Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ O g enn ganga flokk- arnir óbundnir til kosninga, rétt eins og það komi kjós- endum ekki við hvernig stjórn verður mynduð eft- ir að þeir hafa látið álit sitt í ljós. Og hvers virði er þá álit kjósenda? Hvers virði er atkvæðið ef sá sem beitir því veit ekki hvað hann er að kjósa yfir sig þegar upp verður staðið? Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? Af hverju geta flokk- arnir ekki bara sagt hreint út með hverjum þeir vilja starfa? Í stað- inn er talað í hálfkveðnum vísum sem stjórnmálaskýrendur og stundum pólitískir andstæðingar reyna að botna. Fyrst sjálfstæðis- flokkurinn segist aðeins vilja í tveggja flokka stjórn er hann þá ekki að segja að hann vilji starfa áfram með Framsókn? Eða er hann að segja að hann vilji ekki starfa með Samfylkingunni? Átti þetta að vera viðvörun? Og ef Samfylkingin vill starfa með Sjálf- stæðisflokknum í tveggja flokka stjórn, af hverju segir hún það þá ekki með orðum sem við skiljum? Vinstri-grænir og frjálslyndir segjast síðan vilja starfa með Samfylkingunni, ef rétt er skilið, en samt ganga báðir flokkarnir óbundnir til kosninga. Hverju á að treysta? Það er auðvitað engu að treysta í þessum efnum. Maður gæti kosið einhvern af ofannefndum flokkum vegna þess að maður hefur trölla- trú á einhverju stefnumáli hans en síðan setið uppi með stjórn þar sem þetta stefnumál er ekki í höndum flokksins og hefur kannski verið notað í skiptimynt í málefnasamningum. Segjum sem svo að jón jónsson kjósi vinstri-græna vegna þess að hann er hrifinn af umhverfis- og utanríkisstefnu þeirra, en á þeim sviðum eru þeir nokkuð sér á parti í íslenskri pólitík. Og segjum síðan sem svo að þessi flokkur fari í stjórnarsamstarf við Samfylk- ingu og frjálslynda. Samfylkingin myndi aldrei samþykkja stefnu vinstri-grænna í umhverfismálum og heldur ekki frjálslyndir og síð- arnefndi flokkurinn myndi heldur ekki samþykkja stefnu vinstri- grænna í utanríkismálum, eða það er harla ólíklegt. Það yrði að minnsta kosti saga til þarnæsta bæjar ef vinstri-grænir fengju umhverfis- og utanríkisráðu- neytið í slíkri stjórn. Og hvað hefur þá orðið um at- kvæðið hans jóns? Hvað hefur orðið um skoðanir hans jóns? Hvers á jón jónsson að gjalda? Hvers vegna er ekki hlustað á hann? Og hvers vegna er honum ekki bara sagt hvað flokkarnir hyggjast fyrir svo hann geti þá notað atkvæðið sitt á skynsamleg- an og áhrifaríkan hátt í þessu yfir- gengilega lýðræði öllu saman? Það er satt að segja erfitt að ráðleggja jóni nokkurn skapaðan hlut í þessum efnum. Hann verður bara að þola óvissu og óútreikn- anleika lýðræðisins, hann verður bara að hanga í lausa loftinu þar til það hrynur yfir hann og síðan liggja undir því næstu fjögur árin er hann fær kost á að hefja sig upp aftur í óbærilegan en lýðræð- islegan anda kosningakortersins – það er þetta korter sem hann stendur inni í klefanum og nagar blýantinn angistarfullur yfir því hvaða dóm eftirleikur lýðræðisins eigi eftir að fella yfir honum og öllum hinum. Bróðir jóns og vinur viðhorfs- ritara kom reyndar með ágæta til- lögu að lausn vandans: Hvers vegna má maður ekki bara kjósa um málaflokka í stað stjórnmála- flokka? Það væri þá hægt að styðja stefnu eins flokks í tilteknu máli en annan í öðru. Það er nefni- lega ekki svo að maður sé endi- lega sammála stjórnmálaflokki í öllum málum þótt maður styðji stefnu hans í einhverju einu máli? Það er einhver skelfileg nauð- hyggja fólgin í skilyrðislausum stuðningi við einn flokk í öllum málum. Kjósandinn þarf að minnsta kosti