Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 25 TÓNLISTARSKÓLI Kópavogs hélt upp á fertugsafmæli sitt á föstudaginn var með veglegum hætti þegar nemendur fluttu Orfeo Monteverdis sem lið í hátíðarhöld- um af því tilefni. Söngverkið hefur verið nefnt fyrsta fullgilda ópera sögunnar, enda þá og þegar í henni allir helztu efnisþættir greinarinnar (söngles, einsöngsaríur, hópsöngs- atriði og kórar, forleikir, millispil og dansar) fram að nýjungum Wag- ners. Jafnframt mun þetta hafa verið fyrsta sviðsetning verksins á Íslandi með leikbúningum. Það var flutt hér fyrir tíu árum í konsert- uppfærslu undir sama stjórnanda og því í kunnugum höndum. Claudio Monteverdi (1567–1643), Markúsarkantor í Feneyjum á efri árum, var einn djarfasti frumherji endurnýjunar á vatnaskilum end- urreisnar og barokks, sérstaklega hvað varðar framþróun hinnar nýju óperugreinar er fyrst leit dagsins ljós í Flórens skömmu fyrir 1600. La favola d’Orfeo var frumflutt í Mantova 1607 og hafði vafalítið mikil áhrif á þróun greinarinnar næstu áratugi þó að hún hafi síðan ekki verið endurvakin fyrr en í byrjun 20. aldar. Ýmislegt mun enn á huldu um upphaflega orkestrun, enda skipta endurgerðir tugum, sumar í vafasamara lagi, og hefði verið forvitnilegt að sjá tilgreint í tónleikaskrá á hvaða útgáfu stjórn- andinn byggði við þetta tækifæri. Eins og með önnur fremstu verk tónsögunnar ætti samt ekki að vera frágangssök þó að upphafleg hljóð- færi væru fæst tiltæk nema helzt erkilúta Snorra Arnars Snorrason- ar. Enda hljómaði hljóðfæraleikur- inn að flestu leyti nokkuð sannfær- andi í eyrum óbreytts nútímahlustanda, m.a.s. „regalið“ (reyrtunguorgel sem var í miklum metum síðla á endurreisnarskeiði) í undirheimaatriðum, jafnvel þótt hljóð þess væru runnin úr tölvuend- urgerð Ríkharðs H. Friðrikssonar. Hljómsveitin myndaði hlutfalls- lega bezta framlag kvöldsins með vel samstilltum og samvægum leik. Einnig fór Unnar Geir Unnarsson í mörgu vel með titilhlutverkið og skar skóluð tenórrödd hans sig óhjákvæmilega úr öðrum einsöngv- urum sem áttu úr mun ómótaðri röddum að tefla, nema kannski helzt Lára Rúnarsdóttir sem söng hlutverk Próserpínu (Persefóne) heljardrottningar mjög fallega. Upphafshyggjan náði einnig aðeins að takmörkuðu leyti til söngsins – ef marka má t.d. algera fjarveru skammlausrar geitartrillu, sér- kennilegs eintónstremólós sem ein- kenndi mjög listsöng tilurðartímans þótt hyrfi þegar á miðbarokktíma, enda nú háð sérþjálfun í fornsöng. Á hinn bóginn var gott flæði í sýn- ingunni og sjónleikur og dansar oft skemmtilega útfærðir. Atgervisnýbúar Sinfóníuhljómsveit áhugamanna hefur flutzt um set úr Neskirkju í Seltjarnarneskirkju og voru tón- leikar hennar og kirkjukórs stað- arins á laugardag í tilefni listahátíð- ar sóknarinnar. Tvö óumdeilanleg meistaraverk voru á boðstólum, 8. sinfónía Antoníns Dvoráks og Mag- nificat J.S. Bachs. Stjórnveli skiptu á milli sín tékklenzku Manásek- hjónin, þ.e. Pavel í Dvorák og Viera, kórstjóri Kirkjukórs Sel- tjarnarneskirkju, í Bach eftir hlé. Hjónin, sem störfuðu fyrst austur á Djúpavogi 