Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 23 2 fyrir Fljúgðu í vestur! Nú er tækifærið til að nýta afar hagstætt gengi dollarans! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 20 89 3 04 /2 00 3 Freistandi ferðatilboð í maí Síðasti söludagur 4. maí til USA Baltimore Verð frá 41.520 kr. Verð á mann Innifalið: Flug, flugvallaskattar og þjónustugjöld Boston Verð frá 39.400 kr. New York Verð frá 39.400 kr. Minneapolis/St. Paul Verð frá 44.720 kr. Flugfargjald Helgarpakkar Flug og gisting í 3 nætur Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattur, þjónustugjöld og gisting Baltimore Verð frá 49.920 kr. á Days Inn Inner Harbor Boston Verð frá 49.900 kr. á Hotel Copley Square New York Verð frá 48.700 kr. á Hotel Cosmopolitan Minneapolis/St. Paul Verð frá 49.200 kr. á Hotel Clarion Baltimore 2.-6. maí Verð 45.020 kr. á mann 4 nætur í tvíbýli á Days Inn Inner Harbor Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Sértilboð New York 10.-14. maí 4 nætur í tvíbýli á Hotel Cosmopolitan Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Verð 44.100 kr. á mann Sértilboð Ferðatímabil: 1. maí - 2. júní (síðasta heimkoma). Sölutímabil: 21. apríl - 4. maí. Tilgreint verð er með afslætti. Tveir verða að ferðast saman fram og tilbaka. Í auglýstu verði er m.v. lágmarksdvöl aðfaranótt sunnudags og hámarksdvöl í 4 daga. Einnig í boði önnur flugfargjöld, 2 fyrir 1, með rýmri skilyrðum um hámarksdvöl. Þessi tilboð gefa 4.200-5.000 ferðapunkta Sjá nánari upplýsingar um hótel á www.icelandair.is/usa Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða í fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8- 20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnud. frá kl. 10 - 16). Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofsávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina MJÖG mikill munur er á verði hjól- barða og kostnaði við skiptingu sam- kvæmt verðkönnun Samkeppnis- stofnunar, sem gerð var um miðjan apríl. Kannað var verð á sumarhjól- börðum hjá 27 hjólbarðaverkstæð- um á höfuðborgarsvæðinu, verð á sóluðum og nýjum fólksbílahjólbörð- um og verð á stærri hjólbörðum. Á nýjum hjólbörðum var verð- munur allt að 152% og allt að 262% á stærri hjólbörðum. Um 20% verð- munur var á sóluðum hjólbörðum, samkvæmt niðurstöðum Samkeppn- isstofnunar. Þá var jafnframt kannaður kostn- aður við að skipta um hjólbarða á fólksbílum og var þá gert ráð fyrir skiptingu, umfelgun og jafnvægis- stillingu á fjórum hjólbörðum. „Mikið framboð er á hjólbörðum og verðdreifing mikil, enda um mis- munandi tegundir að ræða. Sem dæmi má nefna að hægt er að kaupa nýjan hjólbarða í stærðinni 175/65 R14 frá 4.280 krónum upp í 10.745 krónur,“ segir Samkeppnisstofnun. Í töflunni má sjá hjólbarðastærðir sem kannaðar voru, lægsta og hæsta verð í hverri stærð fyrir sig og hlut- fallslegan verðmun. Samkeppnisstofnun tekur fram að hvorki er lagt mat á þjónustu fyr- irtækjanna, né gæði hjólbarðanna. Ítarlegar upplýsingar um verð á ein- stökum sölustöðum er að finna á heimasíðu Samkeppnisstofnunar, www.samkeppni.is. &' ()*  +, + ,  + , !+ , -. ()*  +, +, +, + , -*  ()*  +, + ,  + , !    !! !  !    !!         