að gera málamiðlun við sjálfan sig í slíkum tilfellum, margar málamiðlanir. Það sem þessi ágæti bróðir hans jóns er að fara fram á er í raun og veru þjóðaratkvæða- greiðsla um helstu málaflokka. Og það sýnist sannarlega vera ákaf- lega skynsamleg lausn á þeim lýð- ræðisraunum sem kjósendur þurfa að ganga í gegnum við reglulegar þjóðarkosningar um óreglulegar skoðanir stjórnmála- flokka sem eru þar að auki alger- lega óútreiknanlegir í vöruskipt- unum sem eiga sér stað á milli kosninga. En á meðan kjósendur eru ekki spurðir beint út hvernig þeir vilja hafa hlutina, á meðan þeir hafa sama sem ekkert um það að segja hvernig þjóðfélagi þeir búa í, þá er eina raunhæfa ráðið sem hægt er að gefa aumingja jóni eftirfarandi: Eina örugga atkvæðið í því kerfi sem nú er við lýði virðist vera til handa Auðaflokknum. Með því að greiða Auðaflokknum atkvæði er verið að senda þau skilaboð að kerfið sem við búum við sé handónýtt, að stjórnmála- flokkarnir séu valdastofnanir, valdamakkarar sem ekki sé treystandi. Auðiflokkurinn hefur ekkert stefnumál annað en það að greinarmunur verði gerður á at- kvæðum greiddum honum og at- kvæðum sem eru ógild. Um þetta eru allir sammála en enginn hefur nennt að fylgja málinu eftir enda á Auðiflokkurinn sér enga formlega málsvara. Það er í raun eini galli Auðaflokksins. Kostirnir eru hins vegar veigameiri: Hann á sér enga óvini eða andstæðinga. Og hann þarf heldur ekki að starfa með neinum þegar kosningum er lokið. Auðiflokkurinn er algerlega óháður. Hann er líka algerlega valdalaus. En hann getur haft áhrif. Og sannarlega myndu áhrif hans aukast ef hann þyrfti ekki að hafa í eftirdragi Ógildaflokkinn sem er alltaf snarvitlaus. Jón minn, kjóstu bara Auða- flokkinn. Þú færð þá að minnsta kosti ekki brakið yfir þig úr lausa loftinu. Lýðræðis- raunir Hann verður bara að hanga í lausa loftinu þar til það hrynur yfir hann og síðan liggja undir því næstu fjögur árin er hann fær kost á að hefja sig upp aftur í óbærilegan en lýðræðislegan anda kosningakortersins. VIÐHORF Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is ÞAÐ er verulegt áhyggjuefni fyr- ir sjávarútveg á Íslandi, atvinnulíf úti á landi og allan almenning ef gera á umtalsverðar breytingar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem var lögfest hér á landi fyrir um 20 árum. Flutningur á aflaheimildum er eignaupptaka Fram hefur komið að um 80% af þeim aflaheimildum sem nú eru í notkun hjá einstaklingum og fyrir- tækjum landsmanna hafa verið keypt dýru verði. Bæði fyrirtæki og einstaklingar hafa skuldsett sig um- talsvert vegna þessa. Þegar talað er um að styrkja landsbyggðina með því að flytja aflaheimildir frá einum aðila til annars, þá er það ekkert annað en eignaupptaka. Stærstur hluti aflaheimilda er nýttur af fyr- irtækjum og einstaklingum utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru ekki einhverjir örfáir „útgerðarmenn“ sem eiga aflaheimildirnar eins og einn stjórnarandstöðuþingmaðurinn sagði í umræðuþætti í ríkissjón- varpinu á laugardag. Þetta er hreinn áróður ætlaður til þess að blekkja almenning og ala á öfund. Útgerðir eru nú að mestu reknar af almenningshlutafélögum þar sem margir eigendur og stjórnendur koma að málum. Sem dæmi má nefna Útgerðarfélag Akureyringa hf., Skagstrending hf. og Harald Böðvarsson hf., sem mynda Brim ehf. og er hluti af Eimskipafélags- samstæðunni. Þessi félög eru með liðlega 11% aflaheimilda í sjávarút- vegi. Þær nýtast atvinnulega séð nánast að fullu þeim sem búa á landsbyggðinni. Aflaheimildir eru í eigu almennings Hf. Eimskipafélag