Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2003, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ HARPA Njáls, skrifstofustjóri og sérfræðingur við Borgarfræðasetur, fjallaði í erindi sínu á málþingi Ís- forsa, Samtaka um rannsóknir í fé- lagsráðgjöf, um skyldur íslenskra stjórnvalda til að uppfylla velferð- aröryggi barna. Á málþinginu sem bar yfirskriftina Örbirgð eða alls- nægtir – Búa börn við fátækt á Ís- landi? tilgreindi hún þætti sem hið opinbera yrði að líta til til að bæta stöðu barna hér á landi. Harpa benti m.a. á að barnalífeyri og greiðslur vegna framfærslu barna yrði að samræma hjá ríki og sveitarfélög- um. Skerðingarmörk tekna vegna barnabóta þyrfti að hækka og færa að raunverulegum framfærslu- kostnaði, aldursmat barnabóta yrði sömuleiðis að hækka í 18 ár til sam- ræmis við lögræðisaldur og mikil- vægt væri að sveitarfélögin drægju úr leikskólakostnaði efnalítilla barnafjölskyldna. Til dæmis með því að tengja gjaldskrána tekjum for- eldra auk þess sem leggja ætti áherslu á að öll börn ættu kost á að stunda tómstundastarf. Útgjöld borgarinnar jukust um 40% milli ára „Mín niðurstaða er sú að verði slíkar breytingar gerðar á meðferð- arúrræðum hins opinbera standi Ís- land mun nær því að uppfylla ákvæði samnings Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins sem stjórnvöld hafa fullgilt og tryggja öllum börnum félagslegt og efnalegt velferðaröryggi,“ sagði Harpa. Sigríður Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík, ræddi um þróun fjárhagsaðstoðar hjá Reykjavíkurborg síðustu ár. Milli 2001 og 2002 jukust útgjöld borgarinnar um 40% vegna fjár- hagsaðstoðar. Þar af voru 14% fleiri barnafjölskyldur að fá fjárhagsað- stoð, að því er fram kom í máli Sig- ríðar. Hún sagði aukna fjárhagsaðstoð borgarinnar skýrast að langmestu leyti af svokölluðum heimildar- greiðslum til barnafjölskyldna. Sigríður nefndi að greiðslur vegna sérstakra erfiðleika hefðu aukist um 75% milli áranna 2001 og 2002. Til sérstakra erfiðleika telst aðstoð við að fjármagna tómstundir fyrir börn, dvöl í heilsdagsskóla, skólamáltíðir, húsaleigu, matar- kaup, læknis- og tannlækniskostnað og kostnað vegna kaupa á gleraug- um. Styrkir frá Félagsþjónustu vegna greiðslu leikskólagjalda juk- ust um 81% milli áranna 2001 og 2002. Íslenskt velferðarkerfi í átt að því bandaríska Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, fjallaði m.a. um einkenni íslenska velferðarkerfisins í fjölþjóðlegum samanburði, einkum þróun og gæði tryggingaverndar og breytingar á kerfinu á liðnum árum. Stefán sagðist þeirrar skoðunar að íslenska velferðarkerfið væri í raun að færast frá því skandinavíska í átt að bandaríska kerfinu; „frjáls- hyggjukerfi“ með aukinni kostnað- arhlutdeild fyrir notendur. Guðný Björk Eydal, lektor við Háskóla Íslands, fjallaði í erindi sínu um nýlegar samanburðarrannsóknir á fátækt barna í vestrænum velferð- arríkjum. Hún ræddi um hefð- bundnar skilgreiningar og mælingar á fátækt sem notaðar hafa verið til að mæla fátækt meðal barna. Einnig fjallaði hún um gagnrýni á slíkar mælingar og greindi frá tilraunum sem gerðar hafa verið með aðrar tegundir mælinga á barnafátækt. Guðný benti á færar leiðir til að öðlast þekkingu á lífskjörum og mögulegri fátækt íslenskra barna, m.a. að Ísland tæki þátt í langtíma- samanburðarrannsóknum á lífskjör- um, að stjórnvöld létu framkvæma reglulegar mælingar á fátækt skv. hefðbundnum skilgreiningum og að rannsóknir félagsfræðinga á fátækt yrðu sérstaklega styrktar. Mikilvægt væri að nýta þekkingu þeirra sem ynnu með fátækum gegn fátækt. Sigurður Snævarr borgarhag- fræðingur fjallaði í erindi sinu um fátækt og barnafólk og horfði þar meðal annars til tekjudreifingar. Þá fjallaði Sigurður H. Sveinsson raf- virki um þær breytingar