Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Baldvin Þorsteinsson og Goðafoss koma í dag. Selfoss, Þerney og Venus fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Selfoss kemur til Straumsvíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinustofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánu- dagur kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, vinnustofur lokaðar í dag vegna uppsetn- ingar á sýningu, fé- lagsvist kl. 14, kl. 9–14 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum, kór eldri borgara Garða- bæ, alla mánudaga kl. 17.30 í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli. Söngfólk er hvatt til að koma og taka þátt í starfi með kórnum. Stjórnandi kórsins er Kristín Pjetursdóttir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Kl. 13 nám- skeið, tálgað í tré og lesið í skóginn. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, pútt kl. 10, biljard og kóræfing kl. 10.30, tréskurður kl. 13 og félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 15.30 upplestur. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9. 30 gler og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fóta- aðgerð, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 postulínsmálun og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska, fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerð, kl. 9–12 mynd- list, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánu- dagskvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 brids. Minningarkort Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu endurhæf- ingadeildar Landspít- alans Kópavogi (fyrr- verandi Kópavogs- hæli), síma 560-2700 og skrifstofu Styrkt- arfélags vangefinna, s. 551-5941 gegn heim- sendingu gíróseðils. Í dag er mánudagur 28. apríl, 118. dagur ársins 2003. Orð dagsins: „Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið, svo að þér verðið börn ljóssins.“ (Jóh. 12, 36.) Kosningar í nánd, furðuleg auglýsing VARLA hefur farið framhjá mörgum auglýsing (í svart/hvítu) Samfylking- arinnar í sjónvarpinu, þar sem strollan af forsætisráð- herrum (allt karlmönnum) lýðveldisins rúllar á skján- um og endar svo á litmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráð- herraefni SF. Hver eru svo skilaboðin með svona aug- lýsingu? Að allir eigi að kjósa konu núna, vegna þess að hingað til hafa bara karlmenn verið forsætis- ráðherrar? Sem sagt að kjósa konu, konunnar vegna. Þetta er auðvitað þvílík ósmekkvísi að það hálfa væri nóg. Kjósandi. Hrokafullir sjálfstæðismenn ÞAÐ er með ólíkindum að hlusta á og lesa greinar eft- ir sjálfstæðismenn þessa dagana. Þeir væla mikið undan Ingibjörgu Sólrúnu vegna Borgarnesræðunnar síðari. Þeir segja m.a. að þetta séu ekki málefnalegar um- ræður, það skiptir þá kannski engu hvernig menn fara með vald sitt. Tökum nokkur dæmi: Þegar Davíð Oddsson sagði að biskupinn ætti að fá sér eitthvað annað að gera þeg- ar hann talaði um fátækt hér á landi. Eða þegar Dav- íð sagði að það væri til fullt af fólki sem stæði í biðröð- um hjá mæðrastyrksnefnd bara til að fá frían mat, þetta kom eins og blaut tuska í andlitið á vesalings fólkinu sem þarna átti í hlut. Og ekki má gleyma greinum Agnesar Braga- dóttur þar sem hún rekur hverja ferðina á fætur ann- arri frá mönnum innan við- skiptalífsins til forsætis- ráðuneytisins til að fá vilyrði fyrir hinum og þess- um ákvörðunum. Og svo að því sem Davíð sagði á landsfundinum, þar sagði hann að það væri al- gjör sátt um kvótakerfið (er