Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 24

Morgunblaðið - 28.04.2003, Side 24
MINNINGAR 24 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ástkær eiginmaður minn, ANDRÉS ANDRÉSSON frá Hamri í Múlasveit, Skagabraut 25, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju miðviku- daginn 30. apríl kl. 14.00. Kristgerður Þórðardóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ERIK HÅKANSSON, Safamýri 34, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 18. apríl. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét H. Kristinsdóttir, Bryndís H. Eriksdóttir Philibert, Jean-Marc Philibert, Kristinn Frantz Eriksson, Eyrún Gestsdóttir og barnabörn. ✝ Sigurásta Ás-mundsdóttir fæddist á Tindstöð- um á Kjalarnesi 11. mars 1912. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ hinn 18. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Ás- mundur Ólafsson, f. á Tindstöðum 15. október 1871, d. 25. júlí 1937, og Sigríður Árnadóttir, f. í Víð- inesi á Kjalarnesi 25. september 1880, d. 29. júní 1915. Systkini Ástu voru: 1) Pétur Einar, f. 10. okt. 1902, d. 24. mars 1973. 2) Árni Sigurður, f. 5. júní 1904, d. 16. október 1965. 3) Ragna, f. 15. júní 1906, d. 31. des. 1970. 4) Sigríður, f. 13. febrúar 1908, d. 19. nóvember 1965. 5) Ólafur, f. 18. september 1909, d. 12. september 1996. 6) Tómas, f. 14. október 1910, d. 26. nóvember 1930. 7) Drengur, fæddur andvana 20. apríl 1913. Dætur Ástu eru: 1) Svana, f. 26. mars 1934, maki Óli Bergholt ar Arna Dröfn, f. 16. september 1993. c) Pétur Ragnar, f. 2. október 1968, unnusta Ragnheiður Sveins- dóttir, f. 27. janúar 1977, sonur þeirra er Emil Óli, f. 19. júlí 2002. 3) Guðmunda, f. 14. júlí 1948, maki Reynir Arnórsson, f. 9. júní 1947. Börn þeirra: a) Kristborg Ásta, f. 19. júlí 1968, maki Stefán Þór Kjartansson, f. 29. september 1970, börn þeirra Guðmundur Helgi, f. 26 desember 1988, Kristófer Dan, f. 1. ágúst 1999, b) Brynjólfur, f. 5 október 1971, dóttir hans Rebekka Björk, f. 15 nóvember 1993, barns- móðir Lilja Hrund Harðardóttir, f. 12. júlí 1972, sambýliskona Guðný Björg Jónsdóttir, f. 13. mars 1967, dóttir hennar er Sandra Sif Karls- dóttir, f. .5 mars 1994. c) Hafdís, f. 23. febrúar 1979, maki Sigurður Ágúst Jónsson, f. 13. júní 1974, barn þeirra Davíð Örn, f. 27. apríl 2001, d) Ásdís, f. 6. febrúar 1983, e) Bryndís, f. 6. febrúar 1983, f) Njáll, f. 6. febrúar 1983. Fósturdóttir og dótturdóttir Ástu er Ester Sigur- ásta Sigurðardóttir. Ásta starfaði við þjónustustörf frá unglingsaldri þar til hún hóf störf í sundlaugunum í Laugardal og var hún við störf þar í rúm 22 ár. Seinustu árin sín bjó hún á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útför Ástu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Lúthersson, f. 22. maí 1931. Börn þeirra: a) Ragna, f. 19. október 1956, maki Eiríkur Guðbjartur Guð- mundsson, f. 6. októ- ber 1950, börn þeirra: Svana, f. 12. apríl 1976, d. 26. október 1995, Óli Örn, f. 29. maí 1979, Sóley, f. 5. júní 1984, Svana Björg, f. 5. desember 1997. b) Kristín Theo- dóra, f. 12. janúar 1960, maki Óli Sævar Laxdal, f. 30. júní 1958, börn þeirra eru: Svanþór Laxdal, f. 6. ágúst 1979, Íris Ósk Laxdal, f. 29. mars 1982, Sævar Laxdal, f. 15. júní 1988, og Elvar Laxdal, f. 5. nóvember 1990. c) Ás- dís, f. 22. apríl 1967. d) Lúther, f. 14. nóvember 1972, unnusta Birna Berndsen, f. 12. júlí 1977. 