Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD í Víetnam lýstu því í gær yfir að tekist hefði að kveða nið- ur lungnabólgufaraldurinn í landinu og að engin ný tilfelli bráðalungna- bólgunnar, HABL, hefðu greinst síð- astliðna 20 daga. Þetta er fyrsta ríki heims sem hefur tekist á við sjúk- dóminn og kveðið hann niður. Fimm höfðu látist af völdum HABL í Víet- nam og 63 sýkst. „Tekist hefur að kveða niður HABL í Víetnam,“ sagði Tran Thi Trung Chien heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi. Sagði ráðherrann að þrátt fyrir þetta væri enn hætta á að veikin bærist til landsins með ferðafólki og að ríkisstjórnin myndi því áfram eiga samstarf við Alþjóða- heilbrigðismálastofnunina (WHO) um aðgerðir til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins. Embættismenn WHO greindu frá því að lungnabólgufaraldurinn hefði náð hámarki í Síngapúr, Hong Kong, Kanada og Víetnam en vöruðu hins vegar við því að veikin breiddist enn hratt út í Kína og Taívan. „Svo virð- ist af þeim fréttum sem við fáum frá Hong Kong, Singapúr, Toronto [í Kanada] og Víetnam að faraldurinn hafi náð hámarki í þessum löndum,“ segir David Heymann, smitsjúk- dómalæknir WHO. Hann segir að sífellt færri tilfelli heilkenna alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu (HABL) komi upp á degi hverjum og í Víetnam sé veikin hætt að greinast. „Þess vegna bind- um við vonir við að faraldurinn hafi náð hámarki í þessum löndum.“ 332 hafa látist Heymann, sem staddur er á neyð- arfundi með leiðtogum Suðaustur- Asíuríkja í Bangkok, sagði ástandið í Kína valda áhyggjum. Hann sagði fregnir benda til þess að HABL væri enn að breiðast um Kína. Þá sagði hann að sama staðan væri í Taívan, þar veiktust sífellt fleiri. Að minnsta kosti 332 hafa látist um heim allan af völdum HABL, flestir í Kína og Hong Kong. Þá hafa um 5.000 manns veikst. Reuters Kínverskir lögreglumenn með andlitsgrímur fyrir vitum þar sem þeir ganga um Torg hins himneska friðar í Pek- ing í gær. Útbreiðsla HABL hefur enn ekki náð hámarki í Kína að mati Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Búið að kveða HABL niður í Víetnam Veikin talin hafa náð hámarki í Singapúr, Hong Kong og Kanada en hún breiðist enn afar hratt út í Kína Hanoi. AP. NICANOR Duarte, fyrrverandi menntamálaráðherra Paragvæ, sem lofaði að berjast gegn spillingu og bæta orðspor landsins, bar sigur úr býtum í forsetakosningum er þar fóru fram á sunnudaginn. Duarte er í Coloradoflokknum, sem setið hefur að völdum í Paragvæ í 56 ár. Þegar 92% atkvæða höfðu verið tal- in hafði Duarte hlotið 37,2%, en næst- ur kom frambjóðandi hins stóra flokksins í landinu, Frjálslynda flokksins, Julio Cesar Franco, með 24% atkvæða. Kaupsýslumaðurinn Pedro Fadul fékk 22 prósent. Duarte er 46 ára blaðamaður og fyrrverandi ráðherra. Er hann fagn- aði sigri skoraði hann á helsta keppi- naut sinn að ganga í lið með sér „í bar- áttu gegn fátækt, spillingu og því að menn komist upp með glæpi“. Sagðist hann myndu berjast til þess að Para- gvæbúar gætu verið stoltir af leiðtog- um sínum og landi. Hann tilkynnti einnig