á lífstíl sem fylgja í kjölfar atvinnuleysis. Morgunblaðið/Sverrir Stefán Ólafsson prófessor fjallaði um íslenska velferðarkerfið. Æ fleiri þurfa aðstoð til að greiða leikskólagjöld Staða barna í íslensku samfélagi rædd á málþingi á vegum ÍS-forsa GEFN Baldursdóttir, fjögurra barna einstæð móðir í Reykjavík, fjallaði um reynsluna af því að lifa af lágum tekjum í langan tíma, á málþingi Ís-forsa í gær. „Það að geta aldrei látið enda náð saman heldur velta skuldum á undan sér er mjög slítandi,“ sagði Gefn. Hún er sjálf næstelst í hópi fjögurra systkina. „Peningaleysið sem var í mínu uppeldi hafði mjög slæm áhrif á okkur. Ekkert af okkur systk- inunum er búið að klára nám, ekkert er með meira en skyldu- nám. […] Hvernig eigum við að geta stutt börnin okkar til náms ef við höfum bara eina fyrirvinnu á lágum launum? Við getum ekki keypt skólabækur eða borgað skólagjöldin. […] Að búa við aðstæður þar sem peningar eru af skornum skammti er mjög lýjandi, maður fellur ekki inn í hópinn í skól- anum, fötin eru hallærisleg, líka Mjög lýjandi að ná aldrei endum saman skólataskan, þú fjarlægist fé- lagana því þú getur ekki leyft þér sömu áhugamál og þeir. Á unglingsárunum flosnarðu upp úr skóla og hvað tekur við? Tvær til þrjár vinnur til að láta enda ná saman, með heppni þá færðu út- hlutað íbúð í Féló eða Verkó, eins og ég fékk, en þú færð ekki að ráða hvar þú býrð, því þú ert jú annars flokks þjóðfélagsþegn. Stundum getur maður dottið niður, ég var kannski heppin að ég datt bara í þunglyndi, sumir detta niður í brennivín eða fíkni- efni og svo eignast maður börn og er nú að fara að bjóða þeim upp á sama líf og maður á sjálf- ur. […] Af því að ég hef ekki menntun, hef ég þá ekki rétt á að lifa mannsæmandi lífi eða þá börnin mín, eiga þau ekki rétt á því að fá heitan mat á hverjum degi alla daga vikunnar allan mánuðinn?“ spurði Gefn Bald- ursdóttir. VIÐAR Ólafsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, sem var settum umhverfisráðherra til ráð- gjafar við úrskurð um Norðlinga- ölduveitu og lagði fram tillögu um 566 metra lónhæð, segir að Lands- virkjun sé fullkomlega heimilt að kanna aðrar útfærslur þar sem úr- skurðurinn hafi fyrst og fremst kveð- ið á um að lónið færi ekki inn fyrir friðland Þjórsárvera. Ekki hafi verið minnst á lónhæð í úrskurðinum og tillaga VST aðeins verið fylgiskjal. Viðar bendir á að miðlunarlón geti tekið breytingum eftir árstíðum og veðurfari og erfitt sé að negla niður eina stærð. Fari hæðin t.d. upp í 568,5 metra fari lónið alveg upp að friðlandsmörkum Þjórsárvera. „Við settum fram hugmynd í vetur sem byggðist á því að fara ekki hærra með lónið en í 566 metra. Það gerðum við til að geta reiknað út kostnað og skoðað tæknilegar út- færslur. Úrskurðurinn var síðan öðruvísi og sagði efnislega að ekki mætti fara inn í friðlandið. Á þessu er munur og eðlilegt í sjálfu sér að Landsvirkj- un skoði í smáatriðum hvaða leið sé best og setji mörkin einhvers staðar. Mér er hins veg- ar ekki kunnugt um nið- urstöðu á þeirra vinnu,“ segir Viðar. Haft hefur verið eftir upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, Þor- steini Hilmarssyni, að fyrirtækið áformi svip- aðan búnað ofan á stíflu Norðlingaölduveitu og er í Sultartangavirkjun, þ.e. uppblásna gúmmí- belgi sem hækki yfirborð lónsins um tvo metra en hægt sé að hleypa úr ef svo beri undir. Viðar segist kannast vel við þennan búnað þar sem VST hafi hannað slíka útfærslu fyrir Sult- artangastíflu. Verkfræðistofan hafi einnig gert ráð fyrir gúmmíbelgjum og botnlokum í tillögu að lónhæð upp á 566 metra. „Þetta er fyrst og fremst spurning um rekstraröryggi. Við vitum af því að Lands- virkjunarmenn höfðu áhyggjur af því að lón- hæð sem við sýndum dæmi um gæti orðið erfið, rekstrarlega séð, aðallega