Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 41 ÞAÐ eru að koma kosningar! Hvað á ég að gera? Ég bý við lýðræðisþjóð- félag þar sem hunang drýpur af hverjum stjórnmálamanni – æ, ég meina af hverju strái. Er þetta ekki unaðslegt að fá að ganga inn í kjör- klefann og setja x við þann flokk sem maður treystir helst til að halda um stjórnartaumana næsta kjörtímabil? Ég hef hellt mér af alhug út í kosn- ingar þrisvar sinnum. Fyrst þegar Vilmundur heitinn Gylfason bauð sig fram – þarna var maður að mínu skapi, ákveðinn, réttlátur og kallaði ekki allt ömmu sína – þvílík ánægja að setja x við hann og hans menn. En vit- ið þið hvað! Þessi ungi ofurhugi var múlbundinn (af sér reyndari og eldri mönnum) og var með því gert ókleift að bera fram og fá framgengt sínum og mínum hjartansmálum. Ég átti erfitt að skilja þessa lýðræðispólitík og hjarta mitt grét. Í mörg ár var áhugi minn af störfum alþingis- og ríkisstjórnarinnar mjög takmarkað- ur. En svo tók áhugi minn að vakna af Þyrnirósarsvefni sínum við forseta- kosningar 1980, þar kom aftur fram á sjónarsviðið persóna sem geislaði af heilindum og ákveðni. Ég var svo glöð. Nú gat enginn breytt mínu x-i. Og frú Vigdís Finnbogadóttir kosin í fyrsta sinn á síðari öldum – kona í for- setastól. Þetta var stór stund – það var ekki hægt að breyta eða kæfa neitt í þetta sinn. Því miður vegna veikinda til nokk- ura ára af og til eftir þetta þá hafði ég öðrum hnöppum að hneppa, sem sé að berjast við veikindi og ná endum sam- an fjárhagslega því ég var svo (ó) heppin að vera gift, og þar af leiðandi skertust mínar bætur. En svo fór að birta til (ekki heilsulega) í pólitíkinni og fyrir fjórum árum gengu röskir menn (jú, konur eru líka menn) með nýjar hugsanir og vöktu þjóðina – því við erum svo ung þjóð að við rísum ekki upp til að andmæla (nema við kaffiborðið), við höfum hingað til gegnt yfirvaldinu. En sem sé, inn kom nýr flokkur sem gustaði af. Og viti menn, fyrir utan Sjálfstæðisflokkinn fékk þessi flokkur langmesta kjör- fylgi (jibbí, þvílíkur sigur), þetta var fáheyrt. En næstu daga sem fóru í stjórnarumræður var svo þjóðinni til- kynnt að vegna góðs samstarfs við Framsóknarflokkinn myndu Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur sitja saman í ríkisstjórn. Ég var svo reið og sár að það nánast blæddi úr hjarta mínu. Getur verið að ég, Ís- lendingurinn, búi við einræði – hef ég og mínir ekkert að segja um hverjir sitji á valdastól? Hvað er hið íslenska lýðræði? Eru það bara marklaus orð? Ó, Ísland og íbúar þess, biðjum fyr- ir stjórnendum lands okkar að þeir megi opna augun og horfa raunsætt á lífið og tilveruna – hún er ekki bara marklausar tölur heldur lifandi fólk – já, lifandi Íslendingar sem sumir hverjir eiga ekki til hnífs eða skeiðar. Það er ekki hægt að deila endalaust með heildarlaunatölu í landinu á móti höfðatölu, meira að segja ég lærði það í barnaskóla. Ég viðurkenni að ég er ekki stjórnmálafræðingur – heldur Íslendingur sem þarf oft á tíðum að hirða brauðmolana af nægtarborði góðærisins. Rétt eins og hundruð eða þúsundir annarra sem ekki ganga heil til skógar – en við eigum okkar x og það ætlum við að nota. Ég vona að það verði virt í þetta sinn. Megi guð vera með okkur öllum og hlustum á réttlætið í brjósti okkar. ÞÓRUNN KRISTÍN EMILSDÓTTIR, Hamraborg 32, Kópavogi. Höfum við tapað lýðræðinu? Frá Þórunni Kristínu Emilsdóttur: KIRKJUSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok- inni bænastund gefst þátttakendum kost- ur á léttum hádegisverði. Samvera for- eldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Tólf spora fundur kl. 19 og opinn bænafundur á sama tíma fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM-K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíu- sálmalestur kl. 12.15. Eldriborgarastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Fyrirbænaguðþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkj- unnar. Öllum opið og gaman að taka þátt. Umsjón sr. Bjarni Karlsson. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarssonar, en sókn- arpresturinn flytur guðsorð og bæn. Fyr- irbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving, sálgæsluþjóns og hennar sam- starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. All- ir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elín- borg Lárusdóttir. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað- arheimilinu kl. 10–12. Kl. 16.15–17.15. STN-starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Kl. 11.15 leikfimi ÍAK kl. 12. Kirkjustarf aldraðra, léttur málsverð- ur, samvera, kaffi (Sjá nánar: www.digra- neskirkja.is). Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra- morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hall- grímsdóttur djákna fyrir aðstandendur barna undir grunnskólaaldri, mömmur, pabba, afar og ömmur, öll velkomin með eða án barna. Kaffi, spjall og göngutúr í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11– 12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt- af eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðs- félag í Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju, kl. 20–22, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálmana kl. 18.15– 18.30. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kór- æfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgunn kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsóknar, Uppsölum 3. Garðaprestakall. Síðasta Harmonikku- ballið á þessu misseri verður haldið föstu- daginn 2. maí kl. 14-17 í Kirkjuhvoli. Vöfflukaffi. Aðgangseyrir kr. 500. Allir vel- komnir Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Bibl- íulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs- starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðar- heimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Heitt á könnunni og spjall með heimavinnandi foreldrum. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. KFUK, Holtavegi 28. Afmælis- og inntöku- fundur AD KFUK. Fundurinn hefst með borðhaldi kl. 19, verð 2.800 kr. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson hefur hugleiðingu. Ung stúlka, Anna Elísa Gunnarsdóttir, leik- ur á flygilinn. Inntaka nýrra félagskvenna. Skráning í matinn á skrifstofunni í síma 588 8899. Allar konur velkomnar. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Safnaðarstarf Fríkirkjan í Hafnarfirði. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Nýr listi www.freemans.is Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 Steypusögun Vegg- og gólfsögun Múrbrot Vikursögun Malbiksögun Kjarnaborun Loftræsti- og lagnagöt Hreinlæti og snyrtimennska í umgengni BT-SÖGUN Sími 567 7544 • Gsm 892 7544 ÉG ER þeirrar skoðunar að Magnús Tómasson sé einn besti og merkileg- asti myndlistarmaður samtímans. Ég er ófeiminn við að halda þessu fram þótt svo vilji til að hann er bróðir minn og einn besti vinur. Og einmitt þess vegna stakk ég því að ritstjóra Lesbókar Morgunblaðsins að Magnús yrði sextugur nú 29. apr- íl. Þess mætti minnast í Lesbókinni með mynd af einhverju verka hans sem sjá má á almannafæri, t.d. minnismerkinu um óþekkta embætt- ismanninn, sem er eitt af hinum bet- ur varðveittu leyndarmálum mið- bæjar Reykjavíkur. Ekki óraði mig fyrir því að framkvæmdin yrði með þeim hætti sem varð: Birt er mynd af neðri hluta verksins, höfundar þess að engu getið og því síður til- efnis. Hér hljóta að hafa orðið ein- hver hrapalleg mistök, sem ég kann ekki að greina. Hvað sem því líður langar mig til þess að senda bróður mínum bestu kveðjur í tilefni dags- ins og óska þjóðinni til hamingju með hann. SIGURÐUR G. TÓMASSON. Aths.: Í ofangreindu samtali mínu við Sigurð G. Tómasson sagðist ég mundu beina því til ljósmyndara að taka mynd af minnismerki um óþekkta embættismanninn til birt- ingar á síðu 2 í Lesbók þar sem birt- ar væru eins konar tíðarandamynd- ir. Ég sagði honum enn fremur að ég myndi ekki tengja myndina við af- mælið. Myndin er fullkomlega í anda þeirra mynda sem birtar eru á síðu 2 og myndartextinn einnig. Þröstur Helgason, umsjónarmaður Lesbókar. Til hamingju Frá Sigurði G. Tómassyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.