að hann myndi senda nefnd til alþjóðlegra fjármálastofnana í Wash- ington nú í vikunni. Rúmlega 100 alþjóðlegir eftirlits- menn fylgdust með framgangi kosn- inganna. Um 2,5 milljónir manna voru á kjörskrá, en kjörsókn var um 59%. Á um helmingi kjörstaða fór kosning- in fram með rafrænum hætti, en til þess gerðar vélar voru fengnar að láni frá Brasilíu. Fyrir vikið gengu kosn- ingarnar og talning atkvæða hraðar fyrir sig, en nokkur vandkvæði komu þó upp. Einnig var kosið um 45 öldunga- deildarþingsæti, 80 fulltrúadeildar- sæti, 17 ríkisstjórasæti og fjölda sæta í sveitarstjórnum. Útlit var fyrir að Coloradoflokkurinn myndi missa meirihluta sinn á þinginu, einungis fá 36% af 125 sætum, en hafði áður 51%. Tök Coloradoflokksins á stjórnar- taumunum í Paragvæ tengjast um- fangsmiklum, opinberum ívilnunum. Rúmlega 200 þúsund opinberir starfsmenn og fjölskyldur þeirra eru hollir flokknum. Fráfarandi forseti, Luis Gonzalez Macchi, var ekki í framboði. Forsetatíð hans einkennd- ist af ásökunum um spillingu, einkum að hann hafi flutt sem svarar 1,2 millj- örðum ísl. kr. úr seðlabanka landsins inn á einkareikning sinn í Bandaríkj- unum. Í febrúar var hann sýknaður af ákæru um embættisafglöp. Andstæðingar Duartes sökuðu hann um að hafa haldið verndarhendi yfir þekktum stjórnmálamönnum sem flæktir hafa verið í umtöluð spill- ingarmál. Fadul fordæmdi meinta „beitingu ríkisstofnana“ í þágu Duartes, einkum til að hafa áhrif á op- inbera starfsmenn og fjölskyldur þeirra, sem eru hátt í 40% kjósenda. Alþjóðlega eftirlitsstofnunin Transparency International hefur sagt að hvergi í Suður-Ameríku sé spilling jafn landlæg og í Paragvæ. Landið er enn í skugga fyrrverandi hershöfðingja og einræðisherra, Alfredos Strössners, sem réð þar ríkjum frá 1954 til 1989 og var form- lega fulltrúi Coloradoflokksins. Strössner er nú 85 ára, heilabilaður og býr í útlegð í Brasilíu. Undanfarin fjögur ár hefur einhver versta efnahagskreppa síðari tíma þjakað landið, sem orðið hefur illa fyr- ir barðinu á efnahagserfiðleikum í Argentínu, Brasilíu og Urugvæ. Duarte sigrar í forseta- kosningum í Paragvæ 56 ára valdatíð Coloradoflokks- ins fram haldið Asuncion. AFP. Reuters Nicanor Duarte ásamt konu sinni, Gloríu, á kjörstað í Asuncion. Reuters Stuðningsmenn Duartes fagna úrslitum kosninganna í miðborg Asuncion. ÞRJÚ stærstu netfyrirtækin í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að þau hefðu tekið höndum saman til að stemma stigu við ruslpósti. Í sameig- inlegri yfirlýsingu frá America On- line, Microsoft Corp. og Yahoo! sagði að fyrirtækin hygðust vinna saman og með öðrum fyrirtækjum gegn auglýsingatölvupósti sem oft væri sendur út á fölskum forsendum og væri einstaklingum og fyrirtækjum talsverð áþján. „Það er kominn tími til að keppi- nautar og greinin í heild vinni saman að því að draga úr ruslpóstsending- um,“ sagði David Cole, einn af yf- irmönnum MSN, sem er netarmur Microsoft. „Með því að leiða saman mismun- andi sjónarmið og reynslu öðlumst við tækifæri til að endurnýja trú á tölvupóst. Ég er ánægður með að AOL, Yahoo og Microsoft skuli