Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir Opið mán.-fim. kl. 9-12 og 13-18, fös. kl. 9-12 og 13-17. Sýnishorn úr söluskrá. Sjá margar eignir og myndir á fmeignir.is og mbl.is. ELDRI BORGARAR GRANDAVEGUR - LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur o.fl. 21034 Einbýlishús VALLARGERÐI - KÓPAVOGI Vorum að fá í sölu virðulegt eldra ein- býli á þessum frábæra stað í Kópavogi. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifstofu FM. 7884 ÓLAFSGEISLI - GRAFARHOLTI Erum með í sölu 164 fm einbýlishús ásamt 24 fm bílskúr. Húsið skilast fok- helt, glerjað, með útihurð, þakkanti og bílskúrshurð. Verð 16,5 m. 7882 TJARNARSEL - BREIÐHOLTI Vorum að fá í sölu glæsilegt einbýli á tveimur hæðum, auðvelt að skipta í tvær íbúðir. Parket og flísar á gólfum. Stór viðhaldsfrír (plast) garðskáli. Vel viðhaldin eign. Sjón er sögu ríkari. Verð 28,3 m. 7881 Raðhús MOSFELLSBÆR - FURUBYGGÐ Endaraðhús á einni hæð með inn- byggðum bílskúr, 170 fm að stærð. Húsið er allt vandlega innréttað með sérsmíðuðum glæsilegum innréttingum. Baðherbergi flísalagt. Á gólfum eru flís- ar og parket. Í stofu er arinn. Lóðin er falleg með miklum gróðri og teiknuð og skipulögð af þekktum garðyrkjusér- fræðingi. 6552 VESTURBERG - RAÐHÚS Vel skipulagt raðhús. Vorum að fá í sölu ca 130 fm raðhús á einni hæð. Einnig er fokheldur kjallari undir öllu húsinu. Í húsinu eru þrjú herbergi og tvær stofur. Húsið er allt upprunalegt að innan. Góð staðsetning. Hús sem hefur ýmsa möguleika. 6560 Hæðir NJÖRVASUND Vorum að fá í sölu 82 fm sérhæð. Tvær samliggjandi stofur, tvö svefnherbergi, parket og flísar á gólfum. Eign á góðum og friðsælum stað í Sundunum. Verð 12,2 m. 5486 4ra herb. og stærri SÆBÓLSBRAUT - KÓPAVOGI Vorum að fá í sölu rúmgóða 95 fm íbúð á efstu hæð í níu íbúða húsi. Þrjú rúm- góð svefnherb. Tengt fyrir þvottavél á baði. Flísar og parket á gólfum. Ekkert áhvílandi. Verð 13,5 m. 3817 FRÓÐENGI - BÍLSKÝLI Mjög góð fjögurra herb. íbúð á fyrstu hæð ásamt stæði í bílskýli. Þrjú svefn- herb. Snyrtilegar innréttingar. Skápar í öllum herb. Stutt í skóla og alla þjón- ustu. Eign sem vert er að skoða. 3731 LAUGARÁSVEGUR Mjög góð 93 fm fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð í litlu fjölbýli á þessum vin- sæla stað. Íbúðin er upprunaleg, var vandlega innréttuð með góðum innrétt- ingum og fallegum hurðum. Mjög vel umgengin eign. Gott útsýni. Eign sem vert er að skoða. 3746 FANNAFOLD Vorum að fá í einkasölu mjög fallega hæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin er einkar glæsileg. Baðherbergi nýtekið í gegn með nuddi, hornbaðkari. Mikið útsýni. Verð 15,1 m. 3822 SVARTHAMRAR - GRAFARVOGI Vorum að fá í sölu á frábærum stað 106 fm íbúð á annarri hæð með sérinn- gangi. Þrjú svefnherb. Parket og dúkur á gólfum. Verð 14,5 m. 3818 SUÐURHÓLAR - BREIÐHOLTI Vorum að fá í sölu rúmgóða íbúð, þrjú svefnherbergi. Flísar og parket á gólf- um. Tengt fyrir þvottavél í íbúð. Stutt í skóla og sundlaugina. Húsið var lagfært og málað fyrir þremur árum. Ásett verð 12,9 m. 3819 AUSTURBERG - BREIÐHOLTI Vorum að fá í einkasölu snyrtilega íbúð á þriðju hæð. Þvotthús í íbúðinni. Auka 15 fm herb. í kjallara. Parket á gólfum. Húsið málað að utan fyrir þremur árum. Verð 12,1 m. 3821 3ja herb. og stærri HLÍÐARHJALLI - BÍLSKÚR Vorum að fá í sölu fallega 3 herb. íbúð á fyrstu hæð með frábæru útsýni. Þvotta- hús í íbúð. Flísar og parket á gólfum. Sólríkar suð-austursvalir. Rúmgóður bíl- skúr. Áhvílandi Bygg.sj. rík 4,9% vextir. Eign sem vert er að skoða. Laus fljót- lega. Verð 15,8 m. 21107 2ja herb. íbúðir IÐUFELL Vorum að fá í sölu rúmgóða tveggja herb. íbúð á fyrstu hæð. Yfirbyggðar svalir, húsið hefur verið klætt að utan. Ekkert áhv. Verð 7,5 m. 1795 Sumarhús BISKUPSTUNGUR Áhugavert sumarhús í fögru umhverfi í Skyggnisskógi. Bústaðurinn er rúmir 50 fm með 50 fm verönd. Eignarlóð, frá- bær staðsetning. Heitt vatn við lóðar- mörk. Sumarhús sem vert er að skoða. Myndir á netinu. Verð 7,5 m. 13639 Hesthús HAFNARFJÖRÐUR - HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum. Áhugaverð eign. 12183 HESTHÚS - HEIMSENDI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða fjögur bil. Húsinu er skipt upp í