Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 33 Mögnuð hrollvekja frá Stephen King sem engin má missa af! . Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. / Sýnd kl. 6 og 8. / Sýnd kl. 8.kl. 6, 8 og 10. B.i. 14. / kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. / kl. 10. B.i. 14. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI / KEFLAVÍK ÁLFABAKKI / AKUREYRI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI KRINGLAN Sýnd kl. 6 og 10.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4. Tilboð 500 kr. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 12. Sýnd kl. 6 og 8. B.i. 16. kl. 4. ísl. tal / kl. 6. ísl. tal Tilboðkr. 500  Radio X  Kvikmyndir.is Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 SNJÓBRETTAÆÐIÐ sem geng- ur yfir heiminn hefur náð inn í kvik- myndahúsin líkt og aðrar dellur sem hertaka unglingana. Það er eina ástæðan fyrir myndum á borð við þessa, Breakdance, BMX og aðrar slíkar sem púslað er saman í skyndi á meðan málið er heitt. Öfgagengið segir frá hópi auglýs- ingagerðarmanna sem halda til aust- urrísku Alpanna ásamt áhættuleik- urunum sem eiga að sýna kúnstir sínar frammi fyrir tökuvélunum. Það er harðsnúið lið unglingstöffara sem virðist ekkert ómögulegt á snjó- brettum og fallhlífum og ein af- burðakona í skíðaíþróttum fyllir hóp- inn. Býr fólkið um sig á skíðahóteli sem er í byggingu á fjallstoppi í grennd við landamæri gömlu Júgó- slavíu. Allt gengur að óskum uns þau vekja athygli serbnesks stríðsglæpa- manns sem þar er í felum og telur þau útsendara CIA. Svo sem ekki verri hugmynd að meðalhasar en hver önnur, gallinn er sá að handritið er alvont, leikararnir jafnvel verri og spennan er í algjör- um molum þrátt fyrir að innihaldið bjóði upp á fjölmörg grundvallarat- riði til spennusköpunar: Þyrlutökur, brun á skíðum og brettum niður hrikalegar fjallshlíðar, snjóflóð, skyttirí, nefndu það. Öllu tekst Kan- adamanninum Duguay að klúðra með eftirminnilegum hætti með af- leitri leikstjórn og klippingin er á jafnhugmyndasnauðum nótum. Það eina sem upp úr stendur eru nokkur, frábær áhættuatriði og tilkomumikl- ir tökustaðir, en hvort tveggja drukknar í meðalmennskunni. Fíflska og fífldirfska KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Christian Duguay. Handrit: Michael Zaidan. Kvikmyndatökustjóri: Hannes Hubach. Tónlist: Normand Cor- beil. Aðalleikendur: Devon Sawa, Brid- gette Wilson-Sampras, Rupert Graves, Rufus Sewell, Heino Ferch, Klaus Lö- witsch, Jana Pallaske, Joe Absolom, Lil- iana Komorowska. 95 mín. Paramount. Bretland 2002. ÖFGAGENGIÐ/EXTREME OPS  „Harðsnúið lið unglingatöffara sem virðist ekkert ómögulegt á snjó- brettum og fallhlífum.“ Rufus Sew- ell rýnir í snjóinn í Öfgagenginu. Sæbjörn Valdimarsson „FÖTIN skapa manninn“, segir Terrence (John Neville), sjúklingur á sambýli fyrir geðfatlaða, við ann- an vistmann. Sá er Dennis (Ralph Fiennes), aðalpersónan í Köngulló, nýjasta rökkurverki Davids Cron- enbergs. „Ef maðurinn er lítill“, heldur Terrence áfram, „þarf hann meira af fötum.“ Dennis er í fjórum skyrtum, hverri utan yfir annarri. Enda örsmá, þjökuð sál sem líður fyrir geðklofa, freudíska hugaróra og ofsóknaræði. Við erum stödd í kunnuglegu landslagi Cronenbergs, gjörsneyddu von, trú og lífsgleði. Umhverfið, jafnt innan hælis sem utan í möttum litum og grátónum. Köngulló hefst er Dennis, sem kom- in er um þrítugt, snýr aftur til heimahaganna í útjaðri Lundúna. Hann hefur dvalist frá unglings- aldri á geðsjúkrahúsi en hefur feng- ið tækifæri til að búa á sambýli til reynslu. Því er stjórnað af frú Wilk- inson (Lynn Redgrave), sem minnir meira á fangelsisstjóra en fulltrúa heilbrigðismála. Fljótlega eftir að Dennis er kominn á æskuslóðirnar fara atburðirnir sem hentu hann fyrir einum tuttugu árum að ásækja hann, framvindan sem leiddi til þess að hann var vistaður á geðveikra- hæli. Þar koma við sögu móðir hans (Miranda Richardson), sem dreng- urinn ann hugástum og faðir hans (Gabriel Byrne), groddalegur og drykkfelldur iðnaðarmaður sem tekur samvistir við gleðikonur á hverfiskránni fram yfir heimilislífið. Þessar ógnvekjandi aðstæður eru viðkvæmum huga drengsins um megn, hann hverfur inn í eigin ver- öld geðklofans þar sem atburða- rásin er á annan veg, mæður og