hann ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast í þjóðlífinu?) Öryrkjadómurinn og Valdimarsdómurinn, þetta er allt á eina bókina lært, hroki og geðþóttaákvarð- anir samanber Íraksmálið og stuðningurinn við trúar- ofstækismenn í USA. Svo ef einhver vogar sér að gagnrýna Davíð þá er sá hinn sami í einhvers konar samsæri gegn honum. Ég skora á alla sem lesa þetta að spá bara aðeins í þetta, er það svona vald sem að viljum hafa yfir okk- ur? Ég kaus Sjálfstæðis- flokkinn þegar Davíð bauð sig fyrst fram til Alþingis af því að ég trúði að hann væri réttlátur og klár maður, en það eru mistök sem ég verð að lifa með. Virðingarfyllst, Valur Bjarnason. Sammála Kristínu ALVEG er ég sammála Kristínu sem segir að það sé búið að eyðileggja morg- unþáttinn hjá RÚV. Sjaldn- ast gengur að finna neitt áheyrilegt á öðrum stöðv- um svo við bara slökkvum á útvarpinu og spjöllum á leið í vinnuna. Verst er þegar þetta kosningakjaftæði og rifrildi er í gangi. Hlýtur að vera beinlínis óheilsusam- legt að hlusta á rifrildi og þras, nýkominn á fætur. Gamla efnið aftur og minni hávaðamun á milli þess að senda út músík og talað mál, svo hægt verði að hafa opið útvarp. 110643-4629. Djúpa laugin MÉR finnst að það mætti endurskoða þáttinn „Djúpa laugin“ á Skjá einum. Mér fannst þátturinn skemmti- legri hér áður fyrr. Nú er hann fyrir neðan allar hellur með þvílíkar spurn- ingar sem eru svo heimsku- legar. Mér finnst að það þyrfti að vera einhver skyn- semi á bakvið við þetta. Gréta. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Í skrúðgöngu í vesturbænum. LÁRÉTT 1 forljót kona, 4 kasta, 7 þvinga, 8 ótti, 9 renna, 11 lengdareining, 13 bakki á landi, 14 afbragð, 15 óm- júk, 17 útungun, 20 málmur, 22 smyrsl, 23 eimyrjan, 24 snáði, 25 flýtirinn. LÓÐRÉTT 1 hæfa, 2 ull, 3 mjög, 4 höfuð, 5 núa, 6 ákveð, 10 þor, 12 hvíld, 13 tjara, 15 aðstoð, 16 rödd, 18 girnd, 19 báturinn, 20 náttúra, 21 rekast í LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 rysjóttur, 8 lýgur, 9 fóðra, 10 pot, 11 grafa, 13 akrar, 15 klökk, 18 sárna, 21 oft, 22 stutt, 23 askan, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 2 yggla, 3 jarpa, 4 tyfta, 5 Urður, 6 slag, 7 maur, 12 fok, 14 krá, 15 koss, 16 ötull, 17 kotin, 18 starf, 19 ríkur, 20 annt. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... EINN af kunningjum Víkverja varað koma frá útlöndum. Ferðin var býsna góð, að sögn kunningjans, ekki síst vegna þess að hann hefur gaman af því að fljúga. Hvers vegna finnst kunningjanum svo gaman að fljúga? Jú, honum finnst „flug- vélamatur“ svo ofboðslega góður! Kunninginn hefur áður haldið því fram í fullri alvöru við Víkverja að opna þyrfti veitingastað í Reykjavík sem hefði aðeins svokallaðan „flug- vélamat“ á boðstólum. Víkverji er að vísu ekki jafnviss um að Íslendingar myndu flykkjast á slíkan veit- ingastað – en gat þó vel séð fyrir sér að um „þematengdan“ stað yrði að ræða; þ.e. að hann yrði innréttaður sem flugvél; gestir fengju aðeins að sitja tveir og þrír saman, aldrei and- spænis hver öðrum og ávallt með stólbak fyrir framan sig. Kannski líst einhverjum athafnamanninum nógu vel á þessa hugmynd til að hrinda henni í framkvæmd?! x x x VÍKVERJI býr í miðbæ Reykja-víkur og kann því vel. Nú er vor í lofti og fátt ánægjulegra, að mati Víkverja, en að bregða sér í kvöld- göngu. Eitt skyggir þó verulega á gleðina um þessar mundir en það eru umfangsmiklar framkvæmdir í Bankastræti, á Bergstaðastrætinu milli Laugavegs og Skólavörðustígs og á vegspottanum frá