Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 1
Dáið þér Brahms? Gunnar Kvaran og Jónas Ingimundarson í sónötuham í Salnum Listir 26 Glæsikerra síns tíma Lincoln árgerð 1930 fluttur til landsins og gerður upp Bílar C14 Líf gegnum linsuna Heimilda- og stuttmyndahátíð í Háskólabíói Fólk 52 NEMENDUR og starfsmenn við Há- skólann í Singapore hafa ekki farið varhluta af öryggisráðstöfunum vegna HABL veirunnar. Sigurður Thoroddsen, sem er prófessor í véla- verkfræði við skólann, segir að kennarar og starfsfólk gangi með grímur og hitastig sé mælt hjá öllum nemendum þegar þeir mæti í skól- ann en nú standa þar yfir vorpróf. „Þeir nemendur sem eru með 37,5 stiga hita eða meira þurfa að taka prófin í sérstökum einangrunar- herbergjum,“ segir Sigurður Thor- oddsen. Hann segir að skólayfirvöld hafi ákveðið að auka enn á öryggis- ráðstafanir, meðal annars með því að mæla hitastig hjá öllu starfsfólki skólans tvisvar á dag, jafnframt verði öryggiskerfi skólans nýtt til að fylgjast með hvar starfsfólk og nem- endur haldi sig. „Maður þarf að setja kortið sitt í lesara hvert sem farið er og þannig eru ferðir manns skráðar. Ef smit kemur upp er vitað hvar í skólanum sá smitaði hefur verið og hægt er að gera ráðstafanir sam- kvæmt því,“ segir Sigurður. Út- breiðsla veirunnar hafi sett svip sinn á mannlífið í Singapore en um 200 smit hafa komið upp í landinu og á þriðja tug manna hefur látist af völdum veirunnar. „ Það eru fáir á ferli og maður fer ekkert að óþörfu. Ég er til dæmis hálfhræddur við að fara í lestina,“ segir Sigurður. Öllum skólum hafi verið lokað í tvær vikur en nú hafi þeir verið opnaðir aftur. Sigurður Thoroddsen, prófessor við Háskólann í Singapore, prófar nemendur sína. Próf í einangrunarherbergjum „EF VEL tekst til munum við sjá áður óþekktar kjarabætur ganga til fólksins í landinu og trausta afkomu fyrirtækja,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í ræðu á aðalfundi Samtaka at- vinnulífsins í gær er hann ræddi framtíðarhorfur í efnahags- og atvinnumálum en ráðherrann bætti við: „Ef illa verður á málum haldið verður þjóðin öll í varnarbaráttu á skeiði, sem átti að færa henni mesta efnahagsávinning í áratugi.“ Gríðarlegur árangur Davíð Oddsson sagði í ræðu sinni, að árangur í efnahagsmálum á Íslandi sl. áratug hefði verið gríðarlega mikill. Víðtækar umbætur í hagkerfinu með afnámi hafta og auknu frjálsræði ættu sinn þátt í því en forsætisráðherra nefndi einnig gjör- breytt vinnubrögð aðila vinnumarkaðarins, sem haft hefðu mikla þýðingu. Nú væri horft til fram- sækinna kjarasamninga, þar sem samspil launa, skatta og framganga ríkis og löggjafarvalds geti haft mikla þýðingu. Davíð Oddsson sagði að þrátt fyrir fjölbreyttari efnahagsstarfsemi væri sjávarútvegurinn enn sem fyrr bakbeinið í efnahagslífinu og grundvöllurinn undir byggðir landsins. Hann lýsti vonbrigðum yfir því, að þrátt fyrir þá sátt, sem tekizt hefði í auð- lindanefnd um hóflegt gjald á sjávarútveginn hefðu stjórnarandstöðuflokkarnir rofið þá sátt í að- draganda kosninga. Tillögur þeirra yrðu rothögg fyrir sjávarútveginn, alvarleg atlaga að byggðum landsins og hreint tilræði við íslenzkt efnahagslíf. Mesta hagvaxtarskeið í áratugi Forsætisráðherra ræddi nokkuð um afstöðu Breta til evrunnar og benti á, að Íslendingar væru nú að ganga inn í eitt mesta hagvaxtarskeið síðustu áratuga. Í Bandaríkjunum, Evrópu og Japan væru þær