Íslands hefur keypt allar sínar aflaheimildir á undanförnum árum með því að fjár- festa í nokkrum sjávarútvegsfyrir- tækjum, þar sem kaupverð þeirra hefur endurspeglað verðmæti afla- heimilda. Í ársreikningi Eimskipa- félagsins um síðustu áramót voru eignfærðir 13,4 milljarðar króna vegna aflaheimilda og er það um 42% af markaðsverðmæti Eim- skipafélagsins, sem var um 32 millj- arðar króna um síðustu áramót. Fé- lagið er allverulega skuldsett, að stærstum hluta við erlendar lána- stofnanir. Þær treysta því að ekki verði hróflað verulega við fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Eignir Eimskipafélagsins skiptast á tæplega 20.000 hluthafa. Einhverjir kunna að segja að eigna- dreifingin sé ekki mikil því örfáir að- ilar séu í hópi stærstu hluthafa. Það er alrangt. Stærstu eigendur Eim- skipafélagsins eru almenningshluta- félög með talsverða eignadreifingu, eins og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. sem er með liðlega 10% eign- arhlut, Fjárfestingafélagið Straum- ur hf. með liðlega 9% og síðan koma nokkru minni hluthafar svo sem Skeljungur hf., Grandi hf. og Trygg- ingamiðstöðin hf. auk lífeyrissjóða. Höfðahreppur er meðal annars stór hluthafi með hlutabréf að nafnverði 77 milljónir króna sem er að verð- mæti tæplega 500 milljónir króna. Allt eru þetta almenningshlutafélög, sjóðir eða sveitarfélög og líklega eiga nánast allir Íslendingar beint eða óbeint í Eimskipafélaginu. Erfitt og ósanngjarnt að breyta núverandi fiskveiði- stjórnunarkerfi Með breytingum á fiskveiði- stjórnunarkerfinu í þá átt sem stjórnarandstöðuflokkarnir boða væri ekki eingöngu verið að rýra verðmæti eigenda Eimskipafélags- ins, heldur mundi hið sama gilda um tugi annarra sjávarútvegsfyrir- tækja, þar af eru níu þeirra stærstu með hlutabréf sín skráð á Kauphöll Íslands. Lánakjör fyrirtækjanna munu versna og þau verða tilneydd að draga saman reksturinn. Það rýrir eignir allra Íslendinga og veik- ir samkeppnishæfni Íslands. Hag- kvæmni mun minnka, því þeir sem fá afhentar þær aflaheimildir sem aðrir hafa haft nýtingarrétt á hljóta að þurfa að greiða umtalsvert fyrir ef kvótar eru boðnir upp eða leigðir. Nýir aðilar í greininni þurfa að skuldsetja sig vegna þess og greiða þar að auki veiðileyfagjald. Aðrir í greininni sitja uppi með skuldir vegna kvótakaupa undanfarinna ára. Þegar þetta gerist og aðilar fá úthlutað veiðiheimildum til skemmri tíma, án framsalsréttar, mun hætta á brottkasti einnig aukast. Skamm- tímasjónarmið munu aukast. Í fram- haldi af þessum ósköpum mun af- koma sjávarútvegsins versna og ríkið þyrfti að byrja að styrkja þessa grein, og jafnvel ríkisreka hana, eins og víða er gert erlendis. Það gæti endað eins og í Noregi þar sem sjávarútvegur og fiskeldi á í miklum erfiðleikum. Þróun og hagræðing í sjávarút- vegi er stór skýring á bættum lífs- kjörum þjóðarinnar á síðustu 10–15 árum. Við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Rót óánægjunnar tengist fortíðinni Rót óánægjunnar sem ríkir í dag er að þeir sem fengu úthlutað afla- heimildum fyrir um 20 árum á grundvelli veiðireynslu hafa margir selt eða leigt sínar aflaheimildir með verulegum hagnaði. Það hefði komið vel til greina að setja einhverjar skorður við þessu eða þá skattlegja sölu- eða leiguhagnaðinn umtals- vert, t.d. um 50% eða meira, og nýta þá fjármuni að hluta til að létta öðr- um sköttum eða kostnaði af grein- inni, t.d. auðlindagjaldinu, sem fyr- irtækin þurfa að greiða. Það er mikill misskilningur að hægt sé að leysa þetta fortíðar- vandamál með því að láta það