjafnlega í stakk búið til að takast á við þessa þætti mannlífs- ins. Nú eru við upphaf grunnskóla lögð fyrir börnin sérstök lesskimun- arpróf í því skyni að finna þá nem- endur sem eiga við lestrarhömlun að etja. Það er gríðarlega mikilvægt að greina slíkt strax við upphaf skóla- göngu. Vegna þessa hefur mennta- málaráðuneytið skipað nefnd sem undirbýr breytingar á reglugerð um sérfræðiþjónustu til að tryggja að lestrarhömlun greinist sem fyrst. Hafa skal það í huga að lestrarörð- ugleikar eru yfirleitt meðfæddir en þroski, aldur og æfing vinnur gegn þeim þótt vandamálið hverfi ekki að öllu leyti. Þá má nefna að veittir ýmsir styrkir til þróunarverkefna á sviði lesskimunar, bæði á leik- og grunn- skólastigi. Einnig hefur menntamálaráðu- neytið undanfarið staðið fyrir rann- sóknum á umfangi eineltis, stofnað starfshóp um einelti í grunnskólum og haldið málþing um einelti. Unnið hefur verið markvisst að innleiðingu aðgerða og áætlana gegn einelti í skólum í samstarfi við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Hafa skal það í huga að einelti er ofbeldi þannig að það á hvergi rétt á sér. Það er mjög mikilvægt að hlutur fólks sem berst við leshömlun og lendir í einelti verði réttur í sam- félaginu. Einelti og lestrarörðugleikar Eftir Jóhönnu E. Pálmadóttur „Það er mjög mik- ilvægt að hlutur fólks sem berst við leshömlun og lendir í einelti verði réttur í samfélaginu.“ Höfundur er frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og skipar 6. sæti í Norðvesturkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.