Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.isb.is  Vertu me› allt á hreinu! Grei›slufljónusta fyrir fyrirtæki fyrir eftir N‡jung ! Allt einfaldara ... KRISTÍN Halldórsdóttir lagði fram bókun á fundi útvarpsráðs í gær vegna sýningar myndar Hrafns Gunnlaugssonar Ísland í öðru ljósi í Ríkissjónvarpinu. Í bókun Kristínar segir m.a.: „Ég hlýt að láta það koma fram hér að þessi mynd er ekki frambærileg sem heimildarmynd, hún lýtur engum lögmálum um gerð heimild- armynda. „Ísland í öðru ljósi“ er fyrst og fremst tölvuleikur höfund- ar með hugmyndir sínar og ágæt sem slík, en í henni fer lítið fyrir sýn annarra á málin og nánast ekk- ert gert af því að tefla fram ólíkum sjónarmiðum, leiða þau fram í við- tölum eða með tilvitnun í heimild- ir.“ „Ég er mjög hamingjusamur vegna þessarar bókunar,“ sagði Hrafn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þarna kemur fram mjög djúpstæður skilningur á verkinu. Þessi mynd er tölvuleikur í eðli sínu og hefur aldrei verið kynnt öðruvísi. Þarna er farin mjög erfið og flókin leið. Það er reynt að nýta tölvutæknina til að gefa kvik- myndalistinni aukna dýpt. Það er hárréttur skilningur hjá Kristínu að þetta er ekki heimildarmynd, heldur fremur heilindamynd, það eru svo mikil heilindi í henni þegar þú getur unnið svona,“ sagði hann. Gleðst yfir bókuninni Hrafn sagðist gleðjast yfir því að þetta skuli hafa verið bókað alveg sérstaklega í útvarpsráði, „vegna þess að ef sá misskilningur hefur verið á ferðinni að um væri að ræða einhverja heimildarmynd í venju- legum skilningi, þá skil ég ekki hvernig hann hefur orðið til. Ég hef alltaf kynnt þessa mynd sem einskonar framhald af [myndinni] Reykjavík í öðru ljósi, sem var fyrst og fremst konsept-listaverk, t.d. um hvernig flugvöllurinn væri úti í Skerjafirði. Það er auðvitað engin heimild um flugvöll þar því þar er enginn flugvöllur og það væri því ekki hægt að kalla það heimildamynd.“ „Ég sé að mér hefur sennilega orðið á í messunni að kynna mynd- ina ekki nógu vel. Ég gleðst yfir því að það skuli einhver taka það upp hjá sjálfum sér að hafa þetta innsæi og átta sig á grunneðli myndarinnar. Ég vil færa henni al- veg sérstakar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á þessu. Ég hef feng- ið meiri viðbrögð við þessari mynd en flestu öðru sem ég hef gert og virðist fólk óskaplega hrifið af myndinni. Það hefur enginn skammað mig, þannig að ég er að velta því fyrir mér hvort ellin sé farin að há mér eitthvað,“ segir Hrafn. Í bókun Kristínar segir einnig að allmargir aðilar hafi styrkt gerð myndarinnar, m.a. bæði umhverf- isráðuneytið og Landsvirkjun. Þá hafi verið upplýst í útvarpsráði að Sjónvarpið keypti réttinn til sýn- ingar að myndinni óséðri. „Það mun vera mjög óvenjulegt og nán- ast aldrei gert. Þótt hafa mætti nokkurt gaman af hugmyndum Hrafns og tölvukúnstum í mynd- inni „Ísland í öðru ljósi“ tel ég myndina óboðlega sem heimildar- mynd,“ segir í bókun Kristínar. Hrafn Gunnlaugsson um bókun í útvarpsráði Ekki heimildarmynd heldur tölvuleikur REKSTRARAFKOMA Reykjavík- urborgar (A- og B-hluta) var jákvæð um 2.496 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi sem kynntur var í Ráðhúsinu í gær. Skuldir borgarsjóðs námu alls 18.539 milljónum króna við lok síð- asta árs og hækkuðu um 3.046 m.kr. milli ára. Til A-hluta, þ.e. borgarsjóðs, telst starfsemi borgarinnar sem að hluta eða öllu er fjármögnuð með skatt- tekjum og til B-hluta fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem eru í 50% eigu borgarinnar eða meira. Samanlagðar skuldir A- og B- hluta voru við árslok 57.111 milljónir kr. og hækkuðu um 9.646 m.kr. Fram kom í máli Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra að skýringa á aukn- um skuldum væri einkum að leita í breyttum reikningsskilareglum. Samkvæmt þeim eru orlofsskuld- bindingar að upphæð 845 m.kr. færðar til skuldar en voru áður utan efnahags. Sama á við um skuldbind- ingar vegna skautahallar í Laugar- dal og áhorfendastúku á Laugar- dalsvelli að upphæð 260 m.kr. Þá eru færðar til skuldar fyrirfram inn- heimtar tekjur vegna gatnagerðar- gjalda og framlag úr Jöfunarsjóði vegna skólabygginga að upphæð 1.081 m.kr. Skuldir Orkuveitunnar hækka um 1.500 millj. króna, skuldir Reykjavíkurhafnar um 800 m.kr., 300 milljónir hjá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins og 700 m.kr. hjá Félagsbústöðum. Lagður fram í borgarstjórn í dag Rekstrartekjur (A- og B-hluta) voru 48.602,0 m.kr. og rekstrargjöld 51.877,9 m.kr. en hreinar fjármuna- tekjur 3.306,6 m.kr. Eigið fé borg- arinnar nam í árslok 86.604,7 m.kr. og handbært fé frá rekstri sam- kvæmt yfirliti um sjóðstreymi 6.231,0 m.kr. sem er 13% af rekstr- artekjum. Reikningurinn verður ræddur á borgarstjórnarfundi í dag. Ársreikningur Reykja- víkurborgar 2002 Rekstrar- afkoma jákvæð um 2,5 milljarða EIGANDASAGAN nær sjaldnast lengra en til Gallerís Borgar, yfirleitt var ekkert að græða á bókhaldi fyrirtækisins og þegar sakborningar bentu á fyrri eigendur myndanna voru þeir í flestum tilvikum látnir. Svona lýsti Jón H. Snorrason, saksóknari ríkislögreglustjóra, hvernig lögreglu gekk að fá upplýsingar um eigendasögu málverka sem ákært er fyrir í stóra málverkafölsunarmálinu. Málflutningur saksóknara hófst í gær og stefnir hann að því að ljúka honum í dag og mun þá Sigríður Rut Júlíusdóttir hdl., verjandi Péturs Þórs Gunn- arssonar, hefja varnarræðu sína. Jón greindi frá upphafi og gangi rannsókn- arinnar frá árinu 1997 og kvaðst hann stoltur af þeirri samfellu sem í henni væri. Eftir að hafa greint frá þeim sérfræðingum sem fengnir voru til aðstoðar vék hann sér í umfjöllun um hvert og eitt ákæruatriði. Sem dæmi um þau sönnunargögn um fölsun á mynd sem eignuð er Kristínu Jónsdóttur, benti Jón á, að undir yfirborði myndarinnar fundust leifar af eldri höfundarmerkingu sem hafði verið skröpuð af og ný máluð yfir. Viktor Smári Sæmundsson gat á hinn bóginn enn lesið merkinguna: Viggo Tuxen en Viggo þessi var nokkuð þekktur danskur listmálari. Jón sagði að rannsóknir á myndinni og framburður vitna jafngilti því að „ótvíræð, óhrekjanleg“ sönnun væri um fölsun á myndinni. Þá benti Jón á að alkýðmálningu væri að finna í fjórum myndum eftir Þórarin B. Þor- láksson sem lést árið 1924, þremur árum áður en alkýð var fundið upp. Jón taldi fleira til