2) Erla, f. 24. september 1945, maki Jónas Þór Arthúrsson, börn hennar: a) Ester Sigurásta, f. 10. apríl 1964, sonur hennar er Ásmundur Ólafs- son, f. 5 janúar 2000. b) Jónína Kristín, f. 6. júní 1967, dóttir henn- Elsku amma Ásta. Þó að enginn skyldleiki sé með okk- ur hefur þú alltaf verið amma Ásta í huga mínum og minnar fjölskyldu. Enda óhugsandi að vera vinkona Est- erar án þess að vera sannarlega vin- kona þín líka. Þú varst ekkert að skafa utan af hlutunum, komst ávallt til dyranna eins og þú varst klædd – hrein og bein. Í upphafi var ekki laust við að mér stæði örlítill stuggur af þér. Hvað var hún að fara þessi gamla kona, orð- hvöss og talandi í gátum? En eftir nokkurn tíma gastu ekki dulið lengur glettnina og þá læddist að manni sá grunur að kannski væri gamla konan að stríða vandræðalegum gestinum. Þó gat maður ekki verið viss og engd- ist áfram um hríð. Að lokum skellt- irðu upp úr og slóst mann gjörsam- lega út af laginu, með glettnina skínandi úr þessum ógleymanlegu hlýju augum. Kvik og djúp sáu þau inn í sálu fólks þó að um það væru ekki höfð mörg orð. Þín mikla reynsla í lífsins skóla gerði þér kleift að skilja svo ótal margt. Kannski var það þess vegna sem kynslóðabilið var einfald- lega ekki til staðar á þínum bæ. Nú þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka samfylgdina og allt það sem ég fékk lært af þér. Nú er ein- hvers staðar hlegið dátt og skellt sér á lær með stríðnisglampann í góðu, fal- legu augunum. Ingunn Ásta. SIGURÁSTA ÁSMUNDSDÓTTIR Guðmundur Steins- son var yngstur bræðra sinna. Ég hafði nokkuð náin góð kynni af hon- um frá árinu 1957, þar eð við vorum svilar. Kona hans heitir Þor- björg Ingólfsdóttir, f. 15.7. 1935, og eignuðust þau einn son, Snorra Hrafn stjórnunarfræðing, f. 20.10. 1968, og síðar barnabarnið Þorbjörgu Ernu, f. 10.12. 1988. Þegar við kynntumst var Guð- mundur í læknanámi og síðar fór hann í framhaldsnám til Svíþjóðar, en kom að því loknu til baka og starfaði á fæðingardeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss til æviloka. Hann hafði gegnt héraðslæknastöðum á Þingeyri og Hólmavík um tíma og lent í ótal svaðilförum í illviðrum og slæmri færð við að hjálpa sjúklingum sínum, því engin takmörk voru fyrir sam- viskusemi hans og góðvilja í garð þeirra. Guðmundur var einstaklega barngóður maður og eignaðist Snorra Hrafn árið 1968. Í afmælisboðum var hann potturinn og pannan í öllum leikjum og stjórnaði þeim af miklu hugmyndaflugi og áhuga. Það má segja að börnin í fjölskyldunni hafi sjaldan skemmt sér betur, en í heim- boðum Guðmundar og Þorbjargar. Var ef til vill einn leikurinn vinsæl- astur, en þá hafði Guðmundur falið litla sælgætispoka úti um allt hús, sem börnin þurftu síðan að leita uppi. Var þá oft mikill handagangur í öskj- unni og endaði stundum með því að felandinn sjálfur þurfti að ganga í það að finna síðustu pokana. Sérstakan áhuga hafði Guðmundur á tölvumálum og færði sjálfur bók- hald sitt og reikningshald. Hann hafði einnig mjög gaman af myndvinnslu í tölvunni og var kominn með mjög öfl- ugt tölvukerfi undir það síðasta. Bjó hann til mjög skemmtilegar útfærslur á myndum, textum og tónlist frá af- mælisboðum sem hann var í, sem hann brenndi á geisladiska. Hann var einnig mjög duglegur myndatöku- maður og var með bestu gerðir staf- rænna myndavéla og skanna. Oft kom Guðmundur af stað skemmtilegum samræðum í góðum félagsskap, með því að halda fram sérstökum hugmyndum, sem vöktu GUÐMUNDUR STEINSSON ✝ GuðmundurSteinsson fædd- ist í Reykjavík 27. júlí 1935. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 31. mars síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Bú- staðakirkju 10. apríl. menn til umræðna. Þeir sem þekktu hann vel vissu að ekki fylgdi hug- ur alltaf máli, þeim skoðunum, sem voru frekar settar fram til skemmtunar, ef honum þótti samkvæmið í dauf- ara lagi. Hann átti það einnig til að hringja í vini og kunningja í gervi fræðimanns með til- heyrandi raddbrigðum, og sagðist vera að leita eftir áliti viðkomandi á hinu og þessu. Þegar upp komst var oft hlegið dátt að uppátækjunum. Guðmundur var lengi vel duglegur fjallgöngumaður og eignaðist snemma öfluga fjallabíla, hann stund- aði einnig sund og aðra líkamsrækt. Eitt sinn vorum við tveir staddir uppi við Skjaldbreið að vetrarlagi og bíll- inn festist. Vorum við fremur tæk- jafáir, en vorum svo heppnir að NMT- kerfi símans var komið í gang fyrir þónokkru og tókst okkur að hringja eftir aðstoð. Ég minnist samverustundanna með þakklæti og óska eftirlifandi fjöl- skyldu hans velfarnaðar í framtíðinni. Skúli Skúlason og fjölskylda. Við kveðjum nú ástkæran ættingja okkar og vin Guðmund Steinsson lækni sem horfinn er frá okkur svo skyndilega. Guðmundur var alveg einstakur vinur og frá því að ég var ung að árum þá dáðist ég að þessum fagra manni sem átti til að bera sérstaka ljúf- mennsku, glettni og einstaka elsku við okkur börnin. Alla tíð höfðum við þekkt Guðmund sem þann sem ætíð kom er einhver var veikur og þurfti hjálpar við í fjölskyldunni. Samúð hans og næmi í garð þeirra sem voru veikir, var óendanleg. Guðmundur var einstaklega barngóður og gaf okkur í uppvextinum sérstaka athygli og lék við okkur í hvert sinn þegar færi gafst. Margar góðar og dýrmæt- ar minningar geymum við í hjarta okkar, því Guð gaf okkur til samfylgd- ar einstakt góðmenni, ættingja og vin sem við elskuðum alla tíð og hann okkur. Langar mig til að minnast hér nokkurra gleðilegra atburða úr for- tíðinni. Ég minnist þess þegar ég var átta ára og fór í heimsókn eitt sumar til Obbu og Guðmundar á Þingeyri þar sem hann var héraðslæknir og voru samankomnir þar aðrir ættingjar okkar. Móðir Guðmundar var þar stödd, frú Sigríður Guðmundsdóttir, og eldaði hún handa okkur þá albestu brauðsúpu sem til var og var minnst á þessa brauðsúpugerð svo árum skipti. Okkur ættingjunum þótti svo ákaf- lega ánægjulegt að sækja Obbu og Guðmund heim sökum einstakrar ljúfmennsku og velvildar þeirra í garð okkar allra. Það var mikið um að vera og ákaflega ánægjulegur tími. Einnig minnist ég þess tíma tveim- ur árum síðar þegar ég var hjá þeim hjónum og syni þeirra Snorra Hrafni á Hólmavík þar sem Guðmundur var héraðslæknir. Þá var farið að skokka reglulega í fjörunni og skoðaðir hinir margvíslegu trjádrumbar sem lágu þar vítt og breitt. Okkur þótti einnig ákaflega gaman að ferðast um og skoða hið margbreytilega landslag Vestfjarðanna og oft þóttust Guð- mundur og Obba sjá tröllin birtast við fjallgarðana allt í kring. Voru þá í leiðinni sagðar hinar ýmsu sögur af tröllum og huldufólki. Þessar minningar ásamt svo ótal mörgum