Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 114. TBL. 91. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Saknar Guðna Atli gagnrýnir Allardyce, en velur Guðna gegn Færeyjum Íþróttir 47 Hátíðisdagur í samgöngusögu bæjarins Akureyri 20 Sameinast gegn ruslpósti Stærstu netfyrirtækin vinna saman gegn ruslpósti Erlent 18 ÚTLIT er fyrir lægð í loðnu- veiðum hér við land á næstu árum, að mati Hjálmars Vil- hjálmssonar, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni. Hann segir þó ýmislegt benda til þess að lægðin verði ekki djúp og að veiði ætti að verða viðunandi. Hjálmar segir að í loðnu- rannsóknum síðustu mánaða hafi lítið sést til loðnu. Í rann- sóknarleiðangri í aprílbyrjun hafi þó orðið vart við talsvert af tveggja ára loðnu út af Vestfjörðum, við miðlínu Íslands og Grænlands. Hjálmar segir ekki tímabært að gefa upp að svo stöddu hversu mikið mældist af loðnu í leiðangr- inum og þar af leiðandi ekki hver líklegur upphafs- kvóti næstu vertíðar verði, en hún hefst 20. júní. Breytt háttalag loðnunnar Hjálmar segir hitafar sjávar og hafstrauma hafa mikil áhrif á göngumynstur og útbreiðslu loðnunn- ar. Hitastig sjávar við Ísland hafi hækkað á und- anförnum árum og það skýri væntanlega hversu erfiðlega hefur gengið að mæla stofnstærð loðnu að undanförnu. Háttalag loðnunnar á síðustu vertíð hafi enda verið með öðrum hætti en áður. Hjálmar segir sveiflur í loðnuveiðum þekktar. Upp úr 1980 og 1990 hafi verið lítið af loðnu og sennilega einnig upp úr 1970. „Samkvæmt þeim gögnum sem við höfum nú undir höndum sýnist mér að við stefnum í einhverja lægð í loðnuveiðum. Ég er hins vegar tiltölulega bjartsýnn á að hún verði ekki djúp. Við erum enn að leita að eftirstöðv- um seiðaárgangs frá árinu 2001 en hann var einn af fjórum stærstu árgöngum sem mælst hafa frá árinu 1970. Umhverfisaðstæður ættu að vera hagstæðar loðnunni en það er greinilegt að dreifing hennar er með öðrum hætti en mörg undanfarin ár. Það myndi því ekki koma mér á óvart ef hún héldi sig ut- an þess svæðis sem okkur hefur tekist að kanna.“ Útlit fyrir samdrátt í loðnuveiðum Bjartsýnn á að lægðin verði ekki djúp, segir Hjálmar Vilhjálmsson                 TVÆR rússneskar herflugvélar flugu síðastliðinn föstudag upp að Íslandi og voru innan íslenska loftvarnarsvæðisins í um 25 mín- útur. Þrjár af fjórum F-15 orrustu- þotum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli flugu til móts við rússnesku vélarnar og fylgdu þeim eftir meðan þær voru inni á loftvarnarsvæðinu, sem nær 150 sjómílur út frá ströndinni. Rússnesku vélarnar voru svo- kallaðir „Birnir“ af gerðinni Tupolev TU-142 Bear F og Tupolev TU-142 Bear J. F-vél- arnar eru kafbátaleitarvélar en J-gerð „Bjarnarins“ er búin fjar- skiptabúnaði og starfa þær vélar í tengslum við kjarnorkukafbáta- flota Rússa. Komu frá Norður-Rússlandi Vélarnar hófu flug sitt í Norð- ur-Rússlandi, flugu niður með Noregsströnd og þaðan inn á ís- lenska loftvarnarsvæðið. Þangað komu þær um ellefuleytið að morgni föstudagsins. Þær sneru síðan við norðaustur af landinu. Vélarnar komu ótilkynntar inn á svæðið og án þess að nokkur fjarskipti ættu sér stað. Tvær F-15 þotur Varnarliðs- ins fóru í loftið kl. 10.25. Þriðja orrustuþotan ásamt KC-135 eldsneytisvél var send í loftið fimm mínútum síðar. Þær komu til móts við „Birnina“ kl. 11.10 og fylgdu þeim eftir þar til þeir