Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝTT HLUTVERK SÖGUFRÆGRA HÚSA Í liðinni viku var tilkynnt aðmenntamálaráðuneytið myndikoma til móts við hugmyndir heimamanna um framlag ríkisins til menningarhúsa á Ísafirði en fjármun- um verður varið til áframhaldandi end- urbyggingar þriggja bygginga sem all- ar hafa gegnt mikilvægu hlutverki í höfuðstað Vestfjarða í gegnum tíðina. Grundvöllur samningsins, sem þeir Tómas Ingi Olrich menntamálaráð- herra og Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri á Ísafirði, undirrituðu sl. föstu- dag, er ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá árinu 1999 um að veita stofnstyrki til uppbyggingar fimm menningarhúsa ut- an höfuðborgarsvæðisins, en 251 millj- ón króna verður varið til verkefnisins á Ísafirði. Húsin þrjú sem um er að ræða eru Gamla sjúkrahúsið, sem verða mun bóka- og listasafn, salur Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem byggður var við Hús- mæðraskólann Ósk þar sem tónlistar- skólinn er nú til húsa, og Edinborgar- húsið, sem hýsa mun margskonar listastarfsemi, þar á meðal sviðslistir. Sameiginlega munu þessar þrjár bygg- ingar mynda nýtt menningarhús á Ísa- firði. Sagt var frá vonum heimamanna um framgang þessa verkefnis í Morgun- blaðinu í nóvember 2001, en þá var er- indi þeirra um að fá menningarhús- aframlag til uppbyggingar gömlu húsanna til skoðunar hjá menntamála- ráðuneytinu, þar sem á Ísafirði þyrfti „ekki að byggja neitt“, eins og Halldór bæjarstjóri orðaði það þá. „Hér eru þessi hús sem samfélagið er búið að leggja verulega í, en það þarf meira til,“ benti hann jafnframt á, svo ljóst er að mikið munar um þann samning sem nú hefur verið undirritaður. Sá kostur sem hér hefur verið valinn – að taka gömul og gagnmerk hús sem eru mikilvæg í bæjarmyndinni og finna þeim nýtt hlutverk – er sérlega áhuga- verður í menningarsögulegu samhengi. Því auk þess að þjóna þeim tilgangi sem til er ætlast með menningarhúsum á landsbyggðinni stuðlar hann að nauð- synlegri varðveislu merkra bygginga í bæjarfélaginu til framtíðar, en þess má geta að Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur friðað ytra byrði Edinborgarhúss og Gamla sjúkrahússins. Edinborgarhúsið var hannað af Vest- firðingnum Rögnvaldi Ólafssyni, sem oft hefur verið nefndur til sögunnar sem fyrsti íslenski arkitektinn. Rögn- valdur var húsameistari ríkisins, rétt eins og Guðjón Samúelsson er teiknaði bæði Gamla sjúkrahúsið og Húsmæðra- skólann Ósk, en þessir tveir menn voru höfundar að mörgum þekktustu bygg- ingum landsins. Húsin á Ísafirði eru því dæmigerð fyrir það besta sem íslensk byggingarlist hafði fram að færa eftir að fyrstu arkitektarnir komu fram á sjónarsviðið hér á landi. Byggingar sem þessar voru reistar af miklum stór- hug sem – eins og Halldór bendir á – hefur verið átak fyrir lítið samfélag á sínum tíma. Sem slík eru þau mikilvæg- ir hlekkir í byggingarsögu þjóðarinnar sem ber að vernda og viðhalda, en tæp- ast verður fundin ákjósanlegri leið til þess en að nýta þau áfram sem burð- arstoðir í þágu almennings. Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ Árvakur hf., útgáfufélag Morgun-blaðsins, hlaut umhverfisviður- kenningu umhverfisráðuneytisins á föstudag þegar dagur umhverfisins var haldinn hátíðlegur í fimmta sinn og er þetta í annað skipti, sem fyrirtækið fær þessa viðurkenningu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra veitti verðlaunin og sagði við af- hendinguna að stjórnendur Árvakurs hefðu um árabil verið í fararbroddi í umhverfismálum. Því bæri vitni að fyr- irtækið hefði á liðnu ári fengið vottaðan alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðal- inn ISO 10041. Haraldur Sveinsson, stjórnarfor- maður Árvakurs, veitti viðurkenning- unni, verki eftir leirlistakonuna Guð- nýju Hafsteinsdóttur, móttöku og sagði að hana mætti þakka framlagi stjórn- enda og starfsmanna fyrirtækisins. Mikil rækt hefur verið lögð við um- hverfismál í starfsemi Árvakurs hf. á umliðnum árum. Á undanförnum sjö ár- um hefur fyrirtækið fengið fimm verð- laun fyrir frammistöðu sína í umhverf- ismálum. Árið 1996 fékk fyrirtækið umhverfisverðlaun umhverfisráðu- neytisins í fyrra skiptið. Árið 1997 fékk Árvakur verðlaun Umhverfismálaráðs Reykjavíkurborgar annars vegar og Iðnlánasjóðs hins vegar og árið 1999 var fyrirtækinu veitt umhverfisviður- kenning Reykjavíkurborgar. Vitund fyrir mikilvægi þess að um- gangast umhverfið af virðingu og um- hyggju fer vaxandi. Það er auðvelt að tala fjálglega um umhverfismál, en það segir meiri sögu þegar verkin eru látin tala. Öllum iðnaði fylgir mengun af ein- hverju tagi, sem skaðar ekki aðeins um- hverfið heldur getur einnig haft áhrif á heilsu fólks. Því er mikilvægt í öllum rekstri að leggja sig fram um að upp- fylla þær kröfur, sem gerðar eru um umhverfisvernd. Á Morgunblaðinu hef- ur það verið gert með ýmsum hætti og hefur margt áunnist á undanförnum ár- um. Á árinu 1998 var ákveðið að hjá Ár- vakri skyldi unnið að því að uppfylla öll skilyrði staðalsins ISO 14001 og náðist það markmið árið 2002. Ólafur Brynj- ólfsson, umhverfis- og gæðastjóri Morgunblaðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið á laugardag að árangri fyrirtækisins í umhverfismálum væri best lýst með því að árið 1999 hefðu 182 tonn af óflokkuðu sorpi farið frá fyr- irtækinu en í fyrra aðeins 66 tonn. Þennan árangur má þakka því að allur pappír á ritstjórn og skrifstofum blaðs- ins er nú flokkaður og sendur úr landi. Þá hefur tekist að draga úr pappírs- rýrnun í prentsmiðju blaðsins og minnka notkun ýmiss konar vökva og efna verulega auk þess sem afgangs farfi til prentunar er sendur út til fram- leiðanda. Með því að veita viðurkenningu í um- hverfismálum er umhverfisráðuneytið að hvetja fyrirtæki til að leggja rækt við umhverfið. Innan fyrirtækja þýðir það að sýna þurfi útsjónarsemi og getur haft í för með sér að breyta þurfi verk- lagi, sem mótast hefur á löngum tíma. Þeirri vinnu lýkur ekki þegar henni er veitt athygli með viðurkenningum, hún er rétt að hefjast. Frjálslyndi flokkurinn er róttæk- astur og leggur til hvorki meira né minna en 20% fyrningu á ári. Þessi tillaga frjálslyndra felur í sér í raun að á fimm árum falli niður heimild útgerðar til veiða, takist viðkomandi útgerðarmanni ekki að kaupa að nýju heimildir á móti fyrningunni. Í einu vetfangi myndu byggðirnar geta hrunið þegar aflaheimildir verða með stjórnvaldsaðgerð settar á upp- boð og skapað með því fullkomið óvissuástand. Eftir sætu útgerðir án aflaheimilda en í mörgum til- vikum skuldsettar vegna kaupa á aflaheimildum sem væru horfnar bótalaust! Þegar svokölluð Auð- lindanefnd starfaði var fjallað um tvær leiðir til sátta um stjórn fiskveiða. Annars vegar að fara fyrningarleið – sem var hafnað – og hins vegar leið auðlindagjalds sem varð niðurstaðan. Var sú leið