taka þetta jákvæða skref,“ sagði hann. Í rannsókn sem gerð var í fyrra var því spáð að árið 2007 myndi venjulegur tölvunotandi fá meira en 3.900 ruslpóstsendingar árlega. Þá sýndi rannsóknin að menn fengu daglega að jafnaði 6,2 ruslpóstsend- ingar árið 2002 en höfðu fengið 3,7 sendingar árið áður. Ekki er aðeins ónæði af ruslpóst- inum heldur kosta stórfyrirtæki ár- lega háum fjárhæðum til að verjast slíkum ruslsendingum, að hluta til svo pósturinn taki ekki upp alltof mikið rými í tölvukerfum þeirra og lami þau þannig. Ætla að þróa nýja tækni AOL, Microsoft og Yahoo! munu hefja viðæður um tæknilega staðla og viðmiðanir sem hægt verði að nota til að stemma stigu gegn rusl- pósti. Reynt verður að koma í veg fyrir að hægt verði að falsa bréf- hausa sem fylgja tölvupósti, og hindra að netpóstkerfi AOL, Micro- soft og Yahoo! verði notuð til að senda ruslpóst og koma í veg fyrir að notendur geti stofnað nafnlaus net- póstföng til að senda út fjöldapóst. Þá er stefnt að því að þróa nýja tækni svo betur verði hægt að að- greina ruslpóst frá öðrum tölvupósti. Sameinast um aðgerðir gegn ruslpósti Washington. AFP. RÚSSNESKT Sojuz TMA 2- geimfar, sem skotið var á loft frá Bajkonúr í Kazakstan á laugardag, tengdist í gærmorg- un við alþjóðlegu geimstöðina. Um borð í geimfarinu voru tveir geimfarar, Rússinn Júrí Malentsénko og Bandaríkja- maðurinn Edward Lu, en þeir munu leysa af hólmi þriggja manna áhöfn geimstöðvarinn- ar. Þetta er fyrsta mannaða geimferðin sem farin er frá því bandaríska geimferjan Kól- umbía fórst skömmu fyrir lend- ingu í febrúar. Ætlunin var að leysa áhöfn geimstöðvarinnar af í mars en dvöl þeirra var framlengd eftir Kólumbíu-slys- ið. Er þess vænst að áhöfnin snúi aftur heim 4. maí. Þeir Lu og Malentsénko verða síðan leystir af í október. Alls taka sextán þjóðir þátt í rekstri geimstöðvarinnar en hlutur Rússa og Bandaríkja- manna er mestur. Sojuz tengd við geim- stöðina Moskvu. AFP. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, tryggði sér í gær stuðning helstu leiðtoga innan Jafn- aðarmannaflokksins eftir að hafa hótað því undir rós að hann myndi segja af sér ef komið yrði í veg fyrir framgang umdeildrar efnahags- umbótaáætlunar kanslarans. Leiðtogarnir funduðu í Berlín í gær og svo fór, að áætlun Schröd- ers var samþykkt með 28 atkvæð- um gegn fjórum, og fjórir sátu hjá. Atkvæðagreiðslan um áætlunina, er miðar að því að draga úr op- inberum skuldum og minnka at- vinnuleysi, fór fram eftir að Schrö- der hafði varað andstæðinga hennar við því að grundvallaratriði hennar væru „ekki til umræðu“. Þeir sem væru andvígir „mega vita, að þeir myndu svipta mig því sem ég álít vera meginatriðið í því sem ég hef unnið að, og myndu þess vegna neyða mig til að taka afleið- ingunum“, sagði Schröder. Fyrirhugaðar umbætur Schröd- ers hafa mætt andstöðu á vinstri væng SPD og meðal leiðtoga hinna öflugu launþegasamtaka landsins, sem segja að þær myndu bitna of hart á launþegum sem þegar finni fyrir hækkun óbeinna skatta. Reuters Schröder hótaði afsögn Berlín. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.