Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 11 HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, lagði áherslu á það á fundi með nemendum Háskólans í Reykja- vík í gær að lagafrumvarp um lög- menn, sem dómsmálaráðherra lagði fram á Alþingi á síðasta löggjafar- þingi, yrði samþykkt í upphafi næsta þings. Frumvarpið felur það m.a. í sér að lögfræðingar frá öðrum skól- um en Háskóla Íslands geti hlotið lögmannsréttindi. Halldór sagði að eftir að frumvarpið hefði verið lagt fram á þingi hefði komið í ljós að ágreiningur væri um það innan ým- issa háskóla. „Ég er þeirrar skoð- unar að það sé afskaplega mikilvægt fyrir HR, lögfræðistéttina og alla að- ila að það náist góð sátt um þetta mál,“ sagði hann. „En að sjálfsögðu verður að afgreiða þetta mál. Hér hefur fólk hafið lögfræðinám á ákveðnum forsendum og það verður að tryggja réttindi þessa fólks.“ Hann upplýsti að ekki hefði verið ágreiningur um málið í ríkisstjórn. „Það vannst hins vegar ekki tími til að afgreiða það en það verður að sjálfsögðu afgreitt í upphafi næsta Alþingis.“ Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sagði samþykkt fyrrgreinds lagafrumvarps vera mikið réttlætis- mál. Hann sagði að frumvarpið fæli í sér mikla réttarbót. En því miður hefði „af einhverjum ástæðum,“ eins og hann orðaði það, ekki tekist að af- greiða frumvarpið í vor. Margrét Sverrisdóttir, fram- kvæmdastjóri Frjálslynda flokksins og frambjóðandi í Reykjavíkurkjör- dæmi suður, sagðist einnig styðja lögmannafrumvarpið. „Við viljum ekki að einhver einn háskóli hafi sér- réttindi umfram aðra,“ sagði hún. Jón Magnússon, frambjóðandi Nýs afls, var á sama máli, þ.e. hann sagð- ist ekki skilja hvers vegna frumvarp- ið hefði ekki náð fram að ganga. Uppfylltu skólar ákveðnar gæða- kröfur varðandi nám þá ættu þeir að sjálfsögðu að fá tilskilin réttindi. „Ég get ekki séð annað en að fólk sem út- skrifast héðan eigi fullan rétt á því að fá slík réttindi.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- sætisráðherraefni Samfylkingarinn- ar, sagði aðspurð um þetta mál að það væri nokkuð sérkennilegt að ekki skyldi hafa verið hægt að und- irbúa frumvarpið betur, t.d. hefði átt að standa betur að upplýstri um- ræðu um það. Hún sagði það ástæðu þess að málið hefði „lent í miklum hnút inni á þingi“. Ingibjörg kvaðst þeirrar skoðunar að það þyrfti að tryggja réttindi þeirra nemenda sem hefðu hafið lögfræðinám við HR. „Við stöndum hins vegar frammi fyr- ir þeirri spurningu hvernig við ætl- um almennt að haga lögfræðimennt- un á háskólastigi hér á landi.“ Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist í sjálfu sér hafa verið fylgjandi lögmannsfrumvarp- inu. „En ég var með ákveðinn fyr- irvara á því,“ sagði hann. „Ég taldi að jafnframt ætti að gera breytingar á öðrum lögum sem kveða á um rétt- indi lögmanna vegna þess að lög- mannsréttindin veita heimild til að gerast hæstaréttardómarar og svo framvegis.“ Skólagjöld skerði framlög? Frambjóðendur flokkanna voru m.a. spurðir um afstöðu sína til þess hvort skólagjöld einkaskóla ættu að skerða framlag til þeirra frá ríkinu. Um þetta sagði Ingibjörg Sólrún m.a. „Ég lít svo á að ef þeir skólar; einkaskólar og þeir skólar sem rekn- ir eru sem sjálfseignarstofnanir, sem hafa leyfi til gjaldtöku umfram HÍ, fá sama framlag til kennslunnar og HÍ, þá sé verið að skerða samkeppn- isstöðu HÍ.“ Ingibjörg tók fram að hún væri fylgjandi því að skólar hefðu heimild til að innheimta skóla- gjöld. Hún teldi þó ekki rétt að þeir hinir sömu fengju sama opinbera framlagið og ríkisskólar, sem hefðu ekki sömu heimild til að innheimta skólagjöld. Geir var á öndverðum meiði. Hann taldi að framlag til hvers nemenda ætti að vera nánast það sama milli háskóla, en síðan ættu stofnanir á borð við HR að hafa heimild til að afla sér viðbótartekna. Spurður að því hvort það væri réttlátt sagði Geir á móti. „Afhverju ætti skólinn að inn- heimta skólagjöld ef það myndi sjálf- krafa skerða framlag ríkisins til hans sem því næmi?