1991–93, mætti kalla prýðilegt dæmi um þá atgervisný- búa á tónlistarsviði sem setzt hafa hér að sunnan úr álfu í auknum mæli hin seinni ár og lagt gjörva hönd á plóg til að gera tónlistarlíf landsins frásagnarverðara en ella. Með tilhugsun til frumkvöðla eins og Franz Mixa, Róberts Abraham Ottóssonar og Victors Urbancic má vel harma að sambærilegrar inn- flytjendabylgju skyldi ekki hafa notið fyrr en á 4. áratug síðustu aldar. Ekki var annað að heyra á leik SÁ en að sveitin væri í sínu bezta formi undir fágaðri stjórn Pavels Manásek. Hið innblásna hljómsveit- arverk Dvoráks frá 1889 – kannski burtséð frá hlutfallslega lopateygð- um Fínalnum – hljómaði glæsilega samtaka, enda þótt hljómburður kirkjunnar væri kannski ívið of mikill á lúðrahápunktum. Einkum þó í lokaþætti, sérstaklega miðað við allt of fámenna og misskipta strengjasveit (4-5-2-4-2) sem engu að síður skilaði sínu undravel þegar bezt heyrðist til. Tréblásturinn var sömuleiðis lipur og lúðrarnir – þ. á m. nokkrir kornungir spilarar – náðu hrífandi „trukki“ í klímöxum. Magnificatið frá 1723 var fyrsta jólaverk Bachs sem Tómasarkant- ors í Leipzig. Ef rétt er munað hef- ur þessi óhætt að segja hreinrækt- aða snilldarsmíð ekki verið flutt hér í meira en aldarfjórðung, eða síðan á dögum dr. Róberts Abraham, og gegnir það stórfurðu, enda að gæð- um sambærilegt við hina þrefalt lengri h-moll messu. En kannski er einhverrar skýringar að leita í flúr- tæknikröfum verksins, bæði til fylgiradda (í m.a. trompet- og óbó- röddum) og til kór- og einsöngvara, sem ásamt aðeins hálftíma lengd gerir það óhentugt í heilsvetrar- verkefni. Flutningurinn var mjög góður fyrir ekki reyndari kór að vera, sem eftir hljómgæðum að dæma er staðfestist af námsferli einsöngvara í tónleikaskrá, gat státað af fjölda langt kominna söng- nemenda, enda voru allir einsöngv- arar jafnframt kórfélagar. Í stuttu máli sagt birtist hér undirrituðum einhver efnilegasti kammerkór höf- uðborgarsvæðisins í áraraðir, og var auðsætt (m.a. á sérlega þokka- fullum handahreyfingum) að stjórn- andinn hafði þegar náð eftirtekt- arverðum tökum á miðlinum. Einsöngvararnir voru allir merkilega góðir. Að öðrum ólöst- uðum snurtu mann þó mest þrótt- mikil og músíkölsk mezzoútfærsla Önnu Margrétar Óskarsdóttur á Et exultavit og bráðfalleg sópranrödd Önnu Jónsdóttur í Quia respexit ásamt efnilegum bassa Braga Þórs Valssonar í Quia fecit og tenór Stef- áns Helga Stefánssonar í Deposuit. Strengirnir skiluðu sínu af öryggi, og þrátt fyrir fáeinar ástaróbógluf- ur í Quia respexit og framan af svo- lítið loppna clarinorödd í 1. trompet var obbligatoblásturinn í heild með viðeigandi glæsibrag. Á grónum stíg Vínarklassísk, rómantísk og nú- tímaverk voru í öndvegi á tónleik- um Önnu Áslaugar Ragnarsdóttur í Salnum á sunnudagskvöld. Ein tíu ár munu liðin frá því er Anna hélt síðast einleikstónleika og hvíldi því yfir upphafinu ákveðin spenna og eftirvænting, kannski sýnilegust í formi fjölda kollega einleikarans meðal tónleikagesta, jafnvel þótt slaghörpuferillinn hafi verið endur- vakinn þegar í fyrra