4   5                                    !      ! !! !      2                                  Mjög mik- ill munur á verði hjólbarða Mikið framboð er á hjólbörðum og verðdreifing mikil, enda um mismun- andi tegundir að ræða, segir Samkeppnisstofnun í verðkönnun sinni. VÍSINDAMENN við Warwick- háskóla í Bretlandi segja að flestir vilji vera ríkari en nágrannarnir, hvort sem þeir þekkja þá eða ekki. Tveir þriðju þátttakenda í til- raun við háskólann voru nógu áfjáðir í að skara fram úr til þess að vilja fórna eigin fé, yrði það til þess að nágrannarnir yrðu fyrir fjár- hagslegu tjóni, segir á vefsíðu BBC. Efnisleg gæði hafa aukist til muna á síðastliðnum 25 árum án þess að hamingja hafi fylgt í kjöl- farið, er haft eftir Andrew Oswald, prófessor við Warwick-háskóla. Oswald telur jafnframt að leitin að hamingjunni verði sífellt erf- iðari. „Bölvunin felst í stöðugum samanburði við náungann. Vinnu- tími Breta er sá lengsti í Evrópu og við lögum okkur sífellt meira að Bandaríkjunum, þar sem fólk vinn- ur mánuði lengur á ári nú en það gerði á áttunda áratugnum. Meiri eyðslu er síðan ætlað að bæta fyrir minni frítíma,“ segir hann. BBC vitnar í Juliet Schor pró- fessor við Harvard-háskóla. Segir hún að „til síðasta manns“ við- horfið, sem ýti starfsfólki út í sífellt lengri viðveru í vinnunni, hafi ekki einvörðungu áhrif á fjölskyldulíf og heilsufar, heldur hvetji til auk- innar neyslu. „Fólk eyðir færri stundum í faðmi fjölskyldunnar og hjónabönd leysast upp því hjón hafa ekki tíma til þess að hittast. Neyslan á síðan að bæta okkur upp æ minni tíma og minni stjórn á eigin lífi,“ segir hún. BBC segir að skuldir ein- staklinga hafi aldrei verið meiri. „Kortavelta jókst um rúma 48 milljarða í síðasta mánuði, sem er mesta mánaðarlega aukning á síð- astliðnum þremur árum. Ráðgjafarstöð um fjármál í Bret- landi greinir frá 46% aukningu vanskilatilfella á síðastliðnum fimm árum. Hvert mannsbarn í Bretlandi skuldar nú að meðaltali um 290.000 krónur, í það minnsta.“ Fram kemur að sálfræðingar hafi auknar áhyggjur af þörf al- mennings fyrir að styrkja sjálfs- myndina með innkaupum. Rann- sóknir við Sussex-háskóla benda til þess að 2–5% fólks í Evrópu og Bandaríkjunum glími við stjórn- laust kaupæði. Í Bretlandi gæti því verið um að ræða 1–3 milljónir manna, að mati Andrews Oswald. Meirihlutinn er konur, eða allt að 92%, og á aldrinum 17–37 ára. Lyf gegn eyðsluhvöt BBC segir að kaupæði sé svo víð- tækt vandamál í Bandaríkjunum að fyrirtæki hafi sett á markað þung- lyndislyf sem ætlað sé að taka sér- staklega á eyðsluhvöt. „Ánægjan yfir nýjum hlutum er fljót að hverfa og þegar áhrifin þverra þarf sífellt að kaupa meira og meira. Fæstir hafa ráð á því,“ segir Oswald. Juliet Schor prófessor segir lausnina felast í forgangsröðun. „Fólk sem hugsar í sífellu um tekjur sínar og eignir er þunglynd- ara, kraftlausara og í minni tengslum við aðra. Sókn eftir ríki- dæmi hindar okkur í sókn eftir því sem færir okkur hamingju. Við eig- um að beina sjónum okkar að sam- böndum okkar, vináttu og heilsu. Það færir okkur lífsfyllingu.“ Flestir vilja vera rík- ari en nágranninn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.