vegna hættu á ískrapafyllingu í lón- inu og öðru þess hátt- ar. Við höfum viður- kennt að þetta geti verið rétt og ég skil áhyggjur Landsvirkjunar. Raun- verulegur rekstur myndi sýna hvað gengur og hvað ekki. Landsvirkjun er væntanlega að hugsa um að geta hækkað í lóninu á þeim árstíma þeg- ar allt er frosið og á kafi í snjó. Þá skiptir hæðin í sjálfu sér ekki öllu máli. Ég sýni því fullan skilning að Landsvirkjun sé að skoða aðrar leið- ir, enda var okkar tilhögun forathug- un á hugmynd sem var ekki mikið unnin. Nú hefur Landsvirkjun unnið þetta áfram og eftir því sem menn vinna meira þeim mun skýrari verða forsendurnar,“ segir Viðar. Ekki á skjön við úrskurð Útfærslu Landsvirkjunar um 568 metra lónhæð hefur verið harðlega mótmælt af náttúruverndarsamtök- um og talsmönnum stjórnarand- stöðuflokkanna, samanber ummæli þeirra í Morgunblaðinu í gær. Varð- andi þau mótmæli segir Viðar að ekki sé með nokkru móti hægt að halda því fram að Landsvirkjun sé að fara á skjön við úrskurð setts umhverfis- ráðherra. Úrskurðurinn hafi verið skýrt orðaður og sömuleiðis hafi komið skýrt fram í inngangi að til- högun VST að hún væri eingöngu dæmi um hvað hægt væri að gera. „Strax eftir úrskurðinn nálguðust menn málið með mismunandi hætti. Náttúruverndarsamtök vildu skilja þetta með eins lágu vatnsborði og hægt er. Sú umræða kemur aftur upp núna vegna þess að kosningar eru í nánd, það er augljóst. Í sjálfu sér hefur ekkert annað breyst,“ segir Viðar. Hann bendir ennfremur á að einn umhverfissérfræðinga Jóns Krist- jánssonar í málinu, Írinn Conor Skehan, hafi lagt mikla áherslu á að gefa þyrfti framkvæmdaraðila veit- unnar ákveðið frelsi. Ekki hafi verið hægt að negla hann niður við ákveðið dæmi. Nú sé að koma í ljós að nátt- úruverndarsinnum líki ekki þetta frelsi. Viðar segir meginniðurstöð- una vera ánægjulega og flestir geti verið sáttir við að lónið sé komið út fyrir friðlandið. Framhaldið sé að- eins spurning um útfærslur, þannig þurfi hærra vatnsborð að vetrarlagi ekki að breyta öllu. Framkvæmdastjóri VST um hugmyndir um 568 metra lónhæð í Norðlingaölduveitu Heimilt að skoða nýjar útfærslur Viðar Ólafsson Ef fyrirhugað lón verður hækkað upp í 568,5 metra mun það fara alveg að mörkum friðlandsins í Þjórsárverum KJARASAMNINGAR Starfs- greinasambandsins á almenna vinnumarkaðinum losna frá og með næstu áramótum og gerir Halldór Björnsson, formaður sambandsins, ráð fyrir að í næsta mánuði verði farið að leggja línur fyrir komandi kjaraviðræður. Um miðjan maí verður fram- kvæmdastjórn sambandsins með þriggja daga vinnufund í Reykjanesbæ þar sem byrjað verður að leggja útlínurnar vegna komandi kjaraviðræðna, skv. upplýsingum Halldórs. Hann á þó ekki von á að eig- inlegar samningaviðræður hefj- ist fyrr en í haust. Aðferðir við samningana 2000 ofarlega í huga fólks Kynntar verða niðurstöður úr nýrri viðhorfs- og kjarakönnun meðal félaga í Starfsgreinasam- bandinu á kjaramálaráðstefnu sambandsins næstkomandi föstudag. Ráðstefnunni er þó ekki ætlað að marka stefnu vegna kröfugerðar í næstu samningum en á henni verður farið yfir reynsluna af samning- unum sem gerðir voru árið 2000, þróun og horfur í efnahags- og atvinnumálum og kynntar nið- urstöður kjarakönnunarinnar sem unnin var á vegum Gallup. Óvíst hver niðurstaðan verður núna „Þessi könnun segir manni að sú aðferð sem notuð var síðast er greinilega ofarlega í huga fólks, sem finnst hún hafa skilað árangri en í síðustu samningum var lögð sérstök áhersla á lægstu launin og síðan fengu aðrir ákveðna prósentuhækkun. Ekkert er hins vegar hægt að fullyrða um núna hvort þetta verður niðurstaðan,“ segir Hall- dór. Starfsgreinasam- bandið undirbýr samningagerð Leggja línur vegna kjaravið- ræðna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.