í undirleik og kammertónlist með góðum árangri. Muna þar margir eftir tónleikum Kammermúsíkklúbbsins sl. nóvem- ber, ekki sízt vegna hins óviðjafn- anlega píanókvintetts Hummels. Píanósónötur Mozarts eru frá- leitt þægilegustu upphitunarnúmer í dagskrárbyrjun sem völ er á. Haldast í hendur gegnsæ áferð og alþekkt viðfangsefni og gera að verkum að minnsta feilnóta stendur út úr sem kínverjahvellur í klaust- urskirkju. Né heldur er auðvelt að ljá jafnvíðfluttu efni persónulegan blæ án þess að ofbjóða látlausri snilld tónskáldsins, og segir e.t.v. mest í þeim efnum hvað sónöturnar heyrast sjaldan í hérlendum tón- leikasölum. K333 er lengst þriggja sónatna Mozarts í B-dúr, talin sam- in stuttu eftir að Wolfgang end- urnýjaði kynni sín við „Lundúna- Bach“ (Johann Christian) í París 1778, enda þar í sínu galantasta horni og miðþátturinn ekta jó- hannskt sönghæfur með upphöfn- um frímúrarablæ. Þó krauma einn- ig undir dramatískari kenndir í nokkrum gegnfærslusprettum, og lokaþátturinn (III.) ber keim af ein- leikskonsert, m.a.s. með „kadenzu“ undir lokin eftir hefðbundinn fer- sexundarhljóm. Anna Áslaug lék af smekkvísu öryggi þrátt fyrir ein- staka smásnurðu með klassískt hóf- stilltu rúbatói en samt töluverðri tilfinningu fyrir íbygginni ástríðu. Leitun var á meiri andstæðum við flosfingraða mælistiku Mozarts en Fimm prelúdíum Hjálmars H. Ragnarssonar næst á eftir sem á köflum útheimta sannkallaðar stál- hendur, þó búi einnig yfir íhugulli dulúð og jafnvel ljóðrænni angur- værð. Þær gera mikið út á kont- rasta í áferð, styrk og tónsviði, auk þess sem finna má nærri Satie- kennt háð á köflum, t.a.m. í kannski þekktustu prelúdíunni, nr. 4, þar sem tónskáldið glettist við mínímal- ismann með ýmiss konar óvæntum frávikum. Anna Áslaug lék þessar af nútímaverki að vera fjölbreyttu tónsmíðar eins og sú er valdið hef- ur, enda auðheyranlega á heima- velli sem tileinkunarþegi verksins. Tékkneska tónskáldið Leos Janá- cek (1854–1928) er fremur sjald- heyrður gestur á íslenzkum tón- leikapalli, hvað þá 10 laga flokkur hans Á grónum stíg sem var fyrst eftir hlé. Þetta safn síðrómantískra skapgerðarstykkja frá 1901–08 er að hluta sjálfsævisögulegs eðlis með nokkrar rætur í tékkneskum þjóðlögum, enda þótt örli á nútíma- legri stíl í síðustu lögum flokksins er minna á hvað Janácek komst nærri módernismanum á efri árum. Marghliða túlkun Önnu Áslaugar bar vott um sterka innlifun í per- sónulega nálgun tónskáldsins og skilaði hlustendum litríkri mynd af sérstæðum meistara. Síðust á dagskrá var Fantasía Chopins í f-moll Op. 49 frá 1841, eitt lengsta píanóverk þessa meist- ara einþáttungsins og án efa með þeim átakamestu. Þrátt fyrir frjálsa formið (það hefst t.a.m. með eins konar sorgarmarsi sem heyrist síðan ekki meir) er verkið borið uppi af óvefengjanlegri snilld sem meira en réttlætir virtúósar kröfur þess til flytjandans. Flutningur Önnu Áslaugar var engu minni en stórbrotinn, mótaður af markvissu samspili hins viðkvæma og kraft- mikla en samt svo nákvæmur að heita mátti örðulaus. Má segja að tónleikarnir hafi í heild