Morgunblaðið - 29.04.2003, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 29.04.2003, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 17 FYRRVERANDI forseti Argentínu, Carlos Menem, varð efstur í fyrri umferð forsetakosninganna á sunnu- dag og mun keppa við Nestor Kirc- hner, ríkisstjóra í olíuríkinu Santa Cruz, 18. maí. Þeir eru báðir úr flokki Peronista en Menem er tals- maður markaðshyggju og einkavæð- ingar. Kirchner, sem nýtur stuðn- ings fráfarandi forseta, Eduardos Duhaldes, er á hinn bóginn talinn vinstra megin við miðju og sakar Menem um að hafa með stefnu sinni borið ábyrgð á hruni efnahags Arg- entínumanna síðustu árin en Menem var forseti 1989–1999. Rúmlega helmingur landsmanna er nú undir fátæktarmörkum, er- lendar skuldir eru um 141 milljarður Bandaríkjadollara og atvinnuleysi um 17%. Síðustu mánuðina hefur þó ástandið lagast nokkuð en almenn- ingur kennir stjórnmálamönnum um hremmingarnar. Kjörsókn var samt sem áður um 80% en þess verður að geta að skylt er samkvæmt lögum að mæta á kjörstað. Menem hlaut 24,3% atkvæðanna á sunnudag en Kirchner 22%. Ricardo Lopez Murphy, fyrrverandi efna- hagsmálaráðherra, varð þriðji með 16,4 %. Eina konan í hópnum, Elisa Carrio, fékk liðlega 14% en Carrio hefur reynt að höfða til þeirra sem verst hafa farið út úr hruninu. „Seinni umferðin verður ekki ann- að en formsatriði,“ sagði Menem sig- urreifur er niðurstaðan lá fyrir. Hann spáði einnig sjálfum sér sigri þegar í fyrri umferðinni. En ef hann tapar í maí? „Þá hef ég baráttu fyrir forsetakosningarnar 2007!“ segir hann galvaskur. Umdeildur leiðtogi Menem er afar umdeildur og sam- kvæmt könnunum segjast nær 60% kjósenda ekki geta hugsað sér að styðja hann til nokkurs embættis. En álíka hátt hlutfall segist hins veg- ar gera ráð fyrir að hann verði for- seti. Ára hins sterka og ákveðna leið- toga hefur lengi verið öflugt vopn í höndum Menems, hann lætur ásak- anir um að fjármálaspilling og hneyksli hafi einkennt valdatíð hans sem vind um eyrun þjóta. Bandaríska dagblaðið The New York Times spurði argentískan skó- burstara, Jorge Ricardo de Luca, hvað honum fyndist um Menem. „Ég veit að hann er þorpari og þjófur. En hann er sá eini sem getur stjórnað þessu landi,“ sagði de Luca. Eftir sem áður leggur Menem áherslu á frelsi í viðskiptalífinu en jafnframt vill hann efna til umfangs- mikilla ríkisframkvæmda til að draga úr atvinnuleysi. Hann er dyggur stuðningsmaður Bandaríkja- manna, segist staðráðinn í að greiða ríkisskuldirnar og hlíta ráðlegging- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varð- andi efnahagsmálin. Sú hugmynd stjórnar Menems að binda gengi á sínum tíma gjaldmiðilsins við Banda- ríkjadollara kom síðar í bakið á Arg- entínumönnum þótt þannig hafi tek- ist að tryggja ákveðna festu framan af og góðan hagvöxt. Ferill hans hefur verið umhleyp- ingasamur og eftir að hann lét af embætti 1999 var hann í stofufang- elsi í hálft ár, sakaður um að hafa auðgast á ólöglegri vopnasölu til Ekvador og Króatíu. Ákærurnar voru látnar niður falla og hann minn- ir menn á að þegar verst lét hafi sér verið tjáð að spilið væri búið. Nú seg- ist hann ætla að bjarga þjóðinni frá stórslysi. „Við förum nú í seinni um- ferðina og ég ætla að segja ykkur eitt: ég hef unnið allar kosningar sem ég hef