lögfest. Takmörkuð auðlind Þegar lögin um stjórn fiskveiða voru sett á sínum tíma var flest- um ljóst að okkur væri nauðsyn- legt að hafa stjórn á fiskveið- unum ef ekki ætti að ganga of nærri fiskistofnunum. Reynsla Á SÍÐUSTU vikum höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Norðvesturkjördæmi haldið fjölmarga fundi um kjördæmið þvert og endilangt. Þar hefur sjávarútvegsmál oft borið á góma og hefur tilefni þeirrar umræðu jafnan verið ný staða sem uppi er vegna tillagna stjórnarand- stöðuflokkanna, en þeir leggja allir til svokallaða fyrningarleið við stjórn fiskveiða. Fyrning- arleiðin felur í sér þá aðferð að færa árlega ákveðinn hluta nú- verandi aflaheimilda frá útgerð- um og taka til ríkisins og úthluta að nýju með uppboði á heimild- unum. Þessi aðferð mun hleypa öllu í uppnám í sjávarbyggðunum og skapa óþolandi óvissu – jafnt fyrir sjómenn sem aðra sem eiga allt undir sjávarútvegi. Tillögur stjórnarandstöð- unnar skapa mikla óvissu Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið gera vinstri grænir ráð fyrir að fyrna 5% afla- heimilda á ári, Samfylkingin gerir ráð fyrir 10% fyrningu á ári en okkar af ofveiði síldarstof sjötta og sjöunda áratugn að geta verið okkur mikil áminning um hvernig fer þeim fiskistofnum sem er veiddir, svo ekki sé nú ta reynslu sumra Evrópuþjó standa frammi fyrir stórk ofveiði og hruni fiskistofn Breytingar verða ge Á þessu kjörtímabili he ið unnið að breytingum á veiðistjórnunarkerfinu se leitt til meiri sáttar um þ áður var. Þær breytingar einkum smábátaflotann o töku vegna notkunar auðl arinnar með álagningu ve gjalds. Í sjávarbyggðunum verið mikil umræða um n þess að koma til móts við gróðrabátaflotann sem he Fiskveiðistjórnunin tryg Eftir Sturlu Böðvarsson „Sjávar eiga all ábyrgri stöðug greinin SAMFYLKINGIN birti nýverið tvær opnuauglýsingar. Önnur þeirra sýnir með mjög skýrum og málefnalegum hætti hversu mjög hefur hallað á þá sem njóta fé- lagslegrar jöfnunar í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þar er yf- irskriftin: ,,Þjóðsagan um árangur ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.“ Hin auglýsingin hefur vakið meiri athygli og sýnu harðari viðbrögð. Þar birtast í mynd allir þeir sem gegnt hafa forystu í ríkisstjórn frá 1904–2003 og síðan fylgir lit- mynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. Yfirskriftin er: ,,Í vor geta orðið tímamót í ís- lenskri stjórnmálasögu.“ Keppinautar Samfylkingarinnar hafa rokið upp til handa og fóta og gagnrýnt auglýsinguna. Segja að þar sé hvergi minnst á málefni og aðeins lögð áhersla á kynferði. Það er ein leið til að túlka auglýs- inguna og segir kannski sitt um stöðu jafnréttismála í öðrum flokkum, að þetta sé það eina sem menn lesa úr henni. Önnur skila- boð má líka lesa út úr auglýsing- unni, þ.e. þau að ef Ingibjörg Sól- rún verður forsætisráðherra lýkur forystuferli núverandi stjórnarflokka. Hann hefur staðið með litlum hléum frá upphafi nú- verandi flokkaskipunar og óslitið um nærri hálfrar aldar skeið. Það yrðu vissulega tímamót. Kjósi menn hins vegar að bregða kynjafræðilegu ljósi á þessa auglýsingu erum við í Sam- fylkingunni svo sannarlega tilbúin til þess. Enginn íslenskur leiðtogi á að baki viðlíka feril í þágu jafn- réttis kvenna og karla og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir sem borgarstjóri í Reykjavík. Ríki og sveitarfélög búa sem opinberir aðilar við sömu