Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.40. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd kl 4 og 6. B.i. 12 Sýnd kl. 4. ísl. tal. 400 kr. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. 400 kr Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 14. kl. 6.30 og 9.30. Miðasala opnar kl. 15.30 Forsala hafin á heimsfrumsýningu X-Men 2 HL MBL HK DV Kvikmyndir.com  X-97,7 Sýnd kl. 6. Tilboð 400 kr. 400 kr Traust, svik og blekkingar. Í heimi leyniþjónustunnar er ekki allt sem sýnist. Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 14.Sýnd kl. 8 og 10. Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 5.50. Forsala hafin á heimsfrumsýningu X-Men 2 Brúðkaupsafmælið (The Anniversary Party) Drama Bandaríkin 2001. Myndform VHS. Bönn- uð innan 16 ára. (115 mín.) Leikstjórn og handrit Alan Cummings og Jennifer Jason Leigh. Aðalhlutverk Alan Cummings, Jennifer Jason Leigh, Gwyneth Paltrow, Kevin Kline, Jennifer Beals, Phoebe Cates, John C. Reilly. ÞAU virðast í fyrstu hið ólíkleg- asta teymi Skotinn Alan Cumm- ings og Kaninn Jennifer Jason Leigh, en við nánari athugun eiga þau sameiginlegt að vera jafnvel meira áberandi sem sviðsleikarar en kvikmyndaleikarar, og vel að merkja þá leiddu þau saman hesta sína þar sem þau léku titilhlutverk- in í uppfærslu á Cabaret á Broad- way fyrir nokkr- um árum. Að eigin sögn segjast þau sálu- félagar (engin rómantík þó í gangi) og það hafi ráðið mestu um að þau hafi ákveð- ið að setjast saman í leikstjórastól- inn, í fyrsta sinn á ferlinum. Og samvinnuverkefni er þetta á fleiri vegu, kvikmyndin Brúðkaupsaf- mælið, því góðvinir þeirra úr Hollywood lögðu þeim lið, léku frítt og lögðu línur í púkkið. Í raun var gerð myndarinnar einskonar teiti, 19 daga teiti sem þessir sam- starfsfélagar og vinir héldu saman í vænni villu í Hollywood-hæðum. Leigh og Cummings héldu teitið, sáu um skemmtiatriðin og komu með snakkið, hinir með góða skap- ið og leikhæfileikana. Og útkoman er líka svolítið eins og velheppnað teiti, óvænt, spennandi og ófyr- irsjáanleg. Vissulega er þetta lið algjörlega meðvitað um eigin snilli og nýtur þess að fá að sýna hana, skiptist bróðurlega á, eins og leik- arar eiga til að gera þegar þeir halda um taumana – en að þessu sinni sleppur það fyrir horn. Stíllinn er svolítið dogma-kennd- ur, enda um spunaverk að ræða, tekið á stafræna myndavél við frumstæð skilyrði, en lengra nær samlíkingin ekki við danska form- ið. Þetta er allt öðruvísi teiti, og fínt sem slíkt, þannig að ég er sannarlega orðinn spenntur fyrir því næsta sem þau Cummings og Leigh halda, saman eða sitt í hvoru lagi.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Tilrauna- teitiað endurskoða líf sitt þegarframhjáhald kemur upp. Skemmtileg, áhrifarík og kemur á óvart. (H.L.) Hundalíf 2: Depill í Lundúnum / 101 Dalmatians II  Dásamleg Disn- ey-teiknimynd, sem yngstu áhorfendurnir falla gjörsamlega fyrir. Er það ekki líka tilgangurinn? (S.G.) Skyndimynd- ir/ One Hour Photo  Áhugaverð kvikmynd með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar er fjallað um áhugaverð efni, einsemd, mannúð og hið ómanneskjulega í nútímanum. (H.J.) Harry Potter og leynifklefinn Harry og félagar eru komnir aftur í mynd fullri af frábærum karkaterum, ótrúlegum að- stæðum, spennu og hryllingi. Gaman, gaman! (H.L.) Skipt um akrein/ Changing Lanes  Vel leikin mynd um afdrifaríkan dag í lífi tveggja manna. Óvana- leg spennumynd því hún veltir fyrir sér siðferði, fjölskyldu- böndum, heiðri og skyldum, á vitrænan hátt. (S.V.) Reglur aðdráttaraflsins/ Rules of Attraction  Nýjasta myndin sem gerð er eftir sögu Brets Eastons Ellis er viðlíka óvægin og fyrri sögur hans og segja mætti að hún fjalli um hvað gerðist eftir að John Hughes slökkti á mynda- vélunum.