kráarmellur renna saman í eitt með átakanlegum afleiðingum. Cronen- berg leiðir áhorfendur um einmana- lega stigu hins fársjúka Dennis, hægt en markvisst að sannleikanum um ógæfuna í lífi þessarar glötuðu sálar. Ástandi geðklofasjúklings er lýst á sláandi raunsæislegum nótum þar sem allt leggst á eitt svo úr verður eftirminnilegt ferðalag inn í lífvana og ógnþrunginn heim. Fiennes tekst á við einstaklega vandmeðfarið hlutverk hins þögula Dennis sem tjáir sig að mestu í út- krassaða minnisbók sem færir hon- um loks heim sanninn um sviplegt fráfall móðurinnar, sem markaði þáttaskil í lífi hans. Fiennes hefur óvenju breitt tjáningarsvið eins og glöggt má sjá í þeim myndum hans sem eru á boðstólum í borginni í dag. Hann var á svipuðum slóðum í Rauða drekanum, nú sekkur hann gjörsamlega í hyldýpi geðsýkinnar og grípur áhorfendur með sér. Að venju er allt útlit og tónlist mynd- arinnar óaðfinnanlegur þáttur í köngullóarvef hins sérstaka Cron- enbergs sem jafnframt nýtur að- stoðar úrvalsleikara í minni hlut- verkum. Sérstaklega ber að geta Bradleys Hall sem er minnisstæður í vandasömu hlutverki Dennis hins unga. Köngulló er þrátt fyrir allt aðgengilegri mynd en við eigum að venjast frá hendi hins kanadíska hrollvekjumeistara. Hún heldur manni föngnum frá upphafi til enda og skilur við áhorfandann úrvinda en sáttan. Enn á ný sannar Cronen- berg að hann er einn af athygl- isverðustu og óvenjulegustu leik- stjórum samtíðarinnar og fær um að skapa hrollvekjandi ástand sem á sér engan líka. Fastur í vefnum KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: David Cronenberg. Handrit: Patrick McGrath. Kvikmyndatökustjóri: Peter Suschitzky. Tónlist: Howard Shore. Aðalleikendur: Ralph Fiennes, Miranda Richardson, Gabriel Byrne, Lynn Red- grave, John Neville, Gary Reineke, Bradley Hall. 96 mín. Columbia. Bandaríkin 2002. Köngulló/Spider 1/2 Sláandi lýsing á geðklofasjúklingi: Ralph Fiennes og John Neville í hlutverkum sínum. Sæbjörn Valdimarsson ÞAÐ er aðdáunarvert að sjá kín- verska leikarann Chow Yun-Fat halda andlitinu og gefa sig 100% í þessa annars fáránlegu og umfram allt barnalegu kvikmynd. Skotheldi munkurinn er nefnilega ekkert al- leiðinleg sem kvikmynd en óþarflega hroðvirknislega gerð og uppfull af til- gerðarlegum bardagaatriðum. Með ýktri tónlist og einfeldningslegum frásagnarmáta virðst höfðað til barn- ungra áhorfenda á meðan ofbeldis- staðallinn er allt of hár til hægt sé að líta á Skothelda munkinn sem barna- mynd. Með ævintýralega langsóttum söguþræði sínum bætir kvikmyndin þónokkrum frumlegum lögum ofan á hina dæmigerðu baradagaspennu- mynd. Þar segir af nafnlausa munk- inum (Chow Yun-Fat) sem valinn hefur verið til að gæta leyndardóma tíbetsks munkaklausturs sem nasist- ar réðust á í heimsstyrjöldinni síðari. Munkurinn ber með sér ofurmann- lega krafta sem alls ekki mega kom- ast í hendur illra manna. Hann hefur því um árabil verið á flótta undan fyrrum nasistaforingja sem ásælist formúluna að leyndardómum klaust- ursins. Munkurinn dvelur meðal landa sinna í stórborginni San Francisco og kemst þar í kynni við ungan vasaþjóf sem jafnframt er sjálflærður í bardagalistum. Munk- urinn sér í piltinum mögulegan arf- taka sinn og saman snúast þeir gegn vondu nasistunum. Söguþráðurinn er um það bil jafnfáránlegur og hann hljómar og er hvergi hikað við að beita langsóttum brögðum til að knýja spennuframvinduna áfram. Bardagaatriðin, sem stór hluti sögu- þráðarins er afsökun fyrir, eru hins vegar hvimleið eftiröpun á þeirri tölvustýrðu bardagatækni sem kvik- myndirnar The Matrix og Crouching Tiger, Hidden Dragon kynntu til sögunnar. Afþreyingargildi myndar- innar er helst að finna í samskiptum munksins og arftaka hans og er sposkri túlkun áðurnefnds Chow Yun-Fat þar mjög um að þakka. Skotheldi munkurinn virkar þannig betur sem ævintýramynd en bar- dagamynd, en er þó ekki upp á marga fiska. Munkurinn fljúgandi KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Paul Hunter. Handrit: Ethan Reiff, Cyprus Voris. Aðalhlutverk: Chow Yun-Fat, Seann William Scott, Jamie King. Lengd: 101 mín. Bandaríkin. MGM, 2003. SKOTHELDI MUNKURINN/ BULLETPROOF MONK Seann William Scott kastar sér á óvininn í Skothelda munknum. Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.