Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 27 Frjálslyndi flokkurinn heldur stjórnmálafund í Félagsheimilinu í Kjós í kvöld og hefst fundurinn kl. 20.30. Á fundinn mæta þau Gunnar Örlygsson, 1. maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur- kjördæmi, Sigurlín Margrét Sig- urðardóttir, 2. maður á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur- kjördæmi, og Guðjón A. Krist- jánsson, formaður Frjálslynda flokksins og fyrsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Norðvest- urkjördæmi. Í fréttatilkynningu frá Frjálslynda flokknum segir að táknmálstúlkur verði á staðnum, enda sé Sigurlín heyrnarlaus og stefni að því að verða fyrsti heyrn- arlausi þingmaðurinn. Þá segir í frétt flokksins að þetta sé fyrsti framboðsfundurinn sem haldinn er í áratugi í Kjós. Sumargleði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fer fram í Hafnarborg á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 20.30. Meðal dagskrárliða verð- ur söngur Karlakórsins Þrasta, Ríó Tríó treður upp og Margrét Pálmadóttir tekur lagið. Þórður Marteinsson tekur á móti gestum með harmonikkuleik, en ýmsir að- standendur Samfylkingarinnar munu stíga í pontu, þar á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem flytur hátíðarávarp. Stjórnandi samkomunnar er Lúðvík Geirsson bæjarstjóri. STJÓRNMÁL GÓÐ gjöf bættist við tækjakost Landspítalans – háskólasjúkrahúss á dögunum. Fyrirtækið Bros ehf. gaf með- göngudeild spítalans vél sem að- stoðar við mjólkurgjöf hjá mjólk- andi mæðrum sem fæða fyrirbura. Vélin, sem er af Symphony-gerð, mun vafalítið koma deildinni að miklu gagni. Ólöf De Bont frá Bros ehf. afhenti Álfheiði Árnadóttur, deildarstjóra með- göngudeildar, vélina fyrir hönd fyrirtækisins. Meðgöngudeild Landspítala fær veglega gjöf LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að stöðu umferðarljósa vegna áreksturs tveggja fólksbíla á mótum Arnarnesvegar og Fífu- hvammsvegar í Garðabæ hinn 9. apr- íl sl. um klukkan 23. Þar rákust saman rauður Mitsub- ishi Lancer og blár Volkswagen Vento. Mitshubishi-bílnum var ekið aust- ur Arnarnesveg og beygt í átt að Fífuhvammsvegi en hinum bílnum vestur Arnarnesveg. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðn- ir að hafa samband við lögregluna í Hafnarfirði eða Reykjavík. Lýst eftir vitnum FYRIR nokkru voru haldin sveins- próf í rafiðngreinum. Alls útskrif- uðust að þessu sinni 45 sveinar. Voru útskrifaðir 28 rafvirkjar og 17 rafeindavirkjar. Af þessu tilefni héldu Rafiðn- aðarsamband Íslands, Samtök at- vinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Rafiðnaðarskólinn og Fræðslu- skrifstofa rafiðnaðarins hóf í hús- næði RSÍ, Stórhöfða 31. Í hófinu voru sveinum afhent sveinsbréf sín og nokkrum nemendum voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á sveinsprófi, segir í fréttatilkynn- ingu. 45 rafiðnaðarsveinar fengu sveinsbréfin UM páskana var haldin í Miklabæj- arkirkju sýning á smíðisgripum og listmunum gerðum af Guðmundi Hermannssyni frá Fjalli, kennara við Varmahlíðarskóla. Guðmundur lauk námi frá smíða- deild Kennaraskólans árið 1965 og Kennaraháskólanum 1973. Þá stund- aði hann nám við Notodden Lære- högskole á Þelamörk í Noregi 1985– 86, í deild sem heitir Tre og forming. Á sýningunni, sem haldin er á þeim tímamótum Guðmundar, að hann er nú að láta af störfum sem kennari, var margt að skoða, og vöktu athygli ýmsir fallegir og sér- stæðir gripir sem hann hefur unnið í hrossbein, meðal annars verðlauna- gripur sem kenndur er við hinn landsfræga hestamann Dúdda frá Skörðugili, og keppt er um árlega í ístölti á Holtstjörn. Einnig var margt fagurlega útskorinna muna í tré og horn og margir stöldruðu við við borð með allmörgum hnífum með sköftum úr ýmsum gerðum beina og horna sem skreytt voru listilega. Alls voru um 100 gripir kynntir í skemmtilegri sýningarskrá og má þar nefna að gripur númer 21 er skráður svo: „Ölkanna úr eplatré. Unnin í Noregi 1985. Á loki er skor- inn með höfðaletri vísupartur um smiðinn, eftir Sigurð Hansen, – Bakkusar þó brunnar þorni, –. Og Bakkusarmynd á loki líkist óvart einum vina Guðmundar.“ Á sýningunni var lokaverkefni Guðmundar frá Notodden Lærehög- skole, veglegur útskorinn stóll smíð- aður úr norsku birki. Hrossaræktarfélagið Gráni í Akrahreppi hafði forgöngu um að koma sýningunni á, en sá fé- lagsskapur virðist fást við ýmis fleiri menningarmál en ræktun góðhesta því á vegum félagsins má nefna bókaútgáfu og ýmsa menningarvið- burði í sveitinni. Listasýning í Miklabæjarkirkju Sauðárkróki. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Björn Björnsson Guðmundur situr í stólnum góða. BORIST hefur ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi Barnageð- læknafélags Íslands nýlega en þar er lýst yfir áhyggjum yfir stöðu í geð- heilbrigðismálum barna og unglinga. „Ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að stórauka fjárframlög til geðheil- brigðisþjónustu við börn og ung- menni og setja málaflokkinn í for- gang er fagnað,“ segir m.a. í ályktuninni. Þá fagnar fundurinn stofnun átaksteymis til að sinna bráðveikum börnum sem og áform- um um stækkun unglingadeildar BUGL og aukna þjónustu deildar- innar við landsbyggðina. „Uppbygg- ing geðheilbrigðisþjónusu við FSA þarf að hefjast sem fyrst, svo og gagnger endurskoðun á þjónustu við börn í hinum dreifðari byggðum landsins. Stjórnunarleg staða Barna- og unglingageðdeildar innan Landspít- ala háskólasjúkrahúss og vöntun á prófessorsstöðu og öðrum kennslu- stöðum við læknadeild Háskóla Ís- lands er áframhaldandi áhyggjuefni og er að áliti fundarins ein helsta hindrunin fyrir eðlilegri þróun innan sérgreinarinnar.“ Lýsa áhyggj- um vegna geð- heilbrigðis- mála barna GEIR H. Haarde fjármálaráðherra hefur skipað Harald Sverrisson skrifstofustjóra rekstrar- og upplýs- ingaskrifstofu frá 1. maí nk. Haraldur hefur langa reynslu í starfi hjá stjórnarráðinu, hann hefur m.a. verið rekstrarstjóri fjármála- ráðuneytisins frá árinu 1991. Sem rekstrarstjóri hefur hann verið yfir- maður rekstrar- og upplýsingadeild- ar ráðuneytisins sem var með skipu- lagsbreytingum 1. apríl sl. breytt í skrifstofu. Haraldur er viðskipta- fræðingur að mennt og stundaði framhaldsnám í fjármálum í Banda- ríkjunum á árinu 2001. Fjármálaráðuneytið Nýr skrifstofu- stjóri skipaður ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.