einkennzt af bæði úrvalstúlkun og til fyrir- myndar vandvirkum undirbúningi, enda allt leikið blaðlaust eins og vera ber. Þurfti eiginlega ekki frek- ari vitna við þegar að aukalaginu kom, laufléttri útfærslu á góðkunn- um valsi Chopins í cís-moll. Endurvakningar TÓNLIST Salurinn Claudio Monteverdi: Orfeo. Söngrit: Alessandro Striggio. Nemendasýning í tilefni af 40 ára afmælis Tónlistarskóla Kópavogs. Unnar Geir Unnarsson (Orf- eo), Eyrún Ósk Ingólfsdóttir (Musica), Guðrún Ragna Yngvadóttir (Euridice), Hildur Jónsdóttir (sendikona), Fjóla Kristín Nikulásdóttir (Vonin), Árni Gunn- arsson (Caronte), Þorsteinn Þor- steinsson (Plutone), Lára Rúnarsdóttir (Proserpina) Erlendur Elvarsson (Apollo) ásamt hirðum, hjarðmeyjum, dísum, önd- um og börnum. Leikstjóri: Anna Júlíana Sveinsdóttir. Dansari og danshöfundur: Elín Arna Aspelund. Lýsing: Hilmar Sverr- isson. Krystyna Cortes semball, Snorri Örn Snorrason lúta, Elísabet Waage harpa, Douglas Brotchie orgel/regal ásamt 15 öðrum hljóðfæraleikurum úr m.a. Skólahljómsveit Kópavogs, Nýja tónlistarskólanum og Tónlistarskóla FÍH. Stjórnandi og þýðandi myndvörputexta: Gunnsteinn Ólafsson. Föstudaginn 25. apríl kl. 20. ÓPERA Seltjarnarneskirkja Dvorák: Sinfónía nr. 8 í G Op. 88*. J.S. Bach: Magnificat í D BWV243**. Sinfón- íuhljómsveit áhugamanna. Kirkjukór Sel- tjarnarneskirkju ásamt einsöngvurum úr röðum kórsins. Stjórnendur: Pavel Manásek* og Viera Manásek**. Laug- ardaginn 26. apríl kl. 17. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Salurinn Mozart: Sónata í B K333. Hjálmar H. Ragnarsson: 5 prelúdíur. Janácek: Við grónar götur. Chopin: Fantasía í f Op. 49. Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanó. Sunnudaginn 27. apríl kl. 20. PÍANÓTÓNLEIKAR Viera Manásek Gunnsteinn Ólafsson Pavel Manásek Anna Áslaug Ragnarsdóttir Ríkarður Ö. Pálsson ALÞJÓÐA danslistardagurinn er í dag. Morgunblaðið birtir hér ávarp sænska danshöfundarins Mats Ek í tilefni dags- ins: Hvað er dans? Ef þú svarar því ertu ekki trúverðugur. En leyfðu mér samt að reyna: dans er að hugsa með lík- amanum. Er nauðsynlegt að hugsa með líkamanum? Kannski ekki til að komast af, en til að lifa. Það er svo margt sem aðeins líkaminn getur hugsað. Ýmislegt annað, eins og til dæmis friður, skiptir meira máli en dansinn. En þá höfum við þörf fyrir dansinn til að halda upp á friðinn. Og til að reka út djöfla stríðsins, eins og Nijinsky gerði. Anarkistinn Emma Goldmann orðaði það kannski best af öllum: Bylting, sem bannar mér að dansa, er ekki þess virði að berjast fyrir. Guðinn Shiva skapaði heiminn með dansi sínum. En dans er andstæða guðlegra staðhæfinga. Dans er viðleitni án endimarka, eins og að skrifa í vatn. Dans er ekki lífið, en hann lífgar við allt hið smáa sem saman myndar hið stóra. Ávarp á alþjóða danslistardaginn Morgunblaðið/Jim Smart Háteigskirkja Vortónleikar Húnakórsins verða kl. 21. Stjórnandi er Eiríkur Gríms- son, píanóleikari Tómas Guðni Egg- ertsson, einsöng syngja Birna Ragnarsdóttir og Ólafur Magnús Magnússon. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.