fóru af íslenska loftvarnarsvæðinu kl. 11.35. Fyrstu „Birnirnir“ frá 1999 Á tímum kalda stríðsins var al- gengt að sovéskar herflugvélar flygju inn á íslenska loftvarnar- svæðið en slík flug hafa orðið sjaldgæfari á síðustu árum. Síð- ast flugu „Birnir“ inn á íslenska loftvarnarsvæðið árið 1999. Talið er að flug vélanna nú tengist voræfingum rússneska hersins. Tvær rússneskar vélar inn á loftvarnarsvæðið Ljósmynd/Varnarliðið Annar rússnesku „Bjarnanna“ er flugu inn á loftvarnarsvæðið. Ein þriggja F-15 véla Varnarliðsins er flugu til móts við „Birnina“ ásamt annarri rússnesku vélanna. ÍRASKIR leiðtogar samþykktu á fundi á vegum Bandaríkjastjórnar í gær að reyna að mynda bráða- birgðastjórn í Írak innan mánaðar. Um 250 fulltrúar hinna ýmsu fylkinga í Írak sátu fundinn í Bagdad og samþykktu að efna til ráð- stefnu innan mánaðar og velja þá ráðherra bráða- birgðastjórnar, að sögn sendimanns Bandaríkja- stjórnar í Írak. Fundinn sátu m.a. íraskir útlagar, trúarleiðtogar sjíta og súnní-múslíma, forystumenn Kúrda, ætt- flokkahöfðingjar, bændur og kaupsýslumenn. Fundarmennina greindi á um hvort Bandaríkjaher ætti að vera í landinu eftir að bráðabirgðastjórn verður mynduð og þar til kosningar verða haldnar. Ætla að fækka hermönnunum Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að Bandaríkjamenn myndu fækka hermönnum sínum á Persaflóasvæðinu þar sem því stafaði ekki lengur hætta af Írak. Banda- ríkjamenn væru m.a. að íhuga að flytja stjórnstöð bandaríska flughersins frá Sádi-Arabíu, hugsan- lega til Katar. Fyrr um daginn ávarpaði Rumsfeld bandaríska hermenn í Katar og lýsti hernaðinum í Írak sem sögulegum sigri sem myndi hafa mikil áhrif á varn- arstefnu Bandaríkjanna næstu áratugina. Hafið væri nýtt tímabil þar sem Bandaríkjaher gegndi m.a. því hlutverki að fyrirbyggja árásir hryðju- verkamanna. „Herinn beitti fordæmislausri blöndu af hernað- armætti, nákvæmni, hraða, sveigjanleika og ég vil bæta við samúð með óbreyttum borgurum,“ sagði Rumsfeld. Hann gagnrýndi einnig þá sem lögðust gegn stríðinu í Írak. „Aldrei hafa jafnmargir haft svo rangt fyrir sér um svo margt,“ sagði hann. Írösk stjórn innan mánaðar? Reuters Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ávarpar bandaríska hermenn í Katar. Bagdad, Doha. AFP, AP.  Engin hátíðahöld/16 STJÓRNVÖLD í Norður- Kóreu hafa boðist til að eyða kjarnavopnum sínum gegn því að Bandaríkja- stjórn fallist á verulegar pólitískar og efnahagsleg- ar tilslakanir, að sögn Colins Powells, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, í gær. Powell sagði að Norður- Kóreumenn hefðu lagt til- boðið fram á fundi banda- rískra, norður-kóreskra og kínverskra stjórnarer- indreka í Peking í vikunni sem leið. Norður-Kóreu- menn hefðu staðfest að þeir ættu kjarnavopn og hótað að sanna það með „sýningu“. Powell sagði ekkert um hvort Bandaríkjastjórn gæti fallist á tilboðið en greindi frá því að hún hygðist hafa samráð við stjórnvöld í Suður-Kóreu, Japan, Rússlandi, Ástralíu og fleiri löndum. Bandarískir embættis- menn sögðu að Norður- Kóreumenn hefðu lagt fram fjölmargar kröfur, meðal annars um örygg- istryggingar, efnahagsað- stoð og stjórnmálasam- band milli Bandaríkjanna og N-Kóreu. Nýtt til- boð frá N-Kóreu Washington. AFP. Býðst til að eyða kjarna- vopnunum Frá Akureyri til Kaupmannahafnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.