Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                  BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ þegar kosningar nálgast heyr- ast mörg loforðin um hvernig stjórnmálaflokkar landsins ætla að bæta líf okkar flestra með lög- um og reglu- gerðum. Eitt af mörg- um málum sem heyrast aldrei nefnd er sjálf- sagður réttur barna til um- gengni við báða foreldra eftir sambúðarslit þeirra. Því miður er staðan sú að um helmingur allra hjónabanda endar með skilnaði. Áður hef ég bent á stöðu feðra í þeim darraðardansi. Vangaveltur mínar eru þessar: Ætlar einhver stjórnmálaflokkur að beita sér fyr- ir því að sameiginleg forsjá verði lögleidd við sambúðarslit foreldra? Hefur einhver flokkanna þá skoðun að foreldri sem ekki er með lögheimili barns hjá sér (eða forsjá) séu tryggðir ákveðnir lág- marksdagar í umgengni við barn sitt? Ég veit að félagsskapurinn ábyrgir feður hefur lagt til við dómsmálaráðherra að sett verði í lög sameiginleg forsjá ásamt 118 daga lágmarksumgengni á ári. Ekkert hefur gengið hjá henni Sólveigu Pétursdóttur dómsmála- ráðherra með þessi mál og virðist hún fyllilega sátt við stöðu mála í dag. Einnig virðist Sólveig sátt við það kynjajafnrétti að einungis kon- ur sem starfa hjá sýslumanninum í Reykjavík skuli ákveða hvaða um- gengnisrétt börn fá með feðrum sínum. Að vísu er hægt að kæra þann úrskurð til ráðuneytis hennar en þar eru víst líka einungis konur til að vega og meta úrskurð kyn- systra sinna. Við sem erum á þeirri skoðun að konur og karlar séu jöfn og launa- jafnrétti sé sjálfsagt rekum okkur á ókleifan múr þegar við viljum setja okkur á sama stall og konur hvað barnauppeldi varðar. Til að ná fram réttlátu jafnrétti þarf að viðurkenna okkur karl- mennina sem uppalendur og berj- ast gegn þess háttar úrskurðum sem hljóma á þá leið að faðir megi ekki hafa barn sitt yfir nótt fyrr en það er orðið tveggja, þriggja eða jafnvel fjögurra ára. Sérstaklega er það slæmt þegar haft er í huga að barn myndar sín sterkustu tengsl frá núll til tveggja ára ald- urs. Sýslumannskonur hafa farið mikinn síðustu áratugina og mikið hefur borið á úrskurðum þar sem „bestu hagsmunir barna okkar“ eru bornir fyrir borð í gömlum hugsunargangi og uppþornuðum viskubrunnum úrskurðaraðila. Nú finnst mér nóg komið og óska eftir því að uppeldismenntað fólk af báð- um kynjum en ekki löglærðar kon- ur sjái um að gæta að hagsmunum og andlegri velferð barna okkar í úrskurðum um samverustundir með foreldrum sínum. OTTÓ SVERRISSON, hópstjóri, Þrastarási 75, Hafnarfirði. Af hverju tala stjórn- málamenn aldrei um sjálfsögð mann- réttindi barna? Frá Ottó Sverrissyni: Ottó Sverrisson KÆRU landsmenn, f. h. íslenskrar ferðaþjónustu býð ég ykkur út í ís- lenska vorið. Eftir einn hlýjasta vetur á Íslandi sem mælst hefur, er vorið óvenju snemma á ferðinni, líklega mánuði fyrir tímann. Þrátt fyrir stutta meðgöngu kemur vorið fullburða til okkar og flytur okkur fögnuð gróandans. Þennan fögnuð fá orð ekki fangað í líkingu við sjálfa upplifunina. Ég reyni því ekki að lýsa fyrir ykkur kæru lesendur hvernig vorið gagn- tekur mann og umfaðmar náttúru- algleymi, það er ykkar að ganga á vit upplifunarinnar og njóta á þann hátt sem hentar hverjum og einum. Landið breytir um lit og lykt og loftið fyllist ómþýðum söng ást- fanginna fugla. Heima á bæjunum leikur ungviðið sér hoppandi og skoppandi um móana á milli mjólk- urskammta mæðra sinna. Slík náttúruveisla hríslar sælu- straumum um kroppinn og læðir fiðringi inn í hugskot njótandans, mannfólkið lifnar við og brosir mót veröldinni. Það er full ástæða til þess les- endur góðir að hvetja ykkur til að fara út í vorið og ferðast um landið ykkar Ísland. Til þess að gera sér betur í hug- arlund upp á hvað landið hefur að bjóða vil ég benda ykkur á Ferða- torgið í Smáralind, 2. – 4. maí, þar má fræðast um flest það sem Ís- land hefur upp á að bjóða. Lifið heil. ÁSMUNDUR GÍSLASON, Árnanesi, Hornafirði. Ferðamálasamtök Austurlands Frá Ásmundi Gíslasyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.