Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 19 SKÓLANEFND Seltjarnarnesbæj- ar hefur samþykkt að fela starfshópi sem undirbýr breytingar og endur- bætur á Mýrarhúsaskóla að skoða sérstaklega, í samráði við fagaðila, hvar hægt er að koma fyrir eldunar- aðstöðu og matsal fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla. Starfshópnum er falið að koma með tillögur til skóla- nefndar. Stefnt er að því að koma upp mötuneyti og matsal sem fyrst og jafna þannig aðstöðu nemenda á Sel- tjarnarnesi. Skólanefnd samþykkti einnig á fundi sínum á dögunum að kaup á matarbökkum fyrir nemendur Mýrarhúsaskóla væru fyrst og fremst bráðabirgðalausn. Fulltrúar Neslistans í bæjarstjórn Seltjarnarness fagna því í bókun sinni frá fundi í síðustu viku að loks hefur verið ákveðið að koma upp mötuneyti í Mýrarhúsaskóla og jafna þannig að- stöðu nemenda á Seltjarnarnesi. „Þetta mál hefur verið baráttumál Neslistans undanfarin ár og verið til umræðu í bæði skólanefnd og bæjar- stjórn. Neslistinn hefur ítrekað bókað og flutt tillögur um málið í bæjar- stjórn en hingað til án árangurs. En nú virðist loks vera komin samstaða um málið og ber að fagna því.“ Mötuneyti í Mýrar- húsaskóla Seltjarnarnes TILLAGA að breytingu á deiliskipu- lagi Spangarinnar í Grafarvogi er nú auglýst. Spöngin afmarkast af Borg- arvegi, Spönginni, Móavegi og Mosa- vegi. Tillagan tekur til allra lóða við Spöngina með lóðarnúmer 1 og 7-47 og gerir m.a. ráð fyrir sameiningu lóð- arhluta þannig að stök númer frá 7-41 við Spöngina verði á sameiginlegri lóð. „Segja má að tillagan geri ráð fyr- ir makaskipti á lóðum,“ útskýrir Ágústa Sveinbjörnsdóttir hjá skipu- lagsfulltrúa Reykjavíkur. „Lóð sem ætluð var fyrir útibú Borgarbóka- safns er lögð af og sameinuð versl- unarlóð til að hægt sé að stækka verslun Bónuss og í staðinn er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir útibú borgarbókarsafn og aðra skylda starf- semi sunnan við Spöngina á rýmri lóð sem ætluð var fyrir skyndabitastað og smurstöð. Lóð sem ætluð var fyrir leigubílastaur hefur verið stækkuð og er þar komið fyrir byggingarreit fyrir skyndibitastað. Með tillögunni er ver- ið að flytja til og rýmka um fyrirhug- aða starfsemi.“ Í gögnum sem fylgja tillögunni seg- ir að heimiluð sé stækkun á verslunar- húsi á lóð númer 9 en niður fellur byggingarréttur á lóð nr. 7. Spöngin 1 er stækkuð úr um það bil 1.000 í um 1.850 m² og nýtingu breytt þannig að að þar megi byggja allt að 350 m² veit- ingastað með allt að 35 bílastæðum og möguleika á afgreiðslu á skyndibitum um lúgu. Séð verður fyrir stæðum fyrir leigubíla á sameiginlegu bíla- stæði verslunarmiðstöðvar. Einnig gerir tillagan ráð fyrir að lóðir nr. 43 og 45 verði ætlaðar fyrir útibú Borgarbókasafns eða skylda starfsemi. Gert er ráð fyrir stækkun lóðarinnar til austurs í um það bil 3.600 m² og að nýtingarhlutfall geti orðið allt að 0,5. Tillagan liggur frammi í upplýs- ingaskála skipulags- og byggingar- sviðs í Borgartúni 3, 1. hæð til 4. júní nk. Einnig er hægt að skoða tillöguna á heimasíðu skipulags og byggingar- sviðs, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa eigi síð- ar en 4. júní 2003. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast sam- þykkja tillöguna. Morgunblaðið/Kristinn Samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Spangarinnar má byggja þar 350 fer- metra skyndibitastað og fleiri bílastæði. Stærri lóðir og skyndibitastaður Spöngin Deiliskipulag Spangarinnar auglýst HÁSKÓLANEMAR og grunn- skólabörn sem hafa kynnst í gegnum mentorverkefnið Vináttu hittust og skemmtu sér saman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina þar sem farið var í leiki og borðað saman. Mentorverkefnið Vinátta felst í því að háskólastúdentar verja þremur stundum á viku á skóla- árinu í samveru með grunn- skólabörnum á aldrinum 7–12 ára og veita þeim stuðning og hvatn- ingu. Í vetur voru þátttakendur 144, 72 grunnskólanemar og 72 mentorar. Um er að ræða þriggja ára til- rauna- og þróunarverkefni, byggt á alþjóðlegri fyrirmynd. Það hófst haustið 2001 í samvinnu við Há- skóla Íslands, Kennaraháskóla Ís- lands og tvo grunnskóla í Reykja- vík en styrktaraðili þess er Velferðarsjóður barna á Íslandi. Skólaárið 2001–2002 tóku 35 stúdentar og jafnmargir grunn- skólanemar þátt í verkefninu og hefur þáttaka aukist um meira en helming skólaárið 2002–2003. Þá hafa þrír skólar bæst við og eru þeir alls fimm á þessu ári, Austur- bæjar-, Breiðagerðis-, Fella-, Há- teigs- og Langholtsskóli. Í verkefninu er lögð áhersla á gagnkvæman ávinning og hags- muni samfélagsins af því að börn og ungmenni læri af aðstæðum hvert annars. Nemendur háskól- anna fá tækifæri til að verða fyr- irmynd og jákvætt afl í lífi grunn- skólabarna og börnin fá tækifæri til að mynda tengsl við þroskaðan aðila utan fjölskyldunnar. Um helmingur barnanna í men- torverkefninu Vináttu er af er- lendum uppruna og í samskiptum kynnast mentorar og börn menn- ingu hvert annars. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mentorar og grunnskólanemar hittust og skemmtu sér saman um helgina. Lok mentorverkefnisins Vináttu í Húsdýragarðinum Læra af aðstæð- um hvert annars FIMMTUDAGINN 1. maí verður opið hús á Króki milli kl. 14 og 16. Menningar- og safnanefnd Garða- bæjar býður Garðbæingum sem og öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins velkomna á Krók. Krókur á Garðaholti er lítill báru- járnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er í dag með þremur burst- um en árið 1923 var miðburst bæj- arins byggð og bæjarhúsin þá aðeins baðstofa og eldhús auk lítils skúrs við útidyrnar. Krókur er í nágrenni samkomuhússins á Garðaholti. Síðustu ábúendur á Króki voru Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir og Vilmundur Gíslason. Í Króki var bú- ið allt til ársins 1985 þegar Þorbjörg lést. Afkomendur Þorbjargar og Vil- mundar í Króki gáfu Garðabæ bæj- arhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður. Jón Nordsteien arkitekt stjórnaði endur- gerð bæjarins og Einar Hjartarson húsasmíðameistari var fenginn til að vinna verkið. Systurnar Elín og Vil- borg Vilmundardætur höfðu umsjón með uppröðun húsmuna. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðar- hætti alþýðufólks á þessum lands- hluta á fyrri hluta 20. aldar. Í sumar verður Krókur opinn fyrir almenning einu sinni til tvisvar í viku. Sumaropnun verður auglýst nánar síðar. Opið hús á Króki 1. maí Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.