Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 31 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Traust, svik og blekkingar Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 8. B.i 12 HK DV Kvikmyndir.comSV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i 14. ÓHT Rás 2 www.regnboginn.is HK DV X-97,7  HJ MBL  Kvikmyndir.com Forsala hafin á h imsfrumsý ingu X-Men 2 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 6 og 10. B.i 16. HOURS Sýnd kl. 6 og 10. SV MBL HK DV  Kvikmyndir.com Vegna fjölda áskorana aukasýningar á þessari mögnuðu hrollvekju Vegna fjölda áskorana auka- sýningar á þessari æðislegu mynd FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINSPOTTING 400 kr Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Þetta var hin fullkomna brúðkaups- ferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. 400 kr.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. www.laugarasbio.is Brjálaður hasar og geggjuð áhættuatriði. Forsala hafin á heimsfrumsýningu X-Men 2 Sir Paul Mc- Cartney er rík- asti dægurtónlist- armaður Bret- lands. Annað árið í röð er hann í efsta sæti breska blaðsins The Sunday Times yf- ir ríkustu tónlist- armennina. Eigur McCartney eru metnar á 96,5 milljarða króna en fyrrum Bítillinn hefur bætt mjög í sparibaukinn á yfirstandandi heims- reisu sinni þar sem uppselt hefur verið á hverjum tónleikum. Söngleikjahöfundurinn Andrew Lloyd Webber er í öðru sæti með 50,8 milljónir króna og söngleikja- mógúllinn Cam- eron Mack- intosh með 42,5 milljarða. Nýbú- inn hún Ma- donna, sem bú- sett hefur verið í Bretlandi eftir að hún gekk að eiga Guy Ritchie, er í fjórða sæti listans. Gamli kvik- mynda- og hljómplötuframleiðand- inn Robert Stigwood, maðurinn á bak við Saturday Night Fever og Grease og aðrar söngvamyndir, á enn gildan sjóð því hann hafnar í 5. sæti yfir ríkustu menn í dæg- urtónlistarbransanum, Mick Jagger er sjötti, Elton John sjöundi, Sting áttundi, Tom Jones níundi og Keith Richards tíundi. Mega þeir þrír síð- astnefndu því búast við að vera að- laðir af drottningu von bráðar því greinilega fer hún eftir þessum ríku- lega lista. Og samkvæmt því ætti sjálf poppdrottningin að geta kallað sig lafði Madonnu fyrr en síðar. Ekkja George Harrisons, Olivia, rýkur upp listann og hafnar í 18. sæti eftir að hafa erft tæpa 15 milljarða króna eftir eiginmann sinn og Os- bourne-hjónin koma einnig sterk inn í 23. sæti en eigur þeirra hafa tvöfaldast á síðustu mánuðum, þökk sé þáttunum vinsælu en Ozzy fékk þó einnig talsvert í aðra hönd vegna velheppnaðrar Ozzfest tónleika- ferðar sem hann stendur fyrir í Bandaríkjunum. David Beckham er ríkasti íþrótta- maður Bretlands samkvæmt sams konar lista hjá The Sunday Tim- es en eigur þeirra Beckham-hjóna eru metnar á 6,3 milljarða króna … Nýja platan henn- ar Madonnu, American Life, hefur heldur betur fengið óblíðar móttökur gagnrýnenda vestanhafs sem hafa nánast einum rómi rakkað hana nið- ur í svaðið. Ganga sumir gagnrýn- endur svo langt að velta vöngum yfir hvort poppdrottningin sé orðin völt í sessi, sé búin að glata töframætt- inum sem hún hefur verið gædd í tvo áratugi. Flestir eru þeir á því að nýja ímyndin hjá þessu mikla kameljóni poppsins, sé engan veginn nógu sannfærandi, að einhvern falskan tón sé að finna í þessu byltingarkennda hörkukvendi, sem allt í einu nú, eftir að hafa baðað sig í sviðsljósinu í 20 ár, sé farið að draga ameríska drauminn í efa, og í ofanálag farið að láta sig þjóðmálin varða. En það er ekki nóg með að nýja ímyndin fari fyrir brjóst manna vestanhafs heldur setja þeir líka stórt spurningarmerki við tónlistina sjálfa, sem Tom Moon hjá Philadelphia Inquirer segir þá þynnstu sem hún hefur gert í 20 ár, og Jim Derogatis hjá Chicago Sun- Times þreytta með afbrigðum. Dero- gatis grátbiður Madonnu nú um að draga sig í hlé, taka sér frí, nokkuð sem hún klárlega þurfi á að halda. Gagnrýnandi The New York Times er ekki eins harðorður en segist þó þreyttur á þessu „sálgreining- arrausi“ í henni, sem sverji sig í ætt við texta söngkvenna á borð við Jewel. Þrátt fyrir neikvæð viðbrögð gagn- rýnenda er fastlega búist við því að platan muni seljast grimmt, enda hafi Madonna sannað það margoft, að hún þurfi ekki að hafa gagnrýn- endur á sínu bandi til að skína skært og drottna sem aldrei fyrr … Fyrr- um ruðningskappinn og kvikmynda- leikarinn O.J. Simpson mun ekki taka þátt í veruleikasjónvarpi um eigið líf. Kom sú yfirlýsing frá hon- um eftir að sögur fóru af stað í fjöl- miðlum að hann myndi fylgja for- dæmi Osbourne fjölskyldunnar og hleypa sjónvarpstökuliði inn í einka- líf sitt. O.J. segir að slíkur þáttur yrði líklega mjög leiðinlegt sjón- varpsefni. ...Kryddpían Victoría