(S.G.) Svali spæjarinn/ Undercover Brother  Góðir grínarar hæða svarta poppmenningu áttunda áratug- arins. Mörgum aulabröndurum ofaukið en heilmikil hugsun í handritinu ogmetnaður til að gera góða grínmynd. (H.L.) Talaðu við hana/ Habla con ella Frábær leikur og yndislegt melódrama í mjög sérstakri ást- arsögu Almodóvars. (H.L.) Tilraunin/Das Experiment  Kraftmikil og áhugaverð þýsk kvikmynd sem ger- ist á hálfum mánuði í fangelsi. Fínir leikarar skapa trúverðugar persón- ur en hegðan þeirra varpar fram krefjandi spurningum um dýrseðlið í manninum. (H.L.) Svefnleysi/Insomnia Grípandi frá upphafi til enda og leikhópurinn unun, með vansvefta Al Pacino í fararbroddi. (S.V.) Tákn/Signs  Væntingar til leikstjórans M. Night Shyamalan eru miklar, en hér fatast honum flugið. Um- gjörðin er vönduð en fyrirsjáan- leiki og ósamræmi setja mark sitt á sálfræðina í sögunni. (H.J.) Lilo og Stitch  Skemmtileg Disney-mynd þar sem kveður við nýjan tón úr smiðju þeirri; hvað varðar teikn- ingu, litanotkun og efnistök. (H.L.) Leiðin til Perdition/ The Road to Perdition  Sláandi glæpasaga frá kreppu- árunum, jafnframt einstætt augnakonfekt. Óskarsverðlauna- tilnefningar á færibandi en útlit- ið innihaldinu ofursterkara. (S.V.) Maður eins og ég  Róbert Douglas nálgast raun- veruleikann (miðað við Draum- inn) í gráglettinni mynd um brö- suglegt ástalíf ráðvillts svartsýnismanns. Dálítið glomp- ótt en góð afþreying með Þor- stein Guðmundsson fremstan í fínum leikhópi. (S.V.) Kaffivagninn/ Halbe treppe/Grill Point  Vel leikin og raunsæ þýsk mynd um tvenn hjón sem neyðast til GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Hundalíf 2: Depill er í miklu uppáhaldi hjá yngstu áhorf- endunum. BOND mætti á leigurnar í síðustu viku miðri og auðvitað var hann rifinn út. Myndirnar um þennan smekkvísa njósnara hafa löngum notið mikillar hylli á Íslandi, allt síðan Tónabíói tók til sýningar fyrstu myndina um hann Dr. No fyrir 39 árum. Myndin var jóla- mynd bíósins árið 1964 og því orðinn meira en ársgömul þegar hana rak á íslenskar fjörur. Í þá daga lá bíó- húsaeigendum heldur ekkert á að frumsýna erlendar stórmyndir og áttu til sitja á þeim eins og ormar á gulli þar til þeim fannst rétti tíminn vera kom- inn til að frumsýna þær, þá jafnan sem jóla- eða páskamynd. Bíógestir voru því vanir að þurfa að bíða í ár eftir flestum myndum, jafnvel lengur. Það varð m.a. til þess að Bond-myndirnar sem orðnar eru 20 talsins voru ekki sýndar í réttri röð hér á landi, því Tónabíó sýndi For Your Eyes Only frá 1981 á undan Moonraker frá 1979. Nú, og síðustu tvo áratugi, hefur öld- in sko verið önnur. Myndir eru reglu- lega heimfrumsýndar hérlendis og bíó- gestir láta vart bjóða sér að bíða lengur en í mesta lagi hálft ár – enda leiðir til þess að hafa upp á nýjum myndum orðnar miklu fleiri og greiðari. Die Another Day, 20. Bond- myndin var þannig frumsýnd nánast samtímis hér og í stærstu borgum heims, og hún er nú komin út á mynd- bandi, innan við hálfu ári eftir að hún var frumsýnd. Eins og sagt var frá í síðustu viku kemur út gott úrval af myndböndum á næstu dögum. Fyrst ber að nefna Í skóm drekans, umtalaða heimild- armynd Hrannar Sveinsdóttur. Einnig ber að gefa myndinni Mannlegt eðli (Human Nature) gaum en hana gerði Michel Gondry eftir handriti hins óborganlega Charlie Kaufmans. Önn- ur mynd sem ætti að vera óhætt að mæla með heitir Kynlíf er fyndið (Sex is Comedy) eftir hina frönsku Cather- ine Breillat, einhvern umdeildasta leik- stjóra samtímans.                                                            ! "#  ! "#      ! "#    ! "#    $      ! "#  ! "#  $  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#   % % % % % &  % &  &  &  % &  % &  % &  % &  &  %                          !  ! "    # $   % &  $  ( % $  ! )   &*  +    , ,   ! - .   ///    Brakandi nýr Bond Þótt tímarnir breytist og bíómynd- irnar berist fyrr til Íslands þá er Bond gamli alltaf sami svampurinn. Die Another Day er komin á topp myndbandalistans skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.