Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Suðurlandsbraut 54 - við Faxafen - 108 Reykjavík Sími 568 2444 - Fax 568 2446 INGILEIFUR EINARSSON, löggiltur fasteignasali. SJÖFN ÓLAFSDÓTTIR SKJALAGERÐ, MARÍA ÞÓRARINSDÓTTIR. EINAR SIGURJÓNSSON SÖLUM. ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR RITARI asbyrgi@asbyrgi.is • www.asbyrgi.is STÆRRI EIGNIR VÆTTABORGIR - PARHÚS 140 fm parhús á tveimur hæðum auk 22,5 fm bílskúr. Húsið skiptist m.a. í 3 góð svefn- herb., stórt sjónvarpshol sem má breyta í herbergi, eldhús með borðkrók, stofu, baðherbergi og snyrtingu. Húsið er fullbú- ið ef frá eru talin gólfefni og hluti lóðar. Innangengt í bílskúr. Skipti möguleg á 3- 4ra herb. íbúð í nágrenninu. Verð 21,5 millj. HÁALEITISBRAUT - RAÐHÚS Skemmtilegt, vel skipulagt 6 herb. ca 150 fm raðhús á einni hæð auk 28 fm bílskúr. Stór og björt stofa og borðstofa með parketi á gólfi. Stór suður-verönd. Verð 23 millj. tilv. 31523 4RA - 5 HERB. LJÓSHEIMAR - LYFTUHÚS 4ra herb. ca 92 fm íbúð á 2. hæð í góðu lyftuhúsi. Rúmgott hol m. opið inn í stofu 3 svefnherb., eldhús og bað. Áhv. 9,4 millj. Verð 11,4 millj. tilv. 31402 ASPARFELL - STÓR ÍBÚÐ Góð 7 herb. 154,7 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi. Fimm svefnherbergi og tvær stofur. Baðherbergi með baðkari og gestasnyrting með sturtu. Stórar suður- svalir og aðrar í norður með frábæru út- sýni. Þvottahús á hæðinni. Húsvörður. Gervihnattardiskur. Áhv. 11,5 millj. Verð 14,3 millj. tilv. 31248 3JA HERBERGJA GNOÐARVOGUR - ÚTSÝNI 3ja herb. 76 fm mjög góð endaíbúð á 4. hæð. í fjölbýlishúsi. Góðar innréttingar, parket, mjög góð sameign. Húsið er klætt á 3 vegu. Verð 10,850 millj. FROSTAFOLD - BÍLSKÚR Falleg 3ja til 4ra herb. ca 117 fm íbúð á tveimur hæðum, auk 25,3 fm bílskúr. Eld- hús með vönduðum innréttingum. Mjög stórar suðursvalir með fallegu útsýni. Hringstigi á milli hæða. Parket á gólfum. Flísalagt baðherb. Verð 12,9 m. tilv. 30467 BREIÐAVÍK - SÉRINNGANGUR 3ja herb. 90 fm falleg íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í tvö stór herbergi, stórt hol, baðherbergi með bað- kari og sturtuklefa, þvottaherbergi og geymslu, stóra stofu og eldhús með borð- krók. Vandaðar innréttingar, parket. Stórar suðursvalir. Upptekin loft í stofu og eld- húsi. Geymsluloft yfir íbúðinni. Laus strax. Verð 13,5 millj. tilv. 31658 BAKKASTAÐIR - SÉRINNG. - BÍLSKÚR Mjög falleg vel skipulögð 3ja herb. 98 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi og sérlóð í litlu fjölbýli. Stór herbergi, stór stofa og sjónvarpshol, þvottaherb. og geymsla í íbúð. Verð 16,5 millj. LAUFENGI - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI Mjög vel skipulög 3ja herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stór herbergi, stór stofa, eldhús með borðkrók, tengi fyrir þvottavél og þurkara á baði. Stórar suðursvalir. Frábært ústýni. 