tekið þátt í,“ segir Menem. Hann er 72 ára gamall, af sýr- lenskum ættum og var forseti 1989 til 1999. Aldurinn virðist ekki há honum verulega og fullyrt er að hann hafi ekki aðeins litað hárið heldur látið lýtalækna fjarlægja ýmis elli- mörk. Hann er hrifinn af dýrum sportbílum og þykir mikill kvenna- maður. Einkalíf hans hefur verið skrautlegt, skilnaður hans fyrir nokkrum árum gekk ekki hávaða- laust fyrir sig. Seinni eiginkona hans, Cecilia Bolocco, er frá Chile og er fyrrverandi Ungfrú heimur. Hún er 35 árum yngri en Menem og mun vera barnshafandi. „Ótrúlega grár“ Nestor Kirchner er 19 árum yngri en keppinauturinn en þótt mennirnir séu flokksbræður er reginmunur á áherslum þeirra. Kirchner segir að mestu skipti að koma í veg fyrir að störfum fækki enn og vill verja inn- lenda framleiðslu fyrir samkeppni, ólíkt Menem sem vill fríverslun milli allra Ameríkuríkja. Kirchner vill að ríkisvaldið láti mjög til sín taka við að taka við að hleypa lífi í fram- leiðslufyrirtækin og verslun og við- skipti. „Mönnum ætti að vera ljóst að val- ið stendur á milli tveggja lausna í efnahagsmálum: önnur gerði Arg- entínu að skuldugu ríki og hin mun endurskapa störf og virðingu,“ segir Kirchner. Duhalde forseti á marga stuðningsmenn á Buenos Aires- svæðinu, miklu vígi Peronista þar sem um þriðjungur landsmanna býr, og þykir ljóst að hann geti því orðið Kirchner lyftistöng. Menem er svo umdeildur að verulegar líkur eru taldar á að að hinir frambjóðendurn- ir muni hvetja sitt fólk til að kjósa fremur Kirchner og verði hlustað á þá gæti hann sigrað með yfirburðum í seinni umferðinni. En efnahagsmálin hefur ekki bor- ið hátt í kosningabaráttunni, þrátt fyrir slæmt ástand. Hvað sem líður fullyrðingum Kirchners álíta margir að í reynd verði einkum kosið milli tveggja ólíkra persónuleika. Munurinn gæti vart verið meiri. Kirchner hefur verið lýst sem „ótrú- lega gráum“, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC. Ekki bætir úr skák að hann þykir í útliti minna mikið á þekkta teiknimyndafígúru í líki hræ- gamms. En ef til vill komast Argent- ínumenn að þeirri niðurstöðu að nú sé komið nóg af fyrirgangi og velji stöðugleika sem hinn kyrrláti Kirc- hner heitir að tryggja með því að fylgja áfram stefnu stjórnar Duhal- des. Segist Kirchner m.a. ætla að láta virtan ráðherra efnhagsmála, Roberto Lavagna, halda embættinu. Kirchner er lögfræðingur að mennt eins og Menem og hefur verið ríkisstjóri í sambandsríkinu Santa Cruz í sunnanverðu landinu 12 ár. Eiginkona hans, Cristina Fernan- dez de Kirchner, er þekktur öld- ungadeildarþingmaður og nýtur mikillar virðingar og áhrifa. Segir argentíska tímaritið Noticias að hún sé helsta aðdráttaraflið í kosninga- baráttu Kirchners. „Veit að hann er þorpari og þjófur“ Stuðningsmenn Menems, sem sigraði í fyrri umferð for- setakosninga í Argentínu, álíta hann ekki gallalausan Buenos Aires. AP, AFP. Reuters Nestor Kirchner og eiginkona hans, Cristina Fernandez, veifa fagnandi mannfjölda í sambandsríkinu Santa Cruz á sunnudag. Þá var ljóst að Kirc- hner myndi keppa við Carlos Menem í seinni umferðinni 18. maí. Reuters Carlos Menem ásamt eiginkonu sinni, Cecilia Bolocco, fagnar góðum ár- angri sínum á fréttamannafundi í Buenos Aires á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.