“ Halldór sagði að flokkur sinn hefði stutt þá heimild sem HR hefði til að innheimta skólagjöld. „Og við mun- um gera það áfram.“ Síðan sagði hann: „Hvað varðar HÍ finnst mér sjálfsagt að líta til þess náms sem hann rekur. Ef við tökum ákvörðun um að reka mjög dýrt nám með mjög dýrar deildir, hvort sem það er við HÍ eða HR, þá verðum við að meta það sérstaklega.“ Halldór minnti þó á að HÍ nyti ákveðinnar sérstöðu á ýmsum sviðum, t.d. fengi hann fé frá Happdrætti HÍ. Margrét sagði m.a. að hún teldi ekkert óeðlilegt við það að Háskóli Íslands nyti einhverra styrkja um- fram einkaskólana á þeim forsend- um að HÍ hefði þær skyldur að bjóða nám sem aðrir skólar teldu ekki arð- bært að bjóða. „Ákveðnar skyldur eru lagðar á HÍ umfram einkahá- skólana. Þeir geta valið þau fög sem er kannski arðbærara að kenna.“ Fleiri sæki nám í raungreinum Ögmundur sagði að þeir skólar sem nytu skólagjalda ættu ekki að njóta ríkisstuðnings til jafns við þá skóla sem væru ríkisreknir og Jón Magnússon sagði að taka þyrfti fjár- mögnun háskólanna til skoðunar. Hann kvaðst þó sammála Margréti um það að HÍ ætti að njóta „ákveð- inna hluta eins og t.d. í sambandi við sín rannsóknarstörf og sínar raun- greinar.“ Fjölmörg mál voru til umræðu á fundinum í gær, þ. á m. var rætt um málefni Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Geir sagði að ýmislegt hefði áunnist í þessum málaflokki, t.d. hefði framfærslugrunnur LÍN verið hækkaður og skerðingarhlutfall vegna launa verið minnkað. Hann sagði það sjálfsagt að vera með öfl- ugan lánasjóð til að auðvelda mönn- um háskólanámið en minnti á að allt- af mætti deila um framfærslugrunn. „En einhversstaðar verða þessi við- mið að vera og það er dýrt að hækka þau þó að okkur hafi tekist það á undanförnum árum.“ Halldór sagði að framfærslu- grunnurinn hefði verið í stöðugri endurskoðun og að svo myndi verða áfram. „Það er hins vegar rétt hjá fjármálaráðherra að það er dýrt að hækka hann mjög mikið.“ Halldór sagðist ekki vilja ganga langt í lof- orðum í þessum málum en kvaðst þó telja rétt að lækka endurgreiðslu- hlutfall námslána í 3,75%. Ögmundur kvaðst sammála því að lækka þyrfti endurgreiðsluhlutfallið en einnig þyrfti að bæta lánskjörin og hækka grunnfjárhæðir. Margrét sagði sinn flokk stefna að því að af- nema verðtryggingu námslána, en einnig að hann vildi endurmeta framfærslugrunninn og tekjuteng- inguna. Ingibjörg Sólrún sagði að líta þyrfti til þess hvort hægt væri að hækka framfærslugrunninn en það mætti þó líka gera með því að draga úr tekjutengingu lánanna, þannig að námsmenn gætu aflað sér tekna án þess að það skerti „lánin eins afger- andi og nú væri gert“. Frambjóðendur á fundi með nemendum Háskólans í Reykjavík Lögmannafrumvarp verði afgreitt á næsta þingi Morgunblaðið/Sverrir Fullt var út úr dyrum á kosningafundi sem nemendur við Háskólann í Reykjavík héldu með frambjóðendum í gær. Viska, félag stúdenta við Háskólann í Reykjavík, hélt kosn- ingafund með frambjóð- endum flokkanna í húsakynnum skólans í gær. Fundurinn var vel sóttur af nemendum og kennurum HR. ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í umræðu- þætti í RÚV í fyrrakvöld að menn hlytu að velta sterklega fyrir sér þeim möguleika að stjórnarandstöðuflokk- arnir mynduðu næstu ríkisstjórn. „Situr þessi ríkisstjórn eða fellur hún? Og Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið hafa mjög klifað á því að það sé hættulegt að hér komi rík- isstjórn, sem er mynduð af stjórnar- andstöðunni. Hvað er hættulegt við það? Er það ekki eðli lýðræðisins ef það gerist í annað skipti á lýðveld- istímanum að ríkisstjórn er beinlínis kosin út úr stjórnarráðinu? Þá hljóta menn auðvitað að velta sterklega fyr- ir sér þeim möguleika að þeir flokkar sem það hafa gert, þeir komi að því að mynda slíka ríkisstjórn. Því hefur verið haldið fram, í fyrsta lagi, að slík ríkisstjórn sé vinstri stjórn, í öðru lagi að hún innleiði hér einhvern sérstak- an óstöðugleika og í þriðja lagi, að það sé ólíklegt að hún haldi út af því hún sé einhver sérstök vinstri stjórn,“ sagði Össur og bætti við að síðasta ríkisstjórn sem ekki sat út heilt kjör- tímabil hefði verið undir forsæti sjálf- stæðismanns. Væri einskonar miðjustjórn Össur sagði einnig að ef þessir þrír flokkar, Samfylking, VG og Frjáls- lyndi flokkurinn, mynduðu ríkisstjórn væri með engu móti hægt að segja að það yrði einhver sérstök vinstri stjórn. VG væri að sönnu eindreginn vinstri flokkur, Samfylkingin væri klassískur jafnaðarmannaflokkur en Frjálslyndi flokkurinn skilgreindi sjálfan sig sem hægri sinnaðan flokk. „Þannig að það er með engu móti hægt að segja annað en svona ríkis- stjórn, sem yrði til úr þessum þremur flokkum, ég myndi segja að hún væri einskonar miðjustjórn …,“ sagði Öss- ur. Ingibjörg Sólrún ráðherra ef Samfylking verður í stjórn Hann sagði einnig í umræðuþætt- inum að ef kjósendur treystu Sam- fylkingunni til að verða bólvirki í næstu ríkisstjórn, þá væri engum blöðum um það að fletta, hvernig sem allt velktist, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði ráðherra. Spurður hvort hún yrði forsætis- ráðherra svaraði Össur: „Það fer eftir því hvers konar ríkisstjórn er um að ræða. Hún er ótvírætt forsætisráð- herraefni okkar. Ef það verður þann- ig að við förum í ríkisstjórn sem við myndum og leiðum er það auðvitað al- veg ljóst að hún verður forsætisráð- herra. En það er auðvitað hægt að sjá fyrir ákveðnar aðstæður sem eru þannig að það myndi ekki nást.“ Össur Skarphéðinsson um stjórn stjórnarandstöðuflokka Hljóta að velta sterklega fyrir sér þeim möguleika GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, vísar á bug þeirri gagnrýni Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns Fram- sóknarflokksins, að skattatillögur Sjálfstæðisflokksins séu aðeins fram- kvæmanlegar með niðurskurði í heil- brigðiskerfinu eða hallarekstri ríkis- sjóðs. „Ég tel að Halldór Ásgrímsson of- reikni þessar tillögur. Við höfum í fyrsta lagi ekki reiknað þetta upp á 30 milljarða heldur á bilinu 25 til 27 millj- arða brúttó og þá er ekki tekið tillit til þeirra tekna sem koma inn á móti vegna þess að fólk notar peningana sem það heldur eftir í annað. Nettó- áhrifin eru því minni en þetta. Meg- inmálið er hins vegar að við erum þeirrar skoðunar að með því sem áunnist hefur í ríkisfjármálum á und- anförnum árum og ekki síður með þeim tekjum sem allt bendir til að rík- issjóður muni fá af auknum hagvexti og meiri umsvifum í þjóðfélaginu á næstu árum, þá muni hann meira en standa þetta af sér,“ segir Geir. Ríkissjóður fær tugi milljarða í auknar tekjur á næstu árum „Við teljum að ríkissjóður fái tugi milljarða í auknar tekjur vegna auk- ins hagvaxtar og framkvæmda en hann hefði ella haft. Það er hluti af þeim peningum sem við viljum skila til almennings í formi skattalækkana. Höfum við lýst því sem einskonar arð- greiðslu sem gott hlutafélag borgar sínum hluthöfum þegar vel gengur,“ segir Geir. Hann bendir einnig á að jafnvel þótt ekki væri tekið tillit til aukins hagvaxtar vegna stórframkvæmd- anna muni tekjur ríkissjóðs engu að síður aukast „… og þá aukningu mun- um við geta notað til að standa undir ýmsum lagfæringum á velferðar- kerfinu. Ég tel því að það sé ekki rétt sem Halldór heldur fram og þvert á móti þá sé þetta svigrúm fyrir hendi.“ Geir H. Haarde vísar á bug gagnrýni á skattatillögur sjálfstæðismanna Viljum skila auknum tekjum til almennings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.