2JA HERBERGJA LAUGARNESVEGUR Falleg 70,7 fm, 2ja herb. íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi. Björt og stór stofa m. park- eti á gólfi. Stórt svefnherbergi með miklu skápaplássi. Góðar vestursvalir. Frábært útsýni. Verð 8,9 millj. tilv. 31358 ASPARFELL - LYFTUHÚS Góð 52,4 fm 2ja herbergja íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi. Eldhús með ágætri innréttingu, nýrri eldavélahellu, ofni, viftu og nýjum borðplötum. Sameiginlegt þvottahús á sömu hæð. Suð-vestursvalir, fallegt út- sýni. Áhv. 4,2 millj. Verð 7,3 millj. tilv. 31489 FRAMNESVEGUR 3ja herb. 75 fm mjög góð íbúð á tveimur hæðum í steinhúsi. Á hæðinni er eldhús með borðkrók, snyrting, hjónaherb. og stofa, en í kjallara er stórt herbergi og baðher- bergi. Verð 9,8 millj. tilv. 31566 STÚDÍÓ-ÍBÚÐ - STRANDA- SEL 36 fm stúdíó-íbúð í góðu fjölbýlis- húsi. Suðursvalir, stór og góð sér- geymsla í kjallara. Stutt í vörur og þjón- ustu. Laus strax. Verð 6,3 millj. tilv. 31663 ARAHÓLAR - FRÁBÆRT ÚT- SÝNI 2ja herb. falleg íbúð á 2. hæð í klæddu lyftuhúsi. Góðar innréttingar. Stórar vestursvalir, frábært útsýni yfir borgina. Verð 8,9 millj. tilv. 31570 ELDRI BORGARAR ÞANGBAKKI - ELDRI BORG- ARAR Falleg 2ja herb 61,8 fm íbúð á 2. hæð í vinsælu lyftuhúsi. Stutt í alla helstu þjón- ustu. Parket á gólfum. Rúmgóð stofa. Stórar svalir. Verð 10, 3 millj. tilv. 31723 SAMTENGD SÖLUSKRÁ FJÖGURRA FASTEIGNASALA - EIN SKRÁNING - MINNI KOSTNAÐUR - MARGFALDUR ÁRANGUR HLÍÐARSMÁRI - VIÐ SMÁRALIND Til leigu 100 til 400 fm mjög bjart og gott verslunarhúsnæði á jarðhæð í sama húsi Sparisjóður Kópavogs. Húsnæðið leigist í einingum frá um 100 fm. Mikið auglýs- ingagildi. Til afhendingar strax. tilv. 4022 SMIÐJUVEGUR - VERSLUN - LAGER Mjög gott um 500 fm verslunar- og lag- erhúsnæði á besta stað í nýlegu húsi við Smiðjuveg. Góð lofthæð, góðar inn- keyrsludyr og verslunargluggar. Hús- næðið býður upp á mikla möguleika. Verð 46,0 millj. Tilv. 2273 MIÐBÆRINN - LÚXUSÍBÚÐ Til sölu lúxusíbúð í nýju glæsilegu fjölbýl- ishúsi með lyftu. Íbúðin er að stærð 185 fm og skiptist m.a. í 2 stórar samliggjandi stofur, fallegt eldhús, tvö baðherbegi og 4 góð svefnherbergi. Tvennar svalir. Inn- réttingar í sérflokki. Íbúðinni fylgja 2 stæði í bílageymslu. Upphafl. var íbúðin hönnuð og samþykkt sem 2 íbúðir og auðvelt að breyta þannig. Lánshæf fyrir 2 húsbréfalán. Einkasala. Verð 42 millj. LÁGMÚLI - SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Til sölu fullbúið vandað 231 fm skrif- stofuhúsnæði á 5. hæð í góðu lyftuhúsi. Húsnæðið er fullinnréttað, með tölvu- lögnum, góðri lýsingu og eldhúsi. Stað- setningin er mjög miðsvæðis og öll þjón- usta í næsta nágrenni. Möguleiki á að leigja sérbílastæði. Frábært útsýni. Verð 22,9 millj. tilv. 31424 BORGARTÚN 33 - TIL LEIGU Til leigu 300 til 600 fm gott skirfstofuhús- næði á 2. hæð og 130 fm lagerhúsnæði með innkeyrlsudyrum í kjallara. Skrif- stofuhúsnæðið leigist í einu eða tvennu lagi. Mjög góð sameign, tvær lyftur, inn- angengt í kjallara. Næg bílastæði, frábær staðsetning í hinu nýja stofnanahverfi Reykavíkur. Til afhendingar strax. tilv. 15114 Fjórða RE/MAX fasteignasalan á höfuðborgarsvæðinu var opnuð nú á dögunum í Kópavogi. Stofan