skyldur varðandi jafna stöðu kynjanna. Jafnrétt- islög frá 2000 hafa það meg- inmarkmið að jafna áhrif karla og kvenna í ákvarðanatöku og stefnumótun í samfélaginu. Jafn- framt kveða þau á um að konum og körlum er starfa hjá sama at- vinnurekanda skuli greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf, en slíkt ákvæði hefur verið í lög- um frá 1973. Við skulum bera saman í stórum dráttum hvernig s opinberu vinnuveitendurn ars vegar ríkið og hins ve Reykjavíkurborg, hafa sta framkvæmd jafnréttislaga stjórnartíð Davíðs Oddsso Ingibjargar Sólrúnar Gísl Hlutur kvenna í nefndum er aðeins 30%, en er núna 45% hjá borginni, þriðja k tímabilið í röð. Í röðum fo manna ráðuneyta og stofn isins sem undir þau heyra hlutur kvenna 18,7%. Hlu kynja í æðstu stjórnunars hjá borginni var jafnaður 2002, en ef allar stjórnuna hjá borginni eru taldar er þar í talsverðum meirihlu isvaldið getur ekki svarað hver launamunur kynja m ríkisstarfsmanna er, því r ur ekki sýnt neinn áhuga gera marktækar launakan meðal sinna starfsmanna. bóginn hefur Reykjavíkur með markvissum aðgerðu að minnka óútskýrðan lau Karlar, konur og málefni Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur „Tólf ára tímabil Davíðs Oddssonar hjá ríkinu hefði þó átt að vera nægur tími til að skila ár- angri. Sá árangur hefur þó orðið átakanlega lítill.“ FÁTT skiptir fólk meira máli en að hafa tekjur og peninga úr að spila. Menn geta svo rætt endalaust um skattaprósentur en það sem máli skiptir er hvað fólk hefur í budd- unni eftir skatta og hvað fæst fyrir þá peninga. Framsóknarflokkurinn hefur m.a. lagt áherslu á að barna- fólki verði sérstaklega hampað í skattamálum. Við teljum það óeðli- legt að ungar fjölskyldur, sem eru að koma sér upp íbúð, borga af námslánum, annast börn o.s.frv., skuli ekki sýndur skilningur gagn- vart skattalögum. Fjölskyldan á að vera í fyrirrúmi og við viljum sýna það í verki. Hér skal tekið dæmi um það hvernig stefna Framsókn- arflokksins hækkar í buddunni hjá fjölskyldufólki um 66.500 krónur á mánuði. Tekið er dæmi af ungum hjónum, nýkomnum úr námi, með tvö börn, annað nýfætt og hitt fimm ára gamalt. Fjölskyldan unga er að kaupa sína fyrstu íbúð og hafa hjónin saman um 400.000 krónur á mánuði. Tekjuskattur lækkaður um 4%: Með þessari almennu aðgerð er komið til móts við þorra fólks – ekki síst fjölskyldufólkið. Í þessu tilviki hækkar í buddunni um 16.000 krónur á mánuði. Barna- kortin: Vegna barnanna tveggja fá hjónin ótekjutengdar barnabætur eða um 22.500 krónur á mánuði fyrir börnin tvö. Endurgreiðsla námslána lækkuð: Eitt af baráttu- málum Framsóknarflokksins var að lækka endurgreiðsluhlutfall námslána. Árið 1995 var það komið í heil 7% (með samþykki Samfylk- ingarfólksins í ríkisstjórn). Við náðum því niður í 4,75% og nú niður í 3,75%. Vert er a á að þetta er af brúttó-laun þannig að hér er um verule kjarabót að ræða fyrir nám Hjá áðurnefndum hjónum að hækki í buddunni um 13 krónur. 90% lán í fyrstu íbúð: Al þak yfir höfuðið. Erfiðast e eignast fyrstu íbúð. Margi lent í vandræðum með það Framsóknarmenn vilja lát lánasjóð lána allt að 90% í íbúð. Þetta þýðir einfaldleg vexti og afborganir á fyrst einmitt þegar mest þarf á Varlega áætlað má reikna Eftir Hjálmar Árnason „Stefna Framsókn- arflokksins hækkar í buddunni hjá fjölskyldu- fólki um 66.500 krónur á mánuði.“ 66.500 krónum meira í bu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.