húsi Máls og menningar við Laugaveg og að SPRON við Skólavörðustíg. Í fyrra var Skólavörðustígurinn meira og minna uppgrafinn langt fram á sumar og skemmdi sum- argleðina í brjósti Víkverja og nú þetta! Hvers vegna þarf alltaf að vera að grafa upp alla skapaða hluti – hvenær fær Víkverji eiginlega að ganga um sitt nánasta umhverfi í friði? x x x VÍKVERJI var að fletta Frétta-blaðinu í vikunni. Þar á bæ eru sumar fréttir greinilega merkilegri en aðrar. Á forsíðu blaðsins sl. þriðjudag var t.d. tvisvar sinnum greint frá því að hershöfðinginn fyrrverandi, Jay Garner, væri kom- inn til Bagdad, en Garner á að fara fyrir bráðabirgðastjórn Bandaríkja- manna í Írak. Á miðvikudag bættu Fréttablaðsmenn hins vegar um bet- ur; þá var hægt að finna á alls þrem- ur stöðum í blaðinu litla frétt um nið- urstöður DNA-rannsóknar í Bandaríkjunum sem hafði sýnt fram á sakleysi 23 ára gamals manns, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir morð. Morgunblaðið/Ómar Framkvæmdir í miðbænum.     Stefán Pálsson skrifargrein á Múrinn, þar sem hann gagnrýnir það kerfi, að tiltekinn fjölda meðmælenda þurfi til að geta boðið fram til þings. „Meginröksemdin sem notuð er til að réttlæta kröfuna um meðmæl- endalista er sú að nauð- synlegt sé að koma í veg fyrir að allt fyllist af smá- flokkum,“ segir Stefán. „Þetta er umdeilanlegt viðhorf, því hæglega má halda því fram að æski- legt sé að sem allra flestir bjóði sig fram og reyni að vinna skoðunum sínum fylgis. En jafnvel þó horft sé fram hjá því, þá halda þessi rök ekki vatni því raunin er sú að núverandi kerfi hindrar alls ekki smáflokka í að bjóða fram. Við hverjar kosn- ingar koma fram nokkrir framboðslistar sem fá færri atkvæði í kosning- um en mælt höfðu með listanum.“ Stefán segir að hinn raunverulegi þröskuldur sem framboð þurfi að yfirstíga sé ekki sá að ganga hús úr húsi með undirskriftalista, heldur að fá fólk á framboðslista. Þess vegna myndi smá- framboðunum ekki fjölga að marki þótt krafan um meðmælendalista væri af- numin.     Stefán bætir við að með-mælendalistar af þessu tagi samrýmist tæp- lega hugmyndinni um leynilegar kosningar. „Lengi vel kusu kosninga- smalar flokkanna og fjöl- margir þeirra sem kvitt- uðu undir meðmælalista að líta svo á að með undir- skriftinni væri einungis verið „að lýsa stuðningi við að viðkomandi listi fengi að bjóða fram“, þannig væri undirskriftin ekki bein stuðningsyfir- lýsing. Þessi röksemdafærsla var góð og gild þar til fyr- ir kosningarnar 1999, þegar bundið var í reglur að einungis mætti skrifa undir hjá einum flokki. Með því er ljóst að lög- gjafinn lítur á undirskrift- irnar sem hreina stuðn- ingsyfirlýsingu við við- komandi framboð. Það er óásættanlegt. Hvers vegna eiga nokkrar þús- undir kjósenda að þurfa að gefa út opinbera stuðn- ingsyfirlýsingu til að hægt sé að efna til leyni- legra kosninga fyrir alla hina? Þetta er út í hött!“ skrifar Stefán.     Loks bendir Stefán áenn einn galla: „Hvað ef t.d. framboðslisti eins af „stóru“ flokkunum yrði úrskurðaður ógildur vegna galla á meðmæl- endalistum sem óvíst væri hverjum væri að kenna? Hugsum okkur t.d. að hópur illkvittinna stuðn- ingsmanna vinstri- grænna og Framsóknar- flokksins hefði gengið á milli kosningaskrifstofa íhaldsins, kratanna og Frjálslynda flokksins og skráð nöfn sín á meðmæl- endalista allra flokka. Þær undirskriftir hefðu fallið dauðar niður og framboð þriggja fram- boða komist í uppnám!“ STAKSTEINAR Óþarfir meðmælendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.