áhyggjur helztar að hagvöxtur á næstu árum yrði minni og sums staðar verulega minni en við- unandi gæti talizt. Viðfangsefni hagstjórnar væru því allt önnur hér en hvar sem væri í Evrópu eða öðrum OECD-ríkjum. Við yrðum því að hafa fullt forræði yfir hagstjórnartækjum okkar. Davíð Oddsson forsætisráðherra í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins Tækifæri til mesta efna- hagsávinnings í áratugi Mikið hagvaxtarskeið fyrirsjáanlega framundan Morgunblaðið/Sverrir Davíð Oddsson og Ingimundur Sigurpálsson, ný- kjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. STOFNAÐ 1913 115. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is PALESTÍNSKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta nýja stjórn Mahmuds Abbas, fyrsta for- sætisráðherra Palestínumanna, og vekur það á ný vonir um að árangur náist í friðarumleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Hlaut stjórnin stuðn- ing 51 þingmanns gegn 18. Á alþjóðavettvangi er samþykkt þingsins talin mikilvægur liður í að ýta Yasser Arafat, leiðtoga Palest- ínumanna, til hliðar, en Ísraelar saka hann um að kynda undir hryðju- verkastarfsemi. Lykilmenn í forystu Palestínumanna ítrekuðu þó, að hann væri enn við stjórnvölinn. „Ég er afskaplega ánægður með þessa lýðræðislegu [samþykkt],“ sagði Abbas, sem einnig gengur und- ir nafninu Abu Mazen. „Ég vona að stjórnin uppfylli væntingar allra.“ Bandaríska forsetaembættið lýsti þegar yfir ánægju með staðfest- inguna á stjórn Abbas og endurtók loforð sitt um að birta innan tíðar svokallaðan vegvísi að friði í Mið- austurlöndum, þriggja þrepa áætlun sem samin var af svonefndum „frið- arkvartett“, Bandaríkjamönnum, Rússum, Evrópusambandinu og Sameinuðu þjóðunum. Haft var eftir háttsettum, banda- rískum embættismönnum í gær- kvöldi að líklega yrði vegvísirinn lagður fyrir Palestínumenn og Ísr- aela á morgun, eða jafnvel í dag, en það yrði ekki gert með neinni við- höfn. Áhersla yrði síðan lögð á að honum yrði framfylgt. Ísraelar tóku orðum Abbas í gær af varkárni. „Gjörðir hans eru hinn eiginlegi prófsteinn, ekki orð hans,“ sagði Raanan Gissin, talsmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels. Sharon hefur neitað að hefja friðarumleitanir fyrr en Palestínu- menn bindi enda á allt ofbeldi og hryðjuverk. Segja fréttaskýrendur að ef Sharon hviki ekki frá þessari kröfu sé hætt við að vegvísirinn sé andvana fæddur. Stjórn Abbas hlýtur samþykki Ramallah, Washington. AFP.  Vonarneisti kviknar/20 MIKIL sprenging varð við veitingastað í Tel Aviv í Ísrael skömmu eftir miðnætti í nótt að staðartíma. A.m.k. þrír létust, að því er fregnir hermdu. Tugir voru sagðir hafa slasast, margir lífshættulega. Talsmaður lög- reglunnar í borginni sagði að þetta væri hryðjuverk unnið af sjálfsmorðstilræðismanni. Haft var eftir sjónarvotti að öryggisvörður við veitingastað- inn, sem er við fjölfarna götu skammt frá bandaríska sendi- ráðinu, hefði komið í veg fyrir að tilræðismaðurinn færi inn á veitingastaðinn. Í gærkvöld hafði enginn lýst ábyrgð á hendur sér, en Ham- as-samtök herskárra Palest- ínumanna hafa hótað að halda áfram sjálfsmorðstilræðum gegn Ísraelum, þrátt fyrir að nýskipaður forsætisráðherra Palestínumanna, Mahmoud Abbas, hafi síðast í gær for- dæmt hryðjuverk og heitið því að berjast gegn þeim. Sprengju- tilræði í Tel Aviv Tel Aviv. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.