fimm sjálfstæðar einingar, tvær sjö hesta einingar, eina átta hesta einingu og eina þrettán hesta. Húsið er allt með vönduðum inn- réttingum, loft upptekin, klædd litaðri járnklæðningu. Kjallari er undir öllu hús- inu, sem er vélmokaður, lofthæð þar um 2,2 m. Gott gerði er við húsið og einnig rampur eða innkeyrsla í kjallar- ann. 12199 BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur eru nú um 150 áhugaverðar jarðir, m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumarki í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauðfjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is . BÚRFELL - BORGARFJARÐARSVEIT Jörðin Búrfell, Borgarfjarðarsveit (áður Hálshreppur). Jörðin er án bú- stofns, véla og án framleiðsluréttar. Landstærð er talin vera um 350 ha. Þokkalegt íbúðarhús um 108 fm, byggt 1973 auk gamalla útihúsa. Hér er- um að ræða jörð stutt frá Reykholti í Borgarfirði sem vert er að skoða. Ásett verð 15,0 m. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Einnig uppl. á fmeignir.is og mbl.is. 10729 HLEMMISKEIÐ IV Til sölu á Skeiðunum jörðin Hlemmiskeið IV. Um er að ræða 153 fm mjög góða íbúð ásamt 15 ha mest ræktað lands. Eign sem vert er skoða. Nán- ari uppl. á skrifstofu FM. Verð 9,5 m. 10910 Í BÚUM í Grafarholti fer nú ört fjölgandi, en um 1.000 manns eru þegar seztir að í hverfinu og uppbyggingin nú er það hröð, að gera má ráð fyrir, að ann- ar eins fjöldi setjist að í hverfinu á þessu ári. Í hverfinu eru bæði leik- skóli og grunnskóli. Byggðin í hverfinu er farin að fá á sig meira mót, enda talsvert á þriðja ár síðan uppbygging þess hófst. Vesturhlutinn var skipulagð- ur fyrst og þar er byggðin komin vel á veg. Að undanförnu hefur mikill kraftur verið í uppbyggingu aust- urhluta Grafarholts. Nýbyggingar, misjafnlega langt á veg komnar, setja sinn svip á umhverfið, sem breytist að kalla með hverjum mánuðinum, sem líður og hvar- vetna má sjá byggingakrana og stórvirkar vinnuvélar að verki. Samgöngur til og frá hverfinu eru líka allt aðrar og betri en áður, eftir að brú var lögð yfir Vest- urlandsveg á móts við Víkurveg með mislægum gatnamótum. Við Þorláksgeisla 43–49 í austur- hluta Grafarholts er byggingarfyr- irtækið Rúmmeter ehf. að reisa fjögur fjölbýlishús, sem eru á þremur hæðum og með átta íbúð- um hvert. Hönnuður er Kristinn Ragnars- son arkitekt og samstarfsmenn hans. Þetta eru hefðbundin stein- steypt hús og íbúðirnar ýmist 3ja eða 4ra herbergja, þær minni 84 ferm. og þær stærri 111 ferm. að stærð. Allar íbúðirnar eru með inn- byggðum 27 ferm. bílskúr. Íbúð- irnar skilast fullbúnar án gólfefna. Íbúðirnar eru í sölu hjá fasteign.is og eign.is. „Þetta eru falleg 3ja hæða fjölbýli með 3ja og 4ra herbergja íbúðum á góðum stað í Grafarholti,“ segir Ólafur B. Blöndal hjá fasteign.is. „Íbúðirnar eru með rúmgóðum suðursvölum og húsin standa í botnlanga og er rúmt í kring. Sér- býlið er áberandi, en íbúðirnar eru með sérinngangi af svölum. Bílskúrarnir eru með hærri dyr- um en gengur og gerist og það kemst t.d. 38" breyttur jeppi inn. Afhending á íbúðum í húsum nr. 47–49 er í júlí á þessu ári en í des.– jan. næstkomandi á íbúðum í hús- um nr. 43–45. Hagkvæmar íbúðir Þessar íbúðir eru á hagstæðu verði, en 3ja herb. íbúðirnar kosta 13,9 millj. kr., en 4ra herb. íbúð- irnar kosta 15,9 millj. kr. Hér er um fullbúnar íbúðir að ræða að undanskildum gólfefnum að hluta. Þær verða með vönduðum inn- réttingum, en kaupandi getur valið viðartegund í innréttingar og flísar Góð sala í nýjum íbúðum í litlum fjölbýlishúsum við Þorláksgeisla Útlitsteikning af einu fjölbýlishúsanna, en þau eru á þremur hæðum og með átta íbúðum hvert. Hönnuður er Kristinn Ragnarsson arkitekt og samstarfsmenn hans. Íbúðirnar eru ýmist 3ja eða 4ra herbergja, þær minni 84 ferm. og þær stærri 111 ferm. að stærð. Öllum íbúðunum fylgir innbyggður 27 ferm. bílskúr. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Þær eru til sölu hjá fasteign.is og eign.is. Hagstætt verð og gott skipulag einkennir nýjar íbúðir, sem eru að rísa í austurhluta Grafarholts. Magnús Sigurðsson ræddi við Ólaf B. Blöndal hjá fasteign.is, sem er með íbúðirnar í sölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.