Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.04.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 28. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG man bara ekki hvenær við töp- uðum leik síðast,“ sagði Petrún Bj. Jónsdóttir, þjálfari og leikmaður Þróttar N., eftir bikarúrslitaleikinn. „Það gæti hafa verið gegn KA í fyrra en það er þá eini leikurinn á fjórum árum held ég. Mér fannst okkur vanta hungur í sigur í þessum leik líkt og í leiknum gegn KA. Við erum orðnar svo samdauna þessu og það verður alltaf erfiðara að rífa sig af stað í leikina. Það hefur verið óst- uð á okkur, æfingum hefur fækkað og við höfum ekki lagt neinn kraft í að klára þetta mót. HK átti sigurinn skilinn í þessum leik, þær léku mjög vel, en við huggum okkur við að eiga lykilleikmenn í liðinu og að hafa alið þá vel upp,“ sagði Petrún og vísaði til þess að þær Jóhanna B. Jóhann- esdóttir fyrirliði og Dagbjört Víg- lundsdóttir þjálfari eru Norðfirð- ingar og fyrrum leikmenn Þróttar. Eftir leikinn gegn KA í úrslitum Íslandsmótsins ýjaðir þú að því að þú værir að fara að breyta til. Var þetta síðasti leikurinn þinn með Þrótti N.? „Ég er ekki hætt en það er ekki víst að ég muni spila eða þjálfa hjá Þrótti Nes. næsta vetur. Þetta var væntanlega síðasti leikur minn með liðinu, í bili að minnsta kosti,“ sagði Petrún og harðneitaði að gefa nokk- uð fleira upp um fyrirætlanir sínar. Síðasti leikur Petrúnar með Þrótti? „ÞESSI sigur okkar í dag kom mjög og skemmtilega á óvart,“ sagði Jóhanna B. Jó- hannesdóttir, fyrirliði HK. „Það skemmir ekki fyrir að hafa lagt Þrótt að velli sem hefur verið ósigrandi í mörg ár. Við stóðum allar vel saman í dag, við lékum allan leik- inn á sex leikmönnum enda vitleysa að vera að skipta inn á þegar vel gengur. Við velt- um því ekkert fyrir okkur hvernig þær myndu spila þennan leik. Við Dagbjört hitt- umst í morgun, skrifuðum niður stöðurnar og hvernig við ætluðum að leika þennan leik en spáðum ekkert í það hvernig þær myndu stilla upp,“ sagði Jóhanna. Morgunblaðið/Árni Torfason Jóhanna B. Jóhannesdóttir, fyrirliði HK, með bikarinn. Komum skemmti- lega á óvart Það var gríðarmikil barátta meðalliðsmanna HK allt frá byrjun leiks, leikmenn töluðu mikið saman á vellinum og hvöttu hver annan áfram. Á sama tíma var líkt og Íslandsmeistararnir teldu það formsatriði að vinna leikinn. Það vantaði allan baráttuhug og hungur í leik þeirra. HK vann fyrstu hrinu 25:20 og Pet- rún Bj. Jónsdóttir, þjálfari Þróttar, reyndi að berja dug í leikmenn sína en hjá HK var stemningin fyrst og fremst sú að hafa gaman af leiknum og leggja sig allar fram. Ræða Pet- rúnar dugði fyrir Þróttara í annarri hrinu en hún vannst með minnsta mun, 23:25. Hafi einhverjir talið að þar með væru meistararnir komnir á beinu brautina var það misskilning- ur því HK rúllaði þriðju hrinunni upp, 25:14, við það var líkt og þær fengju loks vissu um að sigur í þess- um leik væri mögulegur og innbyrtu þær sigur, 25:20, og bikarmeistara- titilinn með virkilega góðum leik í fjórðu hrinu. Sætasti titillinn á ferlinum „Þetta er sætasti titill sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Dagbjört Víglundsdóttir, þjálfari og leikmaður HK, og fyrrum leikmaður Þróttar Nes. „Það er ekki aðeins vegna þess að Þróttur er mitt gamla félag held- ur líka vegna þess að þær hafa verið einráðar í öllum mótum í fjögur ár. Það er alveg frábært að vinna þær núna þegar bikar og titill er í húfi. Við erum fyrst og fremst í þessu til að hafa gaman af. Við æfum ekki mikið og höfum nánast bara verið að spila. Það er engin pressa á okkur og við höfum bara gaman af þessu. Við höfum verið þjálfaralausar og þó að ég sé titluð þjálfari hef ég eiginlega ekki mætt á neina æfingu eftir ára- mótin og það á við um marga leik- menn í okkar liði. Við höfum mætt í leiki og á eina og eina æfingu á svona tveggja vikna fresti.“ Þessi staðreynd, hvað segir hún okkur um stöðu kvennablaksins? „Það segir okkur fyrst og fremst það að standardinn í blaki á Íslandi er mjög lágur, því miður. Það eru fá- ir sem spila og lítil endurnýjun í greininni. Ég var til dæmis hætt að spila en kom til baka bara til að vera með þetta ár. Engu að síður er þetta stór dagur í sögu HK og ánægjulegt að eiga þátt í að vinna fyrsta stóra titilinn í blaki til félagsins,“ sagði Dagbjört Víglundsdóttir. Stjarnan skilar fullu húsi Stjarnan skilar fullu húsi í blaki karla en liðið mætti HK í úrslitaleik bikarkeppninni, en leikurinn var jafnframt lokaleikur blaktímabilsins. Stjarnan hafði áður unnið deildar- meistaratitilinn, Íslandsmeistara- bikarinn og vantaði aðeins bikarinn til að skila fullu húsi úr mótum vetr- arins – það tókst með sigri, 3:1. Leikgleði og einbeiting skein af liði Stjörnunnar frá fyrstu hrinu til hinnar síðustu. Vignir Hlöðversson, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínu liði og var að öðrum ólöstuðum besti leikmaður liðsins. Stjarnan vann fyrstu hrinuna, 18:25, en HK-ingar sýndu mikinn baráttuhug í annarri hrinu og tókst að sigra, 25:23. Þá sögðu leikmenn Stjörnunnar hingað og ekki lengra, bættu leik sinn jafnt og þétt, unnu sigur í tveimur næstu hrinum, 20:25 og 27:25, og fögnuðu að vonum vel þegar leiknum lauk. Alltaf vonbrigði að tapa Ólafur Þ. Viggósson, fyrirliði HK, var ekki sáttur við niðurstöðu leiks- ins gegn Stjörnunni þó að Stjarnan hefði fyrirfram verið talið sigur- stranglegra liðið. „Það eru alltaf von- brigði að tapa. Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan við vorum með í topp- baráttunni og Stjarnan hefur verið með langjafnasta liðið í deildinni í vetur. Þeir eru með mjög jafnt lið, sex mjög góða leikmenn, það sem hefur háð bæði okkur og ÍS er að þetta hefur verið alltof mikið rokk- andi. Það er of mikið bil á milli topp- leikja og botnleikja hjá okkur.“ Það er greinilega mikil stemning í HK-liðinu, jafnvel þó að það séu þarna leikmenn sem falla í öldunga- flokk? „Já, já, það er það. Það eru hérna 10 einstaklingar sem er mjög illa við að tapa og það kemur upp barátta og stemning. Við erum fjórir sem erum komnir yfir þrítugt en hinir eru und- ir því og ég vil meina að þó að við séum orðnir þetta gamlir þá eigum við fullt erindi í liðið og deildina,“ sagði Ólafur Viggósson, fyrirliði HK. Morgunblaðið/Árni Torfason Petrún Bj. Jónsdóttir, þjálfari Þróttar frá Neskaupstað, mundi ekki hvenær lið sitt tapaði síðast. HK-konur úr Kópavogi komu sannarlega á óvart á laugardag þegar þær mættu Íslandsmeisturunum úr Þrótti Neskaupstað í úrslitum bikarkeppni Blaksambands Íslands í þremur hrinum gegn einni, 25:20, 23:25, 25:14, 25:20. Þróttarkonur hafa verið ósigrandi í fjög- ur ár og er liðið Íslands- og deildarmeistari síðustu fjögurra ára og hafði hampað bikarnum síðustu þrjú ár þar til á laugardag er HK lagði Þróttara að velli. Þetta er fyrsti stóri titill Kópavogsliðsins í blaki kvenna. Stjörnumenn náðu þrennunni er þeir lögð HK í bráð- fjörugum og skemmtilegum leik, 3:1 Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar HK-konur tryggðu sér fyrsta meistaratitilinnVIGNIR Hlöðversson, fyrirliðiStjörnunnar, var kampakátur eftirað bikarinn var kominn í höfn. „Viðerum búnir að vera svo nálægt þessu undanfarin ár og við vitum að það býr mikið í þessu liði. Það hefur vantað trúna en núna small þetta loksins saman og okkur fannst við vera ósigrandi. Við erum búnir að æfa rosalega vel, við höf- um fengið fleiri á æfingar og það hefur gert mikið fyrir liðsheildina og stemninguna í kringum liðið. Þetta sama lið hefur spilað saman í 5 til 6 ár og við höfum verið við þröskuldinn að titlum á þessum tíma.“ Með góðum sigrum ykkar í vetur og endurkomu HK í bikarúrslit er ljóst að breytingar hafa orðið í vet- ur á þeim liðum sem hingað til hafa einokað titla í blaki karla, lið eins og ÍS og Þróttur Reykjavík eru hvergi nærri. Er frekari breytinga að vænta? „Já, það hafa orðið talsverðar breytingar og er það m.a. vegna þess að leikmenn hafa verið að færa sig á milli liða, með HK eru t.d. leikmenn úr gamla HK, ÍS og Þrótti Nes. sem hafa komið til baka eftir frí. Það eru spilaðir fleiri leiki núna en í fyrra og liðin eru í betra líkamlegu formi en þau hafa verið oft áður. Deildin hefur verið mjög jöfn og í vetur hafa þrjú lið, við, ÍS og HK, verið að slást um toppsætið. ÍS hefur verið með yfirburði síð- ustu ár og loksins náðum við að yf- irtaka þetta eftir að hafa verið að klóra í bakkann,“ sagði Vignir. Morgunblaðið/Árni Torfason Vignir Hlöðversson með bikarinn. Fannst við vera ósigrandi Stjörnumenn tryggðu sér sinn þriðja meistaratitil í lokaleik blakvertíðarinnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.