bitna á þeim sem hafa keypt sig inn í greinina á þessu tímabili. Þá væri verið að endurtaka órættlætið gagn- vart nýliðum í greininni, sem hafa fjárfest í skipum og aflaheimildum á undanförnum árum eða hluthöfum skráðra almenningshlutafélaga. Það mundi svo kóróna vitleysuna ef af- henda ætti aftur aflaheimildir á gjafverði, þeim sem áður hafa selt þær á háu verði eða einhverjum sem hafa starfað við að nýta ýmsar aðrar auðlindir þjóðarinnar. Erfitt að stjórna með því að horfa í baksýnisspegilinn Þeir stjórnmálamenn sem halda að það sé einfalt að breyta þessu kerfi á sanngjarnan hátt eiga eftir að reka sig á annað. Allar róttækar hugmyndir um breytingar á kerfinu eru mjög óljósar og kjósendur eru blekktir með hugmyndafræði öfund- arinnar. Núverandi ríkisstjórn hef- ur aftur á móti reynt að lagfæra þá agnúa sem eru á kerfinu í dag og hægt er að gera enn betur í því efni. Stjórnmálaflokkar sem hafa aftur á móti það á stefnuskrá sinni að breyta á róttækan hátt núverandi kerfi geta aldrei myndað velferðar- stjórn, og munu ekki með breyting- um á fiskiveiðistjórnunarkerfinu bæta lífskjör þjóðarinnar. Það fer ekki vel á því að stjórna og móta framtíðarsýn með því að horfa ein- göngu í baksýnisspegilinn. Alvarleg atlaga að stjórnkerfi fiskveiða Eftir Þorkel Sigurlaugsson „Allar rót- tækar hug- myndir um breytingar á kerfinu eru mjög óljósar og kjós- endur eru blekktir með hugmyndafræði öfund- arinnar.“ Höfundur er framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskipafélags Íslands hf. JÓN Steinar Gunnlaugsson, lög- fræðingur og briddsfélagi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra, lýsir því í Morgunblaðsgrein í gær að undirritaður hafi beitt gróusögum í fréttaskrifum af málefnum Þorfinns Ómarssonar, fráfarandi forstöðu- manns Kvikmyndasjóðs, sem enn er í kröppum dansi vegna starfs síns. Þorfinnur Ómarsson setti sig á sínum tíma upp á móti því að fyr- irhuguð kvikmynd Hrafns Gunn- laugssonar, Opinberun Hannesar, sem byggð er á smásögu Davíðs Oddssonar Glæpur skekur Hús- næðisstofnun, fengi styrk. Þorfinn- ur þurfti að taka pokann sinn. Á síðasta degi í embætti virðist sem Þorfinnur hafi iðrast og hann ákvað að styrkja glæpasögu Davíðs. Rík- isendurskoðun var beðin af menntamálaráðherra að rannsaka það mál og komst að þeirri niður- stöðu að honum hefði verið óheimilt að veita styrkinn. Rétt eins og greint er frá í Fréttablaðinu komst embættið einnig að þeirri niður- stöðu að eitt og annað hefði verið athugavert við embættisfærslur Þorfinns. Það er önnur saga. Tilraun Jóns Steinars, líkt og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra eftir Lundúnafund hans, til að koma á mig rógstimpli er aumk- unarverð og af sama toga sprottin og árásir þeirra sjálfstæðismanna á Fréttablaðið, Stöð 2 og aðra frjálsa fjölmiðla sem hafa vogað sér að birta fréttir án þess að bera það undir flokkinn. Blár fingur Jóns Steinars við sjóndeildarhring skelfir ekki en það veldur mér áhyggjum í hvaða ógöngur minn gamli flokkur er kominn í þegar helsta vopn fyrir- svarsmanna hans er að beita óhróðri til að telja þjóðinni trú um að mildi ráð för hjá helstu ráða- mönnum flokksins. Þessi aðferð er ekki trúverðug. Þegar harðjaxlar gráta þá hlær þjóðin. Blár fingur Eftir Reyni Traustason „Tilraun Jóns Stein- ars, líkt og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra eftir Lundúnafund hans, til að koma á mig róg- stimpli er aumkunar- verð…“ Höfundur er blaðamaður og félagi í Sjálfstæðisfélagi Árbæjar- og Selás- hverfa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.