Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Rafhlöður VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Nýjar hleðslurafhlöður í flest tæki og síma einnig viðgerðir og smíði Endurlífgum rafhlöður w w w .d es ig n. is © 20 03 TALIÐ er að skip þjóða utan Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefndar- innar (NEAFC) hafi á síðasta ári veitt um 30 þúsund tonn af úthafskarfa á Reykjaneshrygg eða langt umfram það sem þeim var heimilt. Mörg þess- ara skipa eru tengd íslenskum fyrir- tækjum. Stjórn úthafskarfaveiða á Reykja- neshrygg er í höndum Norðaustur- Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) en aðild að nefndinni eiga strandríki við Norðaustur-Atlants- haf. Samkvæmt athugun Landhelgis- gæslunnar voru 43 erlendir togarar að veiðum við lögsögumörkin á Reykjaneshrygg fyrir síðustu ára- mót, þar af var 31 togari frá aðild- arlöndum NEAFC. Fleiri togarar voru á svæðinu frá löndum sem ekki eiga aðild að NEAFC eða svokallaðar utansamningsþjóðir. Þar af var eitt skip frá Lettlandi, fimm frá Litháen, eitt frá Belize og fimm frá Dóminíska lýðveldinu. NEAFC hefur úthlutað ríkjum utan nefndarinnar 1.200 tonna úthafskarfakvóta árlega en talið er að afli þeirra sé mun meiri. Þannig er talið að þau hafi veitt alls 30.000 tonn á síðasta ári. Til samanburðar má nefna að Íslendingar veiddu um 44 þúsund tonn á síðasta ári en heildar- afli ríkja innan NEAFC var um 102 þúsund tonn. Frumkvöðlar í veiðunum Töluverð hefð er fyrir veiðum skipa frá Eystrasaltsríkjunum á Reykja- neshrygg, einkum skipa frá Litháen sem má kalla frumkvöðla í úthafs- karfaveiðum á svæðinu. Rússar hafa fram til þessa notið þeirrar veiði- reynslu sem Eystrasaltsþjóðirnar hafa aflað sér á svæðinu, enda hafa þær ekki átt aðild að NEAFC. Lithá- en sótti hinsvegar um aðild að nefnd- inni í fyrra en þar sátu bæði Íslend- ingar og Rússar hjá við atkvæða- greiðslu um málið og því var Litháen ekki veitt aðild. Flest skipanna frá Eystrasaltsríkj- unum sem stunda úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg eru í eigu sænska fyrirtækisins Scandsea sem eru í meirihlutaeigu íslenskra aðila, m.a. Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. og Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Þá hefur fyrirtækið Fiskafurðir Út- gerð hf. annast rekstur skipanna. Bjartmar Pétursson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða Útgerðar, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið í gær né heldur Róbert Guðfinnsson, stjórnarformaður SH og Þormóðs ramma-Sæbergs. Þá náðist ekki í Gunnar Svavarsson, forstjóra SH, vegna málsins í gær. Reynt að hamla veiðum Samkvæmt alþjóðalögum er ekki heimilt að taka umrædd skip og færa þau til hafnar fyrir að stunda veiðar í bága við samþykktir NEAFC en sett hefur verið löndunarbann á skipin í aðildarríkjum NEAFC í því skyni að hamla veiðum þeirra. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna, segir að svæðisstofnanir á borð við NEAFC hafi fá úrræði til að koma í veg fyrir veiðar skipa sem hlíta ekki reglum og úr því verði að bæta. Þang- að til verði að ganga harðar fram í gera umræddum skipum erfitt fyrir að stunda veiðarnar, til dæmis að fylgjast grannt með því hvar þau landa afla sínum og upplýsa kaupend- ur aflans um ólögmæti veiðanna. „Við eigum mikið undir því að ekki séu stundaðar stjórnlausar veiðar á Reykjaneshrygg og eigum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þessar veiðar, til dæmis með því að banna íslenskum fyrirtækjum að eiga viðskipti við þessi skip,“ segir Friðrik. Ekki veittar upplýsingar um eftirlit Samkvæmt samningum aðildar- ríkja NEAFC ber Íslendingum að senda eftirlitsskip á Reykjaneshrygg ef íslensk skip að veiðum verða fleiri en 10 talsins. Hjá Landhelgisgæsl- unni fengust ekki upplýsingar um það hvort fyrirhugað er að senda varðskip til eftirlits á Reykjaneshrygg, enda sé óheimilt samkvæmt lögum að veita upplýsingar um fiskveiðieftirlit fyrir- fram eða áætlanir varðskipa. Skip utan NEAFC veiddu 30 þúsund tonn af úthafskarfa í fyrra Íslensk fyrirtæki tengj- ast flestum skipunum REKSTUR Íslandsbanka skilaði 1.062 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins, en það er 8,5% aukning frá fyrra ári. Afkoma bankans er betri en Grein- ingardeild Kaupþings hafði gert ráð fyrir, en hún hafði spáð 869 m.kr. hagnaði á ársfjórðungnum. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að reikningar bankans fyrir fyrsta ársfjórðung sýni aukinn vöxt í starfseminni, án þess að hróflað sé við þeim stöðug- leika sem einkennt hafi reksturinn undanfarin ár. „Arðsemi eigin fjár nemur 23,5%, sem er umfram arð- semismarkmið, og eykst hagnaður á hlut um 15% frá fyrra ári. Þá hafa framlög í afskriftareikning dregist saman miðað við sama tímabil í fyrra, sem er afar jákvæð þróun og lýsir gæðum eigna,“ segir Bjarni. Hann segir að árið 2003 fari því vel af stað fyrir Íslandsbanka. Bank- inn og starfsfólk hans muni nýta þann meðbyr til frekari vaxtar. „Einhugur ríkir meðal starfsfólks um að bregðast við breyttum að- stæðum á fjármálamarkaði með enn frekari sókn.“ Heildareignir 331 milljarður Hagnaður bankans fyrir skatta hækkaði sömuleiðis um 8,5%, en hann nam 1.296 milljónum króna. Hagnaður á hverja krónu hlutafjár var 0,12 krónur en hafði verið tíu aurar á sama tíma í fyrra. Eins og fram kemur að ofan var arðsemi eig- in fjár 23,5%, en var 20,7% á fyrsta ársfjórðungi 2002. Kostnaður, sem hlutfall af tekjum, var 54,8%, en var 50,5% á sama tíma fyrir ári. Heildareignir námu 331 milljarði króna 31. mars og jukust um 5,9% frá áramótum. Útlán jukust sömuleiðis frá áramótum, um 2,3% og námu 259 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur Íslands- banka á tímabilinu voru 2,5 millj- arðar og drógust saman um 0,8% á milli ára. Aukinn vaxtamunur Vaxtamunur var 3,2% á fyrsta ársfjórðungi, sem er sami munur og á síðasta fjórðungi ársins 2002, en 0,3 prósentustigum meiri en sama tímabil í fyrra. Í tilkynningu frá bankanum segir að orsök aukins vaxtamunar sé hærri ávöxtun verð- tryggðra eigna í samanburði við óverðtryggðar en á sama tíma í fyrra. Verðtryggðar eignir bankans séu umtalsvert meiri en skuldir. Framlag í afskriftareikning út- lána dróst verulega saman miðað við sama tímabil í fyrra, eða um 16,1%, og nam 504 milljónum króna. Eigið fé nam 18,1 milljörðum króna 31. mars og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 10,3%, þar af A-hluti 8,1%. Hagnaður Íslandsbanka 1.062 milljónir á fyrsta fjórðungi FIMM atriði voru lögð til grundvall- ar við val á viðræðuaðila umkaup á 39,86% hlut ríkisins í Íslenskum að- alverktökum, ÍAV. Framkvæmda- nefndin ákvað í síðustu viku að ganga til viðræðna við stjórnendur og starfsmenn ÍAV, en hópurinn myndar eignarhaldsfélagið AV ehf. Í auglýsingu framkvæmdanefndar um einkavæðingu, þar sem fyrirhug- uð sala á hlut ríkisins í ÍAV var til- kynnt, voru þau fimm atriði sem lögð voru til grundvallar vali á viðræðu- aðila talin upp í þeirri röð sem mik- ilvægi þeirra sagði til um. Fyrst var nefnt verðið sem viðkomandi vildi greiða fyrir hlutinn. Þar á eftir var farið fram á lýsingu og mat á áhrif- um sölu til viðkomandi tilboðsgjafa á samkeppni á íslenskum verktaka- markaði. Í þriðja lagi átti tilboðsgjafi að greina frá fjárhagslegum styrk sínum og lýsa fjármögnun. Þá átti að greina frá framtíðarsýn um rekstur fyrirtækisins og starfsmannamál. Loks átti tilboðsgjafi að greina frá stjórnunarlegri reynslu og þekkingu á þeim markaði sem ÍAV starfar á. Guðmundur Ólason, ritari einka- væðingarnefndar, segir að nefndin hafi ákveðið vægi hvers þeirra fimm atriða sem lögð voru til grundvallar, áður en tilboð bárust, en ekki sé ástæða til að gefa upp hvert vægið var. Hann segir að nefndin hafi falið Verðbréfastofunni hf. að fara yfir þau fjögur tilboð sem bárust. Nefnd- in hafi alfarið farið eftir umsögn Verðbréfastofunnar í tillögu sinni til ráðherranefndar, sem hafi einnig gert það og valið AV til viðræðna. Guðmundur segir að auk þeirra fimm atriða sem lögð voru til grund- vallar við mat á viðræðuaðila hafi í auglýsingu nefndarinnar verið kveð- ið á um ákveðin skilyrði sem tilboðs- gjafar þurftu að uppfylla. Meðal skil- yrða sé að viðkomandi eigi hlutabréfin í a.m.k. 12 mánuði, að verðið verði staðgreitt, o.fl. „Við lögðum mikla áherslu á það í kynningu á sölunni að tilboð yrðu byggð upp þannig að sem auðveldast yrði að bera saman þá þætti sem lagðir voru til grundvallar. Þau til- boð sem bárust voru almennt mjög góð en AV ehf. varð ofaná.“ Viðræður við AV ehf. um sölu á hlut ríkisins í ÍAV hf. Byggt á fimm atriðum www.solidea.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.