Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake NAUT Afmælisbörn dagsins: Þú ert áreiðanleg og sjálfs- örugg manneskja. Þú áttar þig á því hversu mikil áhrif þú hefur á aðra og því sýnir þú kurteisi og persónutöfra. Á komandi ári beinist at- hyglin að nánustu sam- böndum þínum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér hættir til að framkvæma áður en þú hugsar. Varastu að eyða of miklum peningum í blessuð börnin eða elskuna þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú býrð yfir mikilli orku í dag og getur framkvæmt það sem þú vilt. Varastu þó að vera of eftirlát(ur) við fjölskylduna. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert svo sannarlega í góðu sambandi við andlegu hlið þína í dag. Þú áttar þig á að það sem er gert einum er gert öllum. (Við sitjum öll í súpunni.) Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þakklætistilfinningar og hlý- hugur verða til þess að þér hættir til að sýna vini fullmikið örlæti. Örlæti er dásamlegt – en ekki gefa alla búðina. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér gengur ákaflega vel að eiga samskipti við fólk í valdastöðum og foreldra í dag. Þú finnur til stolts og krafts og aðrir sýna þér virðingu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þig langar mikið til að sleppa frá daglegri rútínu í dag. Þig langar til að gera eitthvað öðru vísi, ferðast, læra eitthvað eða jafnvel að ræða við nýtt og óvenjulegt fólk. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er eitt að vera örlát mann- eskja og annað að vera kjáni. Þér hættir til að sýna vini of mikið örlæti eða til að lána ein- hverjum eitthvað sem þú vilt síður láta af hendi. Verndaðu eigin hagsmuni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er auðvelt að sýna öðrum hlýhug og örlæti. Þú nýtur sam- skipta í dag einkum við fólk í áhrifastöðum. Þú átt gott með að heilla fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú kemur miklu í verk í dag en þú skalt samt gæta þess að vera ekki of góð(ur) með þig í sam- skiptum við útlönd, fjölmiðla og menntastofnanir. Ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér hættir til óhófs í dag. Þig langar til að ausa gjöfum og peningum yfir fólk. Þér finnst að allir eigi að skemmta sér vel. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Viðræður við foreldra og maka eru hlýlegar í dag. Hjarta þitt er stórt og galopið. Að sjálf- sögðu bregðast aðrir við þessu með hlýju og vinsemd. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert bjartsýn(n) varðandi fyr- irætlanir þínar í dag. Hafðu samt ætíð hugfast að ekkert varir endalaust. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÞÁ VAR ÉG UNGUR Hreppsómaga-hnokki hírðist inni á palli, ljós á húð og hár. Steig hjá lágum stokki stuttur brókarlalli, var svo vinafár. Líf hans var til fárra fiska metið. Furðanlegt, hvað strákurinn gat étið. Þú varst líknin, móðir mín, og mildin þín studdi mig fyrsta fetið. Mér varð margt að tárum, margt þó vekti kæti og hopp á hæli og tám. – Þá var ég ungur að árum. – „En þau bölvuð læti,“ rumdi ellin rám. Það var eins og enginn trúa vildi, að annað mat í barnsins heimi gildi. Flýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín grát og gleði skildi. – – – Örn Arnarson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. 31. ágúst 2002 voru María Björk Viðarsdóttir og Arne Wehmeier gefin saman í hjónaband í Laugarnes- kirkju af séra Bolla Pétri Bollasyni. Synir Arne eru Arne Karl, 14 ára og Tómas Helgi, 10 ára. Heimili þeirra er í Stóragerði 9. MAÍMÁNUÐUR verður viðburðaríkur í bridslífi Norðurlandaþjóðanna. Bik- arkeppni Norðurlandanna fer fram í Svíþjóð dagana 9.