Beckham hefur tjáð fjölmiðlum að á tímabili hafi hún farið mjög nærri því að þjást af anorexíu. Í viðtali í sjón- varpsþætti sagðist hún hafa orðið gagntekin af áhyggjum af því hvað hún léti ofan í sig. Hún kveðst þó ekki hafa gengið svo langt að hafi mátt kallast sjúklegt, þótt hún hafi farið ansi nærri því. ...Söngvarinn fínlegi, hann Michael Jack- son, fær víst ekki undanþágu frá eignasköttum fyr- ir jörð sína, Hvergiland, en hann hafði vonast til að nýta sér ákvæði sem veitir skattafslátt ef jörðin er nýtt til land- búnaðarstarfa. Jackson leigir ein- hvern hluta hinnar tæplega þrjú þús- und ekra landareignar sinnar til nautgripabónda, en til að fá skattaf- sláttinn myndi hann aðeins mega nýta tvær ekrur til einhvers annars en landbúnaðar. Einkaskemmtigarð- ur Jacksons og híbýli þekja 37 ekrur lands FÓLK Ífréttum UNGFRÚ Ísland.is var valin við hátíðlega athöfn í húsakynnum Bifreiða og landbúnaðarvéla á föstudag. Þátt tóku 10 glæsilegar og þokkafullar stúlkur, en hlutskörpust varð Rakel McMahon, 19 ára nemi á fé- lagsfræðibraut við Menntaskólann í Kópavogi, sem stefnir á nám í innanhússhönnun. Í öðru sæti varð Jónína Björk Vilhjálmsdóttir og Svetlana Akoulova þriðja. „Nei, ég átti ekki von á að vinna,“ sagði Rakel í samtali við Morgunblaðið. „Við sem tókum þátt í keppninni gerðum allar okkar besta og hver og ein okkar átti þetta alveg jafnmikið skilið.“ Keppnin fór þannig fram að stúlkurnar komu fram í tískufatnaði og einnig kjólum eftir íslenska hönnuði, auk þess sem hljómsveitin Vynill spilaði, Birgitta Haukdal tók lagið og Sigurjón Kjartansson fór á kost- um í uppistandi. Sú nýbreytni var á þessari keppni að fulltrúar femínista stigu á svið og héldu stutt erindi um fegurðarsamkeppnir, og líklega ekki að óþörfu, enda má deila um hvort yfir höfuð sé hægt að keppa í fegurð, og þá spurning hvaða mælikvarða á að nota, og hve alvarlega á að taka slíka samkeppni. „Þetta fór því miður mestallt framhjá okkur sem tókum þátt í keppninni, enda vorum við á bakvið tjöldin á milljón að skipta um föt.“ Sagði Rakel. Samkeppnin Ungfrú Ísland.is er um margt sérstök fegurðarsamkeppni, því persónuleika og mannkostum stúlknanna er ekki gert síður hátt undir höfði en ytri fegurð. Þannig komu stúlkurnar ekki fram á baðföt- um: „Það var ekkert svoleiðis. Í aðdraganda keppn- innar voru líka litlar kröfur gerðar til okkar að eltast við útlitsfyrirmyndir. Við máttum ráða útliti okkar sjálfar. Þetta er vissulega fegurðarsamkeppni, en miklu meira er lagt upp úr karakter þátttakendanna. Ef þú lítur yfir hópinn sem tók þátt í keppninni þá hefur hver og ein stelpa sinn persónuleika og ein- kenni. Við vorum ekki látnar eltast við einhverja ímynd, heldur fengum að vera við sjálfar í þessari keppni.“ Í aðdraganda keppninnar, allt síðan í lok október, hafa stúlkurnar fengið að hittast og kynnast hver annarri í ýmsum hópferðum. Þannig fór hópurinn til dæmis í Bláa lónið, og út að borða, en dómararnir nota einnig slík tækifæri til að kynnast stúlkunum og sjá hvaða mann þær hafa að geyma: „Kolbrún Pálína, sem var formaður dómnefndar, var oft með okkur, og í raun gleymdi maður að hún væri í dómnefndinni, því hún varð í raun ein af okkur.“ Rakel segir undirbúninginn hafa verið hinn skemmtilegasta, og lítið stress nema þá helst á loka- kvöldinu sjálfu. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt og stelpurnar frábærar. Ég er búin að kynnast mörg- um nýjum einstaklingum í gegnum þetta allt saman.“ Rakel segir keppnina vissulega hafa áhrif á fram- tíðarplönin, – í það minnsta til skemmri tíma litið. „Já, þetta er a.m.k. búið að breyta sumaráætlununum, en ég hafði ætlað að vinna í sumar í Danmörku. Nú á ég von á að vera send til Kína í „Miss World“- keppnina, þó að verið geti að HABL-faraldurinn setji þar strik í reikninginn.“ Rakel segir að hún hafi fengið boð um að koma í prufuviðtal fyrir keppnina eftir að skólasystir hennar benti aðstandendum keppninnar á hana. Hún sló til, enda segir hún þetta hafa verið tilvalið tækifæri til að prufa eitthvað nýtt, auk þess sem þetta hafi haft góð áhrif á sjálfstraustið. Rakel stefnir samt ótrauð á list- ir og hönnun, og vonast til að þreyta inntökupróf í Myndlistarskóla Reykjavíkur þegar hún hefur fengið stúdentspróf, nú í vor. Rakel McMahon er Ungfrú Ísland.is 2003 „Fengum að vera við sjálfar“ Margir fylgdust með keppninni, sem einnig var sjón- varpað á SkjáEinum. Brosað gegnum tárin: Rakel McMahon, Ungfrú Ísland.is. Keppendur komu meðal annars fram í tískufötum, þar sem þem- að var 9. áratugurinn: „Þegar maður var kominn í þennan búning og gott „eighties“-lag í gangi, gat maður ekki annað en lifað sig inn í hlutverkið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.