Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.04.2003, Qupperneq 1
2003  MÁNUDAGUR 28. APRÍL BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ANDRI SIGÞÓRSSON MEIDDUR ENN Á NÝ / B12 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS ÍRASKIR bræður með sænskt rík- isfang, Salar Yashin og Zeid Yash- in, eru komnir í herbúðir 1. deildar liðs Leifturs/Dalvíkur í knatt- spyrnu og verða þar til reynslu um sinn. Þeir eru með sænskt ríkisfang og hafa verið búsettir í Svíþjóð um árabil. Salar Yashin, sem er 25 ára miðjumaður, var í röðum Örebro um skeið, á meðan Arnór Guðjohn- sen, Hlynur Birgisson og Hlynur Stefánsson léku með liðinu, og þeir bræður eru einmitt komnir til landsins fyrir milligöngu Arnórs. Zeid Yashin er 19 ára gamall sókn- armaður og þeir bræður hafa leikið í neðri deildum í Svíþjóð að und- anförnu. „Þeir komu til okkar á laug- ardaginn og voru á fyrstu æfing- unni áðan. Við ætlum að gefa okkur góðan tíma, 10–14 daga, til að sjá hvernig þeir reynast, og ef allt fer að óskum verða þeir um kyrrt,“ sagði Rúnar Guðlaugsson, formað- ur Leifturs/Dalvíkur, við Morg- unblaðið í gær. Leiftur/Dalvík hefur misst 10 leikmenn úr sínum hópi frá síðasta tímabili en hefur smám saman verið að fylla í skörðin og fékk m.a. Gunnar Jarl Jónsson, varnarmann úr Leikni í Reykjavík, til sín á dög- unum. „Við sjáum til hvernig þessir tveir standa sig og það er ekki loku fyrir það skotið að við eigum eftir að styrkja liðið enn frekar,“ sagði Rúnar. Íraskir bræður hjá Leiftri/ Dalvík Finnlands. Það er geysilega mikið í húfi fyrir Bolton að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni og Allardyce hafði þegar fengið því framgengt að Jussi Jääskeläinen markvörður myndi ekki spila með Finnum, Henrik Pedersen myndi sleppa leik með Dönum og Bernard Mendy með franska 21-árs liðinu. Hann sagði við mig að það væri alltof mikil áhætta að ég færi til Finn- Guðni sagði við Morgunblaðið ígær að hann hefði fundið sig tilneyddan til að taka þessa ákvörð- un í ljósi stöðunnar hjá félagi sínu, og vegna þess að um vináttulandsleik væri að ræða. „Allardyce setti mikla pressu á mig sem fyrirliða að fara ekki og Atli lagði líka áherslu á að fá mig til lands þótt ég myndi ekki spila nema annan hálfleikinn þar. Ég féllst að lokum á þetta, enda er ég orðinn 37 ára og þarf að fá spraut- ur og taka bólgueyðandi töflur fyrir alla leiki til að halda mér leik- færum.“ Guðni sagði að eftir sem áður gæfi hann kost á sér í leikina gegn Færeyjum og Litháen í undan- keppni EM í júní. „Ég held að Atli skilji mína stöðu varðandi leikinn í Finnlandi og ég sagði honum að ég væri áfram tilbúinn í júní ef hann þyrfti á mér að halda. Þetta var af- ar erfið ákvörðun og ég vona að menn skilji hve mikla þýðingu það hefur fyrir Bolton að taka ekki áhættu með sína leikmenn hvað meiðsli varðar á þessum tíma,“ sagði Guðni Bergsson. Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari kvaðst ósáttur við hlut Allardyce í málinu en vildi ekki ræða það frek- ar að sinni. Allir aðrir leikmenn úr landsliðshópnum voru tilbúnir til Finnlandsfarar eftir leiki helgarinn- ar. Í gærkvöld var óskað eftir því við Bjarna Þorsteinsson frá Molde að hann kæmi í stað Guðna í hópinn en hann gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Hópurinn er því skipaður 17 leikmönnum að svo stöddu en þeim átjánda verður að öllum lík- indum bætt við í dag. Guðni ekki til Finnlands GUÐNI Bergsson, fyrirliði Bolton Wanderers, leikur ekki með ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu í Vantaa á miðvikudaginn. Sam All- ardyce, knattspyrnustjóri Bolton, lagði hart að Guðna og Atla Eð- valdssyni landsliðsþjálfara að fá frí fyrir fyrirliðann sinn, sérstaklega eftir sigur West Ham á Manchester City í gær, sem þyngdi róður Bolton í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir Víði Sigurðsson Morgunblaðið/Sverrir Svana Hrönn Jóhannsdóttir úr Glímufélagi Dalamanna tryggði sér Freyjumenið á laugardaginn. Ólafur Oddur Sigurðsson úr Héraðssambandi Skarphéðins hampaði Grettisbeltinu. Umsögn B9.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.