– 11. maí, og þar spila fyrir Ís- lands hönd ríkjandi bik- armeistarar, þeir Guð- mundur Hermannsson, Björn Eysteinsson, Helgi Jóhannsson og Ásmundur Pálsson. Viku síðar, dagana 19.–23. maí, verður haldið í Færeyjum Norðurlandamót í opnum flokki og kvenna- flokki. Þar spila í opnum flokki: Jón Baldursson, Þor- lákur Jónsson, Þröstur Ingi- marsson og Bjarni H. Ein- arsson. Fyrirliði er Guðm. P. Arnarson. Og í kvenna- flokki: Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir, Stef- anía Sigurbjörnsdóttir og Alda Guðnadóttir. Fyrirliði er Ragnar Hermannsson. Norður ♠ KD7 ♥ D2 ♦ Á1054 ♣KD95 Vestur Austur ♠ 109832 ♠ Á64 ♥ K ♥ 10863 ♦ KD8 ♦ 974 ♣Á642 ♣G87 Suður ♠ G5 ♥ ÁG9754 ♦ G32 ♣103 Spil að ofan kom upp á landsliðsæfingu opna flokks- ins í síðustu viku. Suður varð sagnhafi í fjórum hjörtum á báðum borðum eftir opnun vesturs á einum spaða. Spil- að var á tveimur borðum og fóru báðir sagnhafar niður þegar þeir reyndu mis- heppnaða svíningu í trompi fyrir K10. Eftir á að hyggja sáu menn að svíningunni hefði átt að hafna. Lítum á hvernig spilið gæti þróast. Út kemur tígl- kóngur, sem suður dúkkar. Ef vestur spilar aftur tígli svínar sagnhafi og ræðst strax á spaðann (væntanlega hefur austur gefið heið- arlega talningu í fyrsta tíg- ulslaginn og þá þarf sagnhafi ekki að óttast stungu). Þeg- ar í ljós kemur að austur er með spaðaás hlýtur vestur að eiga alla þá punkta sem úti eru. Þar með er eina von- in sú að trompkóngurinn sé stakur. Ef sagnhafi ákveður að reikna með stökum kóng leggur hann upp með þá áætlun að stytta sig tvisvar heima með því að trompa spaða og lauf (eða fjórða tíg- ulinn). Hann veiðir síðan kónginn og nær 108 af austri í lokastöðunni með tromp- bragði. Þetta er hægt ef samgangurinn er notaður rétt, hvernig sem vörnin spilast. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 29. apríl, er áttræð Gyða Jón- asdóttir, Grandavegi 1, Reykjavík. Gyða tekur á móti gestum í Víkingasal Hótels Loftleiða í dag milli kl. 17-20. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9. Bxf6 gxf6 10. Rd5 f5 11. c3 Bg7 12. exf5 Bxf5 13. Rc2 O-O 14. Rce3 Be6 15. Bd3 f5 16. O-O f4 17. Dh5 h6 18. Dg6 He8 19. Rf5 Bxf5 20. Bxf5 Hb8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Deizisau í Þýska- landi. Núverandi heimsmeistari ung- linga, Levon Aronj- an (2610) hafði hvítt gegn Winfried Re- bitzer (2148). 21. Bd7! og svartur gafst upp þar sem liðstap er óumflýj- anlegt. Nokkrir ís- lenskir skákmenn tóku þátt í mótinu. Sigurbjörn Björnsson fékk 5½ vinning af 9 mögulegum og lenti í 53.–87. sæti en Jón Garðar Viðarsson og Sig- urður Daði Sigfússon fengu 5 vinninga og lentu í 88.– 123. sæti. Með frammistöðu sinni hækkaði Sigurbjörn nokkuð á stigum en félagar hans urðu að sjá mikið af þeim. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Dömu- og herrasloppar Náttserkir og náttföt með stuttum og síðum buxum Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu Hlíðasmári 1-3 Til leigu/sölu Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm. Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér- lega vönduð og fullbúin sameign. Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu. Hamraborg 10, 2. hæð, Kópavogi ára afmæli og afsláttur 30. apríl verður Snyrtistofa Jónu 20 ára og af því tilefni er 20% afsláttur af öllum snyrtivörum þann dag. Snyrtivörukynningar og faglegar ráðleggingar 20 Kynning 12-17 Kynning 13-18m.d. formulations Ella Baché S N Y R T I S T O F A N Jóna 20% afsláttur af allri snyrtingu í maí sem pöntuð er hjá okkur 30. apríl, síminn er 554 4414 Ný vefsíða: www.snyrtistofa.is Opið hús 30. apríl          Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.