minnisstæðum atburðum hafa komið upp í hugann nú á þessari stundu þegar við kveðjum elskulegan Guðmund okkar. Minningin um þenn- an trúfasta og elskulega vin mun sitja í brjóstum okkar og fylgja um ókomin ár. Söknuðurinn er sár, en trúin um að við lifum þótt að við deyjum og sú von um endurfundi að þessu lífi loknu í ríki Guðs, mun hugga okkur í sorg- inni og sefa tárin sem brjótast fram. Við kveðjum elsku Guðmund með fal- legu ljóði: Myndin þín hún máist ei mér úr hug né hjarta. Hún á þar sæti uns ég dey og auðgar lífið bjarta. (Ágúst Böðvarsson.) Megi Guð blessa ykkur og hugga, elsku Obba, Snorri Hrafn og Þor- björg Erna. Megi Guðs blessun hvíla yfir ættingjum Guðmundar, sam- starfsfólki og vinum. Guð blessi ykkur öll. Sóley Herborg, Þuríður Helga og fjölskylda. Ég kynntist heið- ursmanninum Sigurði Hallgrímssyni fyrir röskum þrjátíu árum þegar ég starfaði fast og laust við dagskrár- gerð í Ríkisútvarpinu. Hann sat gjarnan við upptökutækin handan við glerið þegar ég var að vinna barnatímana mína eða lesa upp sögur eða ljóð og að öðrum ólöstuðum gat ég ekki hugsað mér betri samstarfsmann á þeim vettvangi. Hann sinnti verk- um sínum af einstakri alúð og miðl- aði mér, óhörðnuðum unglingnum, hollráðum af smekkvísi, greind og ljúfmennsku sem aldrei gleymist. Vökulum huga fylgdist hann með öllu sem um hljóðnemann fór og ef eitthvað stakk hann í eyru mátti treysta því að hann vekti hæversk- lega á því athygli svo flytjandinn gæti vegið og metið hvort rétt væri með efnið farið. Af mörgum samverustundum okkar á þessum árum er mér minn- isstæðastur dagur sem við áttum saman við upptöku efnis fyrir barnatímann í sumarbúðum fatl- aðra barna í Reykjadal í Mosfells- sveit. Þar naut ég þess að hafa mér til fulltingis mann sem átti greiðan aðgang að hjörtum allra barna og skildi svo vel sérstöðu þeirra sem af einhverjum sökum ganga ekki heil til leiks, enda sjálfur faðir fatlaðs SIGURÐUR HALLGRÍMSSON ✝ Sigurður Hall-grímsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1921. Hann lést 10. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 16. apríl. drengs. Ég sé hann enn fyrir hugskots- sjónum mér þar sem hann situr með segul- bandið og hljóðnem- ann, glettinn, þolin- móður og glaður í krakkahópnum miðjum. Nokkru síðar tengd- ist ég Sigga enn per- sónulegri böndum þegar við María dóttir hans urðum góðar vin- konur. Um árabil bar fundum okkar alloft saman og mér þótti af- ar vænt um þá hlýju sem hann og Ella kona hans sýndu mér alla tíð. Ég veit að síðustu ár hafa verið honum þungbær raun sökum heilsuleysis og þess vegna get ég ekki annað en samglaðst honum að vera nú loksins laus úr líkamsfjötr- unum. Elsku Maju og Ranný, Ellu, Halla og barnabörnunum öllum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur um leið og ég kveð minn gamla samstarfsmann og vin, Sigga Hall., með þakklæti fyrir allt það góða sem hann gaf mér. Olga Guðrún Árnadóttir. Siggi minn. Ég ætla að kveðja þig og vona að þér líði nú vel. Það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér, Siggi minn, að ég ætla að kveðja þig með bréfi. Það var gam- an að koma til ykkar á heimilið og gaman að tala við þig um daginn og veginn. Heimili ykkar er svo fal- legt. Guð veri með ykkur og ættingj- um ykkar. Stefán Konráðsson sendill.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.