Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FYRSTA kolmunnanum á Eskifirði á þessu ári var landað í gær, þegar Jón Kjartansson SU 111 kom með 1.500 tonn til hafnar eftir fjögurra daga veiðiferð á miðlín- una milli Færeyja og Hjaltlandseyja. Grétar Rögnvarsson skipstjóri segir fiskinn góðan og töluvert sé af honum. „Það virtist vera mikið magn á ferðinni og auð- velt að ná fiskinum. Við fengum fullfermi í fjórum höl- um,“ segir Grétar um aflann sem fer í bræðslu og mjöl. Ágætis veður var við veiðarnar að sögn Grétars. Fimmtán menn eru í áhöfn Jóns Kjartanssonar sem er í eigu Eskju hf. og átti næsti veiðitúr að hefjast strax að lokinni löndun í gærkvöldi eða nótt. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Jón Kjartansson með fullfermi af kolmunna á Eskifirði í gær. Fyrsti kolmunn- inn til Eskifjarðar Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Þeir voru kampakátir skipverjarnir eftir góða veiðiferð. Ráðgert var að halda út aftur í nótt. MIKIL slysahætta fylgir því að sinna samtímis bílstjóra- og leið- sögumannsstarfi að mati Félags hópferðaleyfishafa, sem ítrekað hef- ur ályktað um málið, nú síðast á að- alfundi félagsins um helgina. Félagið lýsir yfir miklum áhyggjum með þróun mála hjá ökuleiðsögumönnun- um svokölluðu og kallar eftir löggjöf um starfsstéttina áður en slys hlýst af. Félag hópferðaleyfishafa segir að það færist í vöxt að sami maður sinni leiðsögn og akstri samtímis og jafn- vel þótt unnið sé með handfrjálsan búnað, sé slysahætta fyrir hendi, ekki síst í ljósi þess að ferðamanna- hóparnir stækki stöðugt. Félaginu þykir líka eðlilegt að ökuleiðsögu- menn sinni ekki fleiri en átta farþeg- um í einu. Að sögn Steins Sigurðssonar, for- manns Félags hópferðaleyfishafa, gætu um 50 ökuleiðsögumenn verið að störfum. „Það er mikið um 10 manna bíla og jafnvel upp í 20 til 30 manna bíla,“ segir hann. Félagið lít- ur svo á að akstur sé fullt starf og því sé það að bjóða hættunni heim að bílstjórar séu í ofanálag að bregða sér í hlutverk leiðsögumanns á með- an þeir aka. Það auki síðan enn á slysahættuna þegar margir bílstjór- ar, eins og Steinn hefur heimildir fyrir, noti ekki handfrjálsan búnað, heldur hafi aðra hönd á stýri og hljóðnema í hinni. „Á meðan það er talið fullt starf að vera annars vegar leiðsögumaður og hins vegar bíl- stjóri, finnst mér það skjóta skökku við að þetta sé allt í einu orðið eitt starf. Við viðurkennum tilverurétt ökuleiðsögumanna, en okkur finnst að starfseminni þurfi að setja mörk. Tillögur okkar lúta að því að draga mörkin við hámark átta farþega. Nú er t.d. ekkert sem bannar ökuleið- sögumanni að sinna 50 manna hópi.“ Grunur um að Umferðarráð hafi verið beitt þrýstingi Félagið hefur þrívegis á jafn- mörgum árum ályktað um málið og hefur upplýsingar um að málið hafi dregist á langinn hjá Umferðarráði. Þá segist félagið hafa heimildir fyrir því að Umferðarráð hafi verið beitt þrýstingi frá ökuleiðsögumönnum. Segir í ályktuninni að slíkt sé mjög alvarlegt ef satt sé. „Einhverra hluta vegna stoppaði málið hjá Umferð- arráði og eftir því sem ég hef fregn- að virðist það vera vegna ósamstöðu innan ráðsins,“ segir Steinn. „Við álítum það vera vegna þrýstings á ráðið og teljum óeðlilegt að ráðið starfi þannig.“ Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun þess efnis að skora á stjórn- völd að samræma löggjöf um þunga- skatt og löggjöf um fólksflutninga þannig að ekki verði heimilt að fá undanþágu frá ríkisskattstjóra til að nota almenningsvagna í hópferðir í samkeppni við hópferðabíla. Hópferðaleyfishafar hafa áhyggjur af ökuleiðsögn Vilja fá löggjöf um ökuleiðsögumenn UM 20 þúsund gestir komu á siglingasýn- inguna Vatnaveröld í Smáralindinni um helgina á vegum Siglingasambands Íslands, þar sem gaf að líta margs konar báta og búnað í vatna- og sjósporti. Siglingafélögin kynntu starfsemi sína auk Kajakklúbbssins og Sport- kafarafélagsins. Einnig voru sýndar kvik- myndir úr heimi vatnasportsins og fólki boðið að setjast í bátana. Það nýjasta sem boðið er upp á í ferðaþjónustu í tengslum við vatnasport eru þotubátar til siglinga á ám, en það eru hraðbátar með þotudrifi í stað skrúfu. Þeir eru smíðaðir úr áli og er hægt að fara í flúðasigl- ingar á þeim. Fyrirtækið Arctic Rafting sýndi einn fimm manna þotubát sem nær 130 km hraða. Einnig voru sýndar tvær 26 feta seglskútur, einn 28 feta hraðbátur, kænur og kajakar og margt fleira. Vatnasport á vaxandi vinsældum að fagna hérlendis að sögn Birgis Ara Hilmarssonar, ritara Siglingasambands Íslands, en fyrsta sýning þessarar gerðar var haldin í fyrra. Sigl- ingatímabilið hefst í byrjun maí. Morgunblaðið/Sverrir 20 þúsund gestir sóttu Vatnaveröld MIKILL fögnuður braust út meðal leikmanna ÍR og stuðningsmanna þess þegar ÍR-ingar lögðu Valsmenn, 26:25, í æsispennandi leik í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknatt- leik í Austurbergi í gærkvöldi. Ólafur Sigurjónsson var hetja Breiðhyltinga en hann skoraði sigurmark ÍR-inga á lokasek- úndum leiksins með lúmsku skoti sem lands- liðsmarkvörðurinn Roland Eradze í liði Vals móti Haukum í framlengdum leik í Háloga- landi. Haukar komust í úrslitin í gær með því að slá út Íslandsmeistara KA á Akureyri í fram- lengdum leik en fyrsti úrslitaleikur Hauka og ÍR fer fram 6. maí. Þrjá leiki þarf að vinna til að hampa titlinum. réð ekki við. Leikmenn ÍR-inga stigu stríðs- dans á gólfi íþróttahússins í Austurbergi í leikslok en með sigrinum tryggðu þeir sér far- seðilinn í úrslitaleikina um Íslandsmeistaratit- ilinn sem ÍR-ingar unnu síðast og í eina skiptið í sögu félagsins árið 1946 eða fyrir 57 árum. ÍR-ingar mæta Haukum í úrslitaleikjunum en svo skemmtilega vill til að þegar ÍR varð Ís- landsmeistari árið 1946 höfðu þeir betur á Morgunblaðið/Árni Torfason Júlíus Jónasson, þjálfari og leikmaður ÍR-inga og fyrrum Valsmaður, umkringdur stuðningsmönnum ÍR eftir sigurinn á Val í gær. Með sigr- inum komust ÍR-ingar í úrslit Íslandsmeistaramótsins þar sem þeir mæta Haukum. Fyrsti leikurinn verður í Hafnarfirði annan þriðjudag. ÍR-ingar í úrslit gegn Haukum  ÍR náði/Íþróttir 2/6 ÓLI H. Þórðarson formaður Um- ferðarráðs segir ráðið hafa áhyggj- ur af því að ökuleiðsögn fari al- mennt fram, en segir ráðið þó ekki treysta sér til að mæla gegn henni í litlum bílum. Ekki sé þó búið að skilgreina hvað átt sé við með „litlum bílum“, þ.e. hve marga far- þega ökuleiðsögumaður megi taka. Segir Umferðarráð hafa áhyggjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.