varðandi rannsókn á myndunum. Hann minnti ennfremur á að engar upplýsingar hefðu fund- ist um kaup þessara mynda þegar bókhald Gallerís Borgar var rannsakað. Seinna hefði Pétur Þór lagt fram kvittanir um að hann hefði keypt þær af dönskum dómara og virtist undir- skrift hans vera á kvittununum. Rannsókn dönsku lögreglunnar hefði hins vegar leitt í ljós að undirskriftirnar voru falsaðar. „Mér liggur við að segja að þarna hafi óheppilegt fórn- arlamb verið valið,“ sagði Jón. Dómarinn hefði verið stakur reglumaður, haldið nákvæmar skrár um eignir sínar, jafnvel talið peningana í veskinu á gamlárskvöld til að vera viss um að telja rétt fram til skatts. Ættingjarnir hefðu verið á einu máli um reglusemi hans. Ekkert kæmi hins vegar fram um að hinn aldni dómari hefði nokkurn tímann átt þessar myndir. Á þennan veg hélt saksóknarinn áfram en komst þó ekki lengra en að 16. ákærulið af tæplega 40 sem snúa að Pétri Þór einum. Málflutningur hefst aftur í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan níu í dag. „Ótvíræð, óhrekjanleg“ sönnun um fölsun MYNDIN hér að ofan er merkt Þórarni B. Þor- lákssyni og var seld undir nafninu „Snæfellsjök- ull“ á uppboði hjá Gallerí Borg árið 1993 fyrir 555.000 krónur. Í málflutningi Jóns H. Snorra- sonar, saksóknara, í gær kom fram að ekkert hefði fundist í bókhaldi gallerísins um myndina og Pétur Þór Gunnarsson myndi ekki hvaðan hann fékk verkið. Málað var yfir eldri höfund- armerkingu með alkýðblönduðum lit, en alkýð var ekki fundið upp fyrr en þremur árum eftir andlát listamannsins. Með útfjólubláu ljósi má sjá að búið er að bæta við skútu og þúst á mynd- ina og reynt að láta líta svo út sem hún sé af Snæfellsjökli og nágrenni. „Þetta er mjög ýkt dæmi,“ sagði Jón. Án þess að vilja tala af léttúð um svo alvarlegt málefni leyfði hann sér að vitna í Ólaf Inga Jónsson, forvörð, sem kallaði myndina „Snæfellsjökul við Eyrarsund“, þegar hann bar vitni í málinu. „Þetta er mjög ýkt dæmi“ HERSTEINN Brynjólfsson, forvörslufræðingur hjá Stofnun Árna Magnússonar, var falið að rannsaka eldri höfundarmerkingu sem fannst undir stöfunum ÞS (Þor- valdur Skúlason) á einni af hinni meintu fölsun. Myndina fékk hann til rannsóknar í fyrradag. Ástæðan fyrir rann- sókninni voru verulegar efasemdir Sigríðar Rutar Júlíus- dóttur hdl. um að hin hulda merking hefði verið rann- sökuð með fullnægjandi hætti. Viktor Smári Sæmundsson forvörður taldi að undir yfirborðinu væri að finna eldri merkingu með stöfunum Poul og S. Hún taldi hins vegar hugsanlegt að fyrir ofan P-ið leyndist efri leggur af staf- inum Þ. Listamaðurinn hafi þurft að gera tvær tilraunir til að höfundarmerkja myndina. Þetta þótti Jóni H. Snorrasyni saksóknara langsótt og Hersteinn sagðist hafa gengið úr skugga um að svo væri ekki. Aðspurður af Rut sagðist hann vera sérfræðingur í forvörslu handrita. Rannsóknina hefði hann gert með því að skrapa málningu fyrir ofan P-ið en ekki með efnagreiningu. Ef málning var skröpuð af höfundar- merkingarsvæði myndar sem eignuð var Þorvaldi Skúlasyni kom önnur og eldri merking í ljós. Poul S en ekki Þorv S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.