Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i.14. / kl. 5.50, 8 og 10.10. b.I. 14. / kl. 8 og 10. B.i. 14. / kl. 8 og 10. B.i. 14 ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 3.45, 5.50, 8 OG 10.10. B.I. 16. Radio X Kvikmyndir.is Óskarsverðlaun Besti leikari í auka- hlutverki Chris Cooper Sýnd kl. 6, 8 og 10. Radíó X H.K. DV 1/2 HL Mbl Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10.05. B.i. 14. Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! Sýnd kl. 6 og 8. 3 Besti leikari í aðalhlutverk Adrien Brody Besti leikstjóri Roman Polanski Besta handritÓSKARS- VERÐLAUN Sýnd kl. 6. Kvikmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst 30 apríl. Sýnd kl. 5.30 og 8.15. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10.05. B.i.14 ára. Radio X Kvikmyndir.is HASARMYNDIN xXx með Vin Diesel er enn þá á toppi mynddiskalistans, þrátt fyrir harða keppni frá eðalmynd- inni Leiðin til Perdi- tion. Diesel er þegar bú- inn að ákveða að leika í framhaldinu enda var það alltaf ætlunin hjá þeim Rob Cohen leikstjóra að þetta yrði fyrsta myndin af mörgum, ef hún myndi ganga vel, sem og hún hefur gert. Leiðin til Perdition skartar stórleikurun- um Tom Hanks og Paul Newman en hún var gerð af Bretanum unga Sam Mendes sem sló rækilega í gegn með fyrstu mynd sinni Amerískri fegurð og hlaut Ósk- ar fyrir. Mel Gibson hlaut einnig Óskarinn fyrir Braveheart, sem kominn er á topp Gullmolalistans. Þótt skoðanir manna séu skiptar um ágæti þeirrar miklu myndar breytir það því ekki að hún á mjög marga dygga aðdáendur sem virðast geta horft á hana í ótelj- andi skipti. Þess má að lokum geta að að Bítlarnir bresku hafa hafið innreið sína á mynd- diskalistann en Anthology-safnið þeirra er nú með- al söluhæstu mynddiska, enda eigu- leg útgáfa og væn.            ! "#$ %    # %   #  &% !        '"   ()* " $ %    + ,-  "  ."#  /  "  /  /  "  /       #% 0 ,   , "0  1 $ 2 $" " %  0 & # % " " % $" 3  $"         xXx ennþá á toppnum Mel Gibson leikstýrði Braveheart og lék aðalhlutverkið. ÞRIÐJA vinsælasta bíómynd sög- unnar, samkvæmt nýjustu útreikn- ingum, kemur út á mynddiski í dag hér á landi. Já, Harry Potter og leyniklefinn kemur út í dag, önnur myndin í þessum magnaða bálki um ævintýri galdradrengsins og vina hans í Hogwarts-skólanum. Og rétt eins og flestum gagnrýnendum þótti myndin sjálf taka hinni fyrstu fram að flestu leyti þá er mynddiskurinn betri en sá fyrsti – miklu betri. Hvar skal byrja? Fyrir það fyrsta þá er enn meira efni á honum – já, það var greinilega hægt að koma meiru fyrir – meira efni og merki- legra. Útgáfan er á tveimur diskum, sá fyrri inniheldur sjálfa myndina, sýn- ishorn úr báðum myndum og lista yf- ir leikara og aðra aðstandendur. Hvað aukaefni varðar er aðalfúttið hins vegar í seinni diskinum, sem er sneisafullur af efni. Uppbyggingin og aðgengið að þessu efni er mun betra og skilmerkilegra en á auka- diskinum með Viskusteininum. Það þarf t.a.m. ekki að leita að afgangs- atriðunum úr Leyniklefanum heldur blasa þau við manni í efnisyfirlitinu. Og eins og vanalega er maður spenntari að sjá þessi afgangsatriði, atriðin sem einhverra hluta vegna fengu ekki að vera með í endanlegu útgáfunni af myndinni sem kom í bíó. Þessi atriði úr Leyniklefanum eru fullkomin að gæðum, sem sagt full- unnin, 17 mínútur að lengd saman- lögð. Þar fær maður m.a. að kynnast honum Dobby litla nánar, illmenninu Lucius og spjátrungnum prófessor Gilderoy. Þessi atriði varpa svo sem engu nýju ljósi á myndina og maður getur vel séð hvers vegna þau fuku en þrátt fyrir það er gaman að sjá þau. Einn hluti disksins er svo alfar- ið helgaður hinum kostulega Gilde- roy en þar gefst tækifæri til að skoða skrifstofu hans nánar og fá yfirlit yf- ir „glæstan“ feril hans. Hægt er að fara í fjóra stutta leiki; leysa þar m.a. þrautir í Leyniklef- anum sjálfum, Forboðna skóginum og fá að launum að sjá atriði úr myndinni eða klapp á bakið. Þessi þáttur ætti að gleðja yngstu áhorf- endurna. Efni um gerð myndarinnar er mun ríflegra á þessum diski en þeim síðasta. Að baki Hogwarts er yfir- skriftin og þar er að finna nokkrar stuttar heimildarmyndir. Þar er einnig 16 mínútna viðtal við höfund- inn J.K. Rowlings og handritshöf- undinn Steve Kloves sem snýst að- allega um hvernig þau fóru að því að laga bókina að hvíta tjaldinu. Stór- fróðleg er síðan kortérs löng mynd þar sem nákvæmlega er farið ofan í saumana á hvernig atriði verður til. Allt þetta er skemmtilega fram sett á þrívíðan máta og það aðgengi- legan. Farið er með mann í eins kon- ar skoðunarferð um Hogwarts og þar er að finna kima sem aldrei sáust í myndinni. Á diskinum er þar að auki hægt að fara í Viltu vinna milljón-legan spurningaleik þar sem allar spurn- ingarnar eru vitanlega upp úr mynd- inni. Fyrir yngri áhorfendur er mesta fjörið þó trúlega að finna í DVD- Rom hlutanum fyrir PC-tölvur. Þar er búnaður sem gerir manni kleift að láta tölvuna þekkja rödd notandans og læra að hlýða skipunum hennar. Þar fyrir utan er heilmikið af efni fyrir tölvuna á aukadiskinum; tíma- lína með sögu Hogwarts, ýmsar þrautir og efni til að gera tölvuna að einum stórum Harry Potter-heimi, skjámyndir, skjásvæfur o.fl. Rúsínan í pylsuendanum fyrir ís- lenska áhorfendur er svo að hægt er að horfa á myndina með íslenskri tal- setningu. Virkilega jákvætt framtak það hjá íslenska dreifingaraðilanum Sambíóunum/myndböndum. Það er auðveldlega hægt að mæla með þessum diski við Harry Potter- aðdáendur, en þarf varla. Ef þeir eru ekki þegar búnir að tryggja sér ein- tak eða panta það þá verða þeir vart í rónni fyrr en það er í höfn. Þessi mynddiskur er þegar farinn að slá öll sölumet úti í heimi og á vafalítið eftir að gera álíka miklar rósir hér heima. Önnur Harry Potter-myndin komin út á mynddiski Á nýja mynddiskinum gefst færi á að kynnast Leyniklefanum og Harry Potter enn betur. Leyniklefinn opnaður Harry Potter og leyniklefinn á mynddiski kemur í verslanir hér á landi í dag. Skarphéðinn Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.