Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 29 DAGBÓK Sparisjóður Mýrasýslu - 500.000.000 kr. - 1. flokkur 2003 Nafnverð útgáfu: Heildarfjárhæð skuldabréfaflokksins getur orðið allt að 1.000.000.000 kr. að nafnverði. Þegar hafa skuldabréf að nafnverði 500.000.000 verið útgefin og seld í lokuðu útboði til fagfjárfesta. Skilmálar skuldabréfa: Skuldabréf 1. flokks 2003 eru verðtryggð afborgunarbréf (jafnar afborganir) til 7 ára og 6 mánaða. Útgáfudagur er 5. mars 2003. Bréfin eru með 7 jöfnum afborgunum. Gjalddagi er einu sinni á ári þann 5. ágúst ár hvert og í fyrsta sinn 5. ágúst 2004. Lokagjalddagi bréfanna er 5. ágúst 2010. Skuldabréfin bera 5,5% ársvexti sem greiddir eru af höfuðstól skuldarinnar eins og hann er á hverjum tíma þann 5 ágúst ár hvert, fyrst 5. ágúst 2004 og síðast 5. ágúst 2010. Auðkenni skuldabréfaflokksins: Auðkenni bréfanna í kerfi Kauphallar Íslands er SPM 03 1 Skráningardagur: Kauphöll Íslands mun taka bréfin á skrá þann 2. maí 2003. Umsjón með sölu skuldabréfanna og skráningu í Kauphöll Íslands hefur Verðbréfastofan hf., Suðurlandsbraut 18, 108 Reykjavík. Skráningarlýsingar og önnur gögn sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá Verðbréfastofunni hf. og á heimasíðu félagsins www.vbs.is. Skráning skuldabréfa í Kauphöll Íslands STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hæfileikaríkur, en þarft að sigrast á miklu ör- yggisleysi, sem stendur þér fyrir þrifum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú léttir á þínum eigin áhyggjum ef þú gefur þér tíma til að hjálpa öðrum í neyð. Vertu staðfastur og forðastu að falla í freistni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Verkefnin hrannast upp svo þér finnst þú ekki sjá fram úr hlutunum. Gakktu hik- laust til verks og láttu ut- anaðkomandi hluti ekki trufla þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinir þínir skipta þig miklu máli svo þú skalt njóta ná- vistar þeirra svo oft sem þú hefur tækifæri til. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það gengur ekki að skella skuldinni á kerfið því þú ert einn af þegnunum. Gerðu þér grein fyrir því hvert þú vilt stefna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú finnur löngun hjá þér til að gera eitthvað nýtt og gætir fengið tækifæri til þess fyrr en síðar. Hafðu jafnvægi á öllum hlutum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Leitaðu leiða til þess að örva huga og hönd því annars áttu það á hættu að staðna. Þú hefðir gott af því að hafa samband við vinina. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Atburðarás dagsins mun leiða þig á stað þar sem þú hefur aldrei komið áður. Hagaðu því orðum þínum svo að þú þurfir ekki að sjá eftir neinu, hvað sem gerist. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er engin ástæða til þess að hlaupa upp til handa og fóta, þótt einhverjir heimti það. Þinn tími mun koma og þá muna menn viðbrögð þín. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst þú verða fyrir miklum þrýstingi frá sam- starfsmanni þínum. Það er allt í lagi að segja meiningu sína en þó þannig að það særi engan sem í hlut á. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér finnst einhvernveginn allt rekast á annars horn. Enginn er fullkominn og þú ekki heldur svo þú skalt bara herða upp hugann og halda áfram. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ekki hafa svo miklar áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum að þú komir engu í verk. Láttu verkin tala. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú getur átt von á töfum á leið til og frá vinnu í dag. Flýttu þér hægt því flas er ekki til fagnaðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. TÍMINN OG VATNIÐ Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. - - - Steinn Steinarr LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 28. apr- íl, er áttræður Jón Valdi- mar Sævaldsson til heimilis að Álfaskeiði 100 Hafn- arfirði. Hann og kona hans, Fanney Jónsdóttir, eru stödd á Benidorm á Spáni. ÞAÐ er góð regla í sagn- baráttu að segja einum meira þegar maður er í vafa. Jón Baldursson orðar sömu hugsun þannig: „Segðu einum meira ef þú heldur að annar eða báðir samningar geti unnist.“ Lít- um á dæmigert baráttuspil frá Íslandsmótinu: Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♠ 10873 ♥ ÁK74 ♦ D8 ♣KG4 Vestur Austur ♠ ÁK96 ♠ D52 ♥ -- ♥ -- ♦ KG96 ♦ Á07542 ♣109652 ♣D873 Suður ♠ G4 ♥ DG10986532 ♦ 3 ♣Á Skiptingin er villt og spil- ið býður því upp á harða sagnbaráttu. Með réttri vörn fá NS 10 slagi í hjarta- samningi, en AV 11 slagi í láglit. „Par skor“ er því +200 í AV fyrir fimm hjörtu dobluð. Og í reynd var það algengasti samningurinn, en hins vegar vannst hann á fjórum borðum! Vestur kom þá út með háspil í spaða og skipti yfir í laufgosa í öðrum slag. Sagnhafi gat skemmt sér við að spila hjarta- tvistinum yfir á fjarkann til að henda tígli niður í lauf- kóng. Hættan á slíkum varnarmistökum er enn ein ástæðan til að segja aftur og „taka af sér höggið“. Það gerði Ásmundur Pálsson, liðsmaður Guðmundar Her- mannssonar, í leiknum við sveit Skeljungs. Ásmundur og Guðm. P. Arnarson voru í AV gegn Karli Sigurhjart- arsyni og Snorra Karlssyni: Vestur Norður Austur Suður Guðm. Karl Ásm. Snorri 1 lauf Dobl 1 tígull 4 hjörtu 5 tíglar Dobl Pass 5 hjörtu Pass Pass 6 tíglar Dobl Pass Pass Pass Bæði Snorri og Ásmund- ur meta spilin sín skyn- samlega og niðurstaðan var vel við unandi fyrir báðar hliðar: +100 í NS. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 c5 2. b3 d6 3. Bb2 e5 4. Bb5+ Rd7 5. Re2 Rgf6 6. d3 Be7 7. O-O O-O 8. a4 Rb8 9. Rbc3 a6 10. Bc4 Rc6 11. f4 Bg4 12. h3 Bxe2 13. Rxe2 Hb8 14. fxe5 Rxe5 15. a5 Rc6 16. Rg3 Rd7 17. Rf5 Bf6 18. Bxf6 Dxf6 19. Dd2 Rde5 20. Bd5 Dd8 21. Bxc6 Rxc6 22. Hf4 Re5 23. Haf1 Hc8 24. Df2 Hc7 25. Dg3 f6 26. Re3 Hcf7 27. Rf5 Hd7 28. d4 Rg6 29. Hg4 cxd4 30. h4 Dc7 31. Rxd4 Dxa5 32. c3 Hc8 33. b4 De5 34. Dh3 De8 35. h5 Re5 36. Hg3 Hf7 37. Rf5 Hd7 38. Dh4 Kh8 39. h6 g5 40. Dh2 Hc4 Staðan kom upp á danska meist- aramótinu sem er ný- lokið í Horsens. Jens Ove Fries-Nielsen (2448) hafði hvítt gegn Steffen Pedersen (2443). 41. Hxg5! Hxe4 41... fxg5 gekk ekki upp vegna 42. Rxd6 Hxd6 43. Dxe5+ og hvítur vinnur. 42. Hg7 Rc4 43. Dg3 Re3 44. He1 Rxf5 45. Hxe4 Df8 46. Dg4 Hxg7 47. hxg7+ Rxg7 48. Dd7 b5 49. He7 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. www.snyrtistofa.is MEÐ MORGUNKAFFINU Úps!! Allt hjúkrunarliðið er búið að skrifa undir kort með óskum um skjótan bata!         MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík www.solidea.com mbl.is STJÖRNUSPÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.