Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.2003, Blaðsíða 44
44 B ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir FYRIR nokkrum árum auglýsti einn gamalreyndur framleiðandi plaströra framleiðslu sína sem í sjálfu sér er ekki í frásögur fær- andi. Hins vegar gaf umrædd aug- lýsing ákaflega villandi skilaboð til þeirra sem keyptu og notuðu plast- rörin því aðalinntak hennar var að „lögn plaströranna er barnaleikur“. Líklega hefur framleiðandinn verið með það í huga hve létt plast- rör eru í samanburði við stálrör, að ekki sé talað um rör úr steypujárni, nokkuð sem við höfum kallað pott- rör um langan aldur. Þetta var á þeim árum sem plast- byltingin var í algleymingi og ýmis ný afbrigði af málmrörum og tengi- hlutum að flæða inn á markaðinn. Hinn einfaldi og fábrotni röra- heimur sem iðnaðarmenn jafnt sem húsbyggjendur lifðu og hrærðust í var á fallandi fæti, alltaf ný og ný afbrigði af hvers konar lagnaefni flæddi inn á markaðinn. Sá heimur sem þá varð til er sannarlega ekki neinn „barna- leikur“. Það er hins vegar stað- reynd að allt efni, hvort sem það eru rör, tengi eða ofnar, hefur breyst þannig að öll þau efni sem við notum í dag eru léttari og þann- ig meðfærilegri. En það segir ekki alla söguna. Efnisþekking nauðsynleg Við þessa byltingu fjölgaði ábyggilega þeim sem telja sér alla vegi færa, þetta sé allt svo einfalt og létt, ekki annað að gera en „henda niður plaströrum“ og tengja þau með einhverjum léttum og lipr- um tengjum, annaðhvort skrúfuðum eða þrykktum. En það eru ekki aðeins plaströr í boði, ryðfrí stálrör eru í mikilli sókn og ekki má gleyma þeim málmi sem líklega hefur valdið meiri vatns- skaða en annað lagnaefni, það er koparinn, sem við Íslendingar nefn- um yfirleitt alltaf eir. Þetta er dapurlegt því eir er úr- valsmálmur og eirrör eru hið besta val þegar aðstæður eru réttar, vatn- ið er rétt og rétt er lagt og tengt. Margt þarf að varast við tengingu ólíkra málma Óþéttleiki á samsetningum er nær alltaf skaðvaldur, ekki síst þegar tengdir eru saman ólíkir málmar. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.