hefur aðsetur í Bæjarlind 12 og eigandi hennar og sérleyfishafi fyrir Kópa- vog er Ragnar Thorarensen, land- fræðingur og löggiltur fasteignasali. Auk hans starfa á stofunni þær Elín D.W. Guðmundsdóttir, löggilt- ur fasteignasali, Rósa Huld Óskars- dóttir sölufulltrúi, Guðrún Helga Rúnarsdóttir sölufulltrúi og Linda Björk Stefánsdóttir, sölufulltrúi og viðskiptafræðingur. Þá er ráðgert að Axel Kristjáns- son hæstaréttarlögmaður komi til með að starfa á skrifstofunni hálfan daginn og verður hann viðskiptavin- um fasteignasölunnar innan handar með lögfræðileg álitamál. „Ég er með úrvalsfólk með mér og saman höfum við það markmið að veita Kópavogsbúum þá allra bestu þjónustu sem völ er á í fasteigna- viðskiptum,“ segir Ragnar. „Eins og reglan er hjá RE/MAX sýna sölufulltrúarnir eignirnar sem þeir eru með á skrá á tilteknum tíma í samráði við eigendur. Þetta léttir á eigendum og veitir jafnframt kaup- endum betri þjónustu.“ Ókeypis ástandsskoðun „Auk þessa erum við eftir því sem við vitum bezt fyrsta fasteignasalan á landinu sem býður viðskiptavinum er setja eignir sínar í einkasölu hjá okkur, fría ástandsskoðun á eign- inni. Sú skoðun er mun ítarlegri heldur en sú skoðun sem framkvæmd er af kaupendum sjálfum eða fasteigna- sölum. Þar fara fagmenn yfir allt að 200 atriði varðandi ástand eignar- innar og skila svo niðurstöðum sín- um í sérstakri skýrslu sem er þá til staðar fyrir væntanlega kaupendur. Þetta getur komið í veg fyrir þrætur síðar meir og sparað bæði seljendum og kaupendum mikla peninga. Auk þess skapar þetta mun meira traust á milli seljenda, kaup- enda og fasteignasalans. Það er fyrirtækið Fagúttekt ehf. sem ástandsskoðar eignir fyrir við- skiptavini okkar. Auk þess bjóðum við upp á búslóðaflutninga milli heimila eða geymslu á búslóðum í samvinnu við flutningaþjónustu hér á höfuðborgarsvæðinu. Okkur hefur verið afar vel tekið og fólk er almennt mjög ánægt með þessa auknu þjónustu sem RE/MAX veitir viðskiptavinum sínum. Við eig- um einnig í samstarfi við Price- waterhouseCoopers sem annast allt innra eftirlit á stofum RE/MAX og setur sérstakar verklagsreglur varð- andi meðferð fjármuna viðskipta- vina okkar. Þetta tryggir viðskiptavinum okk- ar hámarksöryggi í fasteignavið- skiptum og það skiptir verulegu máli því fólk er þarna oftast nær að sýsla með aleigu sína og því mjög brýnt að fagmannlega sé staðið að verki.“ Stofan er opin á virkum dögum frá kl. 9–17 og á föstudögum frá kl. 9–16. „Það er hins vegar hægt að ná í sölufulltrúa alla daga vikunnar, en þeir eru alltaf til þjónustu reiðbún- ir,“ sagði Ragnar Thorarensen að lokum. RE/MAX opnar söluskrifstofu í Kópavogi Morgunblaðið/Golli Elín Guðmundsdóttir, löggiltur fasteignasali, Guðrún Helga Rúnarsdóttir sölufulltrúi, Ragnar Thorarensen, löggiltur fast- eignasali og eigandi fasteignasölunnar, Rósa Huld Óskarsdóttir sölufulltrúi og Linda Björk Stefánsdóttir, sölufulltrúi og viðskiptafræðingur. RE/